blaðið


blaðið - 30.01.2006, Qupperneq 22

blaðið - 30.01.2006, Qupperneq 22
30 I ÍPRÓTTIR MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 blaðið Tap fyrir Ungverjum íslendingar töpuðu fyrir Ung- verjum í síðasta leik sínum í C-riðli á Evrópumótinu í handknattleik, 35-31, í gær. Það kemur þó ekki að sök því fyrir leikinn hafði liðið tryggt sér sæti í milliriðli eftir að hafa unnið Serba og gert jafntefli við Dani. íslenska liðið kom ákveðið til leiks og var leikurinn jafn framan af en eftir fyrri hálfleik var staðan 16-14 fyrir Ungverjalandi. íslenska liðið kom hins vegar heldur bitlaust til leiks í síðari hálfleik. Ungverjar juku muninn og náðu fljótt fimm marka forystu. Eftir það var ís- lenska liðið aldrei líklegt til að stela sigrinum enda ekki mikið í húfi. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur íslenska liðsins með 10 mörk, þar af fjögur af vítalínunni, og er hann því áfram markahæstur á mótinu en hann hefur alls skorað 29 mörk. Róbert Gunnarsson skor- aði sex mörk fyrir fsland, Einar Hólmgeirsson fjögur og Alexander Petersson, sem átti góðan leik í vörninni, skoraði þrjú. Roland Er- adze hóf leikinn í markinu en hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hrjáðu hann. Roland átti ágætan leik í fyrri hálfleik en Birkir ívar Guðmundsson, sem hefur staðið í markinu í undanförnum tveimur leikjum, tók hans stað í seinni hálfleik. f slendingar taka með sér þrjú stig i milliriðilinn og mæta þar þremur efstu liðunum úr D-riðli; Rússum, Króötum og Norðmönnum. Rússar unnu Króata óvænt 30-29 í gær og stóðu því uppi sem sigurvegarar riðilsins. íslendingar geta á heild- ina verið mjög sáttir með frammi- stöðu liðsins i riðlinum og er von- BlaÖiÖ/Frikki andi að strákarnir okkar brýni sverð sín enn betur fyrir átökin í ................................ milliriðlinum. bjorn@bladid.net Rtí. Samaras til City Manchester City hefur gengið frá kaupum á gríska sókn- armanninum Georgios Samaras frá hollenska félaginu Heeren- veen. City bauð upphaflega þrjár milljónir punda í kappann en Heerenveen sagðist ekki vifja láta hann fara fyrir minna en þrefalda þá upphæð. Sam- aras var afar ósáttur við það og hótaði að fara í verkfall. Sá hollenska félagið sig því nauðugt tif að leyfa honum að fara og varð lendingin að hinn tvítugi Samaras færi fyrir sex milljónir punda. Að því gefnu að Samaras stand- ist læknisskoðun mun hann skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning við félagið. Nægur snjór á ÓL Aðstandendur Vetrarólympíu- leikanna í Tórinó hafa verið bænheyrðir af veðurguðum en undanfarna fjóra daga hefur snjóað viðstöðulaust f borginni. Mikið snjóleysi hefur verið í fjöllum Tórínó í vetur og voru uppi áform um að nota gervi- snjó á leikunum ef að ástandið batnaði ekki. Alþjóða skíðasam- bandið hafði lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa, en á síðustu fjórum dögum hafa 6ocm af snjó fallið og verður því ekki þörf á gervisnjónum. Vetrarólympíuleikarnir hefjast þann 10. febrúar næst- komandi og standa yfir í 16 daga. Starfsmenn vinna nú hörðum höndum að því að ljúka við lagningu skíðabrauta en áætlað er að fyrstu skíða- mennirnir komi til Tórínó á miðvikudag og helji æfingar. Tilboðsréttir asamt 0,5 1 Pepsí og Hraun í eftirrétt kr. 790,- 32-liða úrslit ensku FA-bikarkeppninnar um helgina: Wolves - Man Utd 0-3 AstonVilla-PortVale 3-1 Bolton - Arsenal 1-0 Brentford - Sunderland 2-1 Charlton - Leyton Orient 2-1 Cheltenham - Newcastle 0-2 Colchester - Derby 3-1 Coventry-Middlesbrough 1-1 Everton - Chelsea 1 -1 Leicester - Southampton 0-1 ManCity-Wigan 1-0 Preston - Crystal Palace 1-1 Reading - Birmingham 1 -1 Stoke-Walsall 2-1 West Ham - Blackbum 4-2 Snyrtisetríð ehf. CERÐU GÓÐA HLUTI FYRIR SJALFA ÞIG r Árangursrík andlitsmeðferð : Sléttir hrukkur og línur Þéttir húð og bandvef IGjafabréf mjgm Afsláttur af 5 og 10 tima kortum Betra en botox - árangur strax Húðfegrunarstofa s. S33 3100 Domus Medica, I—— inng. frá Snorrabraut

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.