blaðið

Ulloq

blaðið - 16.02.2006, Qupperneq 16

blaðið - 16.02.2006, Qupperneq 16
16 I ÝMISLEGT FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 blaöiö Vatnsmarkaður- inn tvöfaldast Fleiri íslendingar kaupa kolsýrt vatn „Fólk vill fá tilbreytingu frá hefð- bundnu kranavatni og við höfum verið að selja kolsýrt vatn með bragð- efnum og vítamínum sem hefur mælst mjög vel fyrir“, segir Hörður Harðarson framkvæmdastjóri markaðs- sviðs hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. „Ég hef heyrt að fólk vilji minna kolsýrt vatn en nýi drykkurinn með mex- ican-lime bragðinu er einmitt léttkolsýrður." í fréttatilkynningu kemur fram að minna kolsýrt vatn henti betur með mat og að meiri mýkt komi í drykkinn með þessu móti. Hörður segir ástæðu þess að kolsýrðir drykkir séu á svipuðu verði og gosdrykki þá að Framleiðslukostað- urinn sé sá sami. “Um- búðir og flutningur er alltaf stór hluti af verð- inu og þessi kostnaður breytist ekki í kolsýrðu vatni.“ Það hefur vakið athygli flugfarþega hversu dýrt er að drekka kolsýrt vatn um borð og slagar v verðið jafnvel upp í léttvínsverð hver er skýr- ingin á því? „Flugfélög eru með frjálsa álagn- ingu á sínum vörum og lítið sem við getum gert í því“, segir Hörður en bætir við að víða erlendis sé lítill verðmunur á léttvíni og vatni á flöskum. „Vatnsmark- aðurinn gengur út á að kaupa sér þægindi, þetta kemur m.a. *. fram við salatbarinn þar sem fólk er að kaupa sér hádegis- mat og getur gripið með sér flösku af sódavatni því fæstir ganga með vatn á sér. Það er ekki mikill markaður fyrir ókol- sýrt vatn á fslendi en 50% auking hefur orðið á sölu kolsýrðra drykkja á síðustu tveimur árum. „Fólk er í meira mæli að skipta úr sykruðum drykkjum í vatn. Það er stefnan hjá Ölgerðinni að gera betri drykki fyrir neytendur, bæði bragðbetri og einnig betri að því leyti að sykri er sleppt og vít- amínum jafnvel bætt i. Þetta er í samræmi við vöruþróun erlendis", segir Hörður og bætir við að vaxtamöguleiki vatnsmarkaðarins sé mikill hér á landi. hugrun@bladid.net Pool er cooll Er þetta flókið sport? „Engan veginn,“ segir Kristján Helga- son, starfsmaður Snóker og pool- stofunnar i Lágmúla 5. „Maður er ekki lengi að læra reglurnar í þessu. Reyndar er hægt að spila tvenns konar leiki, annar heitir nineball og hinn eightball. Eightball er sá sem flestir kannast við og er einfaldari. Nineball hefur níu kúlur sem maður á að raða niður í réttri röð og sá sem klárar níuna fyrst, vinnur. Eightball hefur fimmtán kúlur, sjö tvílitar og sjö einlitar og áttan er svört. Hvor leikmaður klárar svo sinn lit og endar á áttunni." Er hœgt að verða háðurþessu? „Já, það er alveg hægt. Þegar menn byrja á þessu þá koma þeir vanalega aftur og aftur - ef þeim finnst þetta gaman.“ Eru margir fastakúnnar? „Já, mjög svo. Fastakúnnarnir eru af báðum kynjum og algengast er að vinir komi hingað saman til að fá sér bjór, slappa af og spila. Svo er líka mikið spilað upp á peninga í þessu.“ Eru það stórar upphæðir? „Nei, alls ekki. Kannski að þeir bestu spili upp á talsverðar fjárhæðir sín á milli en láti „amatörana" eiga sig. Enda ekki áhættulaust að spila við þá.“ Erþetta svona pöbbasport? „Nei, alls ekki. Ég myndi til dæmis ekki líkja þessu við pílukast sem er U T S A L A S 35% af hreinlætis- og blöndunartækjum! afsláttur HARÐVIÐARVAL Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is náttúrlega pöbbasport. Pool er meiri íþrótt en það þó að við höfum hingað til ekki keppt á alþjóðavettvangi. Ég held samt að það sé ekki langt í það miðað við þann áhuga sem er í gangi núna.