blaðið - 16.02.2006, Page 32

blaðið - 16.02.2006, Page 32
32 I MENNING FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 blaöið Huggun, gleði og von Passíusálmanna „Tímabilið eftir siða- skiptin hefur mér alltaf þótt spennandi afþví að það er Iítið rannsakað og maður þarf að leggja nokkuð á sig til að skilja það. Skáldskapur þessa tímabils er afar áhugaverður,“ segir Margrét Eggerts- dóttir, doktor í skáldskap Hall- gríms Péturssonar, en það kemur í hennar hlut þetta árið að lesa Pass- íusálma skáldsins í Ríkisútvarpinu. „Hallgrímur ber höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína og er eitt af okkar bestu skáldum. Það þarf í raun- inni ekkert að rökræða það. Hins vegar á það við um öll stór skáld að þegar þeim er hampað mikið þá fer það í taugarnar á sumum. Það er til dæmis til fólk sem opnar ekki bók eftir Halldór Laxness af því það fer svo í taugarnar á því hversu mikið hefur verið látið með hann. Það má vera að Hallgrímur virki þannig á einhverja. En ég þekki engan sem hefur í alvöru kynnt sér hann sem skáld og ekki hrifist af verkum hans.“ Gullkorn í hverjum sálmi Einstaka sinnum heyrir maður sagt að hluti af Passíusálmunum sé leir- burður. Er einhver innistaða fyrir þeirri fullyrðingu? „Nei, fjarri því. Hallgrímur Péturs- son var bragsnillingur, hafði mjög gott vald á formi og byggingueinsog bæði sést afPass- íusálmunum og öðrum kveð- skap hans. Hann beitir líka ýmsum klassískum stíl- brögðum en á svo snjallan hátt að lesandinn tekur varla eftir því. Á yfirborðinu virð- ast sálmarnir ein- faldir en þeir eru settir saman af mik- illi list. I hverjum einasta sálmi er að minnsta kosti eitt gull- korn - og oft fleiri! Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það er sem gerir þá að klassískum skáldskap sem á alltaf erindi við fólk. Ég held að svarið sé að Hallgrímur túlkar öll atriði píslasögunnar, stór og smá, út frá mannlegum aðstæðum. Hann dregur athygli okkar að aðstæðum sem hver sem er gæti lent í eða hefur lent í. Eins og til dæmis það að breyta gegn betri vitund eða að vera kominn í vondan félagsskap en vita ekki hvernig maður eigi að losa sig frá honum. Hann tekur fyrir stórar spurningar um þjáningu og örvænt- ingu, líf og dauða en fjallar líka um hversdagsleg atvik, hvernig fólk bregst við og hegðar sér i daglegu lífi. Það er ekki þjáningin sem er að- alatriðið, og alls ekki hin líkamlega þjáning, heldur það hvað við getum lært af þessari sögu sem er kjarni kristinnar trúar. Ég held að aðalboð- skapur Passiusálmanna sé að veita 99.............................. Hallgrímur Pétursson. „Hallgrímur ber höfuð og herðaryfir samtíðarmenn sína og er eitt afokkar bestu skáldum og það þarfí rauninni ekkert að rökræða það." Hlutverk hug- og félagsvísinda Rannsóknastefna um hug-og fé- lagsvísindi verður haldin í Reykja- víkurQkademíunni í dag, fimmtu- daginn 16. febrúar kl. 14-17. Hvar standa hug-og félagsvísindi í umrótinu og hvert er hlutverk þeirra? Eiga þau erindi við samfélagið? Eiga þau líka að fara i „útrás“? Eiga þau að andæfa breytingum eða hafa áhrif sem gagnrýnin um- hugsun og skapandi vettvangur nýrra hugmynda? Geta hug- og félagsvísindi sótt fram á eigin forsendum í markaðs- veruleika dagsins i dag? Hver er raunveruleg þekking á íslenskri menningu og samfélagi, í