blaðið - 27.02.2006, Síða 10

blaðið - 27.02.2006, Síða 10
10 I ERLEWDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. FEBRÖAR 2006 blaðiö Heuters Árásinni í Samarra mótmælt Mikill fjöldi fólks kom saman íTeheran, höfuðborg Irans, í gærtil að mótmæla árás sem gerð var í liðinni viku þegar hvelfing Gullnu moskunnar f borginni Samarra í frak var eyðilögð í sprengingu. Súnní-múslimar sem og sjftar tóku þátt f mótælunum f Teheran og voru fánar Bandaríkjanna og Bretlands brenndir. Margir óttast nú að borgarastríð vofi yfir í Irak en grfðarleg reiði rfkir í röðum sjíta-múslima vegna árásarinnar. I kjölfar hennar réðust sjíta-múslimar á moskur súnnfta og týndu um 160 manns lífi í þeim átökum. I gær bárust þær fréttir að nokkuð hefði miðað f viðræðum stjórnmálamanna og foringja herflokka f landinu en vonin er sú að þannig megi koma f veg fyrir frekari átök þessara tveggja trúarhópa í frak. Ýmsir sérfræðingar telja hins vegar Ijóst að enn harðari átök vofi yfir og að borgarastríð kunni að vera óumflýjanlegt. - GLERBRAUTIR FYRIR 8-12mm GLER -Engin rafsuða einfalt og snyrtilegt! Inni og úti handriða og stiga smiði, 304 og 316 ryðfrítt stól ATLANTSKAUP Atlantskaup efh. Bæjarflot 6, 112 Reykjavík S:533-3700. Fimmtíu ár liðin frá „leyniræðunni" Þann 25. febrúar 1956flutti Nikíta Khrústsjov, leiðtogi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, rœðu sem átti eftir að kalla fram miklar pólitískar og hugmyndafrœðilegar breytingar. Rœðan er talin ein sú merkasta semflutt var á síðustu öld. Fimmtíu ár eru liðin frá því að ein merkasta ræða 20. aldarinnar var flutt. Hér er vísað til „leyni- ræðunnar“ frægu sem Níkíta Khrústsjov, leiðtogi Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, flutti 25. febrúar 1956. Ræðuna flutti Khrústsjov á 20. þingi kommúnistaflokksins sem haldið var 14. til 25. febrúar. I ræðunni sakaði Khrústsjov for- vera sinn, Jósef Stalín, um að hafa komið á stjórn sem grundvölluð hefði verið á „ótta, illum grun og ógn“. Khrústsjov lýsti yfir því að hann vildi binda enda á þá persónu- dýrkun sem Stalín hafði komið á í Sovétríkjunum og enn var þá ríkj- andi þótt þrjú ár væru þá liðin frá því að hann lést. Khrústsjov fordæmdi kúgunina og hreinsanirnar sem einkenndu alla valdatið Stalíns og nefndi sér- staklega réttarhöldin miklu á ár- unum 1936 til 1938. Hann gagnrýndi og harðlega utanríkisstefnu Stalíns á árum síðari heimsstyrjaldarinnar og sakaði hann um þjóðernishyggju og gyðingahatur. Hann lýsti skipu- legum morðum, hreinsunum, við- varandi ógn og hryllingi. Með ræðu sinni 25. febrúar 1956 varð Khrústsjov fyrstur sovéskra embættismanna til að fordæma stefnu og stjórnarhætti Stalíns. Ræðan kom þingfulltrúum, sem voru um 1.400, gjörsamlega í opna skjöldu. Að sögn fólks sem hlýddi á þessa sögulegu ræðu hafði hún gífurleg áhrif á fundarmenn. Flestir urðu gjörsamlega miður sín, margir Jósef Stalln brustu í grát, aðrir gripu um höfuð sér í fullkominni örvæntingu. Nokkrir fulltrúar fengu hjartaáfall í fundarsalnum. Ræða Khrústsjovs var kölluð „leyniræðan“ vegna þess að hún var flutt fyrir luktum dyrum. Ekki var greint frá efni hennar fyrr en 18. mars 1956. Sagnfræðingurinn Roy Medve- dev starfaði í skóla einum á lands- byggðinni í Rússlandi árið 1956. Hann hefur lýst því hvernig hann fékk fyrst fréttir af ræðunni. „Þeir söfnuðu öllum saman, félögum í Komsomol [ungliðahreyfingu sov- éska kommúnistaflokksins], og öllum stjórnendum samyrkju- og ríkisbúanna. Héraðsleiðtogi Komm- únistaflokksins birtist loks, tók upp rauða bók og sagði: „Ég ætla að lesa fyrir ykkur ræðu sem Ník- íta Sergeivítsj Khrústsjov flutti á 20. