blaðið - 16.02.2006, Síða 23
blaöið FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006
VIÐTALI 23
Ég eignaðist dreng sem ólst upp
hjá mömmu og pabba á Húsavík
til átta ára aldurs. Ég fékk vinnu
hjá Landsímanum, sem þótti eitt
fínasta „djobb“ í Reykjavík á þeim
tíma. Þetta var á stríðsárunum
og ég kynntist bandarískum yfir-
manni í hernum. Ég var tuttugu og
þriggja ára og hann var fimmtugur,
kvæntur maður og faðir. Hann varð
ákaflega ástfanginn af mér.“
Elskaðirðu hann?
„Nei, ég elskaði hann ekki en mér
þótti afskaplega vænt um hann.
Hann gaf mér ást, traust og sjálfs-
virðingu. Hann lyfti mér upp í hæðir
og gaf mér allt sem hægt var að gefa
einni konu. Eftir það fór ég að þora
að vera til.
Einn daginn sagðist hann þurfa
að segja mér nokkuð alvarlegt sem
gæti orðið til þess að ég sliti sam-
bandinu. „Hefurðu drepið mann?“
spurði ég. Hann leit niður og sagði
lágt: „Ég er gyðingur“. „Hvaða máli
heldurðu að það skipti mig, elsku
vinurinn minn,“ sagði ég. Mér var
engin leið að skilja af hverju hann
taldi það skipta mig máli að hann
væri gyðingur.
Hann aðstoðaði mig við að kom-
ast til Bandaríkjanna og ég vann á
skrifstofu hjá honum í New York.
Það komst upp um sambandið þegar
fólk tók eftir því að ég, litla skrúfan,
fór út að borða með forstjóranum í
hádeginu og kom ekki aftur fyrr en
nokkuð var liðið á daginn. Ég áttaði
mig smám saman á því að hann bjó
í umhverfi þar sem þótti útilokað
að hann, gyðingurinn, gæti skilið
við konu sína til að giftast kristinni
konu. Ég sleit sambandinu, hætti
á skrifstofunni og fór að vinna hjá
stórverslun. Svo hitti ég í Bandaríkj-
unum mann frá Akureyri. Hann fór
heim ári á undan mér en þegar ég
kom til íslands í frí húkkaði hann
mig eða ég hann. Við giftumst. Hann
hét Kjartan Sæmundsson, varð kaup-
félagsstjóri í Kron, umbylti þar öllu
og setti upp tuttugu stórmarkaði. Ég
átti sextán ár með Kjartani. Hann
bar mig á höndum sér, dekraði við
mig á allan hátt og færði mér morg-
unmat í rúmið á hverjum einasta
morgni áður en hann fór til vinnu.
Fimmtíu og tveggja ára hné hann
niður látinn fyrir framan Kron
skrifstofuna.“
Barátta við alkóhólisma
Þetta hefur verið mikið áfall.
„Þetta var mikið högg. Ég stóð ein
uppi með fjórar dætur, þriggja, sex,
tólf og fjórtán ára og son minn í kjall-
aranum með þrjú börn, og auk þess
veikan tengdaföður. Þetta varð mér
ofviða. Ég fór að drekka og glímdi
við alkóhólisma í tíu ár. Eitt kvöldið
sá ég mann í sjónvarpinu tala um
áfengisvandamál og alkaeinkenni.
Ég horfði á skjáinn og sagði: „Guð
minn góður, maðurinn er að tala
um mig. Ég er alki.“ Fram að þessu
hafði ég ekki vitað að neitt væri til
sem héti alkóhólismi. Það þyrmdi
yfir mig, ég tók svefntöfluglas og
dembdi í mig hálfu glasinu. Það var
farið með mig upp á spítala og eftir
það fór ég á Freeport. Það er sagt að
það sé í eðli alkóhólistans að ljúga
sig burt frá vandamálinu en ég var
þó heiðarleg gagnvart sjálfri mér og
viðurkenndi vandann samstundis.
Ég tók meðferðina mjög alvarlega.
Ég var í vinnu í Landsbankanum.
Ég talaði opinskátt um vandamál
mitt og alkóhólisma við vinnufélaga
mína. Mér var svo mikið í mun að
breiða út boðskapinn. Ég mætti
aldrei of seint og var mjög sjaldan
veik. I eitt skipti hringdi ég og sagð-
ist ekki komast til vinnu þar sem ég
væri timbruð og ári seinna mætti
ég í vinnu eftir að hafa verið í boði
og spurði yfirmann hvort ég mætti
fara heim þar sem ég væri timbruð.
Mér var sagt upp störfum vegna
mætingar.
Ég tók uppsögnina ákaflega nærri
mér. Mér fannst þetta svo ósann-
99.........................................................
Kristur var sósíalisti, hann var ekki í einkaframtakinu, og efhann sneri
aftur til jarðar myndi hann koma á kommúnistastjórn. Eða eigum
við kannski að sættast á að það yrði jafnaðarmannastjórn?"
gjarnt. Ég hafði þorað að takast á við
vandamál mitt en var rekin meðan
ýmsir karlar í bankanum voru með
brennivínsflöskur inni í skáp á
vinnustað og staupuðu sig. Hjá SÁÁ
var mér sagt að fara í mál og tekið
var fram að ég gæti ekki tapað því.
