blaðið - 20.02.2006, Page 30
38 I FÖLK
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 blaðið
PREYTTUR
BRANDARI
Smáborgarinn, líkt og sjötíu þúsund
aðrir Smáborgarar, kaus Silvíu Nótt á
laugardagskvöldið. Það hvarflaði auð-
vitað að Smáborgaranum þegar hann
dældi peningunum sínum í símareikn-
ing til að styðja við bakið á íslenskum
klámútflutningi hvort velgengni Silv-
íu Nóttar væri ekki um það bil orðin
öfugmæli á brandaranum. Þegar Smá-
borgarinn horfði á framlag (slendinga
til Eurovision sönglagakeppninnar
árið 2006 í þriðja skiptið runnu á hann
tvær gri'mur.
Smáborgarinn verður að viður-
kenna fyrir sitt leyti að á meðan Silvía
var að stiga sín fyrstu skref í gríni sínu
á klámkynslóðina var hún bara nokk-
uð góð. Djókurinn var hreinn og klár
og allra skemmtilegast að um skeið
tóku margir sjónvarpsáhorfendur því
svo að stúlkunni væri fúlasta alvara.
Það er svo sem kannski ekkert skrýtið
miðað við hugmyndir nýrra kynslóða
um lífsins innstu rök. í sjálfu sér má
vel segja að hinn uppdiktaði karakter
Silvía Nóttar sé fullkomlega eðlilegur
fulltrúi þessarar kynslóðar svo kannski
ekkert skrýtið að fólk gerði sér, já og
geri sér, ekki grein fyrir djókinu.
Sami brandarinn gengur bara eitt-
hvað svo illa aftur og aftur. Þannig var
Smáborgarinn ekki eins sannfærður
um gildi brandarans þegar hann sá
hann i annað skiptið á laugardags-
kvöld og í þriðja skiptið var hann
orðinn verulega pínlega endurtekinn.
Svona svipað og fuglaflensudjókur
Spaugstofunnar. Smáborgarinn var bú-
inn að hlæja að fyrsta hósta og þurfti
ekkert á þriðja, fjórða og fimmta að
halda. Brandarinn verður að fullkom-
inni andhverfu sinni í endurtekning-
unni.
Nú á Smáborgarinn von á þvi að
uppfinningasamur hópurinn í kring-
um Silvíu Nótt láti sér vafalaust detta
eitthvað nýtt í hug með vorinu og
nýtt „show" hreinlega útbúið áður
en snótin stígur á sviðið í Aþenu. Og
miðað við það sem á undan er gengið
er Smáborgarinn á því að þeim takist
það ábyggilega bara ágætlega. Hver-
su tremma mörgum stigum hún rakar
svo inn er svo auðvitað algert aukaat-
riði. Hún fer fyrir Eurovisjón Nation.
Þjóðinni sem getur hlegið að sama
brandaranum mörgum sinnum. Alveg
þartilhúnnærhonum.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Gunnar L. Hjálmarsson, tónlistarmaður.
Heldur þú aö Silvía
sigri í Grikklandi?
„Það verður spennandi að sjá hvort íslenski góðærisbrandarinn verði að-
lagaður að Eurovision stöðlum, eða hvort þau reyni að keyra hann í gegn
óblandaðan. Ég þori engu að spá um úrslitin. Maður hefur nú farið flatt á
því að reyna að segja eitthvað til um hvað þetta fólk er að hugsa sem ákveð-
ur þessi úrslit í Evrópu. Það verður að minnsta kosti miklu skemmtilegra
að fylgjast með þessu í þetta skiptið þegar við sendum fulltrúa sem er
öðruvísi og er ekki að taka sig of alvarlega."
Silvía Nótt bar sigur úr býtum á laugardagskvöldiö i Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Nektin ónauðsynleg
Óskarsverðlaunahafinn Meryl Streep segir ungar leikkonur alls ekki þurfa að afklæða
sig í kvikmyndum til að hljóta frægð og frama.
Streep hefur ráðlagt ungu leikkonunum Scarlett Johansson og Keira Knightley,
sem nýlega sátu naktar fyrir í tímaritinu Vanity Fair, að láta ekki undan þrýstingi
til að bera hold sitt til að fá aukna athygli.
„Þær halda augljóslega að þær þurfi að afklæðast til að þóknast bransanum,“
sagði Streep. „Þær virðast halda að þær þurfi að vera kynverur til að fá hlutverk.
Yngri kynslóð leikara virðist halda að nekt sé leiðin að farsæld.“
Britney aftur í bransann
Ofurpoppstjarnan Britney Spears leggur nú drög að endurkomu sinni í
skemmtanabransann vegna þess að henni finnst tónlistin sem er í gangi
í dag leiðinleg.
