blaðið - 27.03.2006, Side 2

blaðið - 27.03.2006, Side 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 blaðið blaöið__________ Bæjarlind 14—16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 * www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADÉIIP: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Fimm á slysadeild eftir bílveltu mbl.is | Fólksbíll fór út af Suðurlands- vegi vestan við Þjórsárbrú í gær með þeim afleiðingum að fimm voru fluttir á slysadeild. Bíllinn fór nokkrar veltur samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Selfossi en engin mun hafa slasast alvarlega. Farþegarnir voru fluttir á sjúkra- húsið á Selfossi og þaðan var tvennt flutt á sjúkrahús í Reykjavík til nán- ari skoðunar. Bíllinn er gjörónýtur. Viðbúið að endurfjármögnun bank- anna verði velt yfir á almenning Yfirvofandi vaxtahœkkanir viðskiptabankanna munu valda verðlœkkun á fasteignamark- aði að mati Guðmundar Ólafssonar, lektors við viðskipta- og hagfrœðideild HÍ. Guðmundur Ólafsson Viðbúið er að óhagstæðari end- urfjármögnun við- skiptabankanna muni verða velt á almenning i formi hærri vaxta að mati Guðmundar Ólafssonar, lektors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands (Hf). Endurfjár- mögnun íslensku viðskiptabank- anna þriggja komst í uppnám í síðustu viku þegar bandarískir kaup- endur skuldabréfa ákváðu að fram- lengja ekki samninga upp á tæpa 116 milljarða króna. Guðmundur telur þó ólíklegt að þetta muni valda meiriháttar búsifjum fyrir íslensku bankana. „Yfirvofandi bankakreppa" Nýlegar skýrslur erlendra greining- ardeilda um íslenska hagkerfið og umfjallanir í erlendum blöðum hafa greinilega skilað sér í minnkandi til- trú erlendra fjárfesta á íslenskt við- skiptalíf. f síðustu viku kom fram að bandarískir kaupendur skuldabréfa í íslensku bönkunum hafa ákveðið að framlengja ekki samninga að and- virði tæpra 116 milljarða króna. Hlutabréf í viðskiptabönkunum þremur lækkuðu töluvert í verði í Kauphöllinni síðastliðinn föstudag og þá mest hlutabréf í KB-banka sem féllu um 7,53%. f umfjöllun danska dagblaðsins Berlingske Tidende á laugardaginn um íslenskt viðskiptalíf var talað um brunaútsölu í íslenskum bönkum og rætt um yfirvofandi bankakreppu. Vextir bjekka_____ Guðmundur Ölafsson, lektor við við- skipta- og hagfræðideild Hf, telur ástæðulaust að óttast hrun íslensku viðskiptabankanna. Hann segir stöðu þeirra vera sterka og að allt tal um bankakreppu byggi að vissu leyti á misskilningi og vanþekk- ingu. „Það eina sem gæti gerst er að hagnaður þeirra minnki eitthvað en hann hefur reyndar verið ríflegur undanfarin ár.“ Guðmundur segir þó viðbúið að vextir á bankalánum muni hækka eitthvað á næstu vikum og það geti bitnað illa á þeim sem skulda hvað mest. „Það er alveg klárt mál að vextirnir koma til með að hækka. í flestum húsnæðislánum bankanna er endurskoðunarákvæði varðandi hækkun vaxta sem þeir munu nýta. Ef svo verðbólgan fer af stað sam- hliða fallandi gengi 'krónunar þá mun það hafa áhrif til versnandi kjara fólks tímabundið. Ef svo ólík- lega vildi til að allt færi á versta veg yrði bagganum velt yfir á almenn- ing. Það er mín skoðun að bank- arnir vilja íbúðalánasjóð útaf mark- aðinum einmitt til þess að geta hert skrúfuna að almenningi, ef á þarf að halda.“ Að sögn Guðmundar mun þetta bitna verst á þeim sem hafa farið út í fasteignakaup á síðastliðnum 6 til 12 mánuðum. „Vaxtahækkun hefur alltaf áhrif til lækkunar á fasteigna- verði. Þeir sem keyptu eignir áður en verðið fór að hækka hafa fengið happadrættisvinninga uppá millj- ónir. Þessu er hins vegar misskipt. Þeir sem fara verst út úr þessu eru þeir sem hafa verið að kaupa í fyrsta sinn núna undanfarið ár. Þeir eru að kaupa eignir á uppsprengdu verði og lenda í súpunni. En það er alltaf þegar svona gerist að það eru hópar sem tapa og aðrir sem græða.