blaðið - 01.02.2006, Page 30

blaðið - 01.02.2006, Page 30
. 30IFÓLK MIÐVIKUDAGUR l.FEBRÚAR 2006 blaðið I borgarinn BJARTASTA VONIN - Á mánudaginn myndaðist rísandi stjama ( íslenskum fjölmiðlum við það að heimasíð- an www.mellur.is var stofnsett. Reyndar virðast stúlkurnar sem að síðunni standa hafa smáreynslu í heímasíðugerð og við- haldi. Umræðuefni aðstandendanna eru eins og á öllum öðrum bloggsíðum á Net- inu; djammið, strákar, stelpur og helsta sjónvarpsefnið. Smáborgarinn á erfitt með að skilja hvernig það er eftirspum eftir síð- um sem þessum. Það sér hver í hendi sér að framboðið er meira en nóg, kallarnir. is, fazmohópurinn og þannig mætti telja lengi. Svo virðist sem hver einasti vinahóp- ur á íslandi sé ómarktækur haldi hann ekki bloggsíðu. Það versta af öllu þykir Smáborgaranum hversu auðvelt þessir blogghópar eiga með að koma sér á framfæri. Þeir þurfa ekki ann- að en að segja eitthvað nógu dónalegt og þá komast þeir í dagblöðin eða, það sem verra er, fá sinn eigin sjónvarpsþátt. Smá- borgarinn bíður þess vegna spenntur eftir sjónvarpsþætti mellanna.is. Hann verður vafalaust mjög áhugaverður og sýnir Islend- ingum enn og aftur hversu djúpt er hægt að sökkva. Auðvitað hefur Smáborgarinn látið ýmislegt óvitrænt og kjánalegt frá sér í góðra vina hópi. En hann vill meina að hann hafi nóg vit í kollinum til að halda sínum gullkornum innan vínahópsins. Smá- borgaranum finnst í raun ákaflega heimsku- legt að láta í Ijós allar sinarfurðulegu vanga- veltur fyrir alþjóð á Intemetinu. Hann efast líka um að mellurnar.is stígi mjög í vitið. Smáborgarinn er ekki búinn að tæma úr skálum reiði sinnar. Það sem fer e.t.v. mest fyrir brjóstið á honum við umræðuefnið er nafngiftin sjálf. Nú getur vel verið að sumar vændiskonur hafi gaman af starfi sínu. En Smáborgarinn efast um að mellurnar.is séu mellur (svolítið svipað og hann telur kall- ana.is vart vera karla). Hér með er óskað eftir blogghópnum fóstrur.is eða álíka. Fólkið sem sér um bloggsi'ðumar og sið- an sjónvarpsþættina f kjölfarið er kynslóðin sem taka mun við fslandi þegar '68 kynslóð- in drukknar loksins í peningum. Þetta er ekki björt framtíð. Satt best að segja telur Smáborgarinn að ef heldur áfram sem horfir munum við sjá um menningarlegt og andlegt gjaldþrot þjóðarinnar. Sólbrún- irvitleysingar með myndatökuvélar munu fylla alla grunnskóla, krakkar undir ferm- ingaraldri munu krefjast þess að fá Ijósa- tíma í staðinn fyrir hjól í afmælisgjöf og orðaforði ungmenna mun samanstanda af vel völdum enskuslettum. Að lokum mun handboltalandsliðið deyja út og túristamir hætta að láta sjá sig. fslendingar verða þurr og einsleit, leiðinleg þjóð. Við munum ekki bjóða upp á neitt fyrir þá sem hingað vilja koma. En hnakkamir munu skemmta sér konunglega í eigin heimi. HVAÐ FINNST ÞÉR? Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins Hvað finnst þér um deilurnar í Danmörku? „Þetta er svakalega snúið. Viðbrögð hins íslamska heims eru auðvitað í engu samræmi við tilefnið. Hins vegar verða menn að virða trúartilfinningar manna. Við höfum það bundið í lögum hér á vesturlöndum að það beri að virða trú manna og umgangast beri þá hluti sem menn telja heilaga með virðingu. Það hefur ekki verið gert i þessu tilviki. En þetta sýnir okkur einn- ig í hnotskurn hvernig hinn íslamski heimur er, þar sem brugðist er við öllu með ofbeldi." Miklar deilur hafa sprottiö upp í múslímaríkjum vegna myndbirtinga í norrænum dagblöðum sem sýna Múhameö spámann. 50 Cent skrifar barnabœkur Ekki er öll vitleysan eins, svo mikið er víst. Nú hefur skot- heldi rapparinn 50 Cent ákveðið að skrifa barnabækur. 