blaðið - 27.02.2006, Side 4

blaðið - 27.02.2006, Side 4
4 I IWWLEWDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 blaAíð Prófkjör í-listans Sigurður Pétursson, kennari, sigraði í prófkjöri 1-listans í Isfjarðarbæ sem fram fór á laugardag. Sigurður hlaut alls 192 atkvæði í fyrsta sæti en í öðru sæti hafnaði Magnús R. Guðmundsson, bæjarftilltrúi Frjálslynda flokksins. Alls tóku um 478 manns þátt í prófkjörinu. Þrír flokkar standa að 1-listanum þ.e. Frjálslyndi flokkurinn og óháðir, Sam- fylkingin og Vinstrihreyf- ingin grænt framboð. „Menntaskólinn mun rísa hærra eftir að Ólína hættir" Ólína Þorvarðardóttir hefur ákveðið að hcetta störfum sem skólameistari Menntaskólans á ísafirði. Hún nýtur stuðnings í bœnum ogþykir hafa eflt skólann á síðustu árum. LANDVÉLAR Smlðfuvegur 66 - 200 Kópavogur- www.landveJar.ls Sími 580 5800 Tölvunám í viðurkenndum skóla - skráðu þig núna í nám hjá tölvuskóla TV Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á ísafirði, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurskipun í embætti skólameistara þegar skipunartími hennar rennur út í sumar. Ólína segir menntamála- ráðuney tið standa ráðþrota gagnvart þeim deilum sem uppi hafa verið í skólanum og að sáttasamningur sem lagt var upp með, sé í uppnámi. „Ég hef fylgst með máli Ólínu skóla- meistara en vil sem minnst um þetta segja því þetta er viðkvæmt mál,“ segir Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri á Isafirði. „Málið hefur farið vítt og breitt frá því það hófst og ég hef ekki heyrt mikið um þetta eftir að Ólína tók þá ákvörðun að segja af sér.“ Halldór var fámáll um málið en sagðist óska öllum velfarnaðar sem að því kæmu. Hermann Níelsson, íþróttakenn- ari við Menntaskólann á Isafirði, segir að skólinn muni rísa hærra eftir að Ólína kveður skólann í vor. „Stjórnunarhættir Ólínu voru á þann veg að það var erfitt fyrir kennara að standaundirþeim. Margirkennarar áttu mjög erfitt á meðan hún var við störf en nú fer þessum tíma loksins að ljúka.“ Ekki hægt að pína fólk í friðarferli Hermann segir það friðarferli sem er í gangi í skólanum ekki hafa gengið vel fram að þessu og sú tillaga að þeir sem ekki vildu taka þátt yrðu látnir fara standist ekki lög. „Það er ekki hægt að pína fólk til að taka þátt í þessu ferli og Ragnar Hall, lögfræðingur kennarasambandsins, ..kúlulegur ..keflalegur ..veltilegur ..rúllulegur ..flangslegur ..búkkalegur Ólína Þorvarðardóttir SOIuafilli Akureyrt Slml 461 2288 STRAUMRÁS Furuvellir 3 - 600 Akureyrl hefur staðfest það. Tveir að- ilar skrifuðu ekki undir þátttöku að friðarferlinu og var Ólína mjög ósátt við það. 1 kjölfarið hótaði hún þeim áminn- ingu sem ekki höfðu skrifað undir þátttöku að frið- arferlinu fyrir ákveðinn tíma. Ólína ber ekki gæfu til þess að stilla til friðar og í þeim deilum sem upp hafa komið í menntaskólanum hefur hún ætíð verið annar aðilinn. Á námskeiðinu þar sem stilla átti til friðar kom berlega í Ijós hversu Ólína á erfitt með skap sitt þegar hún skammaði fólk fyrir óstundvísi en það voru sálfræðingar sem stóðu fyrir námskeiðinu og hefði það átt að vera þeirra verk.“ Hermann segir ástandið í skól- anum hafa verið ömurlegt og að lítið faglegt starf hafi farið fram á meðan á öllu ferlinu stóð. Meirihluti bæjarbúa ábakviðólínu Ónefndur Isfirðingur, sem Blaðið ræddi við í gær, fullyrti að Ólína hefði meirihluta bæjarbúa á bak við sig og bætti við að hún hefði gert mjög góða hluti fyrir skólann. Stofn- unin hefði elfst mjög í tið hennar og eftirtektarverðar framfarir orðið. Þetta gerðu bæjarbúar sér ljóst og myndu margir því harma að sjá á bak skólameistaranum. Sjálf hefur Ólína sagt að fámennur en hávær hópur andstæðinga hennar hafi haldið skólanum í herkví. 