blaðið - 16.02.2006, Síða 14
blaðið----
Útgáfufélag: Árog dagurehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
VÆNDI OG REFSINGAR
Ætla má að góð sátt geti myndast um frumvarp það, sem Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lagt til kynningar fyrir
ríkisstjórn um endurskoðun á tilteknum ákvæðum almennra
hegningarlaga um kynferðisbrot.
I frumvarpsdrögunum er m.a. lagt til að hert verði á skilgreiningu hug-
taksins „nauðgun“, refsing við þeim glæp verði hert til muna og fyrning-
arfrestur slíkra afbrota lengdur. Refsing fyrir samræði og önnur kyn-
ferðismök við barn yngra en 14 ára verði og þyngd og geti slíkur glæpur
haft allt að 16 ára fangelsisvist í för með sér líkt og við mun eiga um
nauðgun, nái frumvarpið fram að ganga. Þá er og gert ráð fyrir breyt-
ingum á fyrningarfresti vegna kynferðislegrar misnotkunar barna og
refsihámark vegna áreitni verður einnig aukið.
Fullyrða má að almennt og yfirleitt feli frumvarpið nýja í sér aðlögun að
þeim sjónarmiðum, sem uppi eru á íslandi nú um stundir. Kynferðisaf-
brot hafa mjög verið til umræðu og ljóst má vera að mikill meirihluti al-
mennings er þeirrar hyggju að refsingar við slíkum glæpum séu úr hófi
fram vægar. Þá hefur núgildandi fyrningarfrestur þess háttar afbrota
sætt harðri gagnrýni.
Líklegt sýnist að einna umdeildastur verði sá kafli frumvarpsins, sem
lýtur að vændi. Lagt er til að grein í núgildandi lögum, sem kveður á um
að refsivert sé að stunda vændi sér til framfærslu, falli niður. Þess í stað
verði lögfest ákvæði um refsinæmi þess að bjóða fram, miðla eða óska
eftir kynmökum við annan mann í opinberum auglýsingum, eins og
segir í frumvarpstextanum. Þá er í frumvarpinu ekki að finna klásúlu
þess efnis að refsivert skuli vera að kaupa „vændisþjónustu“, sem ýmsir
hér á landi hafa hvatt til að tekið verði upp að hætti Svía.
Þessi þáttur frumvarpsins sýnist einnig fela í sér aðlögun að stað-
reyndum og veruleika. Vændi er ákveðin „starfsemi“ sem iðkuð er á Is-
landi líkt og í öðrum löndum. Reynslan kennir að ógerlegt er að koma í
veg fyrir hana og að beinlínis er óæskilegt að vista þennan þátt mannlífs-
ins í „undirheimum“. Spyrja má hvort frumvarpið gangi ekki of skammt
í þessu efni. Úr því að í ráði er að banna ekki vændi og kaup á slíkri
„þjónustu" er þá ekki hyggilegt að móta ramma um þessa „starfsemi"
alla, skatta, heilbrigðisþjónustu og viðeigandi auglýsingavettvang?
Vonir hljóta að vakna um að dómsmálaráðherra láti að þessu loknu
endurskoða lög um refsingar vegna ofbeldisverka. Þær eru úr hófi fram
vægar. Gleymst hefur að réttur fórnarlamba og hagsmunir almennings
fara saman í því efni.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Simbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur.
Dúndurverð
hjá Dal
Eldshöfða 16, bakhús
Sími: 616 9606
Opið milli 12-16
nemafimmtudaga
milli 12-18
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 ; blaöió
ViÞ FðrúM BKVj BrNi Á NEiWU TjnNMtfS
BóluErNi NoWMi BoY. forr/j eR sruwve,
UM nv WeílSS upÞ Á KSSAR VwKvpu
ElSKUB PERSÓNULEGA OG KVtJMA TVRiR
>EilV\ -TfEléir AvGA pr'R-'P TtuGA,
Ti'iÚI TrRÍRTÓHK
IOO dagar til kosninga
Næstkomandi laugardag halda sjálf-
stæðismenn í Árborg prófkjör vegna
sveitarstjórnakosninga. Aðrir halda
ekki prófkjör og er þetta því eina
tækifæri íbúanna til að hafa bein
áhrif á val fólks á framboðslista.
