blaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 6
61 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2006 blaðiö Methagnaður Hagnaður KB-banka eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum var i8,8 milljarðar króna samkvæmt 3 mánaða uppgjöri bankans sem birtvarí gær. Þetta er mesti hagnaður á einum ársfjórðungi frá upphafi. Fyrir sama tímabil í fyrra nam hagnaður bankans eftir skatta n milljörðum og hefur því aukist um tæpa níu milljarða milli ára. I uppgjörinu kemur einnig fram að rekstrartekjur bankans á tímabilinu hafi numið 35,5 milljörðum króna og aukist um tæp 60% frá fyrra ári. Á sama tíma var rekstrarkostnaður 12,6 milljarðar króna og jókst um tæp 80%. Heildareignir bankans voru rúmir þrjú þúsund milljarðar króna í loíc mars Reuters HM-kokkteillinn klár Þjóðverjar eru í óða önn að Ijúka undirbúningi fyrir HM í knattspyrnu sem hefst i júní. Að sið Þjóðverja voru það verkfræðingar sem sáu um hönnum HM-kokkteilsins. I drykknum er gulum og rauðum safa blandað við vodka með svörtu litarefni þannig að litasamsetningin verður samskonar og í þýska fánanum. Á myndinni sést Philipp Beyer einn höfunda hins görótta drykks blanda hann. Hann verður seldur víðsvegar um Þýska- land meðan á keppninni stendur. Kanaútvarpiö þagnar í maílok Kanaútvarpið sem hljómað hefur hér á landi í áratugi mun hverfa úr loftinu innan tíðar. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur gefið út áætlun um samdrátt i þjónustu og lokun þjónustustofnana i samræmi við fækkun varnarliðsmanna sem hefjast mun í maíbyrjun. f áætlun- inni er gert ráð fyrir að samdráttur- inn hefjist þann 1. maí með lokun gleraugnaverslunarinnar á svæðinu og að honum ljúki 28. september nk. með lokun pósthússins. f tilkynningu frá upplýsingaskrif- stofu varnarliðsins er greint frá hverju verði lokað og hvenær það sé fyrirhugað. Sem dæmi má nefna að þann 12. mai verður kaffihúsi Kaffi- társ lokað, 31. maí verður útsend- ingum útvarps á miðbylgju hætt og FM sendingum verður hætt 15. júlí. Myndbandaleigunni verður lokað í júnílok, leikskólanum hálfum mán- uði síðar og svo mætti lengi telja. f áætluninni er ekki gert ráð fyrir hópflutningum varnarliðsmanna og fjölskyldna þeirra, enda ræðst flutningur hvers og eins af skipan í starf annarsstaðar. Samsvarandi áætlun varðandi breytingar á eigin- legri starfsemi varnarliðsins liggur ekki fyrir en hún mun verða kynnt við fyrsta tækifæri. Fjölskyldudagur úti í Gróttu Skólaskrifstofa Seltjarnarness og Slysavarnardeildin Varðan standa fyrir fjölskyldudegi í Gróttu sunnu- daginn 30. apríl, en þetta er í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn hátíð- legur með þessum hætti. Hægt er að komast fótgangandi út í eyjuna á fjörunni frá kl. 12.00 - 15.00. Á Gróttudaginn gefst tækifæri til að njóta einstakrar náttúrufegurðar, rannsaka lífríkið í fjörunni og fara upp í vitann. Slysavarnardeildin Varðan mun bjóða kaffi og vöfflur til sölu í Fræðasetrinu. Um er að ræða útboð sem náði yfir eldsneytiskaup og þjónustu á yfir eitt þúsund bifreiðum í eigu rík- isins. Samninginn hrepptu á sínum tíma Olíufélagið og Skeljungur og var hann framlengdur af hálfu Rík- iskaupa annað árið í röð án útboðs um síðustu mánaðamót. Sú endur- nýjun er í samræmi við ákvæði í samningnum sem kveður á um að hægt sé að framlengja tvisvar um eitt ár í senn án sérstaks útboðs. í byrjun aprilmánaðar óskaði Atlantsolía eftir því að fá aðgang að upprunalegu