blaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 14
14 I ÁLIT
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 blaðið
blaöiá
Útgáfufélag: Árog dagurehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
RUMSFELD OG
ÁRÓÐURSSTRÍÐ
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, flutti í lið-
inni viku merkilega ræðu í New York þar sem fram kom það mat
hans að stjórn George W. Bush forseta væri að tapa áróðursstríðinu
gegn al-Qaeda-hryðjuverkanetinu og öðrum óvinum, einkum í íslömskum
ríkjum.
Ráðherrann kynnti róttækar hugmyndir, sem m.a. fela í sér að Banda-
ríkjaher haldi uppi „upplýsingaherferðum" alla daga ársins gagnvart
öllum tegundum fjölmiðla allan sólarhringinn. Rumsfeld kvað hryðju-
verkahópa og stuðningsmenn þeirra hafa áttað sig á lögmálum upplýs-
ingaaldarinnar og sagði ljóst að Bandaríkjamenn þyrftu að koma sjón-
armiðum sínum og gildismati á framfæri við almenning í íslömskum
ríkjum með mun beinskeyttari hætti en tíðkast hefði til þessa. Banda-
ríkjamenn ættu í stríði en þessi ófriður færi ekki síður fram á rit-
stjórnum fjölmiðla. Hryðjuverkamenn misnotuðu fjölmiðla en „sann-
leikurinn [væri] í liði með Bandaríkjunum". Athygli vakti að Rumsfeld
gat þess ekki hver ættu að vera mörk þess, sem Bandaríkjaher gæti leyft
sér í áróðursstríðinu og hann varði þá ákvörðun Bandaríkjamanna að
greiða dagblöðum í írak fyrir að birta jákvæðar fréttir af þróun mála í
landinu.
Þessi ummæli ráðherrans eru fallin til að bregða ljósi á erfiðleika Banda-
ríkjamanna í Irak og stöðu þeirra á alþjóðavettvangi, einkum í hinum
íslamska heimi. Hafi Bandaríkjamenn ekki þegar glatað því siðræna
forustuhlutverki, sem þeir hafa gegnt á undanliðnum áratugum, er sá
missir, að öllu óbreyttu, á næsta leiti. Þar vegur ekki síst þungt fram-
ganga Donalds Rumsfelds.
Vandfundinn er sá forustumaður í heiminum, sem treystir sér til að
halda uppi vörnum fyrir fangabúðir Bandaríkjamanna í Guantánamo
á Kúbu. Leynileg flug á milli landa með fanga, sem teknir hafa verið
höndum í „hryðjuverkastríðinu“, hafa vakið grunsemdir um að þeir
sæti pyntingum. Og síðast en ekki síst hafa myndir, sem bandarískir
hermenn tóku í Abu Ghraib-fangelsinu er þeir skemmtu sér við að pynta
og niðurlægja fanga, vakið almennan viðbjóð um heim allan. Skemmdu
eplin, sem herstjórn Bandaríkjanna valdi til starfa þar, hafa valdið nán-
ast ómælanlegum skaða.
Þegar hryllingurinn, sem tæpt er á hér að ofan, er hugleiddur er með
öllu óskiljanlegt að Donald Rumsfeld skuli enn hafa með höndum emb-
ætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. George W. Bush forseti ber
þar ábyrgðina einn og sú framganga er hvorki líkleg til að auka virð-
ingu hans á alþjóðavettvangi né styrkja stöðu Bandaríkjastjórnar í
áróðursstríðinu.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaösins. Dreifing: íslandspóstur.
Fallnn IJársjóður!
Þjóðminjasain fsiands á Salnanótl
losluilaÉlim 24. lenrúar u.19 - 24
Kl. 21.00
Hrafnhildur Schram sviptir hulunni af Huldukonum í
íslenskri myndlist.
▲ Opnunartími:
Alla daga nema fi
ÆgL mánudaga kl. 11-17 3
www.thjodmlniasafn.is
JJj Suðuraötu 41 ÞJÓÐMINIASAFN ISLANDS
■ 101 Reykjavík National Museum of Iceland
1* JB Sími: 530 2200
Auglýsingar JIU u/ 4H
blaðióa
( KAnNSK’í
J K°W)'Nn
Y -fíþli Trl
7 r mu;L
rjgLWJl ir
■pznsuv n
U&r/lWtt..-,
tjíh nm
dobrflw?
PSS§r:...pðRil VAVÍP SEGil
yiTrn Sí oK. rirCH
^"rut RArirjcs zúu'tm
KoMMlÍN^T/f^ sm
ísland í ESB!
Mikið þótti mér spádómur Halldórs
Ásgrímssonar forsætisráðherra
ágætur þegar hann spáði því fyrir
skömmu að Island yrði orðinn full-
gildur aðili innan Evrópusambands-
ins árið 2015. Hefði ég ekki trúað
því fram að þessu að framtíðarsýn
framsóknarmanns hugnaðist mér
svo að við mér hreyfði. Gárungar
hafa slegið því fram að með þessu
hafi formaður Framsóknarflokks-
ins verið að spá góðu gengi Samfylk-
ingarinnar í stjórnmálum á næstu
árum og forystu Samfylkingarinnar
í ríkisstjórn eftir næstu kosningar.
Undir þetta er hægt að taka vegna
þess að Samfylkingin er eini stjórn-
málaflokkurinn á Islandi sem hefur
umsókn um aðild íslands að Evrópu-
sambandinu á sinni stefnuskrá.
