blaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
BLAIR OG ALMÆTTIÐ
1 upphafi „hnattræna hryðjuverkastríðsins“, sem George W. Bush lýsti
yfir eftir árásina á Bandaríkin árið 2001, varð forsetanum það á að segja
að „krossferð" væri hafin gegn illvirkjum og ofbeldismönnum um heim
allan. Bush tók raunar ummæli þessi til baka en fjendur hans visuðu
óspart til þeirra í yfirlýsingum sínum m.a. hryðjuverkaleiðtoginn Os-
ama Bin Laden, sem oftlega vitnar til „krossfaranna“ er hann hvetur
íslamista til að halda uppi heilögu stríði gegn Vesturlöndum.
George W. Bush verður að sönnu seint talinn til orðheppnari manna.
Raunar eru sum ummæli forsetans svo undarleg að ógerlegt er með öllu
að fá nokkurn botn í þau.
Nú verður ekki annað séð en að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands,
sem ólíkt forsetanum telst til þungavigtarmanna, hafi gert svipuð mis-
tök. I viðtali um liðna helgi lýsti Blair yfir því að Guð sjálfur myndi á
hinsta degi fella dóm yfir þeirri ákvörðun Breta og Bandaríkjamanna að
ráðast inn í írak og steypa stjórn Saddams Husseins.
Að vísu kæmi það sér ábyggilega mjög vel fyrir marga stjórnmálamenn
víða um heim ef unnt væri að vísa umdeildum ákvörðunum þeirra til al-
mættisins. En hætt er við því að í lýðræðisríkjum sé umtalsverður meiri-
hluti kjósenda ekki tilbúinn að bíða þess að lokaorð í tilteknum málum
berist úr handanheimum.
Víða í ríkjum araba líta menn á innrásina í írak sem trúarlegan gjörning.
Mjög margir túlka stuðninginn við ísrael á sama veg. I Bandaríkjunum
ráða nú ríkjum kristnir hreintrúarmenn, sem vísa til Guðs við margvís-
leg tækifæri líkt og hann sé heimilisvinur. Afar óheppilegt hlýtur að
teljast að Tony Blair skuli nú hafa bæst í þann hóp. Stjórnmálamenn
eiga vitanlega sama rétt og aðrir til að búa yfir trúarlegri sannfæringu.
Tony Blair hefur þannig jafnan sagst vera maður trúrækinn og kristinn.
En starf stjórnmálamanna er veraldlegt vafstur; afstaða þeirra til ákveð-
inna hópa og ábyrgð þeirra gagnvart samfélaginu öllu gerir þeim ókleift
með öllu að skýra og verja gjörðir sínar með tilvísun til persónuiegrar
trúarsannfæringar. Slíkt á að eftirláta klerkastjórninni í íran og viðlika
ráðamönnum.
Ef til vill eru ummæli Blairs birtingarmynd vaxandi erfiðleika í írak og
efasemda um réttmæti innrásarinnar. Ef svo er vekur vart undrun að
forsætisráðherrann sé tekinn að horfa til æðri máttarvalda. En að vísa
til lokadóms á hinsta degi í máli sem er svo umdeilt og kostað hefur ægi-
legar mannfórnir er gjörsamlega galið og ekki sæmandi.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Sfmbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur.
'Danir
Arabaklút;
hausaveiðar
iau«aynlegar
stunda
'Ljósbrúnku
er komið út
14 I ÁLIT
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 blaöiö
SVíF
ALSERT! teGM SiV 5EG/ST
ÆTLn W Bj/im MHIin úLkhIii
m M&wn bíúH
Vrt7 F/fl//Vl /[? VEU
sMN fi
n
IV)
■—Aa.\> * tlí
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
Sú umræða hefur verið býsna hávær
að ekki eigi að ráðast í að byggja
nýtt hátæknisjúkrahús, það sé hrein-
asti óþarfi og raunar vitleysa fyrst
ekki sé hægt að reka núverandi
sjúkrastofnanir með sóma, deildum
sé lokað og starfsemi erfið vegna
starfsmannaeklu. Orðið eitt: „há-
tæknisjúkrahús" - virðist hreinlega
fara fyrir brjóstið á fólki, eins og
til standi að byggja einhvers konar
tæknigeimstöð og þvi kýs ég að tala
fremur um „nýjan spítala".
Ófullnægjandi aðstaða
Umræðan hefur fram að þessu
verið fremur villandi vegna þess
að nýi spítalinn er nauðsynlegur.
Núverandi sjúkrahúsbyggingar eru
ófullnægjandi til framtiðar og það
er nauðsynlegt að efla núverandi
háskólasjúkrahús sem vettvang
kennslu, vísinda og rannsókna
hvers kyns sem tengjast heilbrigð-
isþjónustu. Nýi spitaíinn er hann-
aður þannig að hann standist allar
nútímakröfur heilbrigðisstarfsfólks,
sjúklinga og aðstandenda um aukið
öryggi, betri aðstöðu og bætta þjón-
ustu. Tækni við umönnun sjúkra
fleygir fram og einnig verður auð-
veldara að hindra að sýkingar berist
milli eininga spítalans en nú er. Þá
er spítalinn einnig nauðsynlegur ef
horft er til þeirra samfélagsbreyt-
inga sem í vændum eru, m.a. mik-
illar fjölgunar aldraðra. Öllum
þessum þáttum ber okkur að sinna
svo sómi sé að.
