blaðið - 27.03.2006, Síða 30
MÁNUDAGUR 27. MARS 2006 blaðið
381
AF NATTURULEYSI
Smáborgarinn er náttúrulegur unnandi
lífsins og honum ieiðist svokölluð realpól-
itík. Pólitík sem hefur ekkert annað gildi
en sem upphafinn áróður gegndarlausrar
markaðs- og neysluhyggju, að ógleymd-
um stríðsrekstri. Þannig þykir Smáborg-
aranum ansi hart að þurfa að horfa upp
á eyðileggingu íslenskrar náttúru vegna
þess að iíópur Islendinga er enn að borga
af upphækkuðum jeppum, 48 tommu
plasmasjónvörpum og leðurhornsófum.
Smáborgarinn hefur mikinn og meiri
áhuga á því að horfa í kringum sig en á
sjónvarpið. En Smáborgarinn virðist vera
einnaffáum.
Og þó. Sífellt fleiri virðast tilbúnirtil að
leggja frá sér snakkpokann stutta stund,
og velta því fyrir sér hvort þeir ættu nú að
kanna um hvað málið snýst. Á móti kem-
ur að realpólitíkusarnir hafa fundið vind-
áttina breytast, viðhorfsbreytinguna.
Rannsóknirvisindamanna á veðri og vind-
um eru þvi allt í einu orðnar hápólitískar.
Menn eins og Siggi Stormur, Ari Trausti
og fleiri eru allt í einu orðnir harðsvírað-
ir lygarar sem vilja ekkert annað en telja
fólki trú um bull og vitleysu. Til hvers? Jú,
samkvæmt málflutningi virkjanasinna,
realpólitískum er það svo að stórhættu-
lega náttúruverndarsinna er að finna alls
staðar. Menn sem Ijúga því til hvernig
vindarnir snúast í þeim einum tilgangi
að koma í veg fyrir álið. Náttúruverndar-
sinnar um allan heim séu á móti auðlegð
íslendinga. Ofsóknaræðið er slíkt að af
málflutningi virkjanasinna mætti ætla
að blessaðir veðurfræðingarnir hækkuðu
hitastig jarðarinnar þersónulega.
Siggi stormur er maðurinn á bak við
tjöldin
Það þótti rosa fínt hér einu sinni að geta
klippt á samkennd og innsæi fyrir eitt-
hvað sem var strípað af öllu sem gerir
menn mannlega. Realpólitík. Strípað
samhengi hlutanna, strípað væntingum
og þeirri augljósu staðreynd að mennirn-
ir ráða sjálfir örlðgum sínum.
Realpólitíkin hefur svipt menn fleiri
tækifærum en hún hefur nokkurntíma
gefið. Enda er hæpið að búast við frjóum
farvegi geldrar hugsunar. Realpólitíkusar
halda því blákalt fram að þeir sem telja
það rangt að fórna náttúrunni fyrir yngri
konur, eidra viskí og betri bíla séu snar-
klikkað fólk. Fólk sem kann ekki gott að
meta. Smáborgarinn veit hins vegar að
málunum er þveröfugt farið. Það eru virkj-
anasinnar sem kunna ekki gott að meta.
Þekkja ekki eigið land. Menn sem belgja
sig út með stórmennskustælum því þeir
þekkja ekki tækifærin. Það hefur alltaf
verið eðli náttúrulausra manna.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafrœði við
Háskóla íslands
Nær Sjálfstæðisflokkurinn meiri-
hluta í borgastjórnarkosningunum?
„Þessi skoðanakönnun hefur lítið forspárgildi því það verða oft miklar breyt-
ingar á fylgi flokkanna rétt fyrir kosningar. Vissulega gefur þessi niðurstaða
sjálfstæðismönnum ágætar vonir en það er ekkert í hendi. I könnun Frétta-
blaðsins er svarhlutafallið einungis 62% sem þýðir að tæp 40% er óráðið fylgi
en reynslan hefur sýnt að óráðið fylgi fer oftar en ekki til annarra flokka en
Sjálfstæðisflokksins.“
Bim/lngó
Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 54% atkvæða í borgarstjórnarkosningum ef gengið
yrði til kosninga nú.
Práir að leika
góða stelpu
Jessica Alba er hundleið á því að leika kynþokkafullar dræsur í kvikmyndum og þráir 4
heitast að leika góða stelpu í rómantískri gamanmynd.
„Ég vil leyfa öðrum leikkonum að leika druslur," sagði Jessica í viðtali við vefsíðu Holly-
wood Reporter. „Ég vil leika sætu og góðu kærustuna sem trúir á ástina. Þannig hlutverk
eru að mínu mati áhugaverðari en önnur.“
Alba bætti við að draumameðleikari hennar sé enginn annar en hjartaknúsar- , /
inn George Clooney, þrátt fyrir að hann sé meira en 20 árum eldri en hún. „Ég 7
veit reyndar ekki hvað honum finnst um mig, þegar ég hitti hann sagði ég hon-
um að hann að væri svo gamall að hann gæti verið pabbi minn.“
Kerlingin hans Joe
Brittany Murphy segist steinhissa á eigin löngunum til að vera húsmóðir og
hefur sett sér það takmark að vera fullkomin í því hlutverki.
