blaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 blaöiö
blaðiÖH
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
Símí: 510 3700 • www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
„Endalok íslenskrar útrásar"
Norrœnirfjölmiðlar fjalla um titringá íslenskum fjármálamarkaði. Skýrslu Fitchgefið of
mikið neikvœtt vœgi að mati Gylfa Magnússonar, dósents við viðskipta-og hagfrceðideild.
Hræringar á íslenska fjármála-
markaðinum í kjölfar skýrslu mats-
fyrirtækisins Fitch sem kom út á
þriðjudag hafa vakið mikla athygli
erlendis. í umfjöllun norrænna fjöl-
miðla um málið í gær er því m.a.
haldið fram að markaðurinn hér á
landi hafi beðið álitshnekki meðal
erlendra fjárfesta. Gylfi Magnússon,
dósent við viðskipta-og hagfræði-
deild Háskóla íslands, segir erfitt að
skella allri skuldinni á skýrslu Fitch.
Segir takmörkun
ekki forsjárhyggju
Vernda verður börn gegn markaðs-
áróðri sem auka á neyslu þeirra
á óhollri fæðu að mati Ástu R.
Jóhannesdóttur, alþingismanns.
Hún segir þingsályktunartillögu
sína um takmörkun auglýsinga á
óhollri matvöru ekki vera dæmi
um forsjárhyggju.
Vill fara mildari leið
Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingis-
maður, mælti á Alþingi á miðviku-
daginn fyrir þingsályktunartillögu
þess efnis að settar verði reglur
sem banni auglýsingar í sjónvarpi
á óhollri matvöru. f greinargerð
með tillögunni er vísað í rann-
sóknir sem benda til þess að offita
sé hratt vaxandi heilbrigðisvanda-
mál. Þá kemur einnig fram að í
Bretlandi sé nú þegar slíkt bann
fyrir hendi og að í Noregi og Sví-
þjóð sé bannað samkvæmt lögum
að auglýsa í kringum barnatíma
í sjónvarpi. í Blaðinu í gær gagn-
rýndi Andri Þór Guðmundsson,
forstjóri Ölgerðarinnar Egill Skalla-
grímsson ehf., tillögu Ástu og taldi
hana fela í sér forsjárhyggju.
Ásta segir tillöguna sína alls
ekki vera dæmi um forsjárhyggju.
Þvert á móti sé hún í tillögu sinni
að leita eftir samstarfi við alla þá
aðila sem koma að málinu. „Ef ég
væri að heimta lög þá væri það for-
sjárhyggja. Ég vil hins vegar fara
mildari leið og kalla til ábyrgðar
þá sem eru að markaðssetja þessa
óhollustu og fá þá til að setja reglur
í samvinnu við ríkið.“
Hún bendir á að þann mögu-
leika að Evrópusambandið gefi út
tilskipun varðandi markaðssetn-
ingu af þessu tagi sem íslendingar
yrðu knúnir til að lögleiða. „Það er
betra að mínu mati að við ráðum
fram úr þessu sjálf í stað þess að
taka við skipunum að utan.“
Þá segir Ásta erfitt að halda því
fram að fræðsla ein og sér muni
leysa vandann. „Ég vil reyna að
koma í veg fyrir að verið sé að
beita þessum áróðri á þá sem eru
veikastir fyrir og geta ekki metið
hvað sé þeim fyrir bestu vegna
þess að þeir hafa ekki þroska til
þess. Þess vegna er þetta ekki
síður á ábyrgð þeirra aðila í sam-
félaginu sem bjóða uppá þessa
markaðssetningu."
11 ára fangelsi
mbl.is Hæstiréttur dæmdi í gær
Magnús Einarsson í n ára fangelsi
fyrir manndráp með því að bregða
þvottasnúru um háls eiginkonu
sinnar á heimili þeirra og þrengja að
með þeim afleiðingum að hún lést af
völdum kyrkingar. Þetta gerðist að-
faranótt 1. nóvember árið 2004.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
áður dæmt Magnús í 9 ára fangelsi.
Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs-
dóms um að Magnús greiði börnum
sínum tveimur rúmlega 11,2 millj-
ónir króna í bætur og foreldrum kon-
unnar samtals 2 milljónir.
í dómi Hæstaréttar kom fram að
mat héraðsdómara á trúverðugleika
framburðar Magnúsar, sem var einn
til frásagnar um samskipti hans og
konu hans skömmu fyrir verknaðinn,
yrði ekki endurskoðað. Varð því m.a.
að leggja til grundvallar að ásetn-
ingur hefði ekki skapast með Magn-
úsi um að bana konu sinni fyrr en í
odda skarst með þeim um nóttina.
..kúlulegur
..keflalegur
..veltilegur
..rúllulegur
..flangslegur
..búkkalegur
I.mi 580 5800
SOIuaðHAkureyri Slml 461 2288
STRAUMRÁS
Furuvellir 3 - 600 Akureyrt
Öfund nágrannaþjóða
Hrun úrvalsvísitölunnar á þriðju-
daginn í kjölfar skýrslu Fitch um
ástand íslenska markaðarins hafði
áhrif langt út fyrir landsteinana.
