blaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 1
HELGIIU
vera hja
íslenska
dansflokknum
*Sm
Tvö v.erk frumsýna
um lí'elgina
Friálst,
óháð &
ókeypis!
Tengslin ekki
til trafala
Laufey Elíasdóttir er ung
leikkona sem fslendingar
eiga eflaust eftir að sjá meira
af í framtíðinni en í kvöld
verður í Háskólabíói frum-
sýnd kvikmyndin Blóðbönd
þar sem hún leikur eitt af
aðalhlutverkunum.
1 viðtali við Blaðið segist hún
hafa lært sitthvað á því að leika í
myndinni, sér í lagi um viðbrögð
fólks við rangfeðrun sem talin er
algengur vandi hérlendis.
Laufey er kærasta handritshöf-
undarins, Jóns Atla Jónassonar,
og leikur á móti mági sinum
Hilmari Jónssyni. Systir hennar,
Sóley Elíasdóttir leikur einnig í
myndinni. Það má því segja að
böndin séu bæði á tjaldinu og
utan þess. Tengsl þessi voru ekki
til trafala nema rétt í byrjun
þegar systir hennar gerði grín
að aðstæðunum. Ástaratriði í
myndinni þótti einnig þrautinni
þyngri fyrir alla sem að komu.
Laufey segir það ekki hafa
verið flókið verk að setja sig inn í
hlutverk Önnu, enda Ánna mjög
„venjuleg“ stelpa eins og það er
kallað.
Laufey menntaði sig í Los
Angeles þar sem var lögð sér-
stök áhersla á leik fyrir kvik-
myndir og sjónvarp. Hún stígur
þó í fyrsta sinn á fjalirnar eftir
nokkra mánuði, en þá mun hún
leika í verki eftir Jón Atla.
ISÍÐA 20
Höfuðborgarsvæðið
meðallestur
67,3
I
I 1
*o
15
-Q
ro
V
<U
[I
53,8
46,9
16,6
Samkv. fjölmiölakönnun Gallup janúar 2006
■ GÆLUDÝR
Förum dag-
lega saman
í göngutúr
Friðgeir Jóhannsson
á eina þjálfaða
blindrahund
landsins
| SfÐA 26
■ HEILSA
Lífrœna rœktun
verður að efla
Aðeins um fjörutíu
aðilar eru með
lífræna
vottun
| SfÐA 18
Kátar í veðurblíðunni
Blúiií/Stemr Hugi
Veðrið á Islandi er frægt fyrir dynti sína, og eins og allir sannir fslendingar vita skipast skjótt veður í lofti. A sama hátt og heldur þungt verður yfir landanum þegar veður eru válynd
hressast menn jafnan þegar blíða er úti. Það má því gera ráð fyrir að þeim Guðrúnu Hönnu Óskarsdóttur og Kristrúnu Sverrisdóttur hafi verið létt í skapi þegar þær nutu samverunn
ar i veðurblíðunni í nágrenni leikskólans Sæborgar I gær.
Atti ekki von á að skil-
málunum yrði breytt
Benedikt Jósepsson verktaki segist undrast niðurstöðu borgarráðs
varðandi lóðaútboð. Borgarstjóri segir skaðabœtur ólíklegar.
.Niðurstaðan kemur á óvart. Ég átti
ekki von á að þeir færu að breyta
reglunum eftir eigin höfði,“ segir
Benedikt Jósepsson, verktaki, sem
átti hæsta tilboð í nær allar einbýlis-
húsalóðirnar í útboði í Úlfarsárdal.
Borgarráð samþykkti í gær tillögu
þess efnis að hver og einn geti að-
eins fengið eina lóð í útboðinu.
„Ég uni niðurstöðunni en mér
finnst hún samt skrýtin," sagði Bene-
dikt í samtali við Blaðið í gær.
Að sögn Benedikts mun hann láta
lögfræðinga sína um að kanna laga-
legan rétt sinn í málinu. Hann vildi
ekkert segja um það hvort til greina
kæmi að lögsækja borgaryfirvöld
vegna málsins, sagði það verða að
koma í ljós síðar. Benedikt sagðist
ekki hafa haft tíma til að kynna sér
ákvörðunina til hlítar þar sem hann
var önnum kafinn við að steypa upp
hús í Norðlingaholti. „Þar er ég að
byggja hús á lóðum sem ég fékk í út-
boði hjá borginni."