Murphy hefur verið trúlofuð athafnamanninum Joe Macaluso frá því í
desember og er ótrúlega ánægð með heimilislíf þeirra. „Ég bjóst aldrei
við að vilja vera húsmóðir en núna langar mig að vera góð í því. Ég vil
læra að elda góðan mat og gera unnusta minn hamingjusaman. Ég vil
ekki þurrka út það sem konur hafa náð fram með kvenréttindabaráttunni,
það er allt gott og blessað, en ég elska að vera „kerlingin hans Joe.“
Pink elskar París
Söngkonan Pink hugleiðir þessa dagana að flytja til Evrópu vegna þess að hún telur
heimsálfuna hafa menninguna sem Hollywood skorti.
Pink hefur reyndar ekki lýst yfir að hún vilji flytja til íslands því Frakkland á hug
hennar allan. Hún er yfir sig hrifin af landinu og segist dreyma um að Paris verði
hennar heimaborg.
„Frakkar eru svo frábærir og svalir,“ sagði Pink í nýlegu viðtali. „Það er engin
menning í Hollywood. í Frakklandi fær einstaklingurinn að njóta sín en í Holly-
wood eru allir eins. Ég elska París og suðurhluta Frakklands og myndi pottþétt flytja
þangað."
I®
eftir Jim Unger
FERMINGAR
Miðvikudaginn 29.mars
blaðió
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net
Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net
Bjami Danielsson • Simi 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net
Til hamingju Sigríður mín.
HEYRST HEFUR.
Sjálfstæðismenn í Reykja-
vík eru kampakátir með
nýjustu skoðanakönnun Frétta-
blaðsins, sem
bendir til þess að Mfí
þeir fái níu borg-
arfulltrúa kjörna
með 53,8% at- ' /w
kvæða. Samfylk- ■
ing fengi á hinn
bóginn fimm menn kjörna með
33)3% fylgi. Ef marka má könn-
unina. Vinstri grænir ná svo inn
einum manni, rétt svo. Þetta er
auðvitað umhugsunarefni fyrir
pólitíska áróðursmeistara. Þeir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og
Dagur B. Eggertsson ná svona
glimrandi árangri með því að
vera nánast í felum, en sprell og
auglýsingar oddvita hinna flokk-
anna virðast vera í þann veginn
aðþurrkaþáút...
Samfylkingunni tekst býsna
vel að fela innri vandamál
í þingflokknum,
sem hafa grafið
þar umsigíallan
vetur. Stíflyndið
milli Margrétar
Frímannsdóttur,
þingflokksfor-
manns, og Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, flokksformanns,
hefur að sögn siður en svo
minnkað undanfarna mánuði
eftir fræga hurðarskelli um árið.
Ekki er það þó eina óeirðin
innan Samfylkingarinnar.
Á málstofu Kor-
máks og Skjald-
ar er því haldið
fram, að þó það
andi köldu milli
Margrétar Frí-
mannsdóttur
og Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, sé enn meira frost milli
þeirra Margrétar og Lúðvíks
Bergvinssonar, þingmanns Vest-
manneyja. Mat manna er að
Margrét sé síður en svo örugg
um að halda 1. sætinu í kjördæm-
inu, þrátt fyrir glæsilegan árang-
ur í síðustu kosningum. Lúðvík
telur sig hæglega geta lagt Margr-
éti af í prófkjöri og ætlar sér það
víst. En síðan má vera að hann
þurfi ekki að hafa fyrir því ef
Margrét flytur sig yfir í Suðvest-
urkjördæmi - Kragann - eins
og sumir hafa gert skóna...
Innan Framsóknar eru ekki
ósvipaðar deilur í þingflokkn-
um þar sem talsamband er fyrir
löngu slitið á milli Halldórs Ás-
grímssonar, for-
sætisráðherra og
formanns Fram-
sóknarflokksins,
og Guðna Ágústs-
sonar, varafor-
manns og holdgervings hinnar
þjóðlegu bændamenningar forn-
aldar. Guðni talar ítrekað með
öðrum pólitískum áherslum og
blæ en Halldór og virðist reyna
ljóst og leynt að skapa gjá á milli
málflutnings síns og formanns-
ins. Jónína Bjartmarz er sögð
æf út 1 formanninn og allt hans
lið, fyrir að hafa gengið enn og
aftur framhjá henni við skipan
nýrra ráðherra. Hún lætur hins
vegar eiga sig að hjóla í formann-
inn - í bili - en einbeitir sér að
því að leggja steina í götu Björns
Inga Hrafnssonar, hins pólitíska
uppeldissonar Halldórs. Þegar
við bætist virk andstaða Kidda
„sleggju" Gunnarssonar, sem
alltaf er á móti forystu flokksins
og farinn að gægjast inn fyrir
gættina hjá Samfylkingunni,
ætti varla að dyljast að fundir í
þingflokki Framsóknar hljóta
að vera einkar merkilegir. Frá
mannfræðilegu sjónarmiði ef
ekki öðrum...