“ Er netpool vinsælt „Nei, alls ekki. Ég hef prófað það sjálfur og fannst það ekkert gaman. Þetta gengur út á að hitta rétt á kúl- una og ekki gaman að gera það með mús. Svo er þetta líka of auðvelt á Netinu.“ Hvað kostar að spila? „Algengt borðgjald er um þúsundkall á ldukkustund. Ég veit ekki til þess að margir staðir séu með klinkborð. Held að það sé bara á Players.“ Eitthvað að lokum? „Já. Poolercool!“ margret@bladid. net Söluaukning á fartölvum Borðtölvur keyptar af fyr- irtækjum en fartölvur til heimilisnota „Það hefur orðið mikil söluaukning á fartölvum hjá okkur en þær eru meira keyptar til heimilisnota,“ segir Páll Egonsson, vörustjóri hjá EJS. „Borðtölvur eru í meirihluta þeirra tölva sem keyptar eru til fyr- irtækja og skóla en þær eru ódýrari en fartölvur þó verðmunurinn hafi minnkað. I fyrirtækjum er nokkuð um að milli- og yfirstjórnendur séu með fartölvur til að geta tekið með sér verkefni heim en aðrir í fyrirtækj- unum vinna yfirleitt ekki heima og því er borðtölvan nægjanleg." Páll reiknaði út að fartölvan væri 35% dýr- ari en borðtölvan en á síðasta ári var meðalverð á fartölvu um 135 þúsund krónur en borðtölvan var að meðal- tali á 90-95 þúsund krónur. „Borð- tölvur hafa fleiri minniseiningar en yfirleitt er 1 GB vinnsluminni í öllum tölvum. Hörðu diskarnir eru stærri í borðtölvum en þeir stærstu eru 120 GB í fartölvum en 500 GB í borðtölvum. Það er einnig kostur við borðtölvur að í þeim er hægt að vista fleiri en einn og fleiri en tvo harða diska.“ Nokkrar tölvur á meðalheimili Páll segir algengt að unglingar á fyrsta ári í menntaskóla fái sér far- tölvu til að nota í skólanum. „Það er ekki óalgengt að 2-3 tölvur séu til á hverju heimili. Þá eru foreldrarnir með eina, unglingurinn með aðra og gamla tölvan er notuð í leikina." Páll segir þægindin eina meginor- sök þess að einstaklingar kaupi sér fartölvur. „Það er kostur að geta notað tölvuna hvar sem er í húsinu og hent henni upp í skáp ef það er lítið pláss í íbúðinni." Undanfarin ár hefur tölvan verið vinsæl ferm- ingargjöf og líklegt er að svo verði áfram, engin merki eru sjáanleg um breytingar. Páll segir nokkuð um að fyrirtæki leigi tölvur til þriggja ára sem síðan er skipt út. „Stundum er starfsmönnum boðið að kaupa gömlu tölvurnar en annars fáum við þær aftur í umboð og þá eru þær seldar eða þeim fargað. Við sjáum aldrei notaðar fartölvur,“ segir Páll og grunar að notkun þeirra sé það mikil að þær klárist. hugrun@bladid. net Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Valþór Reynir Gunnarsson Leika með holukubba og bara mjög margt. Mér finnst ofurhetjudótið mitt líka skemmtilegt. Óskar Magnús Harðarson Það er nú mjög margt. Það er erfitt að svara þessari spurningu. Mér finnst gaman að róla, renna mér í rennibraut og bara ýmislegt. Veronika Sesselju Lárusdóttir Mér finnst gaman að fara í pússlu- kubba sem eru kubbar sem maður pússlar saman. Svo finnst mér gaman að leika mér með dúkkuna mína sem heitir Findus. Ég fékk í Danmörku en á íslensku heitir hún Brandur. Asiaug Lárusdóttir Fara í Húsdýragarðinn. Selirnir eru skemmtilegastir. Mér finnst líka gaman að fara í töframotturnar. Birgir Gunnarsson Fara í tívolí. Ég fór í það þegar ég fór til útlanda. Svo finnst mér gaman að fara í fótbolta og handbolta. Ég æfi fótbolta með KR.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.