blaðið - 27.03.2006, Side 10

blaðið - 27.03.2006, Side 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 bla6ið Langt ferli og erfitt framundan Yfirlýsing basknesku aðskilnaðarsamtakanna ETA um varanlegt vopnahlé þykir hafa styrkt mjög stöðu Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar. Hann horfir nú til kosninganna eftir tvö ár. Joseba Permach, talsmaður Batasuna-flokksins, hin pólitfska arms ETA-hreyfingarinnar, á blaðamannafundi í Pamplona á Norður Spáni. Á borðanum segir á tungu Baska:„Virðið ákvörðunarrétt basknesku þjóðarinnar. Land og frið núl" Reuters Jose Luis Rodriguez Zapatero, for- sætisráðherra minnihlutastjórnar sósíalista á Spáni, virðist hafa styrkt mjög stöðu sína í kjölfar þess að baskneska aðskilnaðarhreyfingin ETA lýsti yfir „varanlegu vopnahléi“ í liðinni viku. Zapatero sem þykir hafa verið heldur alvarlegur í emb- ætti forsætisráðherra þótt hann megi teljast prýðilega frjálslyndur er sýnilega létt. Hann gætir þess þó að vera varfærinn í yfirlýsingum sínum og segir ákvörðun ETA að- eins fyrsta skrefið í löngu og erfiðu pólitísku ferli. Spánverjar standi í „forstofu endaloka ofbeldisins“. Óstaðfestar fréttir herma raunar að yfirlýsing ETA hafi ekki átt að koma Zapatero svo mjög á óvart. Að sögn dagblaðsins E1 País voru drög að henni lögð á leynilegum fundum fulltrúa spænska ríkisins og ETA í Ósló og Genf í fyrra. Segir blaðið að ETA hafi sent Zapatero bréf í ágústmánuði árið 2004 og að fundirnir hafi farið fram síðsum- ars í fyrra. ETA-hreyfingin hefur í tæp 40 ár háð blóðuga baráttu fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Baska á Spáni. Rúm- lega 800 manns hafa týnt lífi í að- gerðum hreyfingarinnar á þessu tímabili. Þar ræðir einkum um stjórnmálamenn, lögreglumenn og herforingja auk þess sem fjöldi óbreyttra borgara hefur týnt lífi í hryðjuverkum samtakanna. Hreyf- ingin hefur þó einkum staðið fyrir tilræðum við einstaklinga fremur en „stóraðgerðum" í þeim tilgangi að myrða sem flesta. Zapatero hefur lýst því yfir að stjórn sín hafi sett það efst á verk- efnalistann að tryggja friðinn í Baskalandi en þar hefur ETA-hreyf- ingin einkum látið til sín taka. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að mikill stuðningur er á Spáni við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Því fer þó fjarri að algjör samstaða ríki í spænskum stjórnmálum um hvernig tryggja beri friðinn. Eining ríkisins Forustumenn Þjóðarflokksins (Partido Popular, PP) hafa löngum vænt sósíalista um linkind gagnvart hryðjuverkamönnum. Þjóðarflokk- urinn hefur fram til þess hafnað öllum viðræðum við ETA þó svo raunar sé vitað að þreifingar fóru fram er Þjóðarflokkurinn, sem er flokkur miðju og hægri manna, var við völd á Spáni frá 1996 til 2004. Eining spænska ríkisins er Þjóðar- flokksmönnum nánast trúaratriði og hafa þeir jafnan viljað sýna fulla hörku í viðskiptum við áköfustu þjóðernissinnana í Baskalandi og í Katalóníu. Hægri menn segja ekki koma til álita að hefja viðræður við pólitíska fulltrúa ETA fyrr en hreyf- ingin hafi afvopnast og verið leyst upp fyrir opnum tjöldum. Fyrstu viðbrögð Þjóðarflokks- ins einkenndust af miklum efa- semdum um að taka bæri yfirlýs- ingu ETA alvarlega. Mariano Rajoy, leiðtogi flokksins, virtist í fyrstu hafa í huga hefðbundinn skotgrafar- hernað gegn ríkisstjórn Zapateros. Nú kveður nokkuð við annan tón og hefur Þjóðarflokkurinn sagt að hann standi með ríkisstjórninni í þessu máli. Heldur þykir sú yfir- e lýsing loðin og þrátt fyrir yfirlýs- | ingar um að samstaða ríki er ekki óhugsandi að harðar deilur um næstu skref í viðskiptum við ETA og hinn pólitíska væng hennar séu í vændum á Spáni. Reynslan frá Norður-írlandi Spænskir stjórnmálamenn hafa löngum fylgst grannt með þróun mála