blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 27
blaðiö MÁNUDAGUR 10. A?®lLrií20TÖ6 ite f Þið eruð með umboðsmann, Martin. Erþað nauðsynlegt á Islandi? „Nei, svo sem ekki. Hugsanlega samt fyrir sum bönd. Við sem einstak- lingar erum frekar óskipulögð eins og kom á daginn varðandi útgáfu- tónleikana. Við hefðum sennilega aldrei getað skipulagt þá án hjálpar. Við hefðum að minnsta kosti skít- tapað á þvi að skipuleggja þetta sjálf. Það hefur ekki mikil áhrif á tónlist- ina sjálfa en það sem skiptir mestu máli er það að hann sér um margt annað. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af ýmsum hlutum og getum einbeitt okkur að tónlistinni. Eg held að við höfum verið rosalega heppin að fá mann sem hefur þetta mikinn áhuga á okkur. Ég held að hann líti alls ekki á hlutverk sitt sem einhverja skitavinnu. Hann hefur það gaman af tónlistinni." Afhverju slituð þið samstarfi við Cur- ver Thoroddsen viðgerð plötunnar? „Það var eiginlega gert á síðustu stundu og má kannski tala um list- rænan ágreining. Við höfðum mjög ólíkar skoðanir á því hvernig við vildum vinna plötuna þó að Curver sé frábær „pródúser" Málið var að vildum eiginlega ekki láta „pródús- era“ plötuna, þetta voru „live“-upp- tökur sem við vildum vinna sem minnst. Curver vildi gera þetta mjög flott og allt það en við vildum bara fá hljóðmann sem kunni á takkana, lag- færa það sem þurfti að laga og koma henni út.“ Fáránlegur stökkpallur að vinna Músiktilraunir Hvað hefur það gert fyrir ykkur að sigra Músiktilraunir 2004? „Við höfðum starfað mjög stutt þegar við skráðum okkur í Músiktilraunir, það var nánast gert í fljótfærni. Við hefðum örugglega haldið áfram þó við hefðum ekki sigrað en það gerði allt mun einfaldara og opnaði ýmsar dyr. Maður vill samt ekki endalaust vera bandið sem sigraði Músiktil- raunir, reyna aðeins að hrista það af sér. Þetta var samt ótrúleg lyftistöng, við fengum strax að spila og fólk sýndi bandinu áhuga. Síðan kemur í ljós hvernig maður stendur sig og við höfum reynt að halda okkur lifandi. Þetta er í raun fáránlegur stökkpallur að vinna þessa keppni. Við stelpurnar erum ekki miklar íþróttamanneskjur þannig að þetta var stærsta keppni sem við höfum tekið þátt í og unnið.“ Þið hafið fengið jákvœða um- fjöllun frá fagtímaritum á borð við Rolling Stone. Hefur það skipt máli? „Nei, í raun ekki, við sáum þetta á Netinu og það var mjög gaman. Hér á íslandi er ímyndin sú að við erum ung og efnileg hljómsveit sem vann Músiktilraunir en úti hafa menn ekki hugmynd um það. Það var því skemmtilegt að fá ferskar skoðanir inn í umfjöllunina." Hljómsveitin er ung og þið eruð ung. Hefurþaðhaftáhrifásamskiptiykkar við tónleikahaldara og útgefendur? „Maður sér það alveg fyrir sér að fólk haldi að það geti vaðið yfir mann, hægri vinstri, af því að við erum svo ung og höfum ekki vit á hinu og þessu. Maður bara kynnir sér hlut- ina, við vitum alveg hvað við viljum eins og með plötusamninginn. Við fórum fram á ýmislegt og það gekk allt upp. Við fórum niður í Smekk- leysu og sögðum það sem okkur fannst en að hluta til var þetta líka ástæðan fyrir því að við þurftum að fá umboðsmann. Við héldum t.d. að samningur væri bara hvítt blað sem skrifað væri undir en það er víst flóknara en svo. Þá þurftum við að setjast niður og hugsa um hvernig samning við vildum. Ef það væri ekki fyrir Martin værum við hugsanlega búin að selja sál okkar til Satans.“ Hvað tekur við hjá Mammút? „Spila mikið og æfa mikið. Reyna að koma upp ferskri dagskrá. Reyna að koma öllum þessum hugmyndum niður á blað og út í útlimi. Þegar um hægist núna eftir útgáfu plötunnar erum við að hugsa um að skella okkur í sumarbústað og semja efni yfir helgi. Á næstunni munum við spila á Sirkus á miðvikudaginn og 16. maí verða útitónleikar með Rassi og fleiri hljómsveitum.“ Mammút hvatti fólk að lokum að „ganga hægt um gleðinnar dyr“. „Við vitum að þetta er klisja en það er búið að segja þetta svo oft við okkur að undanförnu". Þetta er ung hljómsveit og ef til vill skiljanlegt að aðstandendur þeirra hafi áhyggjur af hraða frægðarinnar. Þeir þrír hugar sem fléttuðust saman á litlu kaffihúsi virtust þó ekki hafa miklar áhyggjur af þessu. Það er hugsan- lega hægt að feta einstigi milli heims- frægðar eða dauða. jon@bladid.net Hvað er að gerast? Blaðið vill endilega fjalla um atburði líðandi stundar. Sendu okkur línu á gerast@bladid.net. 12.15 - Fyrirlestur Haukur Ingi Jónasson: 1 landi lifanda Guðs - lækningarmáttur ímyndunaraflsins og íslensk hefð V. stofa í Aðalbyggingu HÍ. 12.15 - Fyrirlestur Halldór Ásgrímsson: Framtíðar- stefna íslendinga í öryggis- og varnarmálum Hátíðarsalur í Aðalbyggingu Há- skóla íslands. 12.20 - Fyrirlestur Sigrún Steingrímsdóttir: Thomas Kingo á íslandi Lögberg, stofa 103 13.00-Fyrirlestur Málstofa um merkar bækur á 18. öld Nýi garður, st. 301 Hjalti Snær Ægisson fjallar um A philosophical enquiry into the origin of our ideas 0} the su- blime and beautiful eftir Edmund Burke. Soffía Bjarnadóttir fjallar um Just- ine, or Good Conduct Well Chast- ised (Justine, ou les Malheurs de la Vertu, 1791) eftir Marquis de Sade. Jóhanna Gunnlaugsdóttir fjallar um Ferðir Gúllivers fyrr og nú. Ásthildur Jónsson fjallar um Orð- ræðu um ójöfnuð milli manna eftir Jean-Jacques Rousseau. Vala Georgsdóttir fjallar um Vind- ications ofthe Rights of Woman eftir Mary Wollstonecraft. 10-17 - Myndlist Kosuth og Kabakov Ævintýraskáldið Hans Christian Andersen er uppspretta inn- setninga sem þrír af helstu lista- mönnum samtímans, Joseph Kosuth og hjónin og samstarfs- mennirnir Ilya og Emilia Kabakov, sýna á Kjarvalsstöðum og í Hafn- arhúsinu. Aðgangur er ókeypis á mánudögum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.