blaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 blaöiö VIÐ STYÐJISI-I l^fNNAR Valur keypti báða leikina gegn Bruhl I gær var gengið frá því að Valur og svissneska liðið LC Briihl mæt- ist í tvígang í Laugardalshöll í Evrópukeppni kvenna í hand- knattleik. Valur dróst á móti Sviss- lendingunum í 8-liða úrslitum áskorendakeppn- innar og átti fyrri leikurinn að fara fram ytra en lið LC Briihl er frá St.Gallen. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir íslenskan kvennahandknattleik en ef Valsstúlkur komast í und- anúrslit keppninnar jafna þær besta árangur íslensks kvenna- liðs í keppninni en ÍBV komst eftirminnilega í undanúrslit fyrir tveimur árum. Leikir Vals og LC Bruhl fara fram helg- ina io-i2. mars. Að sögn Stefáns Karlssonar, for- manns meistara- flokksráðs kvenna hjá Val, var það ekki erfitt að fá Svisslend- ingana til að leika báða leikina hér á landi. Stefán sagði þetta ekki vera dýrt dæmi fyrir Val en félagið þurfi um 500 manns á hvorn leik til að koma slétt út úr dæminu. Bikarhelgi í handbolta framundan Það verður mikið um að vera hjá handboltafólki hér á landi um helg- ina. Leikið verður til úrslita í öllum aldursflokkum í Laugardalshöll. Á morgun verður leikið til úrslita í meistaraflokki kvenna og karla. Kvennaleikurinn hefst klukkan 13.15 á morgun og verður á milli stór- liða Hauka og ÍBV en þessi lið hafa mörg undanfarin ár verið í fremstu röð kvennahandboltans hér á landi. Haukastelpur urðu bikarmeistarar árin 2003 og 1997 en ÍBV árin 2001- 2002 og 2004. Fyrir tveimur árum mættust þessi lið einmitt í bikarúr- slitum þar sem boðið var uppá allt það besta sem íslenskur kvenna- handknattleikur hefur fram að færa en ÍBV vann 35-32. Leik ÍBV og Hauka dæma Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. í úrslitum í karlaflokki mæt- ast Haukar og Stjarnan og verður flautað þar til leiks klukkan 15.45 á morgun. Haukar hafa fjórum sinnum orðið bikarmeistarar í meistaraflokki karla og komu tveir titlanna árin 2001 og 2002. Það er orðið ansi hreint langt síðan Stjarnan varð bikarmeistari í meistaraflokki karla eða 17 ár en Stjarnan varð meistari 1987 og 1989. Það má búast við hörkuleik þess- ara liða á morgun en Stjarnan hefur tjaldað miklu til fyrir þennan vetur í handbolta karla og leikmenn eins og Patrekur Jóhannesson, Kalad- adze og Roland Valur Eradze komu til liðsins fyrir leiktíðina. Haukaliðið tyllti sér á topp DHL- deildarinnar um síðustu helgi en Páll Ólafsson þjálfari varð að ganga í gegnum töluverðar breytingar á mannskap frá síðustu leiktíð. Þetta virðist allt vera að slípast hjá honum og hans mönnum og því er það ljóst að tveir topphandboltaleikir fara fram í Laugardalshöll á morgun og hinn frægi handboltadúkur verður á höllinni alla helgina. Úrslitaleik Hauka og Stjörnunnar dæma Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson. Á sunnudeginum verður leikið til úrslita í bikarkeppni HSÍ og SS í yngri flokkum. Leikirnir eru eftirfarandi: Kl.12.00 - FH-Selfoss, 4. flokkur karla. KI.13.30 - Fram-Grótta, 4. flokkur kvenna. Kl.15.00 - FH-Valur, 3. flokkur karla. KI.17.00 - Fram-HK, unglingaflokkur kvenna. KI.19.00 - IR-Víkingur/Fjölnir, 2. flokkur karla. Enski boltinn um helgina Henry og Sven-Göran til Real Madrid Um helgina verður leikið í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu en ein fimm lið hafa átt erfiða viku vegna þátttöku þeirra í Evrópumótunum. Þetta eru Chelsea, Arsenal og Li- verpool sem voru í meistaradeild- inni en þar var það aðeins Arsenal sem hafði sigur úr sínum leik. í Evr- ópukeppni félagsliða