50 hefur gengið í gegnum margt og telur sig geta kennt börn- um ýmsar lexíur um lifið sjálft. „Sögurnar munu hafa jákvæð skilaboð,” sagði 50 í sambandi við málið. Börn munu geta lært af þeim.” Við látum það liggja milli hluta hvað 50 Cent á að geta kennt börnum um lífið. Eitt er þó víst að ekki er hægt að taka ráðum frá honum um hvernig á að forðast byssukúlur þar sem kappanum hefur mistekist það allavega átta sinnum. Kudrow deitarn ekki frœga // Lisa Kudrow, sem lék hina kostulegu Pheobe í sjónvarpsþáttunum Friends, hefur ákveðið að lenda aldrei í sambandi með stjörnu eftir hina gríðarlegu athygli sem sambandsslit vinkonu hennar, Jeinnifer Aniston og Brad Pitt fékk. Kudrow var gjörsamlega hneyksluð á hvernig fjölmiðlar hafa farið með vinkonu sína. Jennifer er góð vinkona mín, ég mun aldrei tala opinberlega um hana og Brad nema til að segja að hún hefur það fínt. En ég mun segja að þegar stjarna byrjar með annari stjörnu skapar það skrímsli sem er mun stærra en tveir einstaklingar.” Kate Moss yfirheyrð Kate Moss hefur fallist á að mæta í yfirheyslu til London vegna rannsóknar á meintri kókaínnotkun hennar, en lögreglan hefur undir höndum myndbandsupptöku og ljósmyndir sem sýna Moss nota eiturlyfið hvíta. Moss var að störfum í New York þegar götublöð hófu að birta myndir af henni og hvíta vini hennar og hefur hún, síðan þá, ekki þorað að snúa aftur til Bretlands. Hún hefur þó heldur betur snúið við blaðinu og farið í meðferð ásamt því að losa sig við mest umfjallaða vandræðagemsa heims um þessar mundir, Pete Dogerty. ■P' ■■■■■■■■■■■■■ eftir Jim Unger FRJÁLST OHAÐ blaðið= ókeypis til 80.000 heimila og fyrirtækja il,a,,rk,í,5,bladiö= HEYRST HEFUR. Pað gengur stunum í ættir að fá titla upp í hendurnar. Þannig fékk nýr herra ísland titil upp í hendurnar, eftir að sá sem sigraði í keppninni var rek- inn vegna lifnaðarhátta sem þóttu ekki hæfa þeim sem ber svo mikilvægan titil. Nýi herra ísland heitir Jón Gunnlaugur Viggósson og er sonur sjálfs Viggós Sigurðssonar landsliðs- þjálfara í handbolta. Faðirinn stýrir landsliðinu í Sviss þessa dagana og vonast að sjálfsögðu til að hampa titli - alveg eins og sonurinn. Bj ö r n Bjarna- son hefur ákveðnar skoðanir á líf- inu og tilver- unniogheldur ^J úti skemmti- legri heimasíðu þar sem hann liggur ekki á skoðunum sínum. í nýjasta pistlinum víkur hann að Samfylkingunni og endar á þessu: „Að lokum legg ég til að Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifi tvær blaðagreinar á hverj- um degi um menntamál - þá mundi Samfylkingin líklega minnka enn hraðar.“ Stutt en skorinort hjá Birni Bjarnasyni. Pá er það staðfest. Reykja- vík er í þriðja sæti yfir þær borgir þar sem dýrast er að dvelja - aðeins Osló og Tokyo njóta þess vafasama heiðurs að vera dýrari. Það er stofnunin Economist Intelligence Unit sem gerir þessa könnun. Rétt er að geta þess að aðeins munar einu stigi á Reykjavík og Tokyo í þessari könnun sem gerð er annað hvert ár. Það er aldrei að vita nema við náum að bæta okkur fyrir næstu könnun... Söknuð- urgam- alla krata er mikill og þeir sjá nú gamla A1þ ýð u - flokkinn og allt sem hann stóð fyrir í hyllingum. Reynir Trausta- son gerir góðlátlegt grín af þessu á heimasíðu sinni. „Gamli Alþýðuflokkurinn á 90 ára afmæli í mars næst- komandi. Munaðarleysingjar úr rannni Alþýðuflokksins á borð við Hrafn Jökulsson og Kolbrúnu Bergþórsdótt- ur hafa rætt þann möguleika að rétt væri að blása nýju lífi í flokkinn sem aldrei var lagður formlega niður. Guð- mundur Árni Stefánsson sendiherra er enn formaður flokksins en vilji er til þess að fá nýjan formann. Þar beinast augu fólks að Össuri Skarp- héðinssyni eða jafnvel Jóni Baldvin Hannibalssyni sem báðir þykja vera réttir menn í brú gamla síðutogar- ans eftir að hafa í formennsku- tíð stýrt farsællega í gegnum brimskafla og á milli skerja," segir Reynir Traustason Því miður, ég sá bara ekki skiltið.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.