blaðið - 07.03.2006, Síða 38

blaðið - 07.03.2006, Síða 38
38IFÓLK ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2006 blaðið HVAÐ FINNST ÞÉR? laffÍíl LEIÐINDI HOLL- USTU-LIÐSimS Smáborgarinn hefur verið að velta því fyrir sér hvort það geti ekki verið að fólk sem lifirfyrir hollustu í víðasta skilningi þess orðs sé leiðinlegra en annað fólk. Smáborgarinn veit að þetta er nokkuð sem erfitt er að sanna, enda illmögulegt að mæla leiðindi á vísindaskala. Sjálfsagt finnst hollustufólkinu að það sé sjálft alveg Ijómandi skemmtilegt. Smáborgar- inn hefur hins vegar aldrei getað unað sér í félagsskap þessa fólks vegna þess hversu alvarlega það tekur lífið. Það er s(- fellt að mæla hollustuna: hvað sé hollast að borða og hvað sé rétt að banna til að öllumgeti liðið betur. Smáborgaranum er illa við margt en þó alveg sérstaklega boð og bönn. Þess vegna er hann á harðahlaupum frá holl- ustu-liðinu. Smáborgarinn er samt ekki alveg að standa sig í andófinu gegn boðskap þessa fólks. Ef vel ætti að vera þá ætti Smáborgarinn að drekka kaffi frá morgni til kvölds og keðjureykja. En ein- hvern veginn hefur hann aldrei komist upp á lag með þessa iðju. Kannski er Smá- borgarinn bara ekki nógu skemmtilegur. Smáborgarinn veit hins vegar hvaða fólk honum finnst skemmtilegast. Af einhverjum ástæðum er þetta fólk sem drekkur kaffi og keðjureykir. Þar sem reykingafólki hefur verið úthýst úr svo- kölluðu siðaðra manna samfélagi er það á stöðugu flandri út í kuldann þar sem það reykir. Smáborgarinn skoppar á eftir þessu fólki, eins og kátur kiðlingur. Hann hefur orðið vitni að ófáum skemmtileg- um skoðunum vegna þessarar útiveru með reykingamönnunum og fengið í kjölfarið frumlegar hugmyndir. Reynd- ar hefur Smáborgarinn nokkrum sinn- um fengið kvef, jafnvel flensu, vegna óhóflegrar útiveru. Reykingamenn eru nefnilega með djarfasta og hugrakkasta fólki. Þeir storma út í fárviðri en bregða ekki svip meðan þeir eru með sígarettu f munninum. Smáborgarinn er hins vegar viðkvæmt blóm sem skelfur og titrar í minnstu veðrabrigðum. Nú hefur Smá- borgarinn verið með vott af flensu í viku en rís samt samviskusamlega frá skrif- borði sínu í hvert sinn sem skemmtilega fólkið stendur upp til að stunda iðju sína. Út vil ek, segir Smáborgarinn og töltir á eftirþví. Sighvatur Björgvinsson, framkvœmdastjóri Þróunarsam- vinnustofnunar íslands. Hvernig líst þér á nýjan heilbrigöis- ráðherra? „Ég óska henni bara góðs. Ég hef annars litla skoðun á þessari manneskju þar sem ég hef ekkert unnið með henni og þekki hana ekki, en ég óska henni alls hins besta.“ Sighvatur Björgvinsson gegndi embætti heilbrigðisráðherra tvívegis á sínum ferli, fyrst 1991-1993 og aftur 1994-1995. Brotthvarf Árna Magnús- sonar úr stjórnmálum kom flatt upp á marga, enda tókst vel að halda ráðagerð- inni leyndri fram á síðustu stund. Ýmsir hafa orðið til þess að tjá sig um afleiðing- arnar og eru flestir sammála um að framsóknar- menn eigi nú bæði við framtíð- ar- og fortíðarvanda að etja. Guð- mundur Magnússon, hokinn af reynslu úr blaðamennsku og stjórnmálum, hefur á hinn bóg- inn hæfilega miklar áhyggjur af þrengingum Framsóknar, en telur afsögn Árna vera enn eitt dæmið um þann vanda, sem blasi við stjórnmálalífinu öllu í breyttu þjóðfélagsumhverfi: „Stjórnmálin laða ekki lengur til sín hæfileikafólk í þeim mæli sem áður var. Það fælist þau frekar. Þar með er ekki sagt að ekki sé margt gott fólk á þessum vettvangi núna, öðru nær, en það er ákveðinn atgervisflótti úr stéttinni og fátt sem heillar þá sem virða stjórnmálin fyrir sér utan frá.“ [ikið var um dýrðir á dögunum í Nýju Delí á Indlandi þegar opnað var enn eitt sendiráð Islands á erlendri grundu. Athygli vekur hins veg- ar að Island á engan sendiherra gagnvart Spáni, þó eitt og hálft ár sé liðið frá því að sjálf- stæðismanninum Tómasi Ingi Olrich var hrókerað út úr ríkisstjórn í sendiráð íslands í Paris, en hefðin er að sá gæti jafnframt hagsmuna landsins gagnvart ríkjunum á Íberíu- skaga. Af einhverjum ástæðum mun Jóhann Karl, Spánarkon- ungur, ekki enn hafa lokið upp dyrum sínum á Zarzuela-höll svo Tíó geti afhent trúnaðarbréf sitt... Mæsta laugardag fer fram stjórnmálaskóli Framsókn- arflokksins, enda sjálfsagt full ástæð til þess fyrir flokkinn að skóla nýtt fólk til, m/gggm nú þegar ekki má á milli sjá hvorir eru J á hraðari flótta ffá | flokknum, kjósend- . ./ M ur eða ráðherrar. í skólanum munu flestir þing- menn og ráðherrar flokksins hafa eitthvert hlutverk við að uppfræða ungdóminn í flokkn- um um sögu, starfshætti og stefnu flokksins, ásamt þeim bræðrum Birni Inga og Jakobi Hrafnssonum. Athygli vekur þó að þau Jónína Bjartmarz, Guðni Ágústsson og Kristinn H. Gunnarsson verða fjarri góðu gamni. Áhugaverðasti liður skólastarfsins verður þó vafalaust umfjöllun Helgu Sig- rúnar Harðardóttur um árang- ursríkt hópastarf. Helga Sigrún er skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins og getur því án efa miðlað af mikilvægri reynslu um þetta efni... Svarthöfði DV fjallar um fremd Sivjar Friðleifsdótt- ur í gær og lýsir yfir fögnuði sínum með að „sú huggulega mótor- hjólagella" skuli aftur komin til metorða. Máli sínu til áréttingar birtir Svarthöfði svo mynd af heil- brigðisráðherra leðurklæddri frá hvirfli til ilja í félagsskap annarra vélhjólamanna. Varla er þó tilviljun að við hlið Sivjar á myndinni stendur enginn ann- ar en vítisengillinn Jón Trausti Lútersson, sem DV hefur fjallað um í nokkru máli áður... Brosnan vill Madonnu Fyrrverandi James Bond, Pierce Brosnan, þráir ekkert heitara en að fá drottningu poppsins, Madonnu, til að leika í sinni næstu mynd, en hann var víst gríðarlega ánægður með frammi- stöðu hennar í Bond-myndinni Die Another Day, sem þau léku bæði í. Madonna hefur ávallt verið umdeild leikkona. Á meðan margir gagnrýnendur hafa keppst við að rakka hana niður hefur annar hópur gagnrýnenda lofað hana mikið fyrir leik hennar í hinum ýmsu kvikmyndum. A Brosnan er einn af þeim sem trúir á hana: „Mér finnst hún vanmetin leikkona. Ég er með hlutverk í huga fyrir hana sem hún værir fullkomin í,“ sagði Brosnan í samtali við vefmiðil Entertainment Weekly. Ekki fylgir sögunni hvers konar hlutverk hann hefur í huga og verður því tíminn að leiða það í ljós. Kylie snýr aftur Orðrómur fór á flug í síðustu viku um að fyrrverandi granninn Kylie Mino- uge ætli að snúa aftur í poppbransann á næstunni þegar áströlsk fréttablöð fullyrtu að hún ætlaði að troða upp á Samveldisleikunum sem fara fram í Melbourne í þessum mánuði. Minogue, sem er á batavegi eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein fyrir nokkrum árum, var þó fljót að kveða niður orðróminn þar sem hún segist vera að skipuleggja endurkomu sína í desember. „Það er mikið tal- að um að hún ætli að koma fram á Samveldisleikunum en það er algjört rugl,“ sagði talsmaður söngkonunnar um málið. „Jafnvel þótt leikarn- ir séu haldnir í hennar heimaborg þá er enginn fótur fyrir þessu.“ Þá lét náinn vinur Minogue hafa eftir sér að hún hefði verið til í að koma fram fyrr ef hún bara gæti. „Hún er ennþá að safna orku. Tón- leikarnir hennar í desember verða stórkostlegir, bíðið bara.“ eftir Jim Unger Og brosa... 5-18 © Jim Unger/dist. by United Media. 2001 Dóttirin efast Meira af Madonnu. Flestir muna eftir koss hennar og Britney Spe- ars á MTV verðlaunahátíðinni fyrir nokkrum árum. Kossinum var sjónvarpað um allan heim og vakti gríðarlega mikil við- brögð, góð og slæm. Kossinn kom Madonnu í kllpu nýlega þegar níu ára dóttir hennar, Lourdes, efaðist um kynhneigð móður sinnar. Madonna kom sér þó úr klípunni á sinn hátt með lítilli hvítri lygi og sagði kossinn að sjálfsögðu hafa verið and- legan: „Eg er mömmupoppstjarnan og Britney er dóttur- poppstjarnan og ég kyssti hana til að flytja yfir á hana orku.“ HEYRST HEFUR...

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.