fortíð og nútíð? Eiga hug-og félagsvísindi að gang-. ast undir skilyrði markaðshyggj: unnar eða mega þau skilgreina sig og hasla sér völl sjálf? Leitað verður svara við þessum og mörgum öðrum spurningum á mál- þingi ReykjavíkurAkademíunnar og Hagþenkis í samstarfi við fræði- menn og kennara við Háskóla ís- lands, Viðskiptaháskólann á Bifröst og Kennaraháskóla íslands. Erindi flytja Guðrún Nordal bók- menntafræðingur, Jón Ólafsson heimspekingur, Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur, Stefán Ólafs- son félagsfræðingur, Ólöf Gerður Sig- fúsdóttir mannfræðingur og Gretar L. Marinósson sálfræðingur. Einnig verður leitað eftir sjónarmiðum úr viðskiptalífinu. Eftir kaffihlé verða pallborðsum- Blaöiö/Frikki Margrét Eggertsdóttir les Passíusálmana á RÚV.,,1 hverjum einasta sálmi er að minnsta kosti eitt gullkorn - og oft fleiri. hverju einasta mannsbarni huggun, gleði og von. Ég held að það sé líka mikill misskilningur að halda að Hallgrími hafi liðið illa þegar hann orti sálmana. Ég tel að sálmarnir hafi verið ortir á tímabili sem var það besta á ævi hans. Þess vegna gat hann gert þetta svona vel.“ Dramatísk hvörf Hvernig maður var Hallgrimur Pétursson? „Það er erfitt fyrir mig að svara því en ég þykist vita að hann hafi verið mjög gáfaður og mikill listamaður. Ég er líka viss um að hann var gam- ansamur og skemmtilegur. Það sem skiptir mestu máli er að hann lét eftir sig skáldskap sem er gífur- lega mikilvægur þáttur í íslenskri menningu og þess vegna er okkur sem þjóð nauðsyn að leggja rækt við hann. Islendingar hafa sem betur Viðar Hreinsson. Flytur erindi í Reykjavík- urAkademíunni á rannsóknarstefnu um hug-og félagsvísindi. ræður þar sem fulltrúum stjórn- málaflokkanna er boðið að taka þátt. Umræðuefnið er stefna stjórnvalda í hug-og félagsvísindum. fer haft vit á því hingað til og þannig verður það vonandi áfram.“ Hvað gerir hannað góðu skáldi? „Samtími hans hefði sagt að það væri sambland af meðfæddum hæfileikum og lærdómi. Mér finnst freistandi að segja að hin óvenjulega ævi sem hann átti hafi gert hann að góðu skáldi. Æviferill hans er ólíkur ferli næstum allra annarra á hans tíma. Hann var af góðum ættum og hefði getað farið hefðbundna leið til að hljóta menntun og embætti en af einhverjum ástæðum hrökkl- ast hann burt frá Hólum ungur að aldri. Hann hrapar niður úr embætt- ismannastéttinni en kemst þangað aftur fyrir aðstoð Brynjólfs Sveins- sonar. Þegar hann kynnist Guðríði Símonardóttur verða aftur dramat- ísk hvörf í lífi hans. Það segir eitt- hvað um persónu hans að hann fer sína leið oftar en einu sinni. Hann valdi ekki þá beinu þægilegu braut sem margir gera. Ég held að það hljóti að vera hluti af því hversu langt hann náði sem skáld. Það færði honum lífsreynslu sem kemur fram í þeirri dýpt og visku sem ein- kennir kveðskap hans.“ 109 SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu jýnni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 6 9 7 1 7 5 3 8 8 6 4 7 9 6 5 8 3 2 6 4 7 8 2 4 5 3 5 8 9 4 1 2 8 3 6 7 5 9 9 6 8 2 7 5 3 1 4 5 3 7 1 9 4 8 2 6 2 5 9 6 4 7 1 3 8 7 4 6 3 1 8 5 9 2 1 8 3 9 5 2 6 4 7 3 2 1 7 6 9 4 8 5 8 7 4 5 2 3 9 6 1 6 9 5 4 8 1 2 7 3 lovin’ if Tilboð McDonald’s Salat + SpriteZero + Skrefamælir |g

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.