blaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 28
28 IFERÐALÖG FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 blaöið Ferðaðist um Suður-Ameríku í íimm mánuði Jón Friðriksson segir upplifunina, fólkið ogmenninguna hverrar krónu virði ogsafnar núfyrir nœstferð. Jón Friðriksson hefur farið víða og í síðasta mánuði kom hann heim eftir sannkallaða ævintýraför til Suður-Amer- íku. Ferðasagan er um margt merkileg, enda full af óvæntum uppákomum sem settu oft strik í reikninginn og breyttu ferða- plönum hans. „Þetta var sannkölluð flökkuferð og strax í upphafi ferðarinnar var ég rændur. Það vildi þannig til að ég var staddur í San Jose höfuðborg Costa Rica og var einn á gangi að kvöldlagi að leita mér að matsölu- stað. Ég var nýkominn til landsins og fyrir einhverja tilviljun var ég með bæði krítarkortin á mér. Það skiptir engum togum að þrír durgar vinda sér að mér og ræna mig. Þeir voru með hníf og því ekkert annað í stöðunni en að afhenda peningana." Þetta varð til þess að Jón þurfti að bíða í nokkurn tíma eftir að fá ný kort afhent og hafði það áhrif á ferðatilhögun hans. Þess má geta að Jón hefur undanfarin 12 ár verið bú- settur í Danmörku og kreditkortið er því danskt. Eftir því þurfti hann að bíða í heilar sex vikur. „Ég byrjaði því ferðina peninga- laus í Costa Rica en eftir vikudvöl þar fékk ég íslenskt kreditkort sent og notaði seinni vikuna í landinu til þess að ferðast um og kynnast landi og þjóð. Þetta var á regntímabilinu og því rigndi alltaf á ákveðnum tíma dags. Þegar dvölinni á Costa Rica lauk fór ég til Kúbu og var þar í 10 daga.“ Jón dvaldi m.a. í höfuð- borginni Havana og í smábænum Trinidad sem er nálægt Karabíska hafinu. „Ég kynntist fólki á Kúbu og bjó hjá fjölskyldu sem bauð upp á heimagistingu en það kom mér á óvart hvað allt er dýrt á Kúbu.“ Stoppaður á flugveli- inum í Ekvador Hrakningar Jóns voru ekki á enda því á flugvellinum í Ekvador var honum snúið úr landi. Ástæðan var að meðan á ferðinni stóð höfðu reglur um vegabréfsáritun til lands- Thai Airways ÚTBALA Phuket - Hótel Karona resort og spa **** 12 nætur m/morgunmat Frá Kaupmannahöfn Verö frá ISK 57.000,- www.Ferd.is ferc Nánari upplýsingar í síma: 846 2510 út í heim með Fermingartilboó Kynnum nýjar gerðir af rúmum með 20% kynningarafslætti m Rafstillanleg rúm 120x200sm með svæðaskiptri pokafjaðradýnu Réttverðkr. 118.000. Tilboðsverð kr. 94.400.- Hanson rúm með fjaðrandi rúmbotni, svæðaskiptri pokafjaðradýnu og lúxus yfirdýnu með hrosshárum (án höfðagafls).120x200. Verðkr. 110.600. Tilboðsverð kr. 88.480.- Opið: virka daga 11-18 • laugardaga 11-16. rumco Langholfsvegi 111,104 Rvk. Sími 568 7900 Jón við Iguazu fossana sem eru stæstu fossar í heimi og eru á landamærum Brasilíu og Argentínu. ins breyst og þetta varð til þess að Jón dvaldi fjóra daga í Panama á meðan hann beið eftir vegabréfs- áritun. Til að bæta gráu ofan á svart varð Jón að leggjast inn á spítala á meðan hann beið í Panama vegna bakteríusýkingar sem hann fékk. „Vesenið með vegabréfsáritunina varð til þess að ég þurfti að kaupa mér nýjan flugmiða með tilheyr- andi aukaútgjöldum." Jón dvaldi síðan í Ekvador í tvo mánuði, bjó þar hjá fjölskyldu og stundaði spænsku- nám. Þar náði hann að slappa af og jafna sig eftir veikindin.Eftir dvöl- ina í Ekvador var ferðinni heitið til Chile, Argentínu og Brasilíu. í Arg- entínu dvaldi ég á nokkrum stöðum m.a. í bænum E1 Calafate sem er lít- ill bær syðst í landinu. í Chile fór ég í fimm daga gönguferð um Torres Del Paine þjóðgarðinn sem var mjög skemmtileg og stendur upp úr í minningunni." Jón segir að landslag syðsta hluta Suður-Ameríku sé svo- lítið eins og stækkuð útgáfa af lands- laginu á íslandi með fjöllum, trjám ogjöklum." Kynntist kærustunni í Argentínu Jón fékk sem betur fer að kynnast öðru en hrakförum í ferð sinni og í Argentínu gripu örlögin í taumana þegar hann kynntist hinni skosku Kathleen, sem er nú kærasta hans. „Við kynntumst þar sem við vorum saman í rútuferð til El-Calafate. Það kom í ljós að við vorum bæði að fara að skoða sömu staðina þ.á.m. þjóð- garðin í Torres Del Pine.“ Jón segist hafa kunnað vel við sig í Argentínu og segir Buenos Aires mjög vestræna borg og fólkið gestrisið. Það má segja að Jón hafi nýtt sér öll þau tækifæri sem hann fékk í ferð- inni en í Ríó fór hann á tónleika með Rolling Stones á Copacabana strönd- inni en tónleikagestir voru ein og hálf milljón. Þá tók Jón þátt í hinni árlegu kjötkveðjuhátíðinni í Ríó. Er eitthvað sem þú hefur lcert í ferðinni? „Það er mikilvægt að vera á varð- bergi en einnig að vera ekki of skelkaður þannig að maður verður að finna eitthvað millistig þarna á milli.“ Jón segir að ferðirnar sjálfar hafi kostað um 180 þúsund krónur allt í allt en hann segist aldrei horfa í peninginn því upplifunin, menn- ingin og fólkið sem hann kynntist sé hverrar krónu virði. Ekki hættur að ferðast Þetta var önnur ferð Jóns til Suður- Ameríku en árið 2002 fór hann á Inkaslóðir í Perú og í sömu ferð heimsókti hann Galapagos eyjar sem hann segir að allir ættu að heim- sækja vegna þeirra gríðarlegu nátt- úrufegurðar sem eyjan hefur upp á að bjóða. Jón er nú kominn til íslands og vinnur fyrir sér á hótel Reynihlíð í Mývatnssveit til að eiga fyrir næstu ferð en hann segist ekki vera hættur að ferðast. „Það er alltaf gott að koma heim en þegar ég er búinn að vera hér í einhvern tíma grípur mig löngun í fleiri ferðalög og nú er hugmyndin að fara í ferð til Afr- íku og Asíu og halda áfram að skoða heiminn,“ segir hinn víðförli Jón Friðriksson. hugrun@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.