blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 biaöiö 4 I INNLENDAR FRÉTTIR Fjármálaeftirlitið vísar þremur málum til ríkislögreglustjóra Upplýsingaskyldu vegna verðbréfaviðskipta var ekki sinnt sem skyldi. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir sltkar upplýsingar mikilvœgarfyrir markaðinn. Aðeins einu slíku máli vísað til lögreglu tfyrra. Fjármálaeftirlitið hefur vísað þremur málum vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti til ríkislög- reglustjóra. Um er ræða mál þar sem tilkynningarskyldu til Kauphallar- innar vegna viðskipta með verðbréf var ekki sinnt sem skyldi. Á síðasta ári var aðeins einu slíku máli vísað til lögreglunnar og því um verulega fjölgun að ræða. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir eina úrræði stofnunarinnar í svona tilvikum vera að vísa málum til ríkislögreglustjóra. (trekuð brot Fjármálaeftirlitið ákvað í lok mars- mánaðar að vísa þremur málum vegna brota á lögum um verðbréfa- viðskipti til ríkislögreglustjóra. Málin snúa öll að svokallaðri flögg- unarskyldu en samkvæmt lögum er aðila skylt að tilkynna Kauphöllinni sérstaklega þegar verðbréfaviðskipti hafa veruleg áhrif á samsetningu eignarhluta í fyrirtæki. I tveimur af þeim tilvikum sem Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að vísa til lögreglu barst tilkynning vegna viðskipta of seint. Um er að ræða viðskipti sem áttu sér stað í janúarmánuði. í þriðja tilvikinu er um að ræða Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeft- irlitsins. viðskipti sem áttu sér stað í ágúst- mánuði á síðasta ári og hefur sá aðili itrekað brotið gegn lögum um flöggunarskyldu. A síðasta ári voru sjö mál tekin til athugunar með hliðsjón af um- ræddri flöggunarskyldu. Aðeins einu máli var þó vísað til ríkislög- reglustjóra og því er hér um tölu- verða fjölgun að ræða. Eiga að tilkynna Að sögn Jónasar Fr. Jónssonar, for- stjóra Fjármálaeftirlitsins, geta brot af þessu tagi haft áhrif á markaðinn þar sem reglum um upplýsingaflæði er ekki fylgt eftir. „Menn eiga að til- kynna þegar viðskipti hafa veruleg áhrif á eignarhluta i fyrirtæki. Þetta eru upplýsingar sem eru mikilvægar fyrir markaðinn. Við getum þó ekki sektað sjálfir fyrir slík brot þar sem við höfum ekki heimild til þess. Þannig að einu möguleikarnir eru að gera ekki neitt eða senda málið áfram til ríkislögreglustjóra." Jónas segir það misjafnt hvernig Fjármálaeftirlitinu berast upplýs- ingar um slík brot en í mörgum til- vikum komi athugasemdir frá Kaup- höllinni. „Við erum í samstarfi við Kauphöllina. Ef þeir verða varir við eitthvað þá láta þeir okkur vita. Svo tökum við oft sjálfir upp mál.“ Jónas bendir ennfremur á að í kjölfar hinnar svokölluðu gagnsæ- isstefnu muni Fjármálaeftirlitið framvegis birta athuganir og mál af þessu tagi á heimasíðu sinni. Hann segir þó að stefnan sé að birta ekki nöfn tiltekinna aðila fyrr en málum er endanlega lokið. „Við birtum nöfn eftir að kærufresti lýkur því þá er málinu einfaldlega lokið. I hinu tilvikinu á eftir að rannsaka málið frekar af hálfu lögreglu. Það er síðan þeirra að ákveða hvort ástæða sé til að gefa út ákæru í málinu." Fljótsdalshérað skilar hagnaði Samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2005 var Fljótsdalshérað rekið með 273 milljóna króna hagnaði en þetta kemur fram á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2005 námu 1.958 milljónum króna en rekstrargjöld fyrir fjár- magnsliði námu alls 1.565 milljónum króna. Fjárfestingar ársins 2005 námu nettó 637 milljónum króna en lántökur námu 388 milljónum króna. Eigið fé sveitarfélagsins í árs- lok 2005 nam 1.177 milljónum sam- kvæmt efnahagsreikningi og eigin- fjárhlutfallið hækkaði úr 28% í 32% frá árinu 2004-2005. Samþykktu sameiningu Meirihluti íbúa Skeggjastaða- hrepps og Þórshafnarhrepps samþykkti sameiningu sveit- arfélaganna í atkvæðagreiðslu sem ffarn fór á laugardaginn. Um 92% kjósenda í Þórs- hafnarhreppi samþykktu sameininguna en rétt tæp 58% kjósenda í Skeggjastaðahreppi. Sameiningin mun taka gildi að afloknum sveitar- stjórnarkosningum í maí. Vörubíll valt mbl.is | Vörubíll valt þegar hann vár að losa hlass á malar- slóða við Laugarvatn á fjórða tímanum f gær. Ökumaður bílsins slasaðist og var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi. Að sögn læknis á slysadeild slasaðist maðurinn ekki alvarlega. Vildarþjónusta Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. SPH - fyrír þig og fyrirtækið! spbn 5502000 | www.sph.is PÁSKAR Á AKUREYRI ...skíbasnjórinn er á Akureyri í ár! JflíðmfjgU Veriö velkomin! Akureyrí www.hlidarfjall.is í álfheimum BlaöiS/Steinar Hugi Ekki eru þau átján börnin sem Þórður Viðar viðraði í góða veðrinu i gær en á álfaslóðir var förinni engu að sfður heitið. Hundurinn Aval- on leiðir hópinn um holt og hæðir og fast á hæla hans fylgja börnin Telse Björk, Tinna Björk og Kjarval Thor. Magnús Þór á lista frjálslyndra á Akranesi Karen Jónsdóttir, viðskipta- fræðingur, mun skipa fyrsta sæti á lista Bæjarmálafélags frjálslyndra og óháðra á Akranesi. Gengið var frá fyrstu níu sætunum á fram- boðslistánum um helgina. Magnús Þór Hafsteins- son, alþingismaður, skipar annað sætið en Rannveig Bjarnadóttir, grunnskóla- leiðbeinandi, það þriðja. Markmið listans er að ná tveimur mönnum inn í bæjarstjórn í komandi bæjarstjórnarkosningum. FRÁ KRESS Hjólsög sem hægt er að breyta í keðjusög. Ásborg Smiðjuvegi 11,sími 5641212

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.