blaðið - 16.02.2006, Side 37

blaðið - 16.02.2006, Side 37
blaðið FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 DAGSKRÁ I 37 Allt búið Forsíða nýjasta tölublaðs Life & Style tímaritsins skartar stjörnuparinu Tom Cruise og Katie Holmes undir fyr- irsögninni „Hætt saman!“. 1 kjölfar útgáfu tímaritsins kom yfirlýsing frá talsmanni Cruise sem sagði einfald- lega: „Fólk ætti að vita að þessi saga er ioo% ósönn. „Herra Cruise og ungfrú Holmes eru enn trúlofuð og halda áfram með skipulagningu brúðkaupsins. Þau eru einnig að undirbúa komu barns síns í heiminn. Þrátt fyrir að illgjarnt fólk vilji annað þá hlakka þau til að lifa löngu og hamingjuríku lífi saman.“ Sannleikurinn „Aldrei er hœgt að segja allan sannleikann, einungis hálfan sannleikann. Tilraunir til þess að segja allan sannleikann eru afhinu illa.“ Alfred North Whitehead, breskur stærðfræðingur og heimspekingur(1861 -1947) Pennan dag... ...árið 2005 tók Kyoto bókunin gildi í kjölfar þess að Rússar samþykktu hana. Kyoto bókunin er viðauki við rammaáætlun Sameinuðu þjóðanna um breytt loftslag. Þær þjóðir sem samþykkja bókunina taka að sér að minnka útblástur koldíoxíðs og fimm annarra lofttegunda eða skipta útblásturskvóta á milli sín að öðru leyti. EITTHVAÐ FYRIR... ...konur og karla ■ ...kjaftakerlingar Sjónvarpið, 22.25 Aðþrengdar eiginkonur (26:47) (Desperate Housewives) Sögusviðið er Bláregnsslóð, huggu- leg gata í úthverfi í bandarískri borg. Mary Alice Young, ein húsmæðr- anna í götunni, fyrirfer sér og seg- ir síðan sögur af vinkonum sínum fjórum sem eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. Stöð 2, 21.20 Nip/Tuck (6:15) (Klippt og skorið 3) Einhverjir svakalegustu framhalds- þættir sem gerðir hafa verið eru orðnir ennþá svakalegri. Eins og þeir muna glöggt sem sáu uppgjörið geggjaða í annarri þáttaröð þá var hið flókna og úrkynjaða líf lýtalækn- anna Sean og Christian orðið flókn- ara en nokkru sinni áður - og er þá mikið sagt. Stranglega bannaður börnum. Stöð 2, 22.05 Victoria's Secret Fashi- on Show 2005 (Tískusýning Victoria's Secret 2005) Svipmyndir frá flottustu tísku- sýningu heims, undirfatatískusýningu Victoria's Secret. Einhverjar fegurstu konur heims koma saman og sýna nýjustu og flottustu undirfötin. Sýningin líkist helst leikhússýningu en meðal þeirra sem komu fram á sýningunni fyrir siðustu jól voru Tyra Banks, Gi- sele Bundchen, Heidi Klum og Adri- ana Lima. Söngvarinn Seal og Ricky Martin sáu einnig til þess að engum leiddist. FRJALST ÚHÁÐ blaðið= Örlygur Hr. Örlygur stendur fyrir tónleik- um með The Rushes, Bluebird og Id- ir í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Um næstu helgi er von á einum vinsælasta plötusnúði heims, Timo Maas, á vegum hans og í vor verður hátíð. „Við erum strax byrjaðir að skipu- leggja næstu Airwaves hátíð. Þetta er náttúrlega alltaf að verða stærri og öflugari hátið. Henni fylgir mikil undirbúningsvinna, bæði bókanir á böndum, samskipti við fjölmiðla og þess háttar. Maður þarf að stimpla sig inn í dagatalið hjá bransafólkinu og sú vinna er þegar byrjuð,“ segir Eldar Ástþórsson, fjölmiðlafulltrúi tónleikahaldaranna í Hr. Örlygi. „Síðan erum við að fara í gang með hátíð i vor. En hún er skemmra á veg komin varðandi hvað verður í gangi. Þar verður aðeins önnur áhersla en Airwaves," segir Eldar en vill að öðru leyti ekki tjá sig mikið um hátiðina. „Við erum ekki byrj- aðir að tilkynna verkefnið en erum farnir að móta það.