Markmiðum borgarinnar náð
Samkvæmt ákvörðun borgarráðs í
gær fær hver og einn einstaklingur
sem sótti um lóð í Úlfarsárdal aðeins
eina lóð. „Tillaga mín var samþykkt
með fjórum atkvæðum í borgarráði
með hjásetu Sjálfstæðisflokksins og
með því er markmiðum útboðsins
náð,“ sagði Steinunn Valdís Óskars-
dóttir, borgarstjóri, í samtali við
Blaðið. Aðspurð hvort hún óttist
lögsókn vegna þessarar ákvörðunar
sagðist hún ekki geta lagt mat á það.
,Ég get ekkert sagt til um það á þess-
ari stundu. Það er hinsvegar mitt
mat að yfirlýst markmið útboðsins
hafi verið að gefa einstaklingum
kost á lóðum,“ sagði hún og bætti
við að hún hefði ekki lagt fram til-
löguna hefði hún ekki trú á því að
hún stæðist.
Ekki venjulegt útboð
,Ég bendi á það að það er ekki kom-
inn á neinn samningur,“ sagði Stein-
unn. „Það hefur enginn orðið fyrir
neinum skaða. Þar af leiðandi hef
ég ekki trú á að einhver eigi rétt á
skaðabótum." Hún sagði samning
ekki kominn á fyrr en borgarstjóri
gerir tillögu um hverjum rétturinn
sé seldur. „Um þetta mál gilda til
dæmis ekki útboðsreglur á borð
við þær sem Reykjavíkurborg setur
um opinber útboð. Við teljum ein-
faldlega að það sé rétt að gera þetta
svona, enda snýst þetta mál ekki
um lögfræði heldur er þetta réttlæt-
ismál. Við stöndum við það sem við
lýstum yfir, einn maður-ein lóð.“
Annað orðalag notað næst
.Steinunn kvaðst hafa átt fund með
Benedikt Jósepssyni þar sem hann
vildi koma því á framfæri að hann
hefði verið að fara að settum reglum.
„Hann sagðist hins vegar skilja okkar
sjónarmið og ég gat ekki heyrt betur
en að hann myndi una þessari niður-
stöðu.“ Að sögn borgarstjóra verða
útboðsskilmálar orðaðir á þann veg
að ekki miskiljist. Hún segist þó
telja að í þessu tilviki sem um ræðir
hafi orðalagið ekki boðið upp á að
það mætti misskilja. „Það er alveg
klárt hvað við ætluðum okkur með
þessu og þeim markmiðum er verið
að framfylgja með þessari tillögu."
Borgaryfirvöld
hvött til að leyfa
gleðigöngu
Ken Livingstone, borgarstjóri
London, hvatti fyrr í vikunni
Júrí Lúzhkov, starfsbróður sinn í
Moskvu, til að hætta við umdeilt
bann á gleðigöngu samkynhneigðra
í borginni. Borgarstjórar Berlínar
og Parísar hafa gert það sama.
Göngur samkynhneigðra hafa
ekki enn verið leyfðar í Moskvu
þar sem trúarleiðtogar vara við
því að þær muni leiða til ofbeldis.
Nokkur helstu samtök sam-
kynhneigðra í Evrópu hafa hótað
því að grípa til aðgerða í Moskvu
breyti borgaryfirvöld ekki stefnu
sinni. Stórt og líflegt samfélag
homma og lesbía er í borginni
þó að það beri ekki mikið á því
opinberlega. Samkynhneigð karl-
manna var bönnuð samkvæmt
lögum á tímum Sovétríkjanna og
þó að banninu hafi verið aflétt
fyrir rúmum áratug eru viðhorf
margra til samkynhneigðra enn
íhaldssöm og jafnvel fjandsamleg.
Tillaga um að efna til göngu
samkynhneigðra síðar á árinu
vakti reiði og mótmæli ýmissa
trúarhópa. Réttindasamtök sam-
kynhneigðra sökuðu íslamskan
kennimann um að egna fólk til
ofbeldis eftir að hann hvatti til þess
að hommar i borginni yrðu grýttir.