Það fór svo að bankinn var sýknaður
en ég fékk miskabætur. I langan
tíma átti ég oft erfitt með svefn því
þetta óréttlæti sat svo í mér. Ég verð
ennþá öskureið þegar ég hugsa um
þetta mál. Þetta er eitt það erfiðasta
sem hefur hent mig í lífinu.“
Er ennþá kommúnisti
Ertu pólitísk?
„Strax í barnæsku varð ég sósíal-
isti og andspírítisti. Ég verð rasandi
þegar ég heyri karla eins og Ingva
Hrafn og Hannes Hólmstein tala
af lítilsvirðingu um fólk sem þeir
kalla kommapakk. Það var auðvelt
að vera sósíalisti á þessum árum og
það var margt merkilegt og gott við
þetta skipulag.
Ég var gjaldkeri hjá Menningar-
og friðarsambandi kvenna og fór
til Rússlands árið 1954. Þar vorum
við í þrjár vikur, átta konur. Þetta
var ævintýri. Okkur var sýnd mikil
gestrisni og ég man eftir því að við
sáum Stalín og Lenín í mórauðum
fötum á líkbörunum eins og þeir
hefðu lagt sig eftir matinn. Stalín
var með hendurnar á maganum og
Lenín með hendurnar niður með
síðunum. Mig hryllti við að sjá þá,
dauða menn liggja þarna. En ég
var hrifin af Rússlandi og Rússum.
Ég er ennþá kommúnisti. Menn
hafa ekki kunnað að reka komm-
únískt þjóðskipulag. Stalín kunni
það ekki og Kastró kann það ekki.
Kristur var sósíalisti, hann var ekki
í einkaframtakinu, og ef hann sneri
aftur til jarðar myndi hann koma á
kommúnistastjórn. Eða eigum við
kannski að sættast á að það yrði
jafnaðarmannastjórn?“
Þú segist snemma hafa orðið andspír-
itisti. Afhverju?
„Móðir mín var mikill spíritisti,
eins og margir á Húsavík. Tólf ára
gömul sagði ég við hana: „Af hverju
eruð þið að tala við dána fólkið? Eigið
þið ekki að tala við Guð?“ Mamma
hafði áhyggjur af því að ég væri guð-
laus en það var ég ekki. Svo eignaðist
ég börn og vissi ekki hvað ég ætti að
segja þeim. Fimmtug settist ég upp
í rúminu og sagði við sjálfa mig:
„Hver er að segja mér satt?“ Ég fór að
lesa Biblíuna og tók andköf því þar
sá ég yfirgengilega dellu. Eins og til
dæmis hjá Páli postula, sem ég kalla
alltaf Palla piparsvein. Hann er sí-
fellt að koma með eigin skilaboð og
inn á milli segir hann okkur að
Guð hafi sent honum orðsend-
ingu. Menn segja að Biblían sé Guðs
orð en jafnvel Palli piparsveinn
gerir engan mun á eigin orðum og
orðum Guðs. Skilaboð hans eru: „Ég
veit allt um Guð“. Nákvæmlega það
sama sé ég á Omega þar sem menn
snobba fyrir Guði og segja stöðugt:
„Guð elskar mig af því ég elska hann“.
Þeir þykjast vita hvað Guð er að
hugsa og jafnvel vita meira en Guð
um hans hugsanir. Ég tek ekki mark
á svona mönnum. Þeir túlka Guð á
viðbjóðslegan hátt.“
Trúirðu samt á Guð?
„Ég vona að Guð sé þarna og að það
sé tilgangur með þessu öllu.“
Þú sagðir í Kastljósi að gamalt fólk
yrði að mörgu leyti aftureins ogbörn.
Eru það ekki dálítið dapurleg örlög?
„Af öllum tímabilum lífsins eru
árin eftir sjötug þau erfiðustu sem
hægt er að hugsa sér. Ég vakna á
morgnana og hugsa: „Æi, er ég
ekki dáin“. Þetta er ekki þunglyndi,
heldur sterk tilfinning sem maður
verður sjálfur að glíma við.
Ég er búin að komast að því við
vitum nákvæmlega ekki neitt um
það hvað verður um okkur eftir
dauðann. En við getum spekúlerað.
Ég ímynda mér að allt okkar líf sé
á myndbandi hjá Guði og þegar við
komum hinum megin, sem ég vona
að hendi mig fljótlega, þá getum við
farið í myndbandasafnið og horft
á upptökuna. Ég held að það áhorf
verði misskemmtilegt."
kolbrun@bladid.net
Geráu sparikaup!
KINDAKJÖTSÚTSALA
Kinda snitsel
Kinda Gúllas
Kindalundir
Nautalundir
Jarðaber
Bláber 200 gr
Kjörís Mjúkís
o\vd2é!
Mii \crsliiii
kr. 1.690 I kg.
kr. 998 I kg.
kr. 998 kg.
kr. 1.590 kg.
kr. 2.990 kg.
kr. 159 250 gr
kr. 199 200 gr
kr. 399 1 líter
KJÚKLINGATILBOÐ
Frá fimmtudegi gp
til sunnudags:
Grillaður kjúklingur,
franskar kartöflur
og 2ja lítra Coce
SPaR
BÆJARLIND 1 - Sími 544 4510
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10.00
20.00