blaðið - 20.02.2006, Page 22

blaðið - 20.02.2006, Page 22
30 I ÍÞRÓTTIR MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 blaðiö ,Hópurinn kæmist fyrir í Fiat" Hœðst að árangri íslands á vetrarólympíuleikum í bandarískum blöðum í bandaríska dagblaðinu Courier Post birtist um helgina grein þar sem rætt er um ísland á vetrarólymp- íuleikum. Greinin hefst á orðunum: ,ísland, talandi um falska mark- * aðssetningu. Ég vissi að þar væri þorskur, en ég hélt að þar væru líka skíðamenn." Það er íþróttafréttamaðurinn Mike Lopresti sem skrifar greinina og fer háðuglega en á gamansaman hátt um árangur Islendinga á vetrarólympiuleikum. „Sindri Pálsson lenti í 53. sæti í bruni og varð þar með á undan keppanda frá Andorra en rétt á eftir gaurnum frá „vetraríþróttaparad- ísinni“ Brasilíu. Sindri virtist vera fínasti náungi. Auk þess var auðvelt að komast að honum þar sem Islend- ingar sendu enga fjölmiðlamenn til Tórínó, enda eru bara fimm keppendur frá Islandi hérna,“ segir Lopresti í greininni og bætir við að allur ólympíuhópurinn gæti komist fyrir í Fiat-bifreið. „Auk þess fjalla fjölmiðlar á íslandi bara um hand- boltaliðið. Frægasti íþróttaviðburð- urinn í sögu landsins er skákviður- eign Bobby Fischers.“ Lopresti hefur eftir Sindra Páls- syni að það sé erfitt að æfa hér á landi. „Það er aldrei hægt að vera viss um að það sé snjór. Þegar ég var lítill var alltaf snjór. Nú er ekki snjór nema í mesta lagi í tvo mánuði. Það snjóaði aðeins fyrir jól, en nú er bara grjót,“ sagði Sindri. Lopresti lýkur greininni á orðunum: „ísland, með sitt norðurskauts nafn, mun halda áfram að reyna að vinna sín fyrstu verðlaun á vetrarólympíuleikunum. Þá hefur því tekist að ná jafn góðum árangri og Nýja-Sjáland.“ Best í fegurðarsamkeppnum 1 blaðinu L.A. Times er svipað uppi á teningnum. „ Að landið heiti Island er eins og að kalla sköllóttan mann Krulli,“ segir þarogþáerþesseinnig getið að á landinu séu aðeins þrjú skautasvell. Blaðamaður stingur upp á því að nafni landsins verði breytt í „Ekki-mikið-af-ís-land.“ í L.A. Times er einnig talað um hand- boltaáhuga þjóðarinnar og að lík- lega væri besta nafnið „Handland". „Líklega fer bara of mikil áreynsla í að bera fram nöfn þannig að íslend- ingar hafa ekki orku í að þjálfa. Það stenst þó reyndar ekki alveg því að ísland hefur unnið þrjú verðlaun á sumarólympíuleikum.“ 1 greininni segir að þó að Islend- ingar hafi ekki bestu genin í vetr- aríþróttir hafi þeir yfirburði þegar kemur að fegurðarsamkeppnum og héðan hafi komið þrjár ungfrú heimur. „Og hvort vill maður frekar? Þjóð sem á góða skautahlaupara eða fallegar konur?“ segir að lokum í L.A. Times. bjorn@bladid. net FÆSTI OLLUM HELSTU VERSLUNUM, SOLUTURNUM fjC OG BENSÍNSTÖÐVUM UM ALLT LAND l Ath. að Innanbæjartaxtl bætlst á símareiknlng þegar hringít er í upphringtnúmerið 512-6000, Upphringinúmer: 512-6000 2000 krónur He»!ms»F-re»isi I öÆ'kli 'ií^ ur /i f. oluslnOiim i Australia 630 min. ' Australia mobile 70min. : Canada 630 mm. Canada mobile 630 min. Denmark 550 min. 1 ! Dcnmark mobile 63min. 1 Germany 550 min. Germany mobile 63 mm. 1 Norway 550 min. ] Norway mobile 67 min. Poland 470 min. Polandmobile 62 min. ; Thailand 220 min. : Thailand mobile 220 min. ! UK 550 min ; UKmobile 69min. USA 550 min. | ; USAmobile 550 min. 1 Tncse are oníy eicaniples. yo.i can I I call any phcnc all ovc: ihe world. Upphringinúmer: 512-6000 1000 krónur He»imsF-relsl I Hmií’htj grífin? númer en Uv.t ii ni-r*uíuf • Australia 310 min. | ; Australia mobile 33 min. í Canada 310 min. j 1 Canada mobile 310 min. ; ; Denmark 270 min. Denmark mobile 30min. ! Germany 270 min. | Germany mobile 30min. | i Norv/ay 270 min. ' Norv/ay mobile 32 min. i ! Poland 230 min. | ! Poland mobile 30min. Thailand 100 mm. i Thailand mobile 100 min. i ! UK 270 min. ; UKmobile 33min. USA 270 min. | i USAmobile 270 min. j | ö«iía eru aóeins 'o clajm i. þvi ba?