“ Eiga ekki Nasa Tónleikar Timo Maas verða í kjölfar fjöldamargra klúbbakvölda á Nasa undanfarið. Aðspurður segir Eldar að ekki sé verið að reyna að búa til næturklúbb úr staðnum. „Nei í raun- inni ekki. 1 fyrsta lagi rekum við ekki Nasa. Það eru reyndar margir sem halda það eftir að sögusagn- ir fóru af stað. En það er vissulega mjög mikið af klúbbaviðburðum á Nasa þessa dagana." Timo Maas kemur um næstu helgi (24. febrúar) hingað til lands til þess að spila á Nasa á föstudags- kvöldið. Timo Maas er einn vinsæl- Freestyle- keppni í Austurbœ Þá er komið að hinni árlegu Freest- yle keppni Tónabæjar. Hún er nú haldin í 25. sinn og munu um 100 ungmenni reyna fyrir sér í hinum frjálsa dansi í Austurbæ. Keppnin er haldin annað kvöld og hefst hún klukkan 18 en miðasala hefst tveim- ur tímum fyrr og húsið verður opn- að gestum klukkan 17. Kynnir í ár er Ragnhildur Steinunn úr Kastljósinu en hún er einmitt mikil áhugamann- eskja um dans og hefur stundað um árabil. Keppt er í bæði einstak- lings- og hópakeppni og eru allir vel- komnir í Austurbæ gegn 700 króna aðgangseyri. Dómnefnd er skipuð valinkunnu fólki: Birgittu Haukdal söngkonu, Leifi Eiríkssyni breakara og meðlimi 5th element danshóps- ins, Dagnýju Björk Pjetursdóttur danskennara (formaður dómnefnd- ar), Huldu Hallsdóttur danskennara, Ingibjörgu Róbertsdóttur danskenn- ara auk tveggja fulltrúa ÍTR. ótrauður áfram asti plötusnúður heims og er vanur að spila á þekktustu næturklúbbun- um og tónlistarhátíðunum eins og Glastonbury og Reading fyrir allt að 60 þúsund manns. Sem tónlist- armaður hefur hann gert tvær breið- skífur og „remixað“ tónlistarmenn á borð við Madonnu, Depeche Mo- de, Jamiroquai, Moby, Placebo, Fat- boy Slim og Tori Amos svo nokkrir séu nefndir. Síðasta breiðskífa hans, Pictures, kom út fyrir nokkrum mánuðum og hefur fengið frábærar viðtökur hjá jafnt plötukaupendum og gagnrýnendum. Forsala á viðburðin hefst i dag í verslunum Skífunnar og á www. midi.is. Miðaverð er 1.500 krónur í forsölu (auk 150 króna miðagjalds) en verður 1.900 krónur við dyrnar. Stórtónleikar í kvöld Tónleikar kvöldsins í kvöld eru þó í Þjóðleikhúskjallaranum eins og áð- ur sagði og má búast við hörkutón- leikum. „Það er eitthvað af miðum eftir fyrir kvöldið. Staðurinn tekur 250 til 300 manns og ég býst við að það seljist í forsölu. Það má reyndar alveg eins búast við því fyrir svona tónleika að það verði pláss fyrir ein- hverja við dyrnar.“ Kjallarinn opnar klukkan 21 og tónleikarnir hefjast klukkustund síðar. Idir fer fyrstur á svið, Blue- bird tekur svo við og The Rushes enda kvöldið. Rushes kemur frá Englandi en tónleikagestir ættu að þekkja hana frá Iceland Airwaves hátíðinni síðasta haust. „Við ætlum að reyna að láta tónleikana standa til miðnættis eða rétt rúmlega það ef tímasetningar ganga upp.“ agnar.burgess@bladid.net 999 999 Námskeið íþróttalæknisfræði Fimmtudaginn 2. mars til laugardagsins 4. mars 2006 Námskeið Heilbrigðisráðs ÍSÍ eru hugsuð fýrir lækna, sjúkraþjálfara og aðrar heilbrigðisstéttir sem og þjálfara og þá aðila sem koma að þjálfun íþróttamanna með einum eða öðrum hætti. Á þessu námskeiði munu fjölmargir aðilar kynna rannsóknir sínar auk þess sem að fjallað verður um meiðsli í öxlum, áhættuþætti meiðsla í knattspymu, meiðsli í hnjám, hjartsláttartruflanir hjá íþróttamönnum o.fl. Fyrirlesarar á námskeiðinu Ejnar Eriksson • Suzanne Werner • Erlingur Jóhannsson • Viðar Halldórsson • Sveinbjörn Brandsson • Ágúst Kárason • Sólveig Steinþórsdóttir • Árni Árnason • Hjörtur Oddsson • Einar Gylfi Jónsson • Stefán Ólafsson Þátttökugjald er kr. 3.000,- Innifalið eru námskeiðsgögn, kvöidverður fimmtudag og föstudag og hádegisverður iaugardag Dagskrá og frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is Hægt að skrá sig í síðasta lagi föstudaginn 24. febrúar á heimasíðu ÍSÍ, með því að hringja í síma 514 4000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið namskeid@isisport.is Námskeiðið fer fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.