blaðið - 07.03.2006, Síða 32

blaðið - 07.03.2006, Síða 32
32 I MEWNING ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 blaðið Kiere Knightley og Matthew McFadyen í hlutverkum sínum sem Elizabeth og Darcy í Hroka og hleypidómum. Allt er gott sem endar vel Mikil bókamessa er þessa dagana í London. í tilefni þess var gerð netkönnun þar sem fólk var beðið um að nefna uppáhalds endalok á skáldverki og þau endalok sem það vildi helst breyta. Þátttak- endur voru 1.740 og hinn full- komna endi að þeirra mati er að finna í Hroka og hleypidómum eftir Jane Austen en þar nær parið vitanlega saman. í öðru sæti var endirinn á To Kill A Mockingbird eftir Harper Lee og endir Jane Eyre í því þriðja. Þær bækur sem þátttakendur vildu helst breyta á lokasprettinum eru Tess eftir Thomas Hardy en sú bók endar á aftöku aðalpersón- unnar, Fýkur yfir hæðir eftir Emily Bronte þar sem elskendurnir Cathy og Heathcliffe enda sem draugar uppi á heiði, Á hverfanda hveli en þar yfirgefur Rhett Butler frekju- dósina Scarlett O’Hara og 1984 eftir George Orwell en í lokakaflanum er Winston Smith farinn að elska Stóra bróður. Aðrar bækur sem þátttak- endur vildu að hefðu hamingjusöm endalok eru Dr. Zhivago, Enski sjúk- lingurinn og Anna Karenina. 41 prósent þátttakenda vildu helst af öllu lesa sögur sem enda vel en ein- ungis 2,2 prósent sögðust helst vilja lesa bækur sem enda illa. Flestir þeirra sem kjósa góð endalok sögðu slíkar bækur koma þeim í gott skap sem yfirleitt entist allan daginn SÖLUMENN ÓSKAST Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðið eftir sölumönnum i fulla vinnu. % Um er að ræða skemmtilegt starf hjá fyrirtæki í örum vexti með skemmtilegu fólki. Góðir tekjumögu- leikar fyrir gott fólk. Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Nýr bókaflokkur frá Eddu útgáfu Listin að lifa er nýr bókaflokkur frá Eddu útgáfu. Sígild og ný rit um sjálfsrækt, heilsu, hugarró og lífsskilning hafa verið valin af kostgæfni og sett í aðgengilegan búning. í Listinni að lifa er að finna hugleiðingar um viðfangs- efni sem alla varða. Opnuð er sýn inn í leit kynslóðanna að skiln- ingi, rósemi og bættri líðan. Bókaflokkurinn Listin að lifa kemur út undir formerkjum Vöku- Helgafells. Komnar eru út þrjár bækur, Fyrirgefningin eftir Gerald G. Jampolsky í þýðingu Guðjóns Bergmanns, Hvers vegna ég? eftir Harold S. Kushner í þýðingu Jóns Halldórssonar og Listin að elska eftir Erich Fromm í þýðingu Jóns Gunnarssonar. Fyrirgefningin Flestir hafa ein- hvern tímann leyft hatri og sárum tilfinn- ingum að ná tökum á sér. Stundum verður lífið stöðug áminning um gamlar mis- gjörðir og í hefnd- arskyni reynum við að refsa sjálfum okkur og öðrum. En á að fyrirgefa vonbrigði, blekkingar, lygar, mis- notkun eða önnur rangindi? Og er það í rauninni hægt? Hér fjallar Gerald G. Jampolsky um lækningamátt fyrirgefningar- innar. Á einlægan og aðgengilegan hátt er því lýst hvernig hún getur frelsað okkur úr fjötrum beiskju, ótta og sársauka, hjálpað okkur að flýja skugga fortíðarinnar og leitt okkur á braut innri friðar og hamingju. Hvers vegna ég? Þegar við verðum fyrir áföllum í lífinu spyrjum við gjarnan: Hvers vegna ég? Áf hverju þarf ég sem hef alltaf reynt að I lifa lífinu í sátt við guð og menn að bera þungar byrðar? Erfiðleik- arnir kalla á út- skýringar því það virðist svo óskilj- anlegt og óréttlátt að ógæfan skuli einmitt dynja yfir mig. Þetta eru eðlileg viðbrögð en fæstir átta sig á því á örvæntingarstundu. Hvers vegna ég? er sígild metsölu- bók sem veitir skynsamleg svör við þessum erfiðu spurningum. Höf- undurinn, Harold S. Kushner, varð sjálfur fyrir miklu áfalli sem fékk hann til að spyrja sig grundvallar- spurninga um gæfu og forsjón. Með eigin reynslu að vopni vísar hann á leiðir til að takast á við sársauka- fulla lífsreynslu, finna styrk til að bera þjáningar sínar og sættast við lífið á ný. Listin að elska Öll þráum við ást og leitum hennar ævina á enda. En hvað er ást og hvernig finnum við hana? Er ástin fyr- irbæri sem verður á vegi okkar ef við erum heppin eða eiginleiki sem við þurfum að rækta og hlúa að? Er hún tilviljunum háð eða virk umhyggja fyrir öðrum? Listin að elska er ein áhrifa- mesta og vinsælasta bók um ást- ina sem nokkru sinni hefur verið rituð. Af dirfsku og sannfæring- arkrafti lýsir Erich Fromm mætti ástarinnar í öllum hennar marg- breytilegu myndum og útskýrir hvernig er komið fyrir henni í nútímasamfélagi. 109 SU DOKU talnaþrautir Lausn siðustu gátu Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 7 3 6 9 2 6 9 2 5 8 3 3 9 6 4 1 1 5 8 2 4 1 3 7 8 3 8 7 6 6 4 5 3 2 6 9 1 8 7 8 6 9 1 7 5 2 4 3 7 2 1 3 4 8 5 6 9 3 1 7 8 5 2 6 9 4 9 4 2 7 1 6 3 5 8 6 8 5 4 9 3 7 1 2 2 3 4 6 8 1 9 7 5 5 7 6 9 2 4 8 3 1 1 9 8 5 3 7 4 2 6 Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.