blaðið - 10.04.2006, Page 30
381
MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 blaðið
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
Hefur Sjálfstæðisflokknum mistek-
ist að tryggja öryggi þjóðarinnar?
„Nei alls ekki. Samfylkingin hefur aldrei haft skýra stefnu í öryggis- og
varnarmálum. Maður þarf ekki nema að vitna í samþykkt þessa svokall-
aða framtíðarhóps sem gat ekki gert upp við sig hvort að við ættum að
vera áfram í varnarsamstarfi við Bandaríkjamenn eða leita eitthvert allt
annað. Enda er það svo að þingflokkurinn samanstendur m.a. af gömlu
alþýðubandalagsfólki sem barðist lengi gegn veru Islands í Nató. Það eru
aðeins tveir flokkar á Alþingi sem hafa ábyrga stefnu í öryggis- og varn-
armálum og Samfylkingin er ekki einn af þeim. Þannig að ég lít á þessi
ummæli Ingibjargar sem hvert annað grín.“
Á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina gagnrýndi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sjálfstæðisflokkinn og sagði honum
hafa m.a. mistekist að tryggja öryggi þjóðarinnar í hernaðarlegum skilningi.
Ég þekki þig. Það er konan, sem
hefur talað þig inn á þetta.
Bollywood leikkonan Bipasha Basu sýnir hönnun hins indverska Monisha Jaising á tiskusýningu sem haldin var í tilefni tlskuvikunnar
I Nýju Delí.Til hægri má sjá fyrirsætu sýna hönnun Rohit Gandhi og Rahul Khanna.
eftirJim Unger
8-21
C Jim Unger/dist. by Unitod Modia, 2001
Kafari stingur sér ofan í vatn nálægt þorpinu Nilmaguba í norðurhluta Rússlands. Á myndinni hægra megin sést hann stinga höfðinu
upp úr ísköldu vatninu.
ATKVÆÐAVEIÐAR
EÐA HEFNDAR-
RÁÐSTÖFUN
Smáborgarinn skemmtir sér oft og ein-
att yfir stjórnmálum. Oft er kátína Smá-
borgarans tilkomin vegna gríöarlegrar
skammsýni stjórnmálamanna sem svo
átakanlega augljóslega segja bara þaö
sem þeir telja að kjósendur vilji heyra.
Þetta er vel áberandi hjá stjórnmála-
mönnum sem vel eru komniryfir miðjan
aldur en enn aumkunarverðara er þessi
hegðun hjá yngra fólkinu sem nánast
flettir upp um sig í atkvæðaleitinni.
Fólk sem ætti að hafa eitthvað ferskt
til málanna að leggja. Margvíslega ný-
leg „meik-óver" hafa verið uppspretta
meinlegra brandara Smáborgarans um
ungpólitíkusana „ábyrgðarfullu."
Vegna þess hversu Smáborgarinn
hefur almennt takmarkað álit á þessu
annars ágæta fólki þótti honum enn
meira til þess koma þegar hann heyrði
í fréttum gærkvöldsins sagt af þeirri
stefnu Samfylkingarinnar að færa um-
sjón með málefnum aldraðra frá ríki til
bæjar. Ríkið hefur brugðist skyldum sín-
um við gamla fólkið og því álíka mikið
ábyrgðarleysi að láta ríkið áfram hafa
forsjá þessara mála og ofeldisfulla for-
eldra yfir börnum sínum.
Auðvitað má segja að þessi stefna
Samfylkingarinnar sé ekkert annað en
kosningaflaður og flokkurinn sé fljótur
að grípa upp málefni líðandi stundar
og reyna að hala inn atkvæðunum þeg-
ar hann sér sér leik á borði. Það er svo
sem ekkert óvarlegt að ætla að rétt sé
að Samfylkingin sé í atkvæðaleit svona
rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar og
líklega hefur þessi nýja stefna þeirra
í málefnum aldraðra þegar skilað inn
nokkrum atkvæðum. Smáborgarinn tel-
ur þó að þessi stefna sé ekki öll þar sem
húnerífyrstu séð.
