blaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 31
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006
ÍÞRÓTTIR I 31
Skeytin inn
aul Le Guen hefur sam-
þykkt
að taka
við stjórn
skoska liðsins
Glasgow
Rangers,
samkvæmt
franska blað-
inu L’Equipe.
Le Guen, sem áður þjálfaði Lyon
með góðum árangri, hefur lengi
verið orðaður við stöðuna en
Alex McLeish, núverandi stjóri
Rangers, hefur ekki náð árangri
sem skyldi með liðið. L’Equipe
segir að Rangers hafi viljað gera
fjögurra ára samning við Le
Guen en hann hafi samþykkt að
skrifa undir til tveggja ára. Tals-
menn Rangers vildu ekki tjá sig
um málið.
Chelsea hefur áfrýjað
rauða spjaldinu sem
Arjen Robben hlaut í
2-1 sigri liðsins
á WBA um
helgina. Mark
Halsey, dóm-
ari leiksins,
sýndi Robben
beint rautt
spjald eftir
viðskipti hans
við Jonathan Greening. Málið
verður tekið fyrir í dag.
Gary Speed, leikmaður
Bolton, hefur komið
markverði
liðsins, Jussi
Jaaskelainen, til
varnar eftir lélega
frammistöðu
þess finnska
gegn Newcastie
um helgina. Jaaskelainen átti
sök á tveimur fyrstu mörkum
Newcastle en leikurinn tapaðist
3-1. „Hann hefur ekki brugðist
nokkrum manni. Ég veit að
Jussi er miður sín því hann er
haldinn mikilli fullkomnunar-
áráttu. En mistökin sem hann
hefur gert á þessari leiktíð er
hægt að telja á annarri hendi og
oft á tíðum hefur hann haldið
liðinu uppi,“ sagði Speed.Bolton
er um þessar mundir í 7. sæti
úrvalsdeildarinnar og eygir von
um að verja sæti sitt í Evrópu-
keppni félagsliða fyrir næsta
tímabil.
Hannes Sigurbjörn Jóns-
son, varaformaður KKÍ,
hefur ákveðið að gefa
kost á sér til
formanns sam-
bandsins. Núver-
i andi formaður,
Ólafur Rafnsson,
i mun ekki gefa
kost á sér til
endurkjörs en
hann hefur gegnt formennsku
undanfarin 10 ár. Hannes tók
fyrst sæti í nefnd innan KKÍ
árið 1996 og hefur verið varafor-
maður frá árinu 2000. Kjörið fer
fram á ársþingi KKl sem haldið
verður 6.-7. maí næstkomandi.
ogi Gunnarsson, lands-
liðsmaður íslands í
körfuknattleik, er að gera
það gott í Þýskalandi um þessar
mundir. Logi skoraði 34 stig
fyrir Bayreuth um helgina er
liðið burstaði Coocoon Baskets
Weiden með 106 stigum gegn
71 í suðurriðli þýsku 2. deildar-
innar. Fyrr í vikunni skoraði
hann 43 stig gegn TSV Tröster
og er hann orðinn 9. stigahæsti
leikmaður deildarinnar, með
19,3 stig að meðaltali í leik. Ba-
yreuth er sem stendur í 5. sæti
deildarinnar.
Þungar sektir fyrir
að ógna dómurum
Ensk knattspyrnufélög geta átt yfir
höfði sér allt að 250 þúsund punda
sekt verði leikmenn þeirra vísir
að því að ógna dómurum. Það var
Keith Hackett, yfirmaður samtaka
dómara á Englandi, sem greindi frá
þessu í samtali við BBC-sjónvarps-
stöðina í gær þegar verið var að
ræða um atvik sem upp komu í leik
Chelsea og WBA á laugardag. Tví-
vegis í leiknum gerðu leikmenn Eng-
landsmeistaranna aðsúg að Halsey
og þóttu afar ágengir í mótmælum
sínum, en Halsey rak m.a. Arjen
Robben, leikmann Chelsea, af velli
við litla kátínu þeirra bláklæddu.
„Það sem gerðist hjá Chelsea og
West Brom er svo sannarlega slæmt
fyrir knattspyrnuna,“ sagði Hackett.
„Við þurfum að taka hart á atvikum
sem þessum, það er ekki ásættan-
legt að dómarar þurfi að líða svona
hegðun,“ sagði hann ennfremur. Þá
lýsti hann einnig yfir áhyggjum
sínum yfir því að dómarar hefðu
þurft að áminna leikmenn fyrir leik-
araskap þrisvar sinnum oftar en í
fyrra.
John Terry, fyrirliði Chelsea, ósáttur við að vera áminntur.
CHELSEA-MENN
það þarf aðeins eitt til að vinna:
PENINGA!
íjl:-
Spilaðu T Lengjunni
og þú gætir unnið.
MEISTARADEILDIN er á Lengjunni. Fylltu
út seðil á lengjan.is eða á næsta sölustað og hleyptu
enn meiri spennu í leikina.
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS
1 m- 1 a 1 wm
19:50 Juventus - Werder Bremen B 1,35 @ 3,35 B4,75
@:50 Barcelona - Chelsea B 1,85 a 2,75 02,90
19:50 Villareal - Glasgow Rangers B 1,30 @ 3,50 05,15
Þelta er bara eitt dæmi um hvernig þú gætir Upphæð HEE5ER kr.
margfaldað peningana þína á Lengjunni.
OIUUUII OfcafcH
Vinningur 32.240 kr.
WWW.LENCJAN.tS
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS
\msm i wm \ wwm
@:50 Arsenal - Real Madrid 0 2,20 @ 2,60 B 2,45
19:50 Liverpool - Benfica a 1,30 O 3,50 □ 5,15
@50 Milan - Bayern Munchen B 1,80 @ 2,80 □ 3,00
19:50 Lyon - PSV Eindhoven Ð 1,45 O 3,10 @4,25
Þetta er bara eitt dæmi um hvernig þú gætir
' margfaldað þeningana þina á Lengjunni.
Upphæð
Stuðull 40.22
Vinningur 40.220 kr.
©
LÍVERPOOtÍ
: 3)1
/Arsenali
1
II
(IJUtHTUS
ílf
SvB
,.'v4