blaðið - 07.03.2006, Page 10

blaðið - 07.03.2006, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 blaöið Spænskir hægrimenn skil- greina sig sem miðjuflokk José María Aznar, fyrrum formaður spænska Þjóðarflokksins gagnrýndi Zapatero núverandi forsætisráðherra Spánar harðlega á flokksþingi um helgina. Þingiðmarkaði upphaf sóknar flokksins inn á miðju spænskra stjórnmála. Spænski Þjóðarflokkurinn (Partido Popular, PP) hefur skilgreint sig sem „umbótasinnaðan miðjuflokk“. Yfirlýsing i þá veru var samþykkt á þingi flokksins sem fram fór um helgina. PP-flokkurinn er nú í stjórnar- andstöðu á Spáni en þar ræður ríkjum minnihlutastjórn sósíalista undir forsæti José Luis Rodríguez Zapatero. Kosningar fara næst fram á Spáni árið 2008 og segja má að samþykkt flokksþingsins marki upphaf kosningabaráttunnar af hálfu Þjóðarflokksins. „Við erum flokkur hinnar umbóta- sinnuðu miðju,“ segir í samþykkt flokksþingsins og því bætt við að PP hyggist „fylla hið pólitíska rými frá miðju til hægri“. Yfirlýsing þessi má telj- ast söguleg þar sem PP-flokkurinn hefur jafnan verið skilgreindur sem hægri flokkur í spænskum stjórnmálum. Raunar halda and- stæðingar flokksins því fram af um- talsverðum þunga að hann tengist einræðisstjórn Francisco Franco, sem gekk á fund feðra sinna árið 1975 eftir að hafa ráðið ríkjum á Spáni í rúmlega 35 ár. Fyrrum ráða- menn í stjórn Francos komu að sönnu að stofnun flokksins á sínum tíma og skal þar einkum nefndur Manuel Fraga, fyrrum forseti heimastjórnarinnar í Galisíu, sem gegndi minniháttar ráðherraemb- ætti á síðustu árum Franco-stjórnar- innar. Flokkurinn hefur á hinn bóg- inn unnið markvisst að því að losa sig við þennan stimpil. Helsta afrek José María Aznar, forsætisráðherra Spánar frá árinu 1996 til 2004, var að leiða flokkinn til valda á Spáni og gera hann „kjósanlegan“ eftir 14 ár í stjórnarandstöðu. Aznar flutti réttnefnda þrumu- ræðu á þinginu. Hann gagnrýndi harðlega framgöngu Zapateros og vændi hann um að hafa í hyggju samningaviðræður við ETA-sam- tökin, hryðjuverkahreyfingu að- skilnaðarsinna i Baskalandi. Lýsti Aznar yfir því að PP myndi aldrei „setjast að samningaborðinu með hryðjuverkamönnum". í yfirlýs- ingu þingsins lýsa flokksmenn sig tilbúna til að starfa með stjórn- völdum í þvi skyni að „sigra“ ETA en jafnframt segir þar að samningar við hryðjuverkamenn teljist „sið- fræðilega óverjandi“. í forsætisráð- herratið sinni hafnaði Aznar jafnan samningum við ETA og hann var dyggur liðsmaður George W. Bush í „hryðjuverkastríðinu“ svonefnda sem forsetinn lýsti yfir eftir árásina á Bandaríkin 11. september 2001. verður haldið í KR-heimilinu föstud. 17. mars Veislustjóri Skari Skrípó Ræðumaður kvöldsins Össur Skarphéðinsson „Framtíó KR” Teitur Þórðarsson PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA ÞVÍ SÍÐAST VAR UPPSELT !!! Miðapantanir f s: 863-1899 og siggihelga@kr.is HER Mikil ólga ríkir í taíilenskum stjórnmálum. Um helgina kröfðust á annað hundrað eu,erí þúsund manns afsagnar Thaksin forsætisráðherra landsins. Mótmæli gegn stjórn Taílands magnast enn Fjölmennustu mótmæli í Taílandi í 14 ár fóru fram á sunnudag og héldu áfram í gær. Hundruð þúsunda manna mótmæltu ríkisstjórn Thaks- ins Shinawatra, forsætisráðherra, í höfuðborginni, Bangkok, og kröfð- ust afsagnar hans. Fyrir helgi höfðu á annað hundrað þúsund manns safnast saman til þess að sýna Thaksin stuðning. Þrátt fyrir ólguna í landinu hefur ekki enn slegið í brýnu á milli mót- mælenda og lögreglu, ólíkt því sem gerðist árið 1992 þegar til blóðugra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu með þeim afleiðingum að 100 manns féllu í valinn. Atburðirnir urðu til þess að konungur landsins, Buhmibol Adulyadej, notaði stjórn- arskrárbundinn rétt sinn til þess að skipa nýja stjórn á viðsjárverðum tímum og setti forsætisráðherrann, Kraprayoon herforingja, af. Mótmælendur vona að konungur- inn grípi til sams konar úrræða og skipi nýja ríkisstjórn. Andstæðingar Thaksins hafa heitið því að hætta ekki mótmælum fyrr en hann láti af embætti. I gær, mánudag, jókst þrýstingurinn á forsætisráðherr- ann þegar leiðtogar fimm stórra samtaka ríkisstarfsmanna hvöttu meðlimi sína að taka sér frí frá og með þriðjudegi og slást í hóp mót- mælenda í Bangkok. Kosningar án lögmætis? Thaksin, sem liggur undir ámæli fyrir spillingu, undanbrögð í skatta- málum og ólýðræðisleg vinnubrögð, neitar að verða við kröfu mótmæl- enda og segja af sér. Hann segist ekki láta undan skrílræði og að hann ætli að halda sig við leikreglur lýðræðisins. Thaksin rauf þing fyrir skemmstu og boðaði til þingkosn- inga sem fara ffam 2. apríl næstkom- andi. Kosningar fóru síðast fram í Ta- ílandi i fyrra ög í þeim kosningum sigraði flokkuf Thaksin örugglega og fékk um 60% þingsæta. Nýlegar skoðanakannanir sýna að flokkur- inn muni fá um helming atkvæða í kosningunum í apríl en óvíst er að slík niðurstaða myndi veita forsæt- isráðherranum það umboð og lög- mæti sem hann sækist eftir þar sem stjórnarandstaðan ætlar að snið- ganga kosningarnar. Andstaðan gegn forsætisráðherranum er mest meðal millistéttarinnar í þéttbýli en 70% íbúa landsins búa í dreifbýli og þar er stuðningur við Thaksin útbreiddur. Sjálfur hefur Thaksin lýst því yfir að hann muni segja af sér fái hann færri en 50% greiddra atkvæða, og tók hann fram að hann myndi telja auða seðla með. Stríðsglæpamaður fellur fyrir eigin hendi í fangaklefa í Haag Milan Babic, fyrrum leiðtogi serb- neskra uppreisnarmanna í Kraj- ina-héraði í Króatíu, fannst látinn í fangaklefa í hollensku borginni Haag á sunnudag. Babic, sem var forsætisráðherra Serba í héraðinu í borgarastyrjöld- inni 1991 til 1995, var dreginn fyrir alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag árið 2004. Vitnaði gegn Milosevic og fékk vægari dóm Babic, sem var fimmtugur, var ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni vegna verka sinna á meðan striðið í Króatíu geisaði, en hann var einn nánasti bandamaður Slobodan Mi- losevic, forseta Júgóslavíu. Hann lýsti yfir sekt sinni við réttarhöld og bar vitni í réttarhöldum gegn öðrum meintum stríðsglæpamönnum, þar á meðal gegn Milosevic, gegn því að ákærur um morð, grimmdarverk og að jafna þorp saklausra borgara við jörðu voru látnar falla niður. Hann var dæmdur í 13 ára fangelsi og var því búinn að afplána tvö ár af dómnum. Milan Babic var leiðtogi Serba I Krajina- héraði í Króatíu árin 1991 til 1995. Þetta er í annað skipti sem fangi í fangelsi Sameinuðu þjóðanna í Haag fremur sjálfsmorð. Arið 1998 fannst Slavko Dokmanovic, annar leiðtogi Serba í Króatiu, látinn í fangaklefa sínum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.