útboðsgögnum en þeirri beiðni var neitað af hálfu Ríkiskaupa. í svari stofnunarinnar kemur fram að óheimilt sé að veita upplýsingar af þessu tagi þar sem þær gætu m.a. varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni. Vilja nýtt útboð Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir það alls ekki í sam- ræmi við hagsmuni almennings að þessum upplýsingum sé haldið leyndum. Ómögulegt sé að vita hvaða ávinning Ríkiskaup hafi af því að framlengja samninginn í stað þess að efna til nýs útboðs. Þá segir Hugi það einkennilegt að ríkið skuli halda áfram viðskiptum við fyrirtæki sem stundað hafa ólög- legt samráð gegn því. „Það hefði verið eðlilegra að okkar mati að halda nýtt útboð. Þessi fyrirtæki stunduðu ólögmætt verðsamráð gegn Ríkiskaupum á sínum tíma og ríkið undirbýr nú málshöfðun á hendur þeim. t samningnum er ákvæði til uppsagnar og ef ólögmætt samráð er ekki tilefni til uppsagnar þá veit ég ekki hvað.“ Nánari upplýsingar í síma 411 8000 og á www.reykjavik.is/fs Úlfarsárdalur - nýtthverfi í mótun Úlfarsárdalur Lóðir fyrir 10 einbýlishús - útboð á byggingarrétti Úlfarsárdalur er nýtt fbúðahverfi sunnan undir Úlfarsfelli I Reykjavlk. Skipulag þess gerir ráð fyrir þéttri byggð, þar sem blandast saman Ibúðabyggð og atvinnustarfsemi, sem þrífst I nánd við Ibúðahverfi, og gefur möguleika á vistvænni byggð sem nýtir til fullnustu náttúrulega kosti svæðisins. Fyrsti hluti fyrirhugaðs hverfis hefur verið deiliskipulagður og verður I honum byggð með liðlega 900 (búðum auk möguleika á nokkru atvinnuhúsnæði. Ennfremur verða þar grunnskóli, leikskóli og önnur þjónusta, en megin verslunarmiðstöð hverfisins alls verður við Leirtjörn. Byggðin er umlukin vinsælum útivistarsvæðum. í suðri er Úlfarsá og handan hennar Grafarholtshverfið, I austri teygir Úlfarsárdalur sig I átt að Hafravatni, I vestri er útsýni til sjávar og I norðri er Úlfarsfell. Gert er ráð fyrir að lóðir I fyrsta áfanga verði byggingarhæfar I nóvember 2006. Reykjavíkurborg auglýsir eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir 10 einbýlishús við Gefjunarbrunn og Iðunnarbrunn. Útboðsskilmálar, tilboðseyðublöð, deiliskipulagsskilmálar og almennir lóðaskilmálar verða afhent I þjónustuveri Framkvæmdasviðs I Skúlatúni 2. Þessi gögn fást endurgjaldslaust á geisladiskum eða útprentuð gegn 2.500 króna gjaldi. Þau er einnig að finna á vefsvæði Framkvæmdasviðs, www.reykjavik.is/fs, undir málaflokknum lóðir. Nánari upplýsingar eru veittar í slma 411 8000. Brýnt er fyrir bjóðendum að kynna sér vel alla þessa skilmála. Einstaklingar (ekki lögaðilar) geta gert kauptilboð I framangreindan byggingarrétt. Tilboðum skal skila I lokuðum umslögum, merktum „Úlfarsárdalur - kauptilboð", til Framkvæmdasviðs fyrir kl. 16.15 fimmtudaginn 4. maí nk. Tilboðum verður veitt móttaka I þjónustuveri Framkvæmdasviðs gegn greiðslu tilboðstryggingar, 250.000 kr. vegna hvers bjóðanda. Tilboðin verða opnuð 4. mal kl. 17:001 Skúlatúni 2, 5. hæð, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Munið að skila kauptilboðum fyrir kl. 16.15 fimmtudaginn 4. maí nk. L_________________________________________/ Forsvarsmenn Atlantsolíu telja að útboðsreglur Ríkiskaupa þjóni ekki hagsmunum almennings. Fyrir- tækið hefur nú kært þá ákvörðun Ríkiskaupa að birta ekki upplýs- ingar um niðurstöðu útboðs vegna eldsneytiskaupa ríkisins. Markaðs- stjóri Átlantsolíu segir einkennilegt að ríkið vilji versla við sömu aðