blaðið - 30.01.2006, Síða 12

blaðið - 30.01.2006, Síða 12
12 I BÍLAR MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 blaöi6 Nýr Explorer kynntur Tekurfyrirrennurum sínumfram íflestu Fjöldi manns átti viðkomu á frum- sýningu nýja Ford Explorer jeppans í salarkynnum bílaumboðsins Brim- borgar um helgina. Var almanna- rómur að bíllinn staeði forverum sínum síst að baki og skyldi ekki undra, því jeppinn er vel búinn og vandað hefur verið til allrar hönnun- arvinnu á honum. Meðal þess sem greinir nýja Explorerinn frá fyrir- rennurum sínum er öflugri V8 vél og ný sex gíra sjálfsskipting. Breytingar á grind og fjöðrun bílsins bæta að sögn Brimborgar aksturseiginleika hans til muna, en fulltrúi Blaðsins gat vegna aðsóknar ekki sannreynt það í reynsluakstri um helgina og verður því að láta væntanlegum kaupendum eftir að meta það. Var sammæli meðal gesta um að nýtt útlit jeppans væri vel heppnað sem og innréttingin, en margir við- staddir höfðu á orði að hún væri bæði plássmeiri og fallegri en í fyrri gerðum Explorer. Sú nýja kostar frá 3.790.000 krónum, þungur biti að kyngja fyrir flest vísitöluheimili, en Explorer er svosum ekki vísitölubíll. Samkvæmt tilkynningu frá Brim- borg hlaut nýi Explorer-jeppinn nýverið hæstu einkunn sem gefin er í árekstrarprófi hjá hinni þekktu stofnun NHSTA í Bandaríkjunum. Meðal staðal-öryggisbúnaðar í honum eru fjórir öryggispúðar og svokallaðar öryggisgardínur, sem eiga að varna meiðslum og vand- ræðum við ákeyrslur á hlið og bílveltur. Vel fer um nýja Explorer-jeppann í sýningarsal Brimborgar Mynd/RCUTBtS Gaman væri að taka hring í þessum: Kapp- aksturshetjan þýska Michael Schumacher sést hér aka 248 F1, nýja Formúlu 1 bíl Ferrari á æfingabraut í Spáni sl. fimmtudag. HARÐVIÐARVAL Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is Forstjóri Porsche skrafar við kampakátan fjármálastjórann:„Maður er greinilega alltaf að græða" Sala á Porsche langt yfír vœntingum Hluthafar kátir, eðlilega Á hluthafafundi Porsche AG í Þýska- landi er haldinn var í Stuttgart á föstudag voru opinberaðar spár Porsche-manna þess efnis að sala á reiknings-ári því er nú stendur yfir og lýkur í júlí nk. færi vel yfir þau 90.000 eintök sem fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Eru þær gerðar í krafti þess að sala á fyrri helmingi reiknings-ársins hefur farið langt handan allra væntinga hlutafélags- ins. Á myndinni má sjá forstjóra Por- sche AG, Wendeling Wiedeking (sé með gleraugun), ræða við fjármála- stjóra félagsins á hluthafafundinum skömmu áður en hann tilkynnti um hina nýju spá. Þóttu hluthafar Porsche óvenju léttir í lundu að fund- inum loknum. Gúmmívinnustofan & POLAR rafgeymar Hjólbarðaverkstæði & rafgeymaþjónusta 1 S í 9 «e> ~ ® íjf H B ! ■ í ■ ■ .,.______: cu w 1 ’.ulr.. —>—**»»-«* iMM Komdu í snyrtilegt umhverfi >ar sem fagmennskan er í fyrirrúmi

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.