-t 1 I or 3ó hringjo i c 1 .or.d um aöan hc-iml Aðgerðin heppnaðist vel Alan Smith verðurfrá í allt að níu mánuði Alan Smith, leikmaður Manc- hester United, gekkst í gær undir aðgerð í kjölfar skelfilegra meiðsla sem hann hlaut i bikarleik liðsins gegn Liverpool á Anfield á laugar- dag. Hinn 24 ára gamli Smith bæði fótbrotnaði og fór úr ökklalið og er talið að hann verði frá í allt að níu mánuði. Leikurinn tafðist um fimm mínútur á meðan verið var að hlúa að Smith og koma honum út af. Læknar Liverpool-liðsins aðstoðuðu kollega sína hjá Manc- hester áður en honum var komið á sjúkrahús. Talsmaður Manchester United sagði á heimasíðu klúbbsins að aðgerðin hefði heppnast mjög vel en Smith myndi þó dvelja á sjúkra- húsinu næstu tvo dága. „Fóturinn verður i gifsi í nokkrar vikur. Allir sem tengjast félaginu óska Alan alls hins besta og vonast eftir að hann nái skjótum bata.“ Gary Neville, samherji Alan Smith, sagðist hafa fengið áfall þegar hann sá atvikið. „Við gátum ekki hitt Alan beint eftir leik- inn en við hugsuðum stöðugt til hans. Það má segja að þetta hafi gert slæman dag 10 sinnum verri,“ sagði Neville. Dæmigert fyrir tímabilið David O’Leary, stjóri Aston Villa, ræddi um atvikið við BBC-útvarps- stöðina en O’Leary þjálfaði Smith á sínum tíma hjá Leeds. „Þú finnur ekki mann með sterkari persónu- Alan Smith í leik með Manchester United. leika og hann mun vafalaust koma til baka enn betri en áður. Ég sá endursýningarnar af atvikinu og þetta leit hræðilega út. En vonandi munum við sjá hann fljótlega aftur því að þetta er leikmaður sem á frábæran feril framundan," sagði O’Leary um málið. Alex Ferguson, stjóri Manc- hester United, sagði atvikið vera eitt það versta sem hann hefði séð á löngum ferli sínum. „Ég sá atvikið ekki gerast því ég var að fylgjast með boltanum. En ég sá á viðbrögðum leikmannanna í kringum Alan að þetta væri eitt- hvað hræðilegt. Þetta er enn eitt áfallið fyrir okkur og alveg dæmi- gert fyrir þetta tímabil," sagði Ferguson. Spurs íhuga að breyta nafni leikvangsins Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham Hotspur íhugar um þessar mundir að breyta nafninu á heimavelli sínum, White Hart Lane, en það yrði liður í því að auka auglýsinga- tekjur félagsins. Þetta var haft eftir Paul Barber, framkvæmdastjóra Tot- tenham, í News of the World í gær. „Við útilokum ekki að selja réttinn á nafni leikvangsins. Það er eitt af því sem gæti hjálpað okkur að keppa á meðal þeirra bestu,“ sagði Barber, en liðið leitar nú leiða til þess að auka tekjur sínar verulega. Tottenhamsiturumþessarmundir í fjórða sæti ensku úrvalsdeildar- innar, sem gefur rétt til þátttöku í HEvrópukeppni meistaraliða. Liðið hefur fimm stiga for- skot á erkifjend- uma í Arsenal sem þó eiga leik til góða. Barber sagði að ef Tot- White Hart Lane. tenham tækist að komast í meistaradeildina myndi það gera liðið mun meira aðlaðandi í augum mögulegra fjárfesta. „Meist- aradeildarsæti myndi gera okkur kleift að hrinda í framkvæmd stór- tækari áætlunum en eru í gangi núna,“ sagði Barber. Spónasalan ehf Spónlagðar spónaplötur eik www islandia.is/sponn Smiðjuvegur 40 gul gatas - s: 567 5550

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.