Staðsetning
Það hefur líka verið deilt á staðsetn-
ingu spítalans og ýmsum finnst
hann taka of mikið af góðum lóðum
í miðbænum, sem gætu verið ákjós-
anlegar til annarrar nýtingar. En
staðsetningin er samt fagleg nið-
urstaða fjölmargra aðila að undan-
gengnum vönduðum athugunum á
því hvar væri hagkvæmast að byggja
nýjan spítala.
Margrét Sverrisdóttir
Spítalinn er nálægt miðborg-
inni, í háskóla- og vísindaþorp-
inu miðju, nálægt flugvellinum
og einnig í grennd við þyrpingu
eldri bygginga sem verða nýttar
áfram undir tengda starfsemi.
Það gefur auga leið að það
er beinlínis hagkvæmt að veita
þróaða heilbrigðisþjónustu á
sama stað og fram fer kennsla og
þjálfunheilbrigðisstéttaásamtvís-
indastarfsemi, svo staðsetningin
í háskólaþorpinu er mikilvæg.
Bæði fyrir háskólasamfélagið og
heilbrigðisgeirann.
Heilbriqðisþjónusta í fremstu röð
Við Islendingar höfum átt því
láni að fagna að það hefur ríkt
um það þjóðarsátt að leggja mik-
inn metnað í heilbrigðisþjónustu
hér á landi og það hefur hingað
til verið tryggt að allir eigi jafnan
aðgang að heilbrigðiskerfinu,
óháð efnahag. Þrátt fyrir ýmsar
vangaveltur um leiðir í þeim
efnum hefur ekki verið deilt um
það markmið. Bygging nýs spít-
ala er liður í því að viðhalda því
háa þjónustustigi sem við ætlum
að hafa í heilbrigðiskerfinu.
Nú er unnið af kappi að und-
irbúningi framkvæmda, en þær
hefjast ekki fyrr en um mitt ár
2008 og áætlað er að nýi spítalinn
verði tekinn í notkun eftir árið
2015 ef allt gengur samkvæmt
áætlun. Við skulum bíða og sjá
hver þörfin verður þá fyrir nýjan
spítala.
Vissulega glímir spítalinn
við starfsmannaeklu um þessar
mundir, m.a. vegna mikillar
þenslu í þjóðfélaginu, en það
breytir því ekki að það er nauð-
synlegt að horfa til framtíðar
varðandi húsnæðið og að ekki er
ráð nema í tíma sé tekið.
Höfundur erframkvœmdastjóri
Frjálslyndaflokksins.
Klippt & skoríð
kUpptogskonddévbl.is
Stefán Pálsson, einn helsti hugmynda-
fræðingurvinstrigrænna,skrifaríMorg-
unblaðið í gær og brýnir þar alla góða
vinstrimenn til þess að fylkja sér um Svandísi
Svavarsdóttur í komandi
borgarstjórnarkosningum.
Stefán gagnrýnir Dag B. Egg-
ertsson undir Iftilli rós og
segir mikilvægt að til forystu
í borginni veljist „stjórnmála-
menn sem tala skýrt, en ekki í
innihaldslitlum frösum." En umleið ítrekarhann
það að markmið vinstrigrænna sé að halda sam-
starfi Reykjavíkurlistans lifandi og ekki veiti af
því aðhaldi, sem þeir geti veitt Samfylkingunni.
Sérstaklega fyrir þá, sem „eru orðnir þreyttir á
því embættismannaviðhorfi sem stundum virð-
ist þjaka suma borgarfulltrúa."
Sá mæti pistlasmiður Fréttablaðsins,
rithöfundurinn Guðmundur Andri
Thorsson, skrifaði öðru sinni um
skopmyndamálið danska (gær. Brá svo við að
Andri hafði skipt um skoðun og gerði einfald-
lega grein fyrir því á hreinskiptinn hátt. Segir
hannað hann hafi villst af
leið í nafni tillitssemi og
vorkunnar en kjarni máls-
ins sé vitaskuld tjáningar-
frelsið og með því verði
að taka stöðu, burtséð
frá öðru. Þessu lýsir Andri
raunar i setningu, sem
Klippari leyfir sér að fullyrða að sé hin lengsta
er sést hafl í dagblaði á Islandi. En greininni
ber að fagna, ekki aðeins vegna þeirra sjónar-
miða, sem þar koma fram, heldur ekki síður
vegna þess að það er svo ægilega fátítt á Is-
landi að menn hoppi upp úr skotgröfunum á
umræðutorginu.
Eins og greint er frá annars staðar
hér í Blaðinu hefur hinum vinsæla
umræðuvettvangi Netsins, Málefn-
unum (www.malefnin.com), verið lokað um
óákveðinn tíma. Ástæðan mun vera birting á
tölvupóstum Jónínu Benediktsdóttur, en
slóðina var m.a. að finna þar. Einkamálum
(einkamal.visir.is) hefur hins vegar ekki verið
lokað þó slóðin hafi einnig verið auglýst þar,
enda (eigu 365. Spurningin er hins vegar sú
hvort nafnleynd notendanna er ekki i hættu ef
lögreglan erfarin að rannsaka málin.