blaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 26
26 I GÆLUDÝR FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 blaöið ,,Erró er mér mjög mikill stuðningur" Friðgeir Jóhannsson á eina þjálfaða blindrahund landsins Flestir fá sér gæludýr til skemmt- unar en fáir af nauðsyn. Sumir verða að reiða sig á hunda dags daglega og er Friðgeir Jóhansson einn þeirra. Friðgeir misst sjónina í slysi fyrir 8 árum og hefur notið aðstoðar sérþjálfaðs hunds síðan. ,Erró hefur reynst mér mjög vel og við förum saman í gönguferðir dag- lega“, segir Friðgeir sem er varafor- maður Blindrafélagsins. „Erró er orð- inn átta ára en ég fékk hann þegar hann var 18 mánaða gamall, þá ný- orðinn blindur. Hundurinn hlýðir skipunum um að beygja til hægri eða vinstri, finna bekk, bílinn og annað sem ég þarf aðstoð við. Þegar við komum að gatnamótum bíður hundurinn eftir að ég segi honum til og á brúm finnur hann handriðið svo ég geti stutt mig við það.“ Daglegir göngutúrar þeirra Frið- geirs og Errós geta tekið allt að 2 Vi klst. „Að því er ég kemst næst er ég eini blindi maðurinn á íslandi sem notar sérþjálfaðan blindrahund.“ Hvers vegna nota ekki fleiri blindrahunda? „Ég hugsa að fólk setji fyrir sig þá miklu vinnu sem það útheimtir að hafa hund en mér finnst það ekk- ert miðað við þá ánægju og frelsi sem það veitir mér að hafa Erró. Ég hef þó heyrt að nokkrir sem eru í sömu sporum og ég hafi íhugað að fá sér hund svo það er ekki útilokað að fleiri blindir sjáist spássera með hunda í framtíðinni.“ Missti sjónina í slysi Friðgeir missti sjónina fyrir átta árum þegar hann var við vinnu við byggingu Smáralindarinnar. „Ég vann við sprengingar á svæðinu þegar beltagrafa keyrði yfir mig og súrefnisskortur varð þess valdandi að ég missti sjónina. Slysið og afleið- ingar þess urðu mér að sjálfsögðu Blaðið/FMi Friðgeir Jóhannsson ásamt labradorhund- inum Erró sem fylgir honum hvert fótmál. gríðarlegt áfall.“ Auk þess að missa sjónina missti Friðgeir 75% af heyrn- inni og brotnaði á 34 stöðum. „Ég var lengi í hjólastól eftir slysið og var í endurhæfingu á Grensásdeild. Heyrnin hefur ekki komið aftur og ég heyri mjög illa hljóð yfir 2000 riðum. Ég heyri ágætlega þegar ég tala við fólk en ef það er mikill kliður í bakgrunninum á ég erfitt með að heyra.“ Það er ekki útilokað að Frið- geir fái sjónina aftur en til þess þyrfti hann að fara í aðgerð en tæknin er ennþá ekki nógu mikil til að fram- kvæma hana. „Augun sjálf eru heil en það fór tenging sem veldur því að ég sé ekki. Önnur leið sem gæti nýst mér til að sjá væri að græða í mig örflögu sem er eins og myndavél en þá myndi ég ekki sjá skýrt og aðeins útlínur." Hundar ekki alls staðar velkomnir Friðgeir er mjög háður aðstoð Errós og tekur hann með sér hvert sem hann fer. „Ég fer með hann á veitinga- staði en fæ ekki alltaf ley fi til að koma með hann inn. Þegar ég fer með hann í leigubíl liggur Erró á milli fóta hjá mér og ég get tekið hann með mér í strætó. Á tjaldsvæðum er þó ekki vel séð að vera með hunda og mér hefur verið neitað um leigu á sumarbústað vegna þess að ég var með hund með mér.“ Friðgeir segir ástæður þess að hundurinn sé ekki velkominn vera að sumir hafi ofnæmi fyrir hundum. „Ég er duglegur að hrósa Erró þegar vel gengur og þetta byggist allt á því að hann sé ánægður og kátur. Ef ég er ekki með hundinn nota ég hvíta stafinn en hef enga þörf fyrir stafinn ef ég er með hundinn. Það var Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Isafirði sem þjálfaði hundinn en hún hefur einnig þjálfað hjálparhund fyrir manneskju í hjólastól og einnig hefur hún þjálfað hund fyrir son sinn sem er með vöðvahrörnunarsjúkdóm. Erró á eftir um tvö ár og þá þarf ég að finna mér annan hund.