blaðið - 07.03.2006, Page 36
36 I DAGSKRÁ
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 blaöiö
Bróöurparturinn af tíma þínum fer í eitthvað sem
þú ert fremur áhugalftil/l um. Þar meö ert þú oft
annars hugar. Reyndu aö vinna að verkefnum sem
þú hefur gaman af.
Hrútur
(21. mars-19. april)
Aldursbi! milli þín og þeirra sem þú umgengst
geturorðið að vandamáli ef ekkert er að gert. Vissu-
lega er ekki hægt að breyta aldursbilinu en viðhorfs-
breyting gerði mikinn mun.
©Naut
(20. april-20. maí)
Reynsla af samtölum helgarinnar mun nýtast þér
ómælt næstu vikurnar. Notaðu þetta eins mikið og
kostur er en eftir mánuð færðu önnur og betri ráð.
©Tvíburar
(21. mal-21. júnO
Aðalumhugsunarefni þitt hefur gefið þér enn
meiri ástæðu til að gera eitthvað i þínum málum.
Byrjaðu á að klára það sem þú hefur frestað und-
anfarið.
®Krabbi
(22. júní-22. júlO
Þrálát meiðsli sálarinnar hverfa ekki með því einu
að hugsa um það. Þú þarft að taka málin I eigin
hendur og setja plástur á skrámurnar. Hugsanlega
þarf að sauma fyrir stærri sár.
®Ljón
(23. júlf- 22. ágúst)
Úrvalsvísitalan er ekki neitt sem þú þarft að hafa
of miklar áhyggjur af. Reyndu að líta þér nær og
einbeita þér að þvi sem skiptir þig mestu máli, for-
gangsraðaðu rétt.
Meyja
(23. ágúst-22. september)
Sendu skýr skilaboð til þeirra sem þú þarft að ná
til. Ekki skafa af hlutunum heldur gakktu hreint til
verks. Taktu þeim ráðum sem bjóðast með gagn-
rýnnihugsun.
Vog
(23. september-23. október)
Snúðu ekki út úr þvi sem er greinilegt og engin
leið að misskilja nema með miklum hroka. Virtu
viðmælendur þina til fullnustu og ekki setja þig á
stall ofan þeim.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
Greind þín kemur til kastanna í umræðum dagsins.
Hugsanlega kunna einhverjir að velkjast i vafa um
hana en svo lengi sem þú veist betur er ekkert að
óttast.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
Myndarskapur helgarinnar á eftir að smita út frá
sér ef þú heldur skriðþunganum gangandi. Það
gæti orðið til þess að vikan líði ógnarhratt hjá og
verði mjög skemmtileg.
Steingeit
(22. desember-19. janúar)
I klettum lifsins er nauðsynlegt að kunna að fóta
sig og vera vel búinn. Ráfir þú út fyrir aðalveginn
þarftu að fara varlega og gæta þess að falla ekki í
gjótur sem geta leynst víða.
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
Neysla ýmissa vara sem eru misnauösynlegar er
farin að hafa mikil áhrif á lifsgæðin. Yfirleitt skiptir
meira máli að eyða tíma með vinum og vanda-
mönnum en að rölta um Smáralindina.
Allir í
eítirpartí
Eins og á öllum góðum viðburðum
skiptu eftirpartíin að lokinni Ósk-
arsverðlaunahátíðinni ekki minna
máli en hátíðin sjálf. Þar komu
saman allar
helstu stjörn-
ur Holly-
wood og
skemmtu sér
langt fram
undir morg-
un. Vanity
Fair tíma-
ritið hélt
eina stærstu
veisluna og
bauð þangað
djömmurum
Dolly Parton lék á alls stjörnuborg-
oddiogskemmtisérog arjnnar
öðrum.
VAKTÁ
BEWSÍMSTÖÐ
holbrun@bladid.net
Óskarsverðlaunahátíðin er ómissandi þáttur í lífi
mínu. Það tekur reyndar töluvert á að vaka fram
á morgun en hvað gerir maður ekki þegar glys
og glamúr Hollywood á í hlut. Það létti mér lífið
að ég var í sms sambandi við Þórarinn stórvin
minn af óvinablaðinu Fréttablaðinu. Ég hélt með
George Clooney og Tóti hélt með Rachel Weisz.
Þau unnu bæði og við Tóti vorum glöð. Við eig-
um það sameiginlegt
að standa fast með
okkar fólki.
Eftir á finnst mér
að ég hafi ekki séð
neitt á þessari hátíð
nema George Clooney.
Ég hef reyndar ekkert
mótstöðuafl þegar
Clooney á í hlut. Ég
verð alltaf hálf vönk-
uð af að horfa á hann
því hann hefur svo
mikla útgeislun og er alltaf fyndinn. Já, og hann
er líka jafnaðarmaður. Karlmenn gerast ekki
betri en Clooney. Hann átti vitanlega bestu ræðu
kvöldsins. Eftir það gerðist ekki mikið. Eiginlega
ekkert sem kom á óvart annað en að Crash var
valin besta myndin.
