blaðið - 07.03.2006, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 blaðið
Réttarhöld vegna árásanna þann 11.
september hefjast í Bandaríkjunum
Fyrstu réttarhöldin í Bandaríkj-
unum vegna hryðjuverkaárásanna í
New York og Washington D.C. þann
n. september 2001 hófust í Virginíu-
ríki í gær.
Dæmt verður í máli Zacarias Mo-
ussaoui, 37 ára fransks ríkisborgara
af marakóskum ættum, en hann
hefur viðurkennt að tilheyra al-Qa-
eda hryðjuverkasamtökunum og
hafa lagt stund á flugnám í þeim
tilgangi að nota farþegaflugvél til
hryðjuverkaárásar. Saksóknari
krefstdauðarefsingaryfirMoussaoui
og er talið að málsóknin muni beina
kastljósinu enn á ný að þeim mis-
tökum sem lögreglu- og eftirlitsyfir-
völd í Bandaríkjunum gerðu í aðdrag-
anda árásanna á Tvíburaturnana og
Pentagon, höfuðstöðvar bandaríska
varnarmálaráðuneytisins.
Hafði ekki áhuga á að
lenda flugvélum
Zacharias Moussaoui var handtek-
inn þann 17. ágúst 2001 vegna brota
á innflytjendareglum. Ástæðan
fyrir að yfirvöld innflytjendamála
könnuðu mál hans var sú að kenn-
ari hans við flugskóla í Minnesota-
ríki þótti grunsamlegt að hann
sýndi einungis áhuga á því að læra
að stýra Boeing 747 þotum. Flugtök
og lendingar heilluðu hann ekki
auk þess sem hann stefndi ekki á
útskrift úr skólanum. Kennarinn
hafði samband við yfirvöld og vakti
athygli þeirra á málinu.
Moussaoui var í haldi þegar árás-
irnar voru gerðar í september. Þrátt
fyrir að mál hans hafi komist á borð
Georg Tenet, yfirmanns bandarísku
leyniþjónustunnar, ásamt sönnunar-
gögnum um tengsl Moussaoui við
al-Qaeda var ekkert aðhafst. Fyrir
handtökuna höfðu frönsk yfirvöld
vakið athygli bandarísku leyniþjón-
ustunnar á þessum tengslum.
Ætlaði að gera árás á Hvíta húsið
Moussaoui hefur verið í haldi banda-
rískra stjórnvalda í 5 ár og er eini
maðurinn sem hefur verið kærður
fyrir aðild sína að árásunum á
New York og Washington. Til þess
að dauðadómur verði kveðinn upp
yfir Moussaoui þarf að sannast að
hann hafi vitað um áætlanir al-Qa-
eda um árásirnar þann 11. septem-
ber. Moussaoui segist sekur um að
hafa ætlað að fremja hryðjuverk í
Bandaríkjunum með því að fljúga
farþegavél á Hvíta húsið í Washing-
ton D.C. en þvertekur fyrir að eiga
aðild að árásunum þann 11. septem-
ber. Hann viðurkennir að hafa verið
hluti af hópi sem átti að gera aðra
hrinu árása í kjölfar þeirrar fyrri.
Þessar játningar munu að öllum lík-
indum leiða til lífstíðarfangelsis.
Pentagon þann 11. september 2001. Zacarias Moussaoui neitar aðild að árásunum en
hefur viðurkennt að hafa tekið þátt i undirbúningi að annarri hrinu árása
M OTAÐU&
FALLEGRI LIKAMA
á mettfma meðStrive 123
Mögnuð og byltingarkennd
nýjung í líkamsrækt
Kynntu þér málið, hringdu í síma 414 4000
eða sendu póst á radgjafar@hreyfing.is
HReynnG
Faxafeni 14 414 4000 www.hreyfing.ls
Áhrifaríkasta og virkasta styrktarþjálfunarleið í heimi!
Meiri árangur á skemmri tíma en áður hefur þekkst.
Vöðvar eru þjálfaðir á þrjá mismunandi máta sem skilar
topp árangri. Strive tækin eru notuð af bandaríska hernum
sökum þess hve hægt er að ná góðum árangri á
skömmum tíma.