“ Slysið breytti mörgu í lífi Friðgeirs og þurfti hann m.a. að skipta um hús- næði. „Ég bjó á þriðju hæð í blokk en eftir slysið fluttum við hjónin í rað- hús þar sem aðgengi er þægilegra.“ Friðgeir situr ekki auðum höndum þrátt fyrir breyttar aðstæður og hefur hellt sér út í félagsstarf Blindra- félagsins og telur upp ótal nefndir og ráð sem hann er þátttakandi í. „Hjá Blindrafélaginu er opið hús tvisvar í viku og meðlimir félagsins fóru til Kanaríeyja í vetur. í mars er síðan fyr- irhuguð ferð á Hótel Örk og í sumar verður farið til Danmerkur." Það er greinilegt á tali við Friðgeir að hann hefur ekki misst móðinn og kann að sætta sig við breyttar aðstæður og njóta lífsins. hugrun@bladid.net Sprautur og orma- og katta mikilvœgar „Kettlinga þarf að bólusetja og orma- hreinsa við þriggja mánaða aldur“, segir Dagmar Yr Ólafsdóttir dýra- læknir. „Grunnbólusetningar eru tvær og gerðar við þriggja og fjög- urra mánaða aldur kattarins. Við 6- 7 mánaða aldur eru þeir síðan orma- hreinsaðir í fyrsta skipti og eftir það einu sinni á ári.“ Dagmar segir að kettir geti smit- ast af ormum af öðrum köttum. „Þá fá þeir líka bandorma af músum og fuglum sem þeir éta. Við mælum með að læðurnar séu teknar úr sam- bandi við 5-6 mánaða aldurinn og fressin á svipuðum tíma. Dagmar segir að sumir eigendur katta vilji gjarnan „leyfa“ köttunum að eiga kettlinga. Kötturinn upplifir þetta ekki svona og fæðing kettlinga er eingöngu til skemmtunar fyrir eiganda kattarins. Það er því hest að taka læðurnar úr samhandi ef ekki er ætlunin að fá kettlinga á heimilið. Annar kostur er að setja læðuna á pilluna sem er gefin einu sinni í viku. Við mælum þó ekki með pillunni í lengri tíma því hún getur verið krabbameinsvaldandi og krabbamein í köttum er í 90% til- fella illkynja.“ Kettir geta fengið sykursýki Dagmar segir að nú sé lagaleg skylda að örmerkja dýr í Reykjavík, á Alftanesi og í Reykjanesbæ en þá er flaga sett undir feld dýrsins og er það gert hjá dýralækni. „Þetta er mjög til bóta því eyrnamerkin sem eru notuð verða ólæsileg með tímanum.“ Kettir geta fengið sykursýki og hjartasjúkdóma eins og mannfólkið og því þarf að passa það sem þeir láta ofan í sig.“ Vinnuhundar þurfa oftar í sprautur Dagmar segir það fara eftir hlut- verki hundsins hversu oft þeir fara í sprautur. „Ef hundurinn er not- aður sem vinnu- eða leitarhundur þarf að sprauta hann átta vikna gamlan. Ef hundurinn er ekki undir álagi er nóg að hann fari í sprautur annað hvert ár. Hunda þarf að barn- dormahreinsa einu sinni á ári hjá dýralækni og á 3-6 mánaða fresti heima. Þá þarf að fara með hunda í bólusetningu árlega.“ hugrun@bladid.net Aukning oínœmis á heimsvísu Börn sem eru alin upp við dýrahaldfá síður dýraofnœmi. 