Mikill áhugi er á prófkjörinu og hafa
15 manns gefið kost á sér, sem þykir
allnokkuð þegar haft er í huga að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins
tvo bæjarfulltrúa af níu. Ætla má að
óánægja með núverandi meirihluta
Framsóknar og Samfylkingar valdi
hér nokkru, en jafnframt skiptir
vaxandi stuðningur við Sjálfstæðis-
flokkinn á landsvísu miklu.
Tækifæri Árborgar
Fá sveitarfélög eru í jafnmiklum
vexti og Árborg, enda hefur sveitar-
félagið upp á margt að bjóða, ekki
síst vegna legu sinnar, fjölbreyttra
búsetumöguleika og síðast en ekki
síst; sofandahátt í höfuðborginni. Á
síðasta ári fjölgaði íbúum Árborgar
um tæp fimm hundruð og eru íbúar
nú yfir sjö þúsund talsins. Þessari
fjölgun þarf að mæta af metnaði
og með langtímahugsun. Árborg
á að vera fyrsta flokks sveitarfélag,
enda hefur það upp á Selfoss, Eyr-
arbakka, Stokkseyri og gamla Sand-
víkurhreppinn að bjóða. Árborg er
miðsvæðis á Suðurlandi og verður
sífellt tengdara öðrum landsfjórð-
ungum, ekki síst með greiðfærari
Hellisheiði, Suðurstrandarvegi
og Kjalvegi norður. Sérstaða Ar-
borgar er ekki hvað síst nálægðin
við uppsveitir Árnessýslu þar sem
sumar- og heilsársbústöðum fjölgar
stöðugt. Hestamennska og ferða-
mennska haldast í hendur og eru
bújarðir óðum að fá nýtt hlutverk.
Bæjarstjórnin á að nýta sér vaxtar-
tækifærin og bjóða upp á byggingar-
land og aðstöðu sem er í fremstu röð.
Vinna þarf heildarskipulag til langs
tíma og efla þarf samstöðu gagnvart
ríkisvaldinu. Bráðabirgðaúrræði og
skammtímalausnir eru dýrari þegar
upp er staðið.
Eyþór Arnalds
Tækifæri sjálfstæðismanna
Mikill byr er með sjálftæðismönnum
á landsvísu og er Árborg engin und-
antekning. Óánægja með störf núver-
andibæjarstjórnarmeirihlutaoggott
framboð í prófkjörinu hefur aukið á
byrinn. Nú þegar 100 dagar eru til
kosninga gefst sjálfstæðismönnum
í Árborg tækifæri til að velja sjálfir
framboðslista. Aðrir flokkar veita
kjósendum sínum ekki slíkt tæki-
færi. Þátttaka í prófkjörinu skiptir
miklu enda má segja að því fleiri
Klippt & skoríð
Tímaritið Séð & heyrt greinir frá því í
nýútkomnu tölublaði sínu að þvert
á allar vonir hafi slitnað upp úr sam-
bandi íslenska Bachelor-pars-
ins, þeirra Jennýjar Óskar
Jensdóttur og Steingríms
Randvers Eyjólfssonar
Birtir blaðið viðtal við Jen-
nýju Ósk, sem piparsveinn-il
inn og smiðurinn knái valdi
í þættinum með rós og hring, en á sínum
tíma gumuðu hjónaleysin fyrrverandi af gagn-
kvæmri ást, sem þau héldu að yrði varanlegri
en raun ber vitni. í viðtalinu kemur fram að
þrátt fyrir öll rósabúntin hafi lífið síður en svo
reynst þeim dans á rósum. Meðal annars hafi
fjárhagur piparsveinsins verið sem rjúkandi
rúst eftir öll stefnumótin, því á meðan tökum
stóð hafi smiðnum gefist fá tækifæri til þess
að lyfta hamri eða sög og tekjurnar urðu eftir
þvi. Steingrímur Randver er þvi kominn aftur á
byrjunarreit, nema nú er hann ekki bara kven-
mannslaus heldur auralaus Ifka.
IMarkaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins,
mátti lesa heilsíðuviðtal við Nadine
Deswasiere, stjórnarmann í SÍF, sem ný-
lega var endurnefnt Alfesca, en
nafnið á að vera „táknrænt fyrir
sýn félagsins, sem er að vera leið-
andi fullvinnslu- og markaðsfyr-i
irtæki átilbúnum neysluvörum".'
Það var og. Útskýrir stjórnarmaðurinn svo að
alfa sé fyrsti stafur gríska stafrófsins, „festus"
merki eitthvað veislukyns á latínu og svo viti
allir að „esca" þýði matur á tungu þeirra Hór-
asar og Sesars. Gömlum latínugrána þótti
ekki mikið til um tilbúninginn. Sagði sá að þeir,
sem á annað borð veltu fyrir sér merkingu
orða, myndu draga þá augljósu ályktun að Al
sem komi að valinu, þess öflugra
verður umboð þeirra sem veljast á
listann. Fjórir gefa kost á sér í 1. sæti
og sjö 1.-2. sæti. Allt bendir til þess
að listinn geti verið sigurstranglegur
og ef vel tekst til má ætla að Sjálf-
stæðisflokkurinn verði ekki lengur
minnsti flokkurinn í bæjarstjórn
- heldur sá stærsti. Framfarir í skipu-
lags- og menntamálum eru áberandi
undir stjórn Sjálfstæðisflokksins í
sveitarstjórnum, enda hafa menn
fylgst vel með því hvernig til hefur
tekist í Kópavogi, Garðabæ, Mos-
fellsbæ og Reykjanesbæ. Þar hefur
Sjálfstæðisflokknum verið treyst
og þar hefur gengið vel. Fólkið
er ánægðara og bragur bæjanna
undantekningalaust betri svo eftir
er tekið. Skólamálin hafa tekið
mestum framförum í þeim bæjar-
félögum þar sem sjálfstæðismenn
eru við stjórnvölinn. Ég er sann-
færður um að nú sé röðin komin að
Árborg. Sjálfstæðismenn hafa alla
burði til að verða leiðandi afl í bæj-
arstjórninni á næsta kjörtímabili.
Fjölmörg tækifæri bíða i skipulags-
málum, menntamálum, fjármálum,
ferðamálum, gatnagerðarmálum
og málefnum eldri borgara. Ef rétt
er á spilum haldið verður Árborg
eftirsóttasta sveitarfélagið á næsta
áratug. Til þess eru allar forsendur
- nú er bara að vinna vel.
Höfundur sækist eftir 1. sæti sjálf-
stœðismanna í sveitarstjómarkosn-
ingum íÁrborg.
kUpptogskorid@vbl.is
væri ákveðinn greinir úr arabísku og að fesca
væri grunsamlega líkt fascia, axarvöndlinum,
sem fasistar kenndu sig við. Alfesca væri því
tæpast góð latína á þessum óvissutímum í
alþjóðasamfélaginu.
Island komst i gær í fréttirnar hjá Banda-
ríkjamönnum vegna vetrarólympfuleik-
anna, sem sagt er að standi sem hæst
einhvers staðar. Ekki er það
þó vegna afreka, þvert á móti.
Blaðamanni hjá fréttastofunni
Gannett þótti nefnilega athygl-j
isvert að fsland skyldi aldrei
hafa unnið til verðlauna í neinni vetraríþrótt.
(fréttinni er rætt við Guðmund Jakobsson,
fararstjóra (slenska hópsins, og er á honum
að skilja að gróðurhúsaáhrifin og snjóleysi af
þeirra völdum sé ástæðan fyrir medalíuleysi
íslendinga.