blaðið - 27.03.2006, Page 22

blaðið - 27.03.2006, Page 22
30 I ÍPRÓTTIR MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 blaðið Spurs og Liverpool enn ósátt vegna Defoe Stjórnarformaður Liverpool vill ná sáttum en stjórarnir Benitez og Jol eru stál í stál. Rafael Benitez sýnir Robbie Fowler hvernig Spánverjar fara að því að rekja knöttinn. SKYNDIPRÓFIÐ Sven-Göran Eriksson 1. Hversu langt komst Eng- land á HM 2002 undir hans stjórn? 2. Hvaða ár varð hann lands- liðsþjálfari Englands? 3. Hvaða lið þjálfaði hann áður en hann tók við stjórn enska landsliðsins? 4. Hvað heitir hin þekkta sænska sjónvarpskona sem hann er sagður hafa átt í ást- arsambandi við? 5. Hvaða skandinavíska liði stýrði hann til sigurs í Evr- ópukeppni bikarhafa 1982? Rick Parry, stjórnarformaður Li- verpool, segir að liðið leiti nú sátta við Tottenham vegna Defoe-málsins svonefnda en mikið orðastríð ríkti félaganna í millum um liðna helgi. Forsaga málsins er sú að Rafael Ben- itez, stjóri Liverpool, sagði við fjöl- miðla að Tottenham vildi eindregið selja sóknarmanninn Jermain Defoe og hefði gengið svo langt að bjóða öðrum liðum að fyrra bragði að kaupa hann. Martin Jol, stjóri Tottenham, vísaði þessum fullyrð- ingum hins vegar til föðurhúsanna og var harðorður í garð Benitez fyrir að tala af slíkri óvarkárni um leik- mann sinn. „Við eigum í viðræðum við Spurs vegna málsins en við viljum af- greiða þetta sem fyrst og snúa okkur að öðru,“ sagði Parry. „Þeir segjast ekki hafa áhuga á okkar leikmanni og við höfum ekki áhuga á þeirra leikmanni og þar við situr,“ sagði Parry enn fremur og átti við Djibril Cisse, sóknarmann Liverpool, sem ítrekað hefur verið bendlaður við Lundúnaliðið. Spurs segja Benitez kjaftask Stjórarnir tveir sitja þó fastir við sinn keip og vilja ekki takast í hendur. Martin Jol sagði kollega sinn Benitez ódrengilegan og sendi honum tóninn þegar hann ræddi við fjölmiðla. „Það er nógu slæmt að umboðsmenn flytji rógburð, en að félagið sjálft geri það er fyrir neðan allar hellur. Aldrei á minni löngu ævi hef ég heyrt þvílíkan þvætting að ég vilji selja Jermain. Ég færi ekki að selja mjög góðan sóknarmann þegar ég vildi helst bæta öðrum við,“ sagði Jol og hélt áfram: „Vissu- lega koma menn ekki að tómum kofanum þegar þeir leita að góðum leikmönnum hjá Tottenham. En rétt- ast er að spyrja fallega, en ekki að gaspra í fjölmiðla, og þá getum við afþakkað kurteislega.“ Benitez hefur harðneitað að biðj- ast afsökunar á ummælum sínum þrátt fyrir að Daniel Levy, stjórnar- formaður Spurs, hafi beðið hann að gera svo. Sagði Spánverjinn að Levy væri sá sem hefði hegðað sér óíþróttamannslega. „Hængurinn er sá að ég er stálminnugur. Levy aftur á móti virðist ekki geta munað eftir samræðum við ákveðna umboðs- menn um ákveðin atriði. Ég hef hins vegar rætt við umboðsmennina og þeir hafa sagt mér hvað var í gangi. Ég man því að ég er fagmaður, en það er Levy ekki,“ sagði Benitez. Defoe vill ekki burt Sjálfur hefur Defoe verið sallaró- legur yfir öllu saman og segist ekki missa svefn yfir deilu félaganna. Segist hann vilja spila hvergi ann- ars staðar en á White Hart Lane. ,Af hverju ætti ég að biðja um sölu þegar ég hef engan áhuga á að fara? Vitaskuld hefur verið erfitt að þurfa að sitja á bekknum, en hjartað slær fyrir Tottenham og hér vil ég vera,“ sagði Defoe. Tottenham er um þessar mundir í fjórða sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Arsenal en liðið mætir WBA á heimavelli í kvöld og getur því aukið muninn í fimm stig. Sagði Defoe að hann vildi gera allt sem í hans valdi stæði til að tryggja liðinu sæti í Meistaradeild Evrópu, hvar liðið hefur aldrei leikið áður. bjorn@bladid. net •öjoqejnet) )|j| 'S 'uossuof eijuin •fr 'Ojzeq í 'iooz z 'j||sjn eQ||-8 j ‘i LENCJAN LEIKIR DAGSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Middlesbro - Bolton 2,05 2,65 2,60 Charlton - Newcastle 2,05 2,65 2,60 Ascoli - Chievo 2,10 2,65 2,55 Lazio - Sampdoria 1,80 2,80 3,00 Messina - Udinese 2,05 2,65 2,60 Lilleström - Djurgárden 2,00 2,70 2,65 Manchester United - Birmingham 1,15 4,00 7,70 Celta Vigo - Mallorca 1,50 3,00 4,00 Espanol - Alaves 1,65 2,90 3,35 Getafe - Real Sociedad 1,80 2,80 3,00 Racing Santander - Real Zaragoza 2,00 2,70 2,65 Sevilla - Valencia 2,20 2,60 2,45 Bröndby - Silkeborg 1,25 3,65 5,70 Bordeaux - Nice 1,45 3,10 4,25 Bielefeld - Niirnberg 1,95 2,70 2,75 Kaiserslautern - Mgladbach 2,10 2,65 2,55 Real Madrid - Deportivo La Coruna 1,40 3,20 4,50 Monaco - París SG 2,00 2,70 2,65 Cadiz - Atletico Madrid 2,65 2,70 2,00

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.