Að færa aukna ábyrgð yfirá sveitarfé-
lögin er eitthvað sem Smáborgarinn átti
hreinlega ekki von á að heyra á þessum
síðustu tímum þegar grátkór þessara
félaga yfir aukinni ábyrgð og takmörk-
uðum tekjustofnum hefur verið hvað
hæstur. En þó er það alls ekki galið ef
hugsað eraðeins lengra. Smáborgarinn
þykist sjá að Samfylkingin sé með fram-
sýnum hætti að koma grátbólgunni og
ekkanum yfir á flokkana sem undanfar-
in ár hafa farið með stjórn ríkisins. Að
Samfylkingin ætli sér að taka ríkið með
áhlaupi og skilja borgina eftir í höndum
óvinanna með takmarkaða tekjustofna
og auknar ábyrgðir. Þvílík framsýni! En
kannski er Smáborgarinn bara að gera
mönnum of hátt undir höfði. Já, eða
lágt.
FRJALST
ÓHÁÐ
______I
blaðió
HEYRST HEFUR...
Ur Vatnsmýrinni heyrast
þau tíðinai að Magnús
Þorsteinsson
í Avion Gro-
up nægi ekki
að hafa yfir
flugvélum Atl-
anta að ráða
og hyggist
því fara að
fordæmi vin-
ar síns og við-
skiptafélaga, Björgólfs Thors
Björgólfssonar, og fiárfesta í
einkaþotu sömu gerðar. Telja
menn að þegar sú þota kem-
ur til lanasins verði ástandið
orðið óþolandi fyrir Hannes
Smárason hjá FL Group, sem
lengi hefur talið sig þurfa eigin
flugvél og raunar ekki hikað
við að breyta vélum Icelandair
í allsherjar Saga Class rör, þeg-
ar mikið liggur við fyrir hina
nýju stétt. En fari svo, að þeir
Magnús og Hannes verði báðir
komnir á sams konar rellur og
Björgólfur Thor spá flugspek-
ingar því að hann geti ekki
lengi unað við slíkt og muni
þá sjálfsagt selja Challenger-
vél sína og kaupa Gulfstream
G550, sem pykir það alfínasta í
bransanum og með flugdrægi
nánast hvert á land sem er...
Umhverfis Arnarhól heyrist
þvi nú fleygt að köldu andi
milli þeirra Georgs Lárusson-
ar, forstjóra
Landhelgis-
gæslunnar,
og Björns
Bjarnasonar,
dómsmálaráð-
herra, jafnvel
svo að Georg
þurfi að fara
að horfa í
kringum sig. Georg fór fram
fyrir jólin með áætlun um
það hvernig Gæslan gæti tekið
yfir öryggishlutverk á hafinu
umhverfis landið, enda þá
þegar ljóst að breytingar yrðu
á verkaskiptingu í öryggis- og
varnasam-
starfi íslands
og Bandaríkj-
anna. Ráð-
herrann mun
hafa tekið því
þunglega að
embættismað-
urinn tjáði
sig svo um
stefnumótun,
sem hlyti að vera á pólitísku
forræði. I liðinni viku frysti
svo enn betur á milli Georgs
og Björns þegar Thomas H.
Collins, aðmíráll og yfirmað-
ur bandarísku landnelgisgæsl-
unnar, kom óvænt til landsins
til fundar við Georg. Leynd
átti að hvíla yfir fundinum,
en hann spurðist út og telja
menn í dómsmálaráðuneytinu
að gæslumenn hafi lekið. Efni
hans hefur ekki spurst út, en
heimildir Blaðsins herma að
>ar hafi m.a. verið rætt um
íugsanlega leigu eða kaup á
ijörgunarþyrlum að vestan...
Fjölmiðlavaktin tók nýlega
s a m a n
skýrslu um
dagskrá sjón-
varpsstöðva
og umfjöllun
um hana í
fjölmiðlum á
fyrstu þrem-
ur mánuðum
ársins. Varla
þarf að koma
á óvart að Silvía Nótt tók aðra
í nefið að þessu leyti og var
þrefalt oftar minnst á hana en
pann, sem kom næst á eftir, og
var það þó enginn aukvisi, sjálf
Birgitta Haukdal. Á Silvíu
Nótt var minnst 190 sinnum á
>essu tímabili, en 64 sinnum á
lirgittu. Skammt henni á hæla
com glæsilegasti útvörður ís-
lenskrar lágmenningar, Egill
Einarsson von Gilzenegger...