Lægra matarverð - bætt lífskjör
Aðild okkar að Evrópusamband-
inu og myntbandalagi Evrópu yrði
íslenskri þjóð til mikilla heilla og
myndi bæta lífskjör hér á landi veru-
lega. Fyrir því eru margar ástæður
og ein þeirra sem vegur þyngst er
lækkun á verði nauðsynjavara. Mat-
arverð á íslandi er mjög hátt eins
og ítrekað hefur verið dregið fram
í dagsljósið af ýmsum aðilum á
undanförnum árum, þá ekki síst í
skýrslu sem unnin var fyrir forsæt-
isráðherra að beiðni Rannveigar
Guðmundsdóttur þingmanns Sam-
fylkingarinnar fyrir nokkrum miss-
erum. Matarverð hér er miklu mun
hærra en í ríkjum Evrópusambands-
ins og greiðum við 42% hærra verð
fyrir mat en Evrópuþjóðir gera að
meðaltali samkvæmt nýlegri nor-
rænni könnun. Það er samhengi
á milli matarverðs og aðildar að
Evrópusambandinu ef þróun matar-
verðs í t.d. Svíþjóð er skoðað fyrir
og eftir aðild. Svíar greiddu helm-
ingi hærra verð fyrir matvöru áður
en þeir gengu i Evrópusambandið
en þeir gera nú. Slík lækkun á mat-
vöru gæti því haft stórkostleg áhrif
til bættra lífskjara fjölskyldna hér á
landi
Katrín Júlíusdóttir
Lægri vextir
Spurningin um aðild okkar að Evr-
ópusambandinu og myntbanda-
laginu er nefnilega spurning um
Hfskjör. íslenska krónan sveiflast
með slíkum látum að ekki verður
mikið lengur við það unað þar sem
það hefur veruleg áhrif á fólk og fyr-
irtæki. Fyrirtæki í útflutningi hafa
sviðið á undanförnum árum undan
gengissveiflunni og hefur hún haft
veruleg áhrif á afkomu margra fyr-
irtækja s.s. í sjávarútvegi og þekk-
ingariðnaði. Hætta er á að störf í
þessum greinum flytjist í auknum
mæli til útlanda sem mun stefna fjöl-
breyttum atvinnutækifærum okkar
hér á landi í hættu. Ágúst Ólafur Ág-
ústsson varaformaður Samfylking-
arinnar fer yfir það í yfirgripsmik-
illi grein á vefsíðu sinni frá 9.janúar
s.l. hvernig vextir myndu lækka hér
á landi við inngöngu, starfsskilyrði
íslenskra fyrirtækja batna og kjör
neytenda stórbatna vegna aukinnar
samkeppni svo fátt eitt sé nefnt.
Þetta eru allt þættir sem stjórnmála-
menn þurfa að ræða í samhengi
við hugsanlega aðild að Evrópusam-
bandinu því það er alveg ljóst að full
aðild með upptöku evru getur fært
okkur langþráðan stöðugleika og
aukna velsæld.
Tökum umræðuna af krafti
Umræðan um aðild Islands að Evr-
ópusambandinu er að mínu mati sú
mikilvægasta í okkar samtíma. Evr-
ópuumræðan þarf nú að fara fram
af krafti á næstu misserum. Það eru
margar knýjandi spurningar sem
við verðum að svara í þeim efnum
því við getum ekki haldið áfram að
stinga höfðinu í sandinn og látið
telja okkur trú um að við eigum ekk-
ert erindi inn í Evrópusambandið
eins og Sjálfstæðismenn með stuðn-
ingi Framsóknarmanna hafa komist
upp með alltof lengi. Of miklir hags-
munir eru í húfi.
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingarinnar.
Klippt & skoríð
klipptogskorid@vbl.is
Pað vakti eftirtekt
sumra i fréttum í
fyrrakvöld þegar
Sigurður Þórðarson, rfkis-
endurskoðandi, sagði of
snemmt að segja til um
hvort hann myndi hefja
rannsókn á sölu Búnaðarbankans eftlr að
Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt afhenti honum
gögn, sem benda til þess að þýski bankinn
Hauck & Aufháuser hafi hreint ekki átt þann
þátt f kaupum á bankanum, sem gefið var til
kynna. Of snemmt? Ætli það sé ekki fremur full-
seint, ríkisendurskoðandi góður?
„Annars ermálsvörn Baugsmanna efnil
sérstakan pistil. Ég held að vlð höfum aldrei
fyrrséð jafn miklu tjaldað til frá verjendum
sakborninga I nokkru máli hérá landi. Minnir
helstá Bandarikin. Og ætli það sé ekki sjald-
gxft að Islenskir verjendur sjái ástxðu til að
draga heilindi lögreglumanna / efa eins og
hér hefur gerst? Spurning
verjenda um það hverjir
höfðu aðgang að tölvu-
gögnumBaugsmanna
meðan þau voru í vörslu
lögreglunnar minnir
svolítið á spurninguna um
aðganginn að blóðsýninu
í réttarhöldunum frxgu
yfir 0J Simpson. Ætlaég þó ekki að likja mál-
unum saman að öðru leyti!"
GuomunourMagniísson
DAGARNIR.B100SP0I.IS, 23.0006
‘X A
Svo skrifaði Guð-
mundur Magnús-
son, fyrrverandi
fulltrúi ritstjóra á Fréttablað-
inu, (bloggi sínum (dagarnir.
blogspot.is), en hann virðist
telja ákærurnar gegn Baugs-
mönnum alvarlegri en löngum var haldið fram.
Sjálfsagt hafa fáir menn á fslandi fengið jafn-
rækileganasasjónafandstæðumsjónarmiðum
i Baugsmálinu og einmitt Guðmundur, því
hann var með innstu koppum í búri íhaldsins
áður en hann hafði vetursetu á Fréttablaðinu.
Því má gera ráð fyrir að hann skrifi af meira inn-
sæi en flestir um þessi mál. Klippari bíður þess
spenntur að Guðmundur efni loforðið og stingi
niður penna um málsvörn Baugsmanna.