30% - 50% AFSLÁTTUR Af öllum gæludýravörum. NUTRO — CHOICE KATTAFÓÐUR í HÆSTA GÆÐAFLOKKI 50% AFSLÁTTUR. TOKYO gæludýravörur Hjallahxaun 4 Hafnarfirði s.565-8444 Opið mán-fös. 10-18 Lau.10-16 Sun 12-16 Fiskabúr 541. h30cm, b30cm, I60cm meö tokí, tjósi, hreinsara, hitara og hitamælir kr. 12382 Fiskabúrastandur h68cm, b30cm t60cm með skápi kr. 9524 DÝRARÍKIÐ Grensásvegi s:5686668 - Skútuvogi 16 s:5680020 Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is Dýraofnæmi er orðið algengara nú en áður en aukning ofnæmis hófst eftir síðari heimsstyrjöldina. Þetta segir Davíð Gíslason sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum. „Árið 1990 var gerð rannsókn sem sýndi að 7-8% fullorðinna voru með ofnæmi fyrir köttum. í rannsókninni voru 20-44 ára ein- staklingar skoðaðir og kom í Ijós að fólk á aldrinum 20-25 ára er liídegra til að vera með ofnæmi en þeir sem voru eldri“, segir Davíð. Davíð segir ástæður þessa vera þá að ofnæmi sé algengast um tvítugt en rjátlist oft af fólki með aldrinum. „Hin skýringin er sú að tíðni ofnæmis hefur verið að aukast í heiminum og í dag eru fleiri tvítugir með ofnæmi en sami aldurshópur fyrir 30 árum siðan. Aukin velmegun er talin ein ástæða þessarar þróunar. Af þeim sem eru með ofnæmi er grasofnæmi algengast en ofnæmi fyrir köttum kemur þar næst á eftir. Þá hefur komið í ljós að börn sem alin eru upp í sveit við dýrahald eiga síður á hættu að fá ofnæmi fyrir dýrum en önnur börn. Margt bendir einnig til að dýr á heimili minnki líkur á dýraofnæmi hjá börnum.“ Ofnæmiseinkenni svipuð kvefeinkennum Davíð segir að um 6% séu með of- næmi fyrir hundum og segir fólk geta verið með ofnæmi án þess að sýna einkenni þess. „Einkenni katta- ofnæmis eru alvarlegri en einkenni hundaofnæmis en helstu einkenni kattaofnæmis eru nefrennsli, kláði í augum og langvarandi kvefein- kenni. Þá getur hnerra og astmaein- kenna orðið vart. Fólk getur verið með hundaofnæmi án þess að gera sér grein fyrir að hundurinn sé or- sakavaldur ofnæmisins.“ Hvað orsakar kattaofnœmi? „Próteinsameindir úr húð og svit- akirtlum er það sem veldur ofnæmi og er meiri hætta á að fá ofnæmi fyrir eldri köttum því með aldr- inum losna flögur af köttunum sem svífa í loftinu og eru ofnæmisvald- andi. Nagdýr geta líka verið miklir ofnæmisvaldar en fólk er oft með þau sem gæludýr. Fólk virðist þó setja það siður fyrir sig að losa sig við nagdýrin en stærri gæludýr eins og hunda og ketti.“ Davið segir ofnæmi hafa sterka ættarfylgni en aðeins um 15% líkur eru á ofnæmi ef engin ættarsaga er fyrir hendi. Sé ofnæmi í móður- og föðurætt eru hinsvegar yfir 50% líkur á ofnæmi. Afnæming gegn ofnæmi Þeim stöðumferfjölgandi þarsem dýrahald er bannað og má nefna fjölmörg fjölbýlishús, veitinga- staði, sumarbústaði og jafnvel tjaldstœð. Er hœtta á ofnœmisein- kennum ef fólk umgengst dýr á þessum stöðum? „Ég tel að meta þurfi dýrahald á hverjum stað af skynsemi en ég veit að dýrahald getur valdið ágreiningi í fjölbýlishúsum. Líkur á ofnæm- iseinkennum eru nánast engar á tjaldsvæðum þó svo dýr séu þar á ferð. Það er möguleiki að finna fyrir Davíð Gíslason sérfræðingur í ofnæmis- sjúkdómum. ofnæmiseinkennum í sumarhúsi þar sem dýr hefur verið og ég tel mikilvægt að halda þeim húsum að- skildum þar sem gæludýr eru leyfð.“ Davíð segir enga 100% lækningu við ofnæmi en þó sé hægt að fara í meðferðir á því. „Svokölluð afnæm- ing hefur verið notuð en það er meðferð sem tekur 3-5 ár. Þarna fær sjúklingurinn sprautur vikulega til að byrja með en síðan á sex vikna fresti. Þessi meðferð kostar tíma og peninga og henni fylgir einnig viss áhætta. Þá er ekki vitað hverjir eru líklegastir til að ná bestum árangri af meðferðinni." Davíð segir suma dýraeigendur vera á lyfjum í stað þess að losa sig við dýrin og láti sig hafa þau einkenni sem dýraofn- mæmi fylgir. hugrun@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.