blaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 19
blaðiö MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 KVIKMYNDIR 1 27 Með köldu blóði Capote _______________________ Leikstjóri: Bennett Miller Aðalhlutverk: Philip Seymour Hoffman, Catherine Keener og Clifton Collins jr. Gott: Philip Seymour Hoffman Vont: Ekkert í fljótu bragöi Sýnd í Regnboganum Ég upplifi kvikmyndir oft eins og tónlist. Oftþarfégaðhorfanokkrum sinnum á einstakar myndir áður en ég næ þeim og byrja að meta þær að verðleikum. Það er samt þannig með nokkrar plötur að þær smella bara í fyrstu hlustun og strax eftir fyrsta rennsli ýtir maður á play og spilar hana aftur í gegn. Capote er þannig kvikmynd, þegar hún var búin vildi ég strax sjá hana aftur - hún er það frábær. Truman Capote var hálfgerður furðufugl, eða sérvitringur skulum við segja. Helstu einkenni hans voru skræk röddin og snyrtilegur klæðnaður en hann lét aldrei sjá sig án þess að vera í einhverri fíottri merkjavöru. Árið 1959 las hann um hræðileg morð á fjögurra manna fjölskyldu í Kansas-fylki í Bandaríkjunum. Hann fékk þá hugmynd að grein og fór ásamt kollega sinum Harper Lee á slóðir morðanna og hóf rannsókn- arvinnu fyrir grein sem birtast átti í The New Yorker. Capote grennslast fyrir um málið og kemst að þvi að hann er með miklu meira en blaðagrein, hann er með efni í bók sem varð hans merkasta verk, In Cold Blood. Hann mútar fangelsisyfirvöldum til að fá að taka ítarleg viðtöl við fangana og þá sérstaklega við annan þeirra, Perry Lee, hljóðlátan og listrænan mann sem átti erfiða æsku. Brenglað siðferði Myndin sýnir baráttu Capote við sjálfan sig þegar hann þarf að kljást við eigin siðferðiskennd. Hann varð að Ijúka bók en fann til með föng- unum tveimur. Hann borgaði fyrir þá lögfræðinga sem töfðu aftöku þeirra en hætti því þegar bókin var að skríða saman vegna þess að til að fá almennileg sögulok urðu menn- irnir tveir að deyja. Capote var sem sagt enginn ljúf- lingur en hann spilaði sig þannig og vann sér traust fólksins í kringum sig. Hann hikaði ekki við að svíkja það traust til að fá sínu fram. Fang- arnir tveir og þá sérstaklega Perry Lee, litu á Trurnan sem vin en hann leit á þá sem viðfangsefni í bók. Þetta var mjög erfitt fyrir hann og leikstjórinn, Bennett Miller, og aðal- leikarinn, Philip Seymour Hoffman, fanga þessa stemningu fullkomlega. Hvaðerað gerast? Blaðið vill endilega fjalla um atburði líðandi stundar. Sendu okkur línu á gerast@bladid.net. Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 Maður hneykslast á Capote um leið og maður fær samúð með honum vegna þess hve brothætt sál hann augljóslega var. Frábærlega leikin Leikararnir í myndinni standa sig allir með mikilli prýði en Philip Seymour Hoffman, sem fer með hlut- verk Capote, ber höfuð og herðar yfir meðleikara sína með ótrúlegum leik. Hann er að leika persónu sem auðvelt væri að klúðra og gera að hálfgerðum trúð en í staðinn túlkar hann einstakling sem augljóslega átti við vandamál að stríða og átti ekki erfitt með að svíkja þá sem honum treystu til að ná sínu fram. Myndin rúllar hægt og rólega áfram en lætur manni aldrei leið- ast. Leikstjóra myndarinnar, Blake Edwards, tekst snilldarlega að fanga andrúmsloftið í smábænum þar sem morðin voru framin og gerir í raun- inni allt mjög vel og snyrtilega. Þrátt fyrir að við séum ekki komin langt inn í nýja árið ætla ég að leyfa mér að fullyrða að Capote er ein af myndum ársins sem og að hún eigi eftir að verða erfiður keppi- nautur fyrir aðrar myndir þegar Osk- arsverðlaunin verða veitt í ár. atli@bladid.net Philip Seymour Hoffman og Catherine Keener standa sig bæfii frábærlega f Capote. The leading British magazine Car came in the January 2006 to the same condusion as so many other judging panels: THE COMPETITORS FOR THE 2005 CAR OF THE YEAR: ALFA ROMEO 159 LEXUSRX400H JAGUARXJD RANGE ROVER SPORT HONDA CIVIC BMW 3-SERIES SUZUKl SWIFT RENAULT CLIO TOYOTA AYGO MERCEDES BENZ S-CLASS SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100. www. suzukibilar. is -BILL^ ARSINS Suzuki Swift er bíil sem hefur sett ný viðmið í hönnun, útliti og aksturseiginleikum fólksbíla og hefur fengið fádæma góðar viðtökur um allan heim. Suzuki Swift var valinn bill ársins á Islandi 2006 af BIBB samtökum íslenskra bilablaðamanna. Suzuki Swift var einnig valinn „Car of the Year" 2005 af virtasta bflablaði Bretlands „Car magazine'. Hann var valinn bill ársins á Irlandi, Nýja-Sjálandi, Astraliu, Kina, Malasiu og Japan. I Japan fékk Suzuki Swift Ifka „most fun special special achievement award" og „Design award of the year'. $ SUZUKI ...er lífsstiíl!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.