blaðið - 16.02.2006, Page 38
38IFÓLK
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 blaöið
•<
ERU BÖRN
MINNA METIN EN
FULLORÐNIR?
Það var ungur piltur á forsíðu DV í fyrra-
dag sem hafði fengið 12 mánaða dóm
fyrir líkamsárás. Það var forvitnilegt að
lesa viðtalið við hann en hann sagðist
sjá eftir tveimur árásunum. Þrátt fyrir að
Smáborgarinn sé yfir höfuð ekki ofbeld-
isfullur |)á gat hann ekki annað en sýnt
skilning á ástæðum þriðju líkamsárásar
piltsins. Þá hafði hann ásamt öðrum pilti
ráðist á mann með hafnaboltakylfu en
„fórnarlambið" hafði misnotað fimm ára
frænku hans en gekk samt sem áður laus.
Maðurinn var dæmdursekuren fékkóskil-
orðsbundinn dóm sem reitti piltinn til
reiði... skiljanlega.
Hver sá sem vogar sér að misnota
fimm ára gamalt barn ætti ekki að
ganga laus. Enda vakti pilturinn máls á
því, og fannst fáránlegt. Smáborgarinn
deilir þeirri skoðun hans hiklaust. Að
maður gangi laus þrátt fyrir að skaða
barn en pilturinn þarf að fara í fangelsi
fyrir að lúskra á gerandanum. Er þetta
réttlæti? Er þetta siðlegt? Er nokkuð
skrýtið að menn taki lögin í eigin hendur
þegar dómsvaldið sleppir óhuggulegum
brotamönnum sem þessum lausum út í
samfélagið? Mönnum sem ráðast gegn
börnum!
Nú er Björn Bjarnason, dómsmálaráð-
herra, búinn að leggja fram nýtt frum-
varp um kynferðisbrot sem er gott og
blessað. Þetta frumvarp gerir þó ekki
næga bragarbót í þessum málum. Helsta
vandamálið í kynferðisbrotamálum er að
sönnunarbyrðin er of mikil og á köflum
þyngri en í öðrum brotaflokkum. Að kyn-
ferðisbrotum eru sjaldan nokkur vitni og
sjaldnast einhver sönnunargögn. Oftar
en ekki eru það bara orð barns gegni orði
hins ákærða. í íslenskri rannsókn sem
gerð var fyrir nokkrum árum kom fram
að ef eitt barn ákærir einn geranda þá
eru yfirgnæfandi líkur á að gerandinn
muni ganga laus, þrátt fyrir að barnið sé
stöðugt í framburði en gerandinn breyti
í sífellu sögu sinni. Börnin urðu að vera
fleiri en eitt og tvö sem ákærðu gerand-
ann til að auka líkurá sakfellingu. Þetta
reitir Smáborgara til reiði. Hvenær verða
börnin okkar jafn rétthá og fullorðnir?
Því þá fyrst getum við talað um siðferði
og réttlæti!
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður
Hvernig líst þér á tillögur
dómsmálaráoherra?
„Mér líst vel á margt en það hefði mátt ganga lengra á öðrum sviðum. Að
mínu mati ætti að afnema fyrningarfrestinn á kynferðisbrotum gegn börn-
um með öllu. Einnig er ég fylgjandi því að sænska leiðin verði farin þegar
kemur að vændi. Sá sem er að selja vændið er í yfirgnæfandi meirihluta til-
vika neyddur til þess og þess vegna finnst mér að það eigi að refsa þeim sem
skapar eftirspurnina, það er að segja kaupandanum."
Miklar umræður hafa spunnist um nýtt frumvarp um breytingar á hegningalögum sem dómsmálaráðherra mun leggja fram á
næstu vikum.
Maradona ákœrður
fyrir árekstur
Lögregluyfirvöld í Buenos Aires hafa gefið út ákæru á hendur
knattspyrnugoðsögninni Diego Armando Maradona fyrir
að slasa tvo einstaklinga í árekstri síðastliðinn föstu
dag. Maradona á að hafa stungið af frá slysstað. Knatt-
spyrnusnillingurinn og sjónvarpsstjarnan var far-
þegi í jeppa sem samkvæmt sjónvarvottum virti
ekki stöðvunarskyldu og ók á símaklefa með þeim
afleiðingum að ungmenni slösuðust þegar gleri
rigndi yfir gangandi vegfarendur. Annað þeirra
sem slasaðist lýsti atburðinum: „Bíllinn sveigði
fram og til baka eftir götunni, fór upp á gangstétt
og velti símaklefanum sem brotnaði í spað svo gler-
brotunum rigndi yfir okkur.“ Sjónvarvottur sagðist
þá hafa séð Maradona og tvo aðra hverfa af slys-
staðnum fótgangandi.
