blaðið - 06.03.2006, Page 12

blaðið - 06.03.2006, Page 12
26 I FORMÚLAN MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 blaðið Islenskur dómari eftir• sóttur í Formúlunni Ólafur Kr. Guðmundsson: „Málið er bara að fara eftir reglunum, dæma jafnt og eftir bestu samvisku. Það er best að horfa bara á þetta sem númer á bíl, það skiptir engu máli hversituríhonum* Það eru eflaust þúsundir íslend- inga sem fylgjast með Formúlu i kappakstrinum árlega. Svip- aður fjöldi myndi eflaust vilja hafa íslenskt lið eða ökumann í keppninni, einhvern sem heldur heiðri landsins á lofti. Sú ósk hefur ekki enn ræst en hins vegar eigum við dómara sem gerir sitt til að halda nafni íslands á lofti, í Formúlunni sem og öðrum kappaksturskeppnum. Ólafur Kr. Guðmundsson, stjórnar- maður í Landssambandi íslenskra akstursfélaga og FÍB, hefur dæmt í alþjóðlegum kappakstri frá ár- inu 1993. „Ég byrjaði í mótorsporti heima í kringum 1975 og fór svo að dæma í alþjóðlegum kappakstri árið 1993. Landssamband íslenskra akstursfélaga er aðili að FIA sem eru alþjóðaaksturssamtök og árið 1993 gaf ég kost á mér að dæma keppnir erlendis. Dómarastörfin byggjast á reynslu og ég tók þátt í ^BunnHni Nú er tími til að gera góð kaup - Mikið af frábærum tilboðum alla daga í mars LG bvottavél og burrkari Edesa bvottavél Nardi ofn og helluborð 2 tæki saman Otn NAFEA771XS - Hellub.NAPVL4DTCX ftölsk hönnun - ftölsk gæði! Giæsilegur nýtiskulegur ofn meö heitum blæstri, pizzastillingu, stafrænni klukku sem minnir þig á, lætur ofnin fara af stað og stoppa sjálfvirkt o.fl eftir ákv.tíma, (Bjóðum uppá létthreinsibúnað í alla Nardi 60 cm ofna) Keramikhelluborð með 4 hellum þar af einni stækkanlegri, snertitökkum og stálramma. Verö aðeins kr. 79.900.- Maytag bvottavél Afarafkastamikil. Tekur heitt og kalt vatn. Lengsta ' ivottakerfi aðeins 30 min. sl. leiðb. Tekur 10,2 kg. Verð aðeins kr. 129.900. Maytag burrkari Þurrkari með barka. tímastilltur 1 ogmeð rakaskynjara. Isl. leiðb. I Afar hraðvirkur. Tekur 10,2 kg. | Verö aðeins kr. 95.900.- Opið virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-16 RflFTffKJílUERZLUN ISLANDS If - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • ri@ri.is* www.ri.is að byggja upp torfæruna, rallakstur- inn og fleira heima fyrir. Ef maður nær góðri þekkingu í grunnreglum alþjóðaaksturssamtaka þá endar með því að maður getur ekki mikið meira heima og gefur kost á sér er- lendis. Ef maður er nógu góður þá fær maður tækifæri. Hingað til hefur þetta gengið ágætlega hjá mér.“ Ein stór fjölskylda Auk þess að dæma í alþjóðlegum keppnum dæmir Ólafur líka keppnir hér heima, torfærur, rallakstur og fleira. „Ég held að það sé sjötta Form- úlu í keppnin sem ég dæmi í núna en ég dæmi í San Marino, keppni fjögur. 1 haust fer ég síðan til Dubai til að dæma í sportbílakstri," segir Ólafur sem sjálfur keppti í rallakstri í gamla daga eins og hann orðar það. „Ég hef aðallega starfað við dómgæsl- una og skipulagningu. En það er samt sem áður ekki aðalvinnan mín því ég vinn í tölvubransanum. Þetta er meira áhugamál en ég hef tekið eina eða tvær keppnir á ári síðustu árin. Þetta er mjög skemmtilegt. Svo er maður farinn að þekkja mikið af fólki í kringum sportið og við erum því eins og ein stór fjölskylda. Ég er alltaf að hitta sama fólkið, bæði þá sem stjórna Formúlu í og þá sem dæma með mér. Maðurinn sem ég dæmi með núna er til dæmis Breti sem ég hef dæmt með í mörg ár.“ Vill að besti maðurinn vinni „Ég tek þessu eins og hverju öðru verkefni,“ segir Ólafur þegar hann er inntur eftir því hvernig sé eiginlega að dæma í Formúlunni, sporti sem milljónir fylgjast með. „Málið er bara að fara eftir reglunum, dæma jafnt og eftir bestu samvisku. Það er best að horfa bara á þetta sem númer á bíl, það skiptir engu máli hver situr í honum. Við erum þrir sem dæmum keppnina og við þurfum að vera sammála. Á meðan á keppn- inni stendur sitjum við í herbergi fullu af sjónvarpsskjám þar sem við fylgjumst með. Síðan fylgjumst við líka með að keppnin fari fram sam- kvæmt dagskrá, samkvæmt reglum og að öryggið sé í lagi.“ Ólafur segist ekki halda með neinu sérstöku liði í Formúlunni þegar hann er ekki að dæma. „Einhvern veginn hef ég aldrei gert það. Ég vil bara að besti maðurinn vinni en ég fylgist með Formúlunni eins og flestum öðrum svona keppnum." Getum haft ökumann í Formúiunni Þrátt fyrir að töluverð vinna fylgi dómarastörfunum segir Ólafur að störfin séu ekki launuð. „Hins vegar er allur kostnaður borgaður. Það er til þess að við höldum hlutleysi gagn- vart FIA, við erum ekki á kaupi hjá neinum. Hlutleysið þarf að vera til staðar því við getum verið að taka ákvarðanir gegn starfsmönnum keppninnar. Ef við værum á launum hjá sömu aðilum og starfsmenn keppninnar þá gætum við verið í vandræðum. Það er alltaf einn fasta- dómari en ég er dómari númer 2. Ég er í hópi 19 manna og dómarar númer 2 eru alltaf frá öðru landi en fastadómarinn og aldrei frá sama landi og keppnin er haldin í. Síðan tilnefnir landið sem heldur keppnina einn dómara. Það er talinn kostur að fá sem mesta breidd í dómara- valið og ísland er hvorki með lið né ökumann í Formúlunni. Það eru því meiri líkur á að maður geti haldið fullu hlutleysi," segir Ólafur og bætir við að ísland eigi alveg möguleika á að hafa ökumann í Formúlunni eins og hver annar. „Danir hafa verið með mann í Formúlu 1 og því ættum við alveg eins að geta það.“ svanhvit@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.