Þannig urðu brasilíski realinn og
suður-afríska randið fyrir verulegri
gengisfellingu gagnvart Bandaríkja-
dal í kjölfar þverrandi áhuga gjald-
eyrismiðlara á hinum svokölluðu
nýju hagkerfum.
Norrænir fjölmiðlar fjölluðu um
málið í gær og þar er því spáð að
gengislækkun krónunnar marki
upphaf að endalokum íslenskrar út-
rásar. Þá birti norska dagblaðið Dag-
ens Næringsliv viðtal við Paul Rawk-
ins, höfund skýrslu Fitch, þar sem
fram kemur að hann undrist hrun
íslensku krónunnar og það sýni í
hversu óöruggu ástandi íslenska
efnahagskerfið hafi verið.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra lýsti því yfir í
fjölmiðlum í gær að hún liti ekki svo
á að markaðurinn væri að hrynja.
Hún segir ástæðu til að taka aðvar-
anir Fitch alvarlega en umræða um
að hagkerfið hafi siglt í strand eigi
sér m.a. rætur í öfund nágranna-
þjóða á íslenskri velmegun og krafti.
Benda á það sem allir vissu
Gylfi Magnússon, dósent við við-
skipta- og hagfræðideild HÍ, segir
erfitt að skella skuldinni á skýrslu
Erlendir fjárfestar fylgjast grant með hræringum á fslandi og gætu misst trú á íslenskum
fjármálamörkuðum að mati norrænna fjölmiðla.
Fitch því hún bendi einungis á það
sem hafi verið almenn vitneskja í
nokkurn tíma. „Það liggur ekkert
fyrir um það að Fitch hafi sagt eitt-
hvað rangt. Það þarf engan speking
til þess að sjá að viðskiptahallinn
og sífellt meiri skuldasöfnun í
útlöndum getur valdið búsifjum.
Skýrsluhöfundar benda á þetta og
það er ekki hægt að lá þeim það.“
Gylfi segir það tákn um alþjóða-
væðinguna hversu mikil alþjóð-
leg áhrif hræringar á íslenskum
mörkuðum hafi haft. „Fyrir aðeins
nokkrum árum hefðu menn ekki
átt von á því að gengi íslensku krón-
unnar eða titringur á innlendum
fjármálamörkuðum hefði mikil
áhrif utan íslands."
Þá segir Gylfi menn gefa þessari
skýrslu of mikið neikvætt vægi.
„Þeir breyttu ekki lánshæfi ríkisins
og staðfestu óbreyttar horfur um
lánshæfismat bankanna. Þá á mats-
fyrirtækið Moodys eftir að skila
inn sínu mati. Á alþjóðamörkuðum
skiptir álit þeirra mun meira máli
en álit Fitch.“
Blaöiö flytur í Hádegismóa
Blaðið mun flytja alla starfsemi
sína í prenthús Morgunblaðsins við
Hádegismóa. Karl Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri Árs og dags, útgáfufé-
lags Blaðsins, segir stefnt að því að
flutningar fari fram eigi síðar en um
páskana.
Árvakur h.f., útgáfufélag Morg-
unblaðsins, á helmingshlut í Ári og
degi. Verið er að reisa nýja skrifstofu-
byggingu Morgunblaðsins í Hádegis-
móum og er gert ráð fyrir að þangað
flytji fyrirtækið í sumar. Fyrir er í
Hádegismóum prenthús Morgun-
blaðsins og mun öll starfsemi Blaðs-
ins fly tjast þangað en þar er að finna
rúmgóða skrifstofuhæð.
Höfuðstöðvar Blaðsins eru nú við
Bæjarlind í Kópavogi og segir Karl
Garðarsson, framkvæmdastjóri,
það húsnæði löngu orðið alltof lítið.
Flutningar séu því timabærir og hús-
næðið við Hádegismóa henti Blað-
inu mjög vel.
„Þegar við hófum starfsemi hér
fyrir tæpu ári var gert ráð fyrir um
Prenthús Morgunblaðsins við Hádegismóa.
35 starfsmönnum, en nú eru þeir
tæplega 60. Það gefur því auga leið
að húsnæðið er orðið alltof lítið,
auk þess sem mikil samlegð næst
Blaðiö/lngó
á ýmsum sviðum með því að flytja
Blaðið í nágrenni við Morgunblaðið,”
segir Karl Garðarsson.
(^) Heiðskfrt 0 Léttskýjað 4 Skýjað 0 Alskýjað
Rigning, lítilsháttar / / Rigning 9 9 Súld :j: Snjókoma
9 4:
x^-j Sfydda Snjóél
Skúr
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
02
10
02
-04
04
01
-04
01
03
06
09
-03
0
16
05
04
-01
06
03
12
04
05
0
"o 3°
«0
_2°
*e
0
4© 50
4©
-1°
///
///
///
6°
V
///
///
///
//
///
40
4
2°
4
1°
Á morgun
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands
-3°