Rodriguez áfram í Lífsháska
Upphafsmaður sjónvarpsþáttanna Lífsháski, Jj Abrams, segir að leikkonan Mich-
elle Rodriguez missi ekki hlutverk sitt í þáttunum þrátt fyrir að standa frammi
fyrir ákærum vegna ölvunaraksturs. Rodriguez var tekin í þrígang fyrir of
hraðan akstur nálægt tökustaðnum á Hawaii og var ákærð fyrir ölvunarakst-
ur í eitt skiptið. Abrams segir að þetta komi ekki til með að hafa áhrif á hlut-
verk hennar í þáttunum. „Við viljum auðvitað ekki segja til um framhald ein-
stakra persóna í þáttunum en samt sem áður get ég fullvissað ykkur um að við
munum ekki breyta þáttunum til þess eins að losna við leikara. Slíkt
væri rangt og hreint út sagt kjánalegt."
Kaþólskan ekki að
skapi Madonnu
Madonna, drottning popptónlistarinnar, sem gaf kaþólska trú upp á bátinn fyrir
nokkru og skipti yfir í hina fornu kabbala trú segir kaþólsku hafa verið of ham-
landi. Metsölusöngkonan síunga hefur tekið nýju trúna mjög alvarlega. Kabbala er
dulhyggjustefna í gyðingdómi. Því er haldið fram að kabbala eigi rætur að rekja til
fornrar, og að mestu leyti gleymdrar, vísindaiðkunar gyðingapresta sem sé jafngöm-
ul, og jafnmerkileg, og egypsk og grísk vísindi. „Það er á engan hátt fullnægjandi að
vera kaþólskur,“ segir Madonna. „Kaþólskan er bara spurning um lög og reglur.“
HEYRST HEFUR...
Iallri umræðunni um tján-
ingarfrelsið gerist það helst
á Alþingi að
Björn Bjarnason,
dómsmálaráð-
herra, leggur
fram frumvarp
þar sem kveðið
er á um að hefta
það. í frumvarpi
um kynferðisbrot er nefnilega
gert ráð fyrir að bannað verði
að auglýsa eftir kynmökum
við aðra, þó trauðla verði séð
af frumvarpinu að í slíkum
mökum felist nokkurt lögbrot
af öðru tagi. Sjálfsagt fara
menn fram hjá þessu banni
með skrauthvörfum og auglýsa
eftir „nánum kynnum“ og geta
þá tilgreint hvort menn kjósa
að hafa íslenskan hátt á þeim,
franskan, grískan eða sænskan,
líkt og tíðkast á Norðurlöndun-
um. Nema náttúrlega ráðherr-
ann vilji ganga alla leið í siðvæð-
ingu sinni og fyrirbjóða hvers
kyns viðreynslur og augnagot á
almannafæri...
Mú fer að styttast í að próf-
kjörshrinan gangi yfir, en
þó eru nokkur eftir. Þannig
fylgjast menn
spenntir með
prófkjöri sjálf-
stæðismanna
í Árborg, en
þar kljást þeir
Eyþór Arnalds
og Sigurður Jónsson, forstöðu-
maður Svæðisvinnumiðlunar
Suðurlands. Samkvæmt skoð-
anakönnun, sem gerð var í janú-
ar, hafði Eyþór verulegt forskot
á Sigurð meðal kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins, en ef marka
má vefkönnun Suðurlands
(www.sudurland.is) hefur Sig-
urður dregið duglega á hann.
Sagt er að Eyþór leggi mikla
áherslu á að fá fólk til þess að
ganga í flokkinn til þess að
styðja sig og undirbúa kosninga-
baráttuna í vor. Sigurður hefur
á hinn bóginn stóran ættgarð í
Árborg og segja gárungarnir að
hann sæki fylgi sitt aðallega í
Framsóknarflokkinn, enda var
hann starfsmaður Kaupfélags-
ins hér áðurfyrr...
Próunarsjóður Sameinuðu
þjóðanna í þágu kvenna
(UNIFEM) er
með Islands-
deild og á vef
hennar (www.
u n i f e m . i s)
má finna nýj-
ar stjórnar-
skrártillögur
Kvennahreyfingarinnar, en
að henni standa auk UNIFEM
Femínistafélag Islands, Kvenfé-
lagasamband íslands, Kvenna-
ráðgjöfin, Kvenréttindafélag
íslands, Rannsóknastofa í kven-
na- og kynjafræðum, Samtök
kvenna af erlendum uppruna
á Islandi, Samtök um kvennaat-
hvarf og Stígamót. Gefst mönn-
um færi á að lýsa yfir stuðningi
við tillögurnar þar á vefnum,
en þegar þetta er ritað höfðu
84 skráð sig með þeim hætti.
Helstu breytingarnar eru að
starfsheitið þingmaður skal af-
lagt og rætt um þingkarla og
þingkonur. Má af þessu ráða
að hið gamla og góða slagorð
„Konur eru líka menn“ eigi ekki
upp á pallborðið lengur. Sömu-
leiðis vill Kvennahreyfingin
að fundið verði nýtt starfsheiti
fyrir ráðherra, sem rúmi bæði
kynin. En þá er spurningin
hvað hreyfingin vill gera við
forsetann. Varla hefði frú Vig-
dísi Finnbogadóttur þótt mikil
hefð í því að vera kölluð forseta
en kannski forsæta...