blaðið - 01.02.2006, Page 29

blaðið - 01.02.2006, Page 29
blaðið MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 DAGSKRÁI 29 Latibœr verðlaunaður Þættirnir stórgóðu um íbúa Lata- bæjar fengu í síðustu viku fyrstu verðlaun fyrir talsetningu á þýsku. Þættirnir eru sýndir í Þýskalandi á sjónvarpsstöðinni Super RTL og sá stöðin um talsetninguna í sam- vinnu við framleiðendur þáttanna hér heima. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í borginni Pots- dam í Þýskalandi. Sjónvarpsþættirnir um Latabæ voru teknir til sýningar í Þýska- landi í ágúst 2005. í ár voru 42 sjónvarpsseríur og kvikmyndir til- nefndar og voru veitt verðlaun í alls 7 flokkum. Á meðal þeirra mynda sem tilnefndar voru í sama flokki og Latibær var stórmyndin Madag- ascar sem hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda. SkjárEinn, 21.00 Queer Eye for the Straight Guy Samkynhneigðar tískulöggur gefa einhleypum, gagnkynhneigðum körlum góð ráð um hvernig þeir eigi að ganga í augun á hinu kyn- inu. Þættir sem hafa slegið í gegn og bjargað margri konunni frá illa til höfðum karlmönnum. ...flugfarþega Sjónvarpið, 16.55 EM í handbolta Sýndur verður leikur Islend- inga og Króata í milliriðli. Þetta er annar leikur liðsins í milliriðli og líklega sá mikilvægasti upp á fram- haldið. Styðjum strákana okkar. á NASA viö Austurvöll Sýnt Miövikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Miövikudagur 1. febrúar - 2. febrúar - 3. febrúar - 4. febrúar - 5. febrúar - 8. febrúar - Uppselt Örfá sæti laus Örfá sæti laus Örfá sæti laus Húsið opnar kl. 20:00 ■ Sýningar hefiast kl. 20:30 Miðasala í verslunum Skífunnar, www.midi.is og i sfma: 575 1550 íslenska útvarps- stjarnan verður til á KissFM í dag mun útvarpsstöðin KissFM opna fyrir skráningu á Netinu í leit að næstu útvarpsstjörnu íslands. „Við erum að leita að góðum útvarps- manni- eða konu sem hefur allt til brunns að bera til að vera alvöru stjarna í útvarpi," segir Ragnhild- ur Magnúsdóttir, dagskrárgerðar- maður KissFM. „Þetta er skemmti- legur leikur. Gagnvirkni verður mjög mikil svo að hlustendur geta tekið þátt, þeir geta kosið og fá þann- ig að ráða. Upplýsingar um þátttak- endur verða líka á heimasíðunni okkar svo allar upplýsingar verða þar. Starf í boði „Skráningin byrjar í dag og verður í rúmar tvær vikur. Siðan verða áheyrnarprufur og þar á eftir tek- ur við langt ferli þar sem fólki gefst færi á að sanna sig. Þær verða haldn- ar 18. febrúar svo fólk verður að skrá sig fyrir þann tíma.“ Ragnhildi líkar greinilega mjög vel við útvarpsstarfið og mælir með því. „Þetta er mjög skemmtilegt. Sá eða sú sem vinnur keppnina mun fá samning hjá okkur um að vinna á stöðinni. Viðkomandi byrjar svo um leið og keppninni lýkur, líkleg- ast í byrjun sumars." Ragga á KissFM sér um morgunkossinn alla virka morgna. Stöð 2 bíó, 20.00 The Terminal (Flugstöðin) Kostuleg og vel leikin stórmynd eftir Steven Spielberg með Tom Hanks í aðalhlutverki. Myndin er laus- lega byggð á sönnum atburðum og fjallar um Viktor Navorski, mann frá Austur-Evrópu, leikinn af Hanks, sem ferðast til Bandaríkjanna. Topp 10 listinn SingStar SO's PS2 Sony Need for Speed Most Wanted Allar vélar EA Sims 2 Allar vélar EA Buzz! The Music Quiz PS2 Sony SSX On Tour PS2/XB0X/ PSP EA Sports BIG Sims 2 Night- life PC EA Harry Potter & The Goblet of Flre Allar vélar EA Call of Duty 2 PC/ XBOX360 Activision World of Warcraft PC VU Games Football Manager 2006 PC Eidos Sönggleöi (slendinga sést greinilega á vinsældum Söngvakeppni Sjónvarpsins og Idol Stjörnuleitar- innar. Þriöja visbendingin er sú staðreynd að Singst- ar 80's er enn á toppi topp 10 tölvuleikjalistans. EITTHVAÐ FYRIR... ...sigurvegara Ný þjónusta við flokkun og endun/innslu! Nú geta íbúar á höfuöborgarsvæðinu fengið sérmerkta endurvinnslutunnu hjá Gámaþjónustunni hf. sem m.a. tekur við öllum pappír heimilisins, dagblöðum, tímaritum, umslögum, skrifstofupappír og pappa, fernum, plast- umbúðum og málmum. Einfalt í framkvæmd: Allur pappír og bylgjupappi má fara beint í tunnuna en fernur, málmar og plast fari í aðskilda poka í sömu tunnu. Mánaðargjald fyrir hverja tunnu er 990 kr. og tæmt verður á fjögurra vikna fresti. 8 U I z z & GÁMAMÓNUSTAN HF. BÆ77 UMHVERFI - BETRIFRAMTÍÐ Sími: 535 2500 • gamar@gamar.is • www.gamar.is Endurvinnslutunnuna er hægt að panta í síma 535 2510, á netfanginu gamar@gamar.is og einnig á heimasíðu Gámaþjónustunnar hf. www.gamar.is Komið verður með tunnur heim til viðtakenda.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.