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna.“ Við hlustuðum á lesturinn í fjórar klukkustundir. Þarna á meðal okkar var fólk sem hafði barist í síð- Níkíta Khrústsjov ari heimsstyrjöldinni og dýrkaði Stalín. Þarna voru líka menn eins og ég sem átti föður sem sætt hafði kúgun og loks dáið í fangelsi. Okkur var kunnugt um pyntingarnar og vinnubúðirnar.“ Ræða Khrústsjovs hafði mikil áhrif í Sovétríkjunum. Þúsundum pólitískra fanga var sleppt úr haldi. Ummæli Khrústsjovs vöktu einnig mikla athygli í kommúnistaríkjum í Mið- og Austur-Evrópu og vonir tóku að vakna um djúpstæðar pól- itískar breytingar og frelsi, sérstak- lega í Póllandi og Ungverjalandi. Þessar þjóðir áttu síðan eftir að vera í fararbroddi þegar veldi kommún- ismans í Evrópu hrundi eins og spila- borg árið 1989. En „leyniræðan“ stóð undir nafni; hún var ekki birt í heild í Sovétríkj- unum fyrr en 32 árum eftir að hún var flutt, í valdatíð Míkhaíls S. Gor- batsjovs árið 1988. Svikari eða umbótasinni? Roy Medvedev segir að það hafi tekið sig langan tíma að gera sér grein fýrir mikilvægi ræðunnar. „Blöðin sögðu ekki frá ræðunni. Þá var ekkert sjón- varp og engar upplýsingar veittar." Medvedev segir að fyrst hafi borist mótmæli frá leiðtogum kommúnista- flokka á Vesturlöndum. Síðan hafi borist ályktun frá kínverskum komm- únistum sem fordæmdu 20. flokks- þingið. „Þetta var gífurlega mikilvæg ræða í sögulegum skilningi,“ segir Medvedev. Rússa greinir enn á um „leyniræð- una“ frægu. Flestir kommúnistar þar í landi telja enn að Khrústsjov hafi verið „svikari“. Fleiri eru þeir á hinn bóginn sem telja ræðuna hafa verið fyrsta skrefið í átt frá því ógnar- og kúgunarsamfélagi sem Stalín kom á í Sovétríkjunum. Míkhaíl S. Gorbat- sjov, síðasti sovétleiðtoginni, sagði í liðinni viku að ræða Khrústsjovs hafi ekki einungis verið merkileg með tilliti til þess fráhvarfs sem hún fól í sér frá stalínismanum. Gorbat- sjov kvaðst einnig þeirrar hyggju að ræðan hefði lagt grunn að „umbóta- stefnunni“ svonefndu sem hann fylgdi í valdatíð sinni og jafnan er nefnd „perestrojka“. Khrústsjovhefði lagt grunn að nýjum og lýðræðislegri stjórnarháttum I Sovétríkjunum. Khrústsjov er oft lýst sem „frjáls- lyndum umbótasinná'. Ekki er sú lýsing rétt að öllu leyti. Aðeins níu mánuðum eftir að hann flutti ræð- una sendi hann skriðdreka inn í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, til að brjóta á bak aftur uppreisn gegn sovéskum yfirráðum. Svo fór að lokum að Khrústsjov var settur af árið 1964 og harðlínukommúnismi með tilheyrandi skoðanakúgun var aftur innleiddur í Sovétríkjunum. „Leyniræðan“ hafði mikil áhrif á vinstri menn á Vesturlöndum. Margir gengu af trúnni, aðrir sögðu skilið við kommúnismann þegar sovésku skriðdrekarnir óku inn í Búdapest, enn aðrir biðu þar til kommúnistar í Sovétríkjunum bunda enda á „Vorið í Prag“ árið 1968. Á þeim 50 árum sem liðin eru frá því að Níkíta Khrústsjov tók til máls á flokksþinginu hefur trú- lega engin ræða haft viðlíka áhrif í stjórnmála- og hugmyndafræðilegu tilliti.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.