voru svo Bolton og Middlesbrough við þátttöku. Á morgun eru fimm leikir. Klukkan 15.00 hefjast fjórir þeirra. Birmingham tekur á móti botnliði Sunderland, Blackburn fær Arsenal í heimsókn á Ewood Park, Charlton og Aston Villa leika á The Valley og Chelsea mætir Portsmouth á Stam- ford Bridge. Klukkan 17.15 á morgun mætast svo Newcastle og Everton. Athyglsiverðir leikir þarna á ferð og ljóst að liðsmenn Arsene Wenger eru með sjálfstraustið í toppi eftir glæstan útisigur á Real Madrid í meistaradeildinni í vikunni. Það er ekki hægt að segja það sama um Chelsea og Liverpool sem töpuðu sínum leikjum þar sem mikið gekk á. Asier Del Horno var rekinn útaf hjá Chelsea í 1-2 tapleiknum gegn Barcelona og Jose Mourinho hellti úr reiðiskálum sínum eftir leikinn. Rafa Benitez hjá Liverpool varð fyrir áfalli í 0-1 tapleiknum gegn Benfica þar sem Mohamed Sissoko meiddist á auga og allsendis er óvíst með fram- tíð hans í fótboltanum vegna þeirra meiðsla. Liverpool mætir Manc- hester City á sunnudag klukkan 12.15 á Anfield en aðrir leikir á sunnudag eru viðureignir Bolton og Fulham á Reebok leikvanginum og W.B.A. tekur á móti Middlesbrough. Úrslitaleikur ensku deildarbikarkeppninnar Á þessum leikjalista sést að lið eins og West Ham, Manchester Unit- ed.Wigan og Tottenham vantar inn í þessa mynd en á sunnudag fer fram úrslitaleikur ensku deildarbikar- keppninnar í knattspyrnu þar sem Manchester United og Wigan mæt- ast á Millenium-leikvanginum glæsi- lega í Cardiff í Wales. Sunnudagur- inn verður án efa sá allra stærsti i sögu Wigan en Dave Evans eigandi liðsins hefur hrósað leikmönnum og framkvæmdastjóranum, Paul Jewell, í hástert að undanförnu og látið hafa eftir sér að það sé engin pressa á þeim fyrir úrslitaleikinn. Þrátt fyrir þessi orð Evans verða leikmenn Wigan án efa þrungnir spennu og liklegt verður að teljast að hið reynslumikla lið Manchester United fari með sigur af hólmi úr leik sunnudagsins. Við hér á Blað- inu tippum á sigur Rauðu djöflanna, 3-i- Breskir og spænskir fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að stórlið Real Madrid hygðist krækja í snillinginn Thierry Henry sem leikur með Ar- senal og Sven-Göran Eriksson sem er þjálfari enska landsliðsins. Times segir frá því að Florent- ino Perez forseti Real Madrid hafi löngum verið mikill aðdáandi Henry og frammistaða hans í vik- unni með Arsenal gegn Real Madrid hafi endanlega sannfært hann um að fá Henry til Real Madrid í sumar. Henry skoraði stórglæsilegt mark í leiknum og var hreint út sagt stór- kostlegur. Hann hefur ekki enn skrifað undir framlengingu á samn- ingi sínum hjá Arsenaí og það hefur verið haft eftir Henry að það liggi ekkert á að skrifa undir. Breskir fjölmiðlar hafa sagt í því sambandi að Henry ætli sér ekki að skrifa undir hjá Arsenal nema að liðið komist í meistaradeildina á næstu leiktíð og eins og staða liðs- ins í ensku úrvalsdeildinni er í dag verður ekki svo. I gær var svo greint frá því í breskum fjölmiðlum að Perez hafi verið í viðræðum við Sven-Göran Eriksson þjálfara enska landsliðsins undanfarna daga og að Svíinn sé með fjögurra ára samning á borð- inu tilbúinn til undirritunar sem gæfi Sven-Göran um 450 milljónir íslenskra króna í árslaun. Búist er við að þjálfaramál Real Madrid fyrir næstu leiktíð skýrist á næstu tveimur til þremur vikum. Florentino Perez lét ekkert hafa eftir sér varðandi Sven-Göran Eriks- son en sagði um Thierry Henry að áhangendur Real Madrid yrðu miklu meira en ánægðir að fá þann snjalla leikmann til Madrid.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.