blaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 blaöiö
Fékk hjartaáfall
Hjálmar Árnason, formaður
þingflokks framsóknarmanna,
fékk hjartaáfall aðfaranótt fimmtu-
dags, og var fluttur í skyndi á
Landspítala - háskólasjúkrahús
(LSH). Hann gekkst þar strax
undir hjartaþræðingu og segir
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sem heimsótti Hjálmar í
gær að líðan hans sé bærileg og
góðar vonir um að hann nái sér.
ísólfur Gylfi Pálmason vara-
þingmaður hefur tekið sæti
Hjálmars á Alþingi, en útlit er
fyrir að Hjálmar verði frá þing-
störfum í nokkrar vikur.
Vill létta líf endurskoðenda
Skattaskil fyrirtækja og einstaklinga
með atvinnurekstur munu breytast
verulega ef ný þingsályktunartillaga
Valdimars Leó Friðrikssonar, al-
þingismanns verður að lögum. Sam-
kvæmt tillögunni verður tekin upp
sívinnsla við skil skattframtala en
núverandi fyrirkomulag verður með
öllu aflagt.
Samkvæmt núgildandi kerfi þurfa
fyrirtæki að skila inn skattauppgjöri
í mars. í tillögu Valdimars er hins-
vegar lagt til að komið verði á jöfnum
skilum skattframtala fyrirtækja frá
Slitnar upp úr
kjaraviðræðum
mbl.is | Upp úr viðræðum samninga-
nefnda Landssambands slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamanna (LSS)
og Launanefndar sveitarfélaganna
(LN) slitnaði i gær. Á heimasíðu
LSS segir að tilboð LN til slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamanna hafi
verið óviðunandi. Hefiir sambandið
vísað deilunni til ríkissáttasemj-
ara með formlegum hætti.
Vernharð Guðnason, formaður
sambandsins, segir að enginn
vilji sé til þess hjá LN að taka á
lélegum kjörum slökkviliðsmanna
og því stefni allt í verkfall. Undir-
búningur að verkfalli sé hafinn
og það gæti hafist um miðjan
mars takist ekki að semja.
Launanefndin lagði á mið-
vikudaginn fram tilboð um 28%
launahækkun á þremur árum.
Slökkviliðsmenn höfnuðu því í gær
og þar með var viðræðum slitið.
febrúar til nóvember ár hvert.
Bætir vinnubrögð
I greinargerð með frumvarpi Valdi-
mars segir að ein afleiðing þessa úr-
elta fyrirkomulags sem nú sé viðhaft
sé að iðulega takist ekki að ljúka
framtalsgerð á tilskildum tíma og
því sé skattur áætlaður á allt að 25%
þessara aðila. Þetta hafi í för með
sér veruleg óþægindi ásamt kostn-
aði fyrir viðkomandi fyrirtæki.
„Ef breytingin gengur í gegn myndi
það meðal annars þýða að bókarar
og endurskoðendur hefðu rýmri
tíma til að vinna þessi framtöl. Það
myndi því létta álagið á bókhalds-
stofum, sem aftur myndi tryggja
betri vinnu. Núverandi kerfi skapar
mikið tímabundið álag og þeir sem
ég hef rætt við vilja meina að breyt-
ingin myndi létta vinnu og bæta skil
til skattsins“, segir Valdimar.
Hann segir ennfremur að það
væru ekki bara bókarar og endur-
skoðendur sem myndu njóta góðs
af, heldur einnig starfsmenn skatts-
ins sem hefðu eftir breytingu betri
tíma til að fara yfir innsend gögn og
rannsaka það sem þurfi nánari skoð-
unar við.
Ánægjuleg kvöldstund
En það eru ekki bara fyrirtæki sem
þurfa að skila inn skattframtali í
mars því það á einnig við um ein-
staklinga. Jón Steingrímsson, for-
stöðumaður þjónustusviðs hjá Rík-
isskattstjóra, segir að þessa dagana
sé unnið að því hörðum höndum að
koma framtölum til almennings.