“ Guðmundur segir að bankarnir muni þó að öllum líkindum reyna að verja húsnæðisverðið og koma í veg fyrir að það lækki of mikið, komi sú staða upp. „Það gæti verið að bankarnir myndu reyna að verja húsnæðisverðið og koma þannig í veg fyrir að íbúðir færu á uppboð. Það verða væntanlega byggð upp leigufyrirtæki og reyndar eru bank- arnir nú þegar byrjaðir að auglýsa eftir fólki í svona fyrirtæki. Þessi fyr- irtæki myndu kaupa íbúðir af fólki sem lendir í greiðsluerfiðleikum og síðan leigja því íbúðirnar áfram.“ Ihlutir í álverið BlaölöÆrikkl Það var mikið verið að sýsla í Stálsmiðjunni ehf. Hér er verið að vinna við íhlut númer 192 í hreinsikerfi fyrir álver Norðuráls á Grundartanga. Einnig er unnið við smíði kerja fyrir álverið. Til gamans má geta að íhlutirnir verða alls 261 að töiu. Pylsubarinn LaugardáT' Meirihlutinn vill hætta málarekstri í Baugsmálinu Tveir þriðju telja að málinu verði haldið áfram. Skoðanakönnun, sem IMG Gallup gerði fyrir Baug Group, leiðir í ljós að tæplega 8o% svarenda telja að hætta eigi málarekstri í Baugsmál- inu. Á hinn bóginn telja tveir þriðju hlutar svarenda að málarekstrinum verði haldið áfram þrátt fyrir það. Svipað hlutfall telur að enginn hafi komið vel út úr Baugsmálinu. Um 8o% töldu á hinn bóginn að ein- hverjir hefðu komið sérstaklega illa út úr Baugsmálinu og voru saksókn- ari, lögreglan og ríkissaksóknari oft- ast nefndir í því samhengi. Upphaflegt úrtak í könnuninn var 1.200 manns á aldrinum 16-75 ára, en margir kusu að svara ekki og var svarhlutfallið 57,5%. Könnunin var gerð 20.-22. mars, en fram kemur í fréttatilkynningu Baugs, að fram- kvæmd könnunarinnar hafi verið stöðvuð þegar fréttir bárust af því að sérstakur saksóknari í Baugsmál- inu hygðist áfrýja hluta af dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá 15. mars til Hæstaréttar Islands. Þá kom fram í tilkynningu Baugs að Fjölmiðlavaktin vinnur um Baugsfeðgar koma til réttarhalds þessar mundir að heildarskýrslu um fjölmiðlaumfjöllun og umræðu um Baugsmálin frá upphafi málsins til dagsins í dag. Skýrslan er gerð að beiðni Baugs, en fyrrnefnd skoðana- könnun var upphaflega hugsuð sem liður í þeirri skýrslu. Samstaff gegn heimsf|raldri Með góðu vöktunarkerfi og alþjóð- legri samvinnu er mögulegt að koma í veg fyrir útbreiðslu á mannskæðri inflúensu að mati Haraldar Briem, sóttvarnarlæknis hjá Landlæknis- embættinu. Ráðstefna um vöktun og viðbrögð vegna farsótta verður haldin í hátíðarsal Háskóla íslands í dag og hefst hún klukkan 13. Haraldur Briem, sóttvarnar- læknir, segir íslendinga vinna náið með öðrum Evrópuþjóðum og fylgj- ast vel með þyá hvernig þær skipu- leggi sinn viibúnað. „Við höfum haft sameiginlegar æfingar með Evrópusambandinu þar sem viðbún- aður gegn heimsfaraldri var próf- aður. Við munum væntanlega taka þátt fleiri slíkum æfingum síðar.“ Haraldur segir það aðeins spurn- ingu um tíma hvenær næsti heimfar- aldur brýst út en með góðum undir- búningi og samstarfi milli landa ætti að vera mögulegt að stöðva hann í fæðingu. „Okkar stærsta von er sú að hægt verði að kæfa svona heimsfaraldur í fæðingu. Með alþjóðlegu vöktunarkerfi og samvinnu er mögulegt að einangra hættulega smitsjúkdóma um leið og þeirra verður vart.“ (3 Helðsklrt (3 Léttskýjaö Skýjað Alskýjað Rigning,litilsháttar //' Rigning 7 7 Súld s|;Sn|6koma \jj Slydda Snjóél ^~j Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Alga rve Dublln Glasgow 12 20 12 0 14 10 -02 06 13 17 18 -01 04 08 02 12 0 04 17 18 09 09 -2° * * *1' 0‘ 3 9 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Islands * , -4° * -1 Á morgun -r* ** * 9 2‘ o“W

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.