1 fréttatilkynningu sem Ólína sendi frá sér á laugardag kemur fram að það sé henni harmsefni að sá árangur sem náðst hefur í starf- semi skólans skuli hafa verið yfir- skyggður af innanhúsdeilum og nið- urrifsumræðu sem enn sjái ekki fyrir endann á. „Óvissa ríkir um áfram- hald skólaþróunarverkefnisins sem ætlað var að efla frið og eindrægni meðal starfsfólksins. Skólanefnd og ráðuneyti standa ráðþrota frammi fyrir vandanum og hafa ekki veitt stjórnendum eða hinum almenna starfsmanni þann tilstyrk sem þurft hefði. Við þessar aðstæður er stjórn- endum í reynd gert ókleift að vinna að framför skólans - og við svo búið má ekki standa lengur.“ Ólína kveðst ætla að nota þann tima sem eftir er til að búa í hag- inn fyrir komandi skólaár og ljúka verkefnum sem bíða úrlausnar fram að þeim tíma. Að því loknu vonast hún til þess að geta staðið upp frá vel unnu verki og kvatt nemendur skólans og starfsfólk í fullum friði og sátt. Eftirför í höfuðborginni Góð byrjun á tölvunámi ■ ► Almennt tölvunám Ef þú hefur litla reynslu af tölvunotkun eða vilt fá Itarlegt námskeið um allt það helsta sem gert er með tölvum þá er þetta frábæra námskeiö fyrir þig. Helstu kennslugreinar • Windows, Word og Excel • PowerPoint, Outlook og Internetið Lengd: 90 stundir/60 klst. • Verð: 69.990 ► Tölvuþekking fyrir konur Námskeið sem hefur slegið í gegn, ætlað þeim konum sem vilja ná færni í notkun tölva við margvísleg verkefni hvort sem er í vinnu eða heima. Helstu kennslugreinan • Tölvugrunnur, Windows og Word • Excel, Internetið og tölvupóstur Lengd: 60 stnd./40 klst. morgun eða kvöld • Verð: 45.900 ► Tölvunám fyrir 50+ Ef þú hefur ekki ennþá lært á tölvu og ert komin(n) yfir fimmtugt er þetta rétta námskeiðið fyrir þig. Þægilegur hraði, spennandi efni og frábær kennsla gerir þig að öflugum tölvunotanda. Helstu kennslugreinar: • Tölvugrunnur, WindowsogWord • Excel, Internetið og tölvupóstur • Stafræn Ijósmyndun og vinnsla Lengd: 72 stnd./48 klst. • Verð: 59.900 Tölvunám TV til betri verka - hringdu núna í síma 520 9000 - og skoðaðu www.tv.is til að fá meiri upplýsingar U) mmm * 4f ■ £ TOLVU- OG VERKFRÆÐIMÓNUSTAN Mikið var að gera hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Aðfaranótt sunnudags var erilsöm hjá lögreglunni í Reykja- vík og þurfti hún að sinna yfir 80 verkefnum frá miðnætti til morguns. Þá þurfti lögreglubíll að beita þvingunum til að stöðva akstur bifreiðar eftir rúmlega 10 mínútna eftirför. Mikiðumölvun Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var helgin óvenju erilsöm og þurfti lög- reglan að sinna yfir 80 verkefnum aðfaranótt sunnudags aðallega í tengslum við einstaklinga undir áhrifum áfengis eða annarra vímu- gjafa. Fjölmenni var í miðbæ Reykja- víkur og ölvun almenn. Mikið var um pústra og þurftu nokkrir að leita sér aðhlynningar á slysadeild í kjölfar þeirra. Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Sinnti ekki stöðvunarmerkjum Þá þurfti lögreglan að beita þving unum til að stöðva bifreið sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Lög reglan hafði fyrst afskipti af bifreið inni á Sæbraut vegna hraðaksturs. Þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu upphófst eftirför þar sem um fimm lögreglubílar tóku þátt. Það var loks á aðrein til austurs að Ár- túnsbrekku fráReykja- n e s - braut sem lögreglan náði að stöðva bifreiðina með því að keyra utan í hana. Hafði eltingarleikurinn þá staðið yfir í rúmar tíu mínútur. Grunur leikur á að ökumaðurinn, kona á miðjum aldri, hafi verið ölvaður. Lögreglan hefur áður þurft að hafa afskipti af konunni undir svip- uðum aðstæðum þar sem einnig þurfti að beita þving- unum til að s t ö ð v a akstur. Qt Grensásvegi 16 • 108 Reykjavik ■ Sími 520 9000 • tv@tv.is ■ www.tv.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.