Britney lagði hljóðnemann á hilluna fyrir rúmum tveimur árum og sneri
sér að móðurhlutverkinu. Núna langar hana að etja kappi við Kelly Clarkson,
Hilary Duff, Lindsay Lohan ásamt fleirum og endurheimta forna frægð.
„Enginn tónlistarmaður hefur náð að virkilega heilla mig nýlega,“ sagði Spe-
ars í samtali við tímaritið People. „Þetta er allt svo leiðinleg tónlist."
Britney vill þó aðeins þróa tónlist sína frá poppinu yfir í blús. „Ég hlustaði
mikið á blús og langar að blanda honum í mína tónlist, ekki það að ég
að hljóma eins og Tina Turner, en maður veit aldrei.“
Ledger vill leika Bush
Ástralski leikarinn Heath Ledger segist vilja leika George Bush, forseta
Bandaríkjanna, til að sýna hvað hann getur sem leikari.
Ledger segir að hann sem leikari þurfi að skilja hvernig fólk hugsar og
setja sig í spor þess, meira að segja fólks sem honum mislíkar.
„Ég gæti alveg sett mig í spor George Bush ef ég þyrfti,“ sagði Ledger um
málið. „Ég gæti sýnt hvaða einasta manni samúð og skilning til að geta leik-
ið hann og elskað hann sem einstakling. Ég meina, ég anda og það gera allir
aðrir, það er ein leið til skilja manneskjur.“
HEYRST HEFUR...
Menn hafa
s t u n d -
um kvartað
undan því
að fjölmiðla-
menn séu sjálf-
hverf stétt og
undanfarnar
helgar hafa menn óneitanlega
orðið varir við það í spjallþátt-
unum. Fyrr í mánuðinum tóku
menn eftir því að Egill Helga-
son var gestur í Sunnudags-
þætti llluga Gunnarssonar og
félaga á Skjá einum og hentu
menn raunar gaman að því að
Egill hefði nánast tekið völdin
á sínum gamla heimavelli. 1
gær endurgalt Egill svo heim-
boðið þegar hann fékk Illuga til
sín í Silfrið á NFS og var Illugi
svo fyrirferðarmikill að hann
talaði sjálfan Hjörleif Guttorms-
son í kaf og það um stóriðju...
Pað hef-
ur verið
stuð í þinginu
undanfarna
daga, enda
ýmis áhuga-
verð mál til
umfjöllunar.
í umræðum um lögreglulög tók
Björn Bjarnason, dómsmálaráð-
herra, Ágúst Ólaf Ágústsson,
þingmann Samfylkingarinn-
ar, á kné sér og flengdi nánast.
Ráðherrann sagði að ræða
hans hefði verið ómálefnaleg
og „dæmalaust vitlaus ræða
og barnaleg.“ Neitaði ráðherr-
ann ítrekað að svara honum og
sagði Ágúst að ráðherrann væri
dónalegur, legði sig í einelti og
að annarleg lífsviðhorf hans
birtust í tillögum ráðherrans.
Björn svaraði fyrir sig, ýjaði að
því að kosning Ágústs í varafor-
mennsku flokksins hefði verið
skrýtin og spurði hvort lífsvið-
horf þingmannsins hefðu birst
„í þeim tölum sem þar birtust
og hvernig að því öllu var stað-
ið?“ Ágúst reyndi að malda í
móinn, en eftir því var tekið
að flokkssystkin hans þögðu
þunnuhljóði...
Kærar var
hins veg-
ar milli Björns
og varaþing-
manns Sam-
fylkingarinnar,
Söndru Franks,
nokkrum dög-
um síðar, en hún situr á þingi
fyrir Rannveigu Guðmunds-
dóttur, sem er í veikindaleyfi.
Ráðherrann tók mjög vel í áskor-
un Söndru um að hann beitti
sér fyrir að svokallaðar netsíur
gegn barnaklámi. Þingkonan
nýja varð svo ánægð með und-
irtektir Björns að í svarræðu
sinni ávarpaði Sandra hann
„minn kæri hæstvirtur dóms-
málaráðherra.“ Þetta óvana-
lega ávarp vakti nokkra kátínu
í salnum. Er sagt að gamalt
bros hafi tekið sig upp hjá Birni,
enda er hann óvanur blíðuhót-
um af þessu tagi frá stjórnar-
andstöðunni...
Velgengni Silvíu Nóttar í
Söngvakeppni Sjónvarps-
ins kom sjálfsagt ekki öllum á
óvart, því ljóst er að hún hefur
unnið hug og hjörtu þjóðar-
innar. Til þess að setja þetta í
samhengi má nefna að í síma-
kosningunni komu inn liðlega
150.000 atkvæði, en í síðustu
forsetakosningum kusu 16.000
færri. Það má líka bera þetta
saman við síðustu þingkosning-
ar, því Silvía Nótt fékk ámóta
mörg atkvæði og Sjálfstæðis-
flokkurinn og Frjálslyndir sam-
anlagt...