blaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 20
20 I VIÐTRL FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 blaAÍÖ Anna var ekki erfið persóna I kvöld verður í Háskólabíói frumsýnd ný íslensk kvikmynd -Blóðbönd eftir Árna Ólaf Ágeirsson. BlaöiO/Frikki 99............................................................ Þegar það kom að kossa atriðinu þá fylltust allir kvíða, meira að segja leikstjórinn. Hann kom grafalvarlegur í framan og tilkynnti hátíðlega að - nú væri komið að þessu, líkt og dómur hefði verið kveðinn upp. Tvö stór kvenhlutverk eru í Blóðböndum. Annað leikur hin sívinsæla leikkona Margrét Vilhjálmsdóttir en um hitt sér Laufey Elíasdóttir sem var valin í hlutverkið úr hópi umsækjenda. Margrét Hugrún Gústavsdóttir hitti þessa hæfileikaríku ungu leikkonu yfir kaffibolla á Enr- icos - en það er veitingahús á Laugavegi sem einna helst minnir á heilmili aldraðs heildsala á Nesinu. Smágerð þjónustudama sem minnir á austurlenska Dolly Parton tekur af okkur pöntun og til að ná úr sér syfj- unni pantar Laufey sér stóra könnu af kaffi. Blaðamaður biður um vatn. „Ég átti heima í Los Angeles um tíma og þar tók ég svokallaða stúdíó tíma í eitt ár,“ segir Laufey þegar blaðamaður spyr hvort hún hafi eitt- hvað menntað sig í leiklist. „Stúdíótímar ganga þannig fyrir sig að maður mætir einu sinni i viku og fær afhenta einhverja senu úr kvikmynd sem maður á svo að læra utan að og leika í næsta tíma. Til- gangurinn með þessu var að finna út úr því hverjar hindranir manns væru, hvaða krafta maður hefði, hver höfuðvilji persónunnar væri og svo framvegis. Ég var m.a. látin leika Cruellu De Ville, hlutverk Meg Ryan í When Harry met Sally (þó ekki atriðið fræga) og hlutverk Bridget Fonda úr Single White Female. Kennslan gekk fyrst og fremst út á það að gera nemendurna hæfa til þess að leika fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Það var til dæmis mikið lagt upp úr því að við myndum ekki ofleika. Kennarinn tók það alltaf fram að einu tilfellin sem það ætti við væru þegar það væri annaðhvort verið að leika homma eða leikara. Hann var sjálfur hommi,“ segir Laufey og kímir um leið og hún hellir kaffi í bollann sinn. Ekki erfitt hlutverk í Blóðböndum leikur Laufey unga konu og hún segir það ekki hafa kostað mikið erfiði að setja sig í spor hennar eða skilja hlutverkið. Að sama skapi þurfti hún ekki að fitna, grennast eða dvelja löngum stundum við framandi iðju til að skilja persónuna betur. „Þetta er voðalega venjuleg stelpa um tvítugt. Hún býr með vini sínum og þau djamma voða mikið. Anna þarf ekki beint að taka ábyrgð á neinu öðru en kannski mæta í vinnuna á augnlæknastofuna, en svo byrjar hún með augnlækninum þegar hann kemst í sína krísu. Þá fer hann í eitthvað frí frá raunveru- leikanum og fer að rugla í henni. Ég hugsa allavega að hún hafi orðið skotnari í honum en hann í henni og hann tekur ekki ábyrgð á sínum gjörðum," segir Laufey. Rangfeðranir algengar Fannst þér þú lcera eitthvað nýtt í gegnum það að leika þetta hlutverk ogpœla íþessu handriti? „Já, það má segja það. Hér á ís- landi eru mörg skilnaðarbörn. Of- salega margir eiga tvo pabba og tvær mömmur og svo framvegis og kannski er það eitthvað út af þessum lífsstíl að rangfeðranir eru eins algengar og raun ber vitni. Ef maður skoðar söguna þá er þetta í fjórðu hverri fjölskyldu minnir mig. I myndinni kemst aðalpersónan að því að hann er ekki raunverulega faðir stráksins sem hann heldur að hafi verið sonur sinn í tíu ár. Þetta verður eðlilega mikið sjokk fyrir hann, en samt hefði það ekki þurft að vera þannig að það kæmi verst niður á litla stráknum sem hefur aldrei þekkt annan pabba. Svona erfiðar aðstæður koma oftast verst niður á börnunum,“ segir Laufey. Þurfti að kyssa mág sinn Það má segja að fólkið sem stendur á bak við myndina sé einnig tengt ýmsum blóðböndum líkt og gengur og gerist á okkar litla landi. Hand- ritshöfundurinn Jón Atli Jónasson er kœrasti Laufeyjar en Hilmar Jónsson er kvæntur systur hennar, SóleyEltas- dóttur sem einnig leikur hlutverk í myndinni. Hvernigfannst Laufey að þurfa að leika ástkonu mágs síns og meira að segja þurfa að kyssa hann? „Það er enginn búinn að minn- ast á þetta“, segir Laufey og skelli- hlær. „Auðvitað var þetta svolítið skrýtið en það var ekkert alvarlegt. Reyndar... þegar það kom að kossa atriðinu þá fylltust allir kvíða, meira að segja leikstjórinn. Hann kom graf- alvarlegur í framan og tilkynnti há- tíðlega að - nú væri komið að þessu, líkt og dómur hefði verið kveðinn upp. En svo var þetta bara „mömmu- koss“ sem reyndi ekkert á. Það var samt mjög fyndið að þegar ég fékk hlutverkið þá fékk systir mín kast og hrópaði sifjaspell og önnur at- hygliverð orð. En það var allt í gríni auðvitað.“ Stefnir á að leika meira Sóley leikur hlutverk í myndinni en þœr Laufey eru samt ekki saman í neinu atriði. Hvernig persónu leikur Sóley? „Hún leikur vinkonu Ástu sem er karakterinn hennar Möggu Vil- hjálms. Þetta er svona dæmigerð besta vinkona sem stendur með henni í gegnum dramað. Sjálf búin að skilja við manninn sinn og segir Ástu alveg hvernig hún eigi að fara að þessu og svona. Plottar þetta eins og sannri vinkonu sæmir,“ segir Laufey og hlær. Gœtirðu hugað þér að leggja leiklist- inafyrir þig? „Já, algerlega. Ég er meira að segja að fara að leika í leikriti sem heitir Hundrað ára hús og er eftir Jón Atla. Við byrjum að æfa fyrir það á laug- ardaginn. Verkið fjallar um gamalt fólk á elliheimili ásamt hjúkrunar- konu og lækni. Ég lagði líka stund á leiklistartengt nám sem er kennt í Listaháskóla Islands. Námsbrautin kallast Fræði og framkvæmd og eftir útskrift geta nemendur lagt það fyrir sig sem þá langar helst, hvort sem um er að ræða gerninga, sviðs- leik, kvikmyndaleik eða bara hvað sem er sem tengist þessu á einn eða annan hátt. Þetta er frábært nám en ég tók mér samt frí þessa önn til þess að geta einbeitt mér að leiklistinni af fullum krafti,“ segir Laufey Elías- dóttir að lokum og blaðamaður efast ekki um að meira eigi eftir að sjást af þessari fínu leikkonu á fjölunum eða hvíta tjaldinu í framtíðinni. margret@bladid.net ■ '-■ r:../-rýýý£\ ' Lcmgavegi 69 £? s-55l 7955 Sjáið úrvalið í verslun okkar WWW. flOÍCUSfDOfíUS JS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.