„Við sendum framtölin út 1. mars,
en það getur tekið allt að þremur
drögum að dreifa þeim“. Hann segir
ennfremur að framteljendur séu um
230 þúsund og af þeim kjósi nú að-
eins um 95 þúsund að fá framtölin
send heim á pappír. Aðrir kjósa að
telja fram á Netinu.
Jón segir ennfremur að vegna
þess að sífellt meiri upplýsingar séu
forskráðar í framtölin sé það alltaf
að verða auðveldara og auðveldara
að telja fram.
„Við eigum tölvupóst hér sem við
höldum mjög uppá. Hann sendi
maður sem var að hrósa okkur fyrir
hvað þetta væri orðið auðvelt. Sá
segir að áður hafi fólki kviðið fyrir
og eytt í þetta heilli helgi og einu
kvöldi að auki. Nú sé þetta gert á
einni ánægjulegri kvöldstund."
Leigja átta
flugvélar
Flugfélagið Excel Airways, sem er
dótturfélag Avion Group, gekk í
gær frá samningi um leigu á átta
nýjum Boeing flugvélum. Munu
þær leysa af hólmi eldri og óhag-
kvæmari vélar. Floti Excel Airways
samanstendur af 17 farþegavélum
en yfir sumartímann eru um 30
flugvélar í rekstri hjá félaginu.
„Excel Airways mun nota þessar
nýju vélar á flugleiðum félagsins frá
London Gatwick og Manchester í
Bretlandi til áfangastaða á Kanarí-
eyjum, Suður-Evrópu og við Miðjarð-
arhafið. Áfangastaðir félagsins eru
nú í kringum fimmtiu i Evrópu og
Mið-Austurlöndum frá um tíu flug-
völlum innan Bretlands. Farþegar
Excel Airways Group voru rúmlega
þrjár milljónir á síðasta ári,“ segir í
tilkynningu frá Avion Group í gær.
Blaðið/Frikki
Með hnífinn á lofti
- GLERBRAUTIR
FYRIR 8-12mm GLER
— Engin rafsuða
einfalt og snyrtilegtl
Inni og úti handriða og stiga smíði,
304 og 316 ryðfrítt stól
Atlantskaup efh. Bæjarflot 6,
ATLANTSKAUP 1J2 Reykjavík S:533-3700.
Mark Edwards, einn þeirra matreiðslumeistara sem þátt taka í Food & Fun hátíðinni þetta árið, mundaði sashimi hnífinn sinn á Apótek-
inu í gær. Mark er yfirmatreiðslumeistari á veitingastaðnum Nobu í London, sem þykir með þeim betri þar í borg.
Viðvarandi breyting
á samfélaginu
Verðhækkanir á fasteignamarkaði
sem áttu sér stað við upphaf síðasta
árs eru nú í rénun samkvæmt vefriti
fjármálaráðuneytisins sem kom út í
gær. Þá er aukinn straumur erlendra
ríkisborgara hingað til lands talin
vera vísbending um viðvarandi brey t-
ingu á íslensku samfélagi.
Kólnun á fasteignamarkaði
1 ritinu kemur fram að velta á fast-
eignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
gefi til kynna að markaðurinn sé að ró-
ast eftir mjög líflegt tímabil á síðasta
ári. Þetta megi lesa úr vísitölu neyslu-
verðs þar sem tólf mánaða hækkun
fasteignaverðs minnkar úr 40% í
síðastliðnum ágústmánuði niður í
25% í janúar á þessu ári. Kólnun
á fasteignamarkaði mun síðan
hafa áhrif til lækkunar verð-
bólgu að mati höfunda
vefritsins.
Þá kemur fram í
ritinu að aukinn
straumur er-
lendra rik-
isborg-
ara til
Is' Ck
lands sé vísbending um breytingar á
íslensku samfélagi. Bent er á að auk-
inn aðflutningur kvenna á síðastliðnu
ári megi ekki nema að örlitlu leyti
rekja til stóriðjuframkvæmda.
Á siðasta ári fluttu um 4.680
erlendir ríkisborgarar
til landsins og þar af
voru 1.472 konur. Þá
kemur fram að á
undanförnum
árum hafi
aðflutn-
iftitaSS
q&M
lí,-
íngur
* //reyM/ oy /w//ui‘jfa