á Norður-lrlandi. Þar tók friðarferlið rúm tíu ár. Irski lýð- veldisherinn lýsti yfir vopnahléi árið 1994 en það var ekki fyrr en í fyrra sem samtökin kunngjörðu að „vopnaðri baráttu' hefði verið hætt. Margir búast við því að þró- unin á Spáni verði eitthvað þessu lík. Sjálfur hefur Zapatero lýst yfir því að ákveðið „ferli“ sé nú hafið og það verði langt og erfitt. Athygli hefur vakið að forsætisráðherrann noti hugtakið „ferli“ því sama orð kemur fyrir í yfirlýsingu ETA. Þar er þess krafist að hafið verði „pól- itískt ferli“ sem taki mið af hags- munum og réttindum basknesku þjóðarinnar. í raun vísar þetta orða- lag til kröfunnar um sjálfstætt ríki Baska. Stuðningur við þá hugmynd er mikill í Baskalandi en meirihluti Baska hefur á hinn bóginn fyrir löngu hafnað baráttuaðferðum ETA. Hugsunin er miklu fremur sú að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði Baskalands. Stuðningur við þá aðferð er einnig almennur í Baskalandi en fullyrða má að engar líkur séu á því að slíkt ferli hlyti meirihlutastuðning á þinginu í Madríd. Þar þykir ýmsum sem einingu spænska ríkisins sé nú ógnað sem aldrei fyrr enda eru kröfur um aukna sjálfsstjórn og jafnvel aðskilnað ekki bundnar við Baskaland eitt. 1 ríkasta héraði Spánar, Katalóníu, sýnastþjóðernis- sinnar vera í mikilli sókn og þar er nú komin fram krafa þess efnis að Katalónar fái stöðu „þjóðar“ innan Spánar. Raunar lýsti ETA-hreyf- ingin yfir því í febrúarmánuði árið 2004 að hún væri tilbúin til að lýsa yfir vopnahléi í Katalóníu einni og var þetta haft til marks um að bandalag hefði myndast með þjóð- ernissinnum í þessum tveimur hér- uðum Spánar. Þessi yfirlýsing kall- aði fram gífurlega reiði í landinu. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, ræðir við Wolfgang Schússel, kanslara Austurríkis á leiðtogafundi Evrópusambandsins (ESB) í liðinni viku. Spænsk stjórnvöld meta mikils þann stuðning sem ESB hefur veitt þeim í glímunni við ETA. Sá stuðningur var ítrekaður skilmerkilega á leiðtogafundinum. Rúmfatalagerinn óskar eftir sölumönnum, í boöi er fullt starf. Góö laun í boöi fyrir duglega einstaklinga. Mikil vinna í boói ó líflegum og skemmtilegum vinnustaó. Or vöxtur fyrirtækisins gefur mikla möguleika ó aö vaxa í starfi. Hæfniskröfur: • Hressleiki • Opin fyrir nýjungum • Tilbúin a& læra • Metna&ur og áhugi Umsóknir sendist á rumfatalagerinn@rumfatalagerinn.is eða Smáratorg 1 201 Kópavogur merkt „Sölumaður". Allar nánari upplýsingar veita verlsunarstjórar í verslunum Rúmfatalagersins milli 14:00 - 16:00. Farið verður með allar umsóknir sem trúna&armál. Smáratorgi 1 Holtagörðum Skeifunni 13 Glerártorg 200 Kópavogi v/Holtaveg 108 Reykjavík 600Akureyri 510 7000 104 Reykjavík 568 7499 463 3333 Póstkrafa 588 7499 Póstkrafa Smáratorgi 1 Glerártorg 510 7020 463 3333 Balkanísering? Zapatero forsætisráðherra hefur sýnt körfu Katalóna ákveðinn skiln- ing og uppskorið gífurlega harða gagnrýni. Þjóðarflokkurinn hefur m.a. vænt hann um að stefna að „balkaníseringu“ Spánar með vísan til upplausnar Júgóslavíu og hryll- ingsins sem það ferli allt kallaði yfir þjóðir Balkanskagans. Raunar ræður pólitískt hagsmunamat ein- hverju um afstöðu forsætisráðherr- ans því hann þarf að reiða sig á stuðning vinstri lýðveldissinna frá Katalóníu á þingi. Staðan í spænskum stjórnmálum hefur gjörbreyst með yfirlýsingu ETA-hreyfingarinnar. Spænsk stjórnmál eru sérlega flókin og ljóst er að stjórnmálaleiðtoga bíður erf- itt verkefni. Og það á ekki síður við um stjörnmálaflokka og -leiðtoga í Baskalandi. Vonir hafa hins vegar vaknað og þessu sinni eru þær raun- verulegar og almennar. Líklegt sýn- ist að yfirlýsing ETA marki raun- veruleg þáttaskil. FRJÁLST ÓHÁÐ blaóiö

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.