Árangur 1,2 og 3
Boðið verður upp á lokaða tíma fyrir karla og opna tíma fyrir
konur og karla. Tækin verða notuð í svokölluðum tækjahring
(circuit training) ásamt hjólunum. Spennandi nýjung fyrir
kröfuharða þátttakendur!
Keuters
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, flytur ræðu á þingi Kommúnistaflokksins á sunnudag.
Heitir lífskjarajöfnun í Kína
Stjórnvöld í Kína hétu því um
helgina að grípa til aðgerða til að
jafna lífskjörin í landinu. Efnahags-
stefna stjórnvalda síðustu ár hefur
orðið til þess að skapa mikla spennu
í samfélaginu. Á landsbyggðinni
býr gríðarlegur fjöldi fólks við sára
fátækt en í borgum hefur skapast
millistétt auk þess sem nýríkum
Kínverjum hefur fjölgað gífurlega á
undaníiðnum árum.
Wen Jiabao, forsætisráðherra
Kína, flutti á sunnudag stefnuræðu
á þingi Kommúnistaflokks Kína
sem um 3.000 fulltrúar sitja. Wen
lýsti því yfir að miklum fjármunum
yrði varið til uppbyggingar á lands-
byggðinni á næstu árum. Tekjum
yrði dreift með öðrum og skilvirk-
ari hætti en áður til þjóðarinnar.
„Það er mikið verkefni og sögulegt
að skapa nýtt, sósíalískt, dreifbýli,"
sagði Wen. Kvað hann ákveðið að
verja fjármunum til að bæta kjör
alþýðu manna á landsbyggðinni og
tryggja henni aðgang að margvís-
legri félagslegri þjónustu.
Stjórnvöld hafa áhyggjur af auk-
inni ólgu á landsbyggðinni. ítrekað
hefur komið þar til uppþota á síð-
ustu mánuðum. Hundruð milljóna
manna fá ekki notið kínverska efna-
hagsundursins og fylgjast úr fjar-
lægð með því hvernig samfélagið
í þéttbýlinu tekur undraskjótum
breytingum. I fyrra kom 87.000
sinnum til uppþota vegna bágra
lifskjara í dreifbýli samkvæmt opin-
berum skýrslum. Þetta viðurkenndi
Wen Jiabao í gær og þótti ræða hans
til marks um vaxandi áhyggjur ráða-
manna af því að stöðugleika ríkisins
kunni að vera ógnað.
Strepsils totlur eru láthár renna 1 munni og leysast bar hægt upp. Þannig nást fram staðbundin sótthreinsandi áhrif
I nuinni og koki Auk bess liafa bragðetnin væg kælandi ánrit sem slá á ertingu Venjulega er ein tatla látin leysast
hægt upp I munni á 2-3 klst fresti. Lyfið parf venjulega að nota 1 3-4 daga og stundum i allt að eina viku. Einnig
má leysa upp 1-2 töflur i heitu vatní og drekka sem heitan drykk. Notkun lyfsms hefur engin áhrit a onnur lyf sem
notuð eru samtimis, Ofnæmi eða ofnæmislik viðbrögð geta komið fyrir en eru afar sjaldgæf. Hver pakki af Strepsils
inniheldur 24 munnsogstötlur, sem eru í hentugum pynnupakkningum. Hverri pakkningu fylgja viðurkenndar
lelöjjelningar á íslensku um notkun lyfsins, sem gott er ao kynna ser vel. Geymið þar sem börn hvorki na til né sjá.
HÁLSTÖFLUR
- eina skráða hálslyfið á Islandi.
VLyf&heilsa
Ifið hlustum!
Austurstræti • Austurveri ■ Domus Medica • Firöi, Hafnarfiröi • Fjaröarkatipum
Glæsibæ ■ Hamraborg Kópavogi • JL-húsinu • Kringlunni 1 .hæö ■ Kringlunni 3.hæð
Melhaga • Mjódd • Mosfellsbæ • Salahverfi • Eiðistorgi • Hellu • Hveragerði • Hvolsvelli
Kjarnanum Selfossi • Vestmannaeyjum • Þorlákshöfn ■ Dalvík • Gierártorgi Akureyri
Hrísalundi Akureyri ■ Ólafsfiröi • Akranesi • Keflavík