Um miðja nótt hætti ég að heyra í Tóta og þorði
ekki að senda honum sms af ótta við að vekja
hann. Morguninn eftir las ég úttekt Tóta á há-
tíðinni á visir.is. Tóti dró saman upplifun þessa
kvölds þegar hann sagði: „Ekkert fjör, engir mar-
traðarkenndir kjólar, engar uppákomur og ekk-
ert stuð. Þetta var svolítið eins og vakt á bensín-
stöðinni í gamla daga en þessi óvænti sigur Crash
verður sjálfsagt til þess að maður gleymir þessu
ekki alveg í bráð.“ - Og vitanlega gleymir maður
heldur ekki George Clooney.
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
SJÓNVARPIÐ
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Allt um dýrin (25:25)
18.25 Draumaduft (1:15) Finnskir leik-
brúðuþættir. e.
18.30 Gló magnaða (41:52)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljós
20.30 Mæðgurnar (1:22) Bandarísk
þáttaröð um einstæða móður sem
rekur gistihús í smábæ í Connect-
icut-fylki og dóttur hennar á ung-
lingsaldri. Aðalhlutverk: Lauren Gra-
ham, Alexis Bledel, Alex Borstein,
Keiko Agena og YanicTruesdale.
21.15 Græna herbergið (2:6)
22.00 Tíufréttir
22.25 Njósnadeildin (10:10) (Spooks)
Breskur sakamálaflokkur um úr-
valssveit innan bresku leyniþjónust-
unnar MI5 sem glímir meðal annars
við skipulagða glæpastarfsemi og
hryðjuverkamenn. Meðal leikenda
eru Peter Firth, Rupert Penry-Jones,
Anna Chancellor, Nicola Walker og
Raza Jaffrey. Atriði í þáttunum eru
ekki við hæfi barna.
23.20 Króníkan (16:20) (Kroniken)
00.20 Kastljós Endursýndur þáttur frá
föstudagskvöldi.
25.25 Dagskrárlok
SIRKUS
18.30 Fréttir NFS
19.00 ísland í dag
19.30 My Name is Earl e.
20.00 Friends (12:24)
20.30 Idol extra 2005/2006
21.00 American Dad (2:16) Steve verður
frægur rithöfundur og öll fjölskyld-
an gleymir sér í frægðinni hans, þar
á meðal Stan sem verður hreint út
sagt óþolandi.
21.30 Reunion (8:13) (1993)
22.15 Supernatural (4:22)
23.00 Laguna Beach (12:17)
23.25 Sirkus RVK (18:30) e.
23.55 Friends (12:24)
00.20 Idol extra 2005/2006 e.
STÖÐ2
06.58 fsland f bítið
09.00 Bold and the Beautiful
09.20 Ifínuformi2005
09.35 Martha
10.20 My Sweet Fat Valentina
11.15 TheOnly WayToGo
12.00 Hádegisfréttir
12.25 Neighbours (Nágrannar)
12.50 ífínuformÍ2005
13.05 Home Improvement (5:25)
(Handlaginn heimilisfaðir) Tim Tayl-
or er mættur til leiks á ný ásamt fjöl-
skyldu sinni í þessum óborganlegu
gamanþáttum.
13.30 Veggfóður(5:i7)
14.15 LAX (10:13)
15.00 Amazing Race 5 (3:13) e.
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.20 BoldandtheBeautiful
17.40 Neighbours (Nágrannar)
18.05 TheSimpsonsi5(8:22)e.
18.30 Fréttir, fþróttir og veður
19.00 ísland í dag
19.35 Strákarnir
20.05 FearFactor (29:31)
20.50 Las Vegas Lífið gengur sinn vana-
gang á Montecito spilavítinu og
hótelinu í Las Vegas - eða þannig.
Nýi stjórinn heitir Monica Mancuso
(Lara Flynn Boyle) og er aldeilis
hörð í horn að taka. Búið er að opna
spilavítið á ný eftir endurbætur og
Monica sýnir það strax og sannar að
hún kallar ekki allt ömmu sína.
21.35 Prison Break (6:22) (Bak við lás
og slá) Michael tekst að loka fyrir
loftræstinguna í fangelsinu en veld-
ur óviljandi meiriháttar uppþoti
meðal meðfanga sinna. Bönnuð
börnum.
22.20 My Life in Film (3:6) (Bíólíf)
22.50 Twenty Four (6:24) (24)
23.35 Idol - Stjörnuleit
01.40 Nip/Tuck (8:15) (Klippt og skorið 3)
02.30 High Noon
04.00 New Rose Hotel
05.30 Tónlistarmyndbönd frá Popp
TíVí
SKJÁREINN
07.00 6 til sjö e.
08.00 Dr. Phil e.
08.45 Innlit / útlit e.
16.05 TheO.C.e.
17.05 Dr.Phil
18.00 6 til sjö
19.00 Cheers
19.25 Fasteignasjónvarpið
19-35 AllofUse.
20.00 How Clean is Your House
20.30 Heil og sæl
21.00 Innlit/útlit
22.00 ClosetoHome
22.50 Sex and the City - 4. þáttaröð
23.20 JayLeno
00.05 Survivor: Panama e.
01.00 Cheers e.
01.25 Fasteignasjónvarpið e.
01.35 Óstöðvandi tónlist
SÝN
17.30 GilletteWorldCup2oo6
18.00 Iþróttaspjallið
18.12 Sportið
18.30 UEFA Champions League
19.00 Meistaradeildin með Guðna Bergs Upphitun
19.30 UEFA Champions League Barcelona - Chelsea
21.35 Meistaradeildin með Guðna Bergs
22.05 UEFA Champions League Juventus -WerderBremen
23-55 Meistaradeildin með Guðna Bergs
00.25 Destination Germany
00.55 World Supercross GP 2005-06
01.50 Ensku mörkin
ENSKIBOLTINN
07.00 Að ieikslokum e.
14.00 West Ham - Everton frá 04.03
16.00 WBA - Chelsea frá 04.03
18.00 Þrumuskot e.
19.00 Að leikslokum e.
20.00 Liverpool - Charlton frá 04.03
22.00 Tottenham - Blackburn frá 04.03
00.00 Þrumuskot e.
STÖÐ2BÍÓ
06.00 You Wish! (Ein ósk)
08.00 WhataGirlWants
10.00 The Haunted Mansion
12.00 UndertheTuscanSun
14.00 You Wish! (Ein ósk) Ævintýraleg og
gamansöm sjónvarpsmynd.
16.00 What a Girl Wants (Mætt á svæð-
ið) Skemmtileg gamanmynd fyrir
alla fjölskylduna.
18.00 The Haunted Mansion (Drauga-
húsið) Bráðskemmtileg hrollvekja
fyrir alla fjölskylduna. Aðalhlut-
verk: Eddie Murphy, Terence Stamp,
Nathaniel Parker. Leikstjóri: Rob
Minkoff. 2003. Leyfð öllum aldurs-
hópum.
22.30 Under the Tuscan Sun (Undir
Toscanasólu) Rómantísk og hugljúf
gamanmynd með Diane Lane úr
Unfaithful í hlutverki óhamingju-
samrar og lánlausrar konu i ástar-
málum sem ákveður að skella sér (
ferðalag til (talíu eftir að hafa geng-
ið i gegnum erfiðan skilnað. Þar öðl-
ast hún lífsneistan á ný og kynnist
manni sem hún fellur fyrir, sjálfri
sér til mestrar undrunar. Aðalhlut-
verk: Diane Lane, Lindsay Duncan,
Sandra Oh. Leikstjóri: Audrey Wells.
2003. Leyfð öllum aldurshópum.
00.20 In America ((Ameríku) Dramatísk
kvikmynd um unga fjölskyldu sem
reynir að fóta sig í New York. Þau
eru af irskum ættum en fjölskyldu-
faðirinn freistar þess að sjá þeim
farborða með leiklist. Aðbúnaður-
inn á nýja heimilinu er ekki góður
en fjölskyldan reynir að gera það
besta úr öllu saman. Aðalhlutverk:
Paddy Considine, Samantha Mor-
ton, Sarah Bolger. Leikstjóri: Jim
Sheridan. 2002. Bönnuðbörnum.
02.05 Dead Funny (Drepfyndið) Dul-
arfull morðgáta sem býður upp
á óvæntan endi. Aðalhlutverk:
Andrew McCarthy, Elizabeth Pena.
Leikstjóri: John Feldman. 1994.
Stranglega bönnuð börnum.
04.00 Highway (Þjóðvegurinn) Dramat-
ísk kvikmynd um ungan mann á
flótta. Aðalhlutverk: Jared Leto,
Jake Gyllenhaal, Selma Blair. Leik-
stjóri: James Cox. 2001. Stranglega
bönnuð börnum.
RÁS1 92,4 /93,5 • RÁS2 90,1 /99,9 • Kiss FM 77,5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarpsaga 103,3 • Talstöðin 90,9
Hótelerfinginn Paris Hilton lætursig
aldrei vanta þegar góö veisla er í boði.
Lindsay Lohan mætti aö sjálfsögöu meö
Paris Hilton vinkonu sinni.
Naomi Watts skipti um föt og mætti glæsi-
leg í partíið.
Brittany Murphy sýndi Ijósmyndurum
skóna slna áður en hún stökk á dansgólfið.