blaðið - 10.04.2006, Síða 17

blaðið - 10.04.2006, Síða 17
biaðið MÁNUDAGOR 10. APRÍl :2Ö06 3T II Ævintýrið af Karli og Camillu Um þessar mundir er ár liðið frá því að Karl Bretaprins og Camilla Parker- Bowles gengu í hjónaband. Viðbrögð fólks við viðburðinum voru blendin enda skiptast menn gjarnan í tvö horn í afstöðu sinni til sambands þeirra sem hófst fyrir meira en 35 árum. Sumir sáu brúkaupið sem lokapunkt langrar og á köflum harm- rænnar sögu tveggja elskenda sem forlögin komu á sínum tíma í veg fyrir að næðu saman. Aðrir líta á Ca- rnillu sem hjónabandsdjöful sem hafi komið upp á milli prinsins og Díönu prinsessu. Mörgum þykir Camilla jafnframt vera hin algera andstæða Díönu. Díana var ung og falleg og heillaði fólk með alþýðlegu fasi sínu og framkomu. Camilla, sem komin er hátt á sextugsaldur, verður seint talin með kynþokkafyllstu konum heimsins og margir hafa haft horn i síðu hennar. Það virðist samt engu breyta um ást Karls til hennar. Athöfnin fór fram í Windsor Guild- hall, tæpum 50 km fyrir utan London, þann 9. apríl 2005. Upphaflega átti hún að fara fram degi fyrr en breyta þurfti dagsetningunni vegna útfarar jóhannesar Páls páfa II. Að lokinni borgaralegri athöfn lagði Rowan Williams, erkibiskup af Kantara- borg, blessun sína yfir hjónabandið fyrir hönd ensku kirkjunnar. Um 750 manns voru viðstaddir athöfnina sem fór fram í Kapellu heilags Georgs í Windsor. Þar á meðal voru foreldrar Karls, Elísabet II og Filippus prins en Elísabet var ekki við hina eiginlegu hjónavígslu. Látlausara en brúðkaup aldarinnar Óhætt er að segja að brúðkaup Karls og Camillu hafi verið öllu látíausara en brúðkaup hans og Díönu prinsessu árið 1981.750 milljónirsjónvarpsáhorf- enda fylgdust með því brúðkaupi sem oft hefur verið nefnt brúðkaup aldar- innar og hafði engin sjónvarpsútsend- ing fengið annað eins áhorf fram að þvi. Díana heillaði áhorfendur um lieim allan með fegurð sinni og fram- komu og naut vinsælda og virðingar það sem hún átti eftir ólifað. Hjónaband Díönu og Karls var þó enginn dans á rósum og þau skildu að borði og sæng árið 1992. Díana sagði í viðtali nokkrum árum síðar að þetta hefði í rauninni verið hjónaband þriggja og vísaði þar að öllum líkindum til langvinns ástar- sambands Karls og Camillu. Karl og Díana skildu formlega árið 1996, ári áður en prinsessan fórst í hörmulegu bílslysi í París. Karl prins kynntist seinni konu sinni sem þá hét Camilla Shand á pólóleik árið 1970 þegar þau voru bæði á þrítugsaldri. Segja má að Ca- milla hafi fetað í fótspor langömmu sinnar, Alice Keppel, sem hafði verið hjákona Eðvarðs VII Bretakonungs og langalangafa Karls. í æsku heyrði Camilla sögur af „ömmu Alice“ sem sagði sjálf að hlutverk hennar í hirð- inni hefði verið „að hneigja sig fyrst og stökkva síðan upp í rúm.“ Fjölskyldan mótfallin ráðahagnum Samband þeirra stóð í þrjú ár og slík var alvaran að baki því að Karl vildi ganga að eiga Camillu. Fjölskylda hans var þó mótfallin ráðahagnum af ýmsum ástæðum. Meðal annars þótti Karl fullungur til að ganga í það heilaga og Camilla hafði verið við aðra karlmenn kennd auk þess sem hún var ekki eðalborin. Upp úr sambandinu slitnaði þegar Karl gekk í sjóherinn og fáeinum mánuðum síðar giftist Camilla herforingjanum Andrew Parker Bowles. Segja má að skuggi Camillu hafi fylgt Karli alla tíð og sögusagnir um að enn væri líf í gömlum glæðum heyrðust reglulega eftir að hann geíck að eiga Díönu. Skömmu eftir að Karl og Díana skildu að borði og sæng hóf hann smátt og smátt að afla samhandi hans og Camillu velvildar almennings. 1 júli árið 1997 hélt hann henni heilmikla veislu í tilefni af fimmtugsafmæli hennar sem margir litu á sem opinbera viðurkenningu á sambandi þeirra. Mánuði síðar lést Díana í hörmlulegu bílslysi í París og vakti fráfall hennar mikla sorg almennings í Bretlandi og víðar í heiminum. Næstu mánuði har lítið á Camillu því að þó að hún hefði ekki átt þátt í dauða prinsessunnar hjart- kæru beindist reiði margra að henni sem „hinni konunni" í lífi Karls og hjónabandsdjöfli. Ekki prinsessan af Wales Snemma árs 1999 komu Karl og Ca- milla fyrst fram saman opinberlega og eftir það sáust þau oft saman við ýmsa viðburði. Camilla tók sér nafnbótina hertoga- ynjan af Cornwall þegar hún giftist Karli enda vildi hún ekki bera titil prinsessunar af Wales sem flestir tengja Díönu heitinni. Lögformlega verður Camilla drottning ef Karl tekur við ríkinu en sjálf hefur hún lýst því yfir að hún muni nota titilinn Consort prinsessa. Að öllum líkindum gerir hún það til að bregðast við könnunum sem leiða í ljós að stór hluti almennings geðjast ekki að hugmyndinni um að hún taki upp drottningartitil. ■ Karl Bretaprins ásamt eiginkonu sinni, Camillu, veifar til fólks sem komið var saman til að fagna fyrsta brúðkaupsafmæli hjónanna. Dalvegi 4 • Sími 5644700 Kópavogi Opið: Mánud.-Föstudag 06:00 - 18:00 Laug. 06:00 - 17:00 Sunn. 07:00 - 17:00 Hamraborg 14 • Sími 554 4200 Kópavogi Opið: Mánud.-Föstudag 08:00 -18:00 Laug. 08:00 - 16:00 Sunn. 09:00 - 16:00

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.