blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 blaAÍÖ
Margar léttar
leiöir til að
eignast nyjan bíl
LÝSING
Suðurlandsbraut 8
108 Reykjavík
s: 540 1500
www.lysing.is
Franck Montagny
Montagny
hættur hjá
Renault
Fyrrum reynsluökumaður Rena-
ult, Franck Montagny. hefur
skrifað undir samning við liðið
Super Aguri um að vera þriðji
ökumaðurinn í opnunarkeppni
Formúlu 1 í ár. Montagny eyddi
þremur tímabilum hjá Rena-
ult áður en Heikki Kovalainen
leysti hann af hólmi. Montagny
verður í viðbragðsstöðu fyrir
Super Aguri í Bahrain og Mal-
asíu ef annað hvort Takuma
Sato eða Yuji Ide forfallast.
SANTANA
IVI O T O fl
Til sölu nýir
Santana 300 Tdi
Sport. Harð-Top
Verð aðeins:
Kr: 2,235,000,-
Varahlutir ehf
Smiðjuvegur 4 A
Kópavogi
Sími 587-1280
Það er af sem áður var að Formúlubílar litu svona út en þetta er Porsche 804.1 dag er loftaflfræði heilmikið notuð til að hanna kapp-
akstursbilana enda er meginmálið að ná sem mestum hraða.
Loftaflsfrœði er lykillinn
að fullkomnum Formúlubíl
Formúlubílar eiga lítið sameiginlegt með venjulegum bílum enda
eyða lið gríðarlegum fjármunum í rannsóknir ogþróun ár hvert.
18 I FORMÚLAN
vdo
• IS VDO Verkstæðið ehf. - Borgartúni 36 - s:58
Nútímalegur bíll í Formúlu 1
kappakstrinum á jafn mikið
sameiginlegt með þotu og hann
á með venjulegum bíl. Loftafls-
fræði er lykillinn að velgengni í
íþróttinni og lið eyða milljónum
króna í rannsóknir og þróun á
ári hverju. Það er helst tvennt
sem loftaflsfræðingurinn hefur
áhyggjur af. Hann þarf að skapa
afl sem ýtir dekkjunum niður á
brautina auk þess sem hann þarf
að lágmarka áhrif mótvinds sem
hægir á bílnum.
Nokkur lið í Formúlunni próf-
uðu sig áfram með svokölluðum
vængjum í kringum sjöunda ára-
tuginn en núna eru þessir vængir
vel þekktir. Vængir kappaksturs-
bíls virka svipað og vængir flug-
véla. Loftið flæðir yfir tvær hliðar
vængsins á mismunandi hraða og
þetta skapar mismunandi þrýst-
ing, eðlisfræðileg regla sem er
þekkt undir nafninu Bernoulli's
Principle. Þegar þessi þrýstingur
reynir að ná jafnvægi þá reynir
vængurinn að hreyfa sig í átt að
lágþrýstingnum. Flugvélar nota
vængi til að lyfta sér á loft en
kappakstursbílar nota vængina til
að þrýsta dekkjunum á brautina.
Nútímalegur Formúlubíll getur
skapað afl sem er þrisvar sinnum
meira en þyngd bilsins. Fræðilega
séð gætu Formúlubílarnir því ekið
öfugir á miklum hraða.
Bfll sem er eins og vængur
Áður fyrr ollu tilraunir með færan-
lega vængi tilkomumiklum slysum
og í kringum áttunda áratuginn var
reglugerð komið á sem takmarkaði
stærð og staðsetningu vængjanna.
Þrátt fyrir að reglurnar hafi þróast
í tímanna rás þá eru þær nokkurn
veginn þær sömu í dag.
Um miðjan áttunda áratuginn
var búið að uppgötva „ground ef-
fect“, en verkfræðingar fundu út
að hægt var að láta allan bílinn
líkja eftir væng með því að búa til
risastóran væng á neðri hlið bíls-
ins sem myndi sjúga sig fastan við
götuna. Dæmi um þennan hugsun-
arhátt var Brabham BT46B sem var
hannaður af Gordon Murray. Sá
bíll notaði viftu til að draga loft frá
svæðinu undir bílnum og skapaði
með því heilmikið afl sem þrýstir
dekkjunum á brautina. Sá bíll var
hins vegar dreginn úr keppni eftir
aðeins eina umferð.
Áhrif mótvinds lágmörkuð
Þrátt fyrir mikla hugmyndaauðgi
loftaflsfræðinga hjá flestum liðum
Formúlunnar er grundvallarlög-
mál Formúlunnar enn í gildi: Að
skapa eins mikið afl og mögulegt
er sem þrýstir dekkjunum á braut-
ina og lágmarkar áhrif mótvinds.
Vængirnar sem eru að framan
og aftan á bílunum eru sérhann-
aðir eftir því hve mikinn þrýsting
þarf að skapa á viðkomandi braut.
Þröngar og hægar brautir eins og
Monaco krefjast stórtækra vængja.
Á hinn bóginn má sjá að bílar á
hröðum brautum eins og Monza
eru með eins litla vængi og mögu-
legt er til að minnka mótvind og
auka hraða á löngum og beinum
hlutum brautarinnar. Hvert ein-
asta yfirborð nútímalegs Formúlu-
bíls, allt frá krækjum að hjálmi bíl-
stjórans, hefur verið hannað með
tilliti til loftaflsfræða. Ef horft er
á nýlegan Formúlubíl má sjá að
eins miklu hefur verið varið í að
minnka mótvindinn og í að þrýsta
dekkjunum á brautina. Þrátt fyrir
þetta geta hönnuðir ekki gert bíl-
ana of „sleipa“ því það þarf heil-
mikið magn af lofti til að dreifa þvi
mikla magni af hita sem vél bílsins
myndar.
svanhvit@bladid.net
Einnig nýr
Santana PS10.
9 sæta ferðabíll
Verð aðeins:
3,400,000,-
Þessir bílar eru byggðir fyrir íslenskar
aðstæður, þeim fylgja heldur engir
barnasjúkdómar, sem margir nýir bílar
þjást af í dag, því þeir byggja á margra ára
reynslu Santana verksmiðjanna í
framleiðslu aldrifsbifreiða.
Þeir eru einnig sérstaklega ætlaðir
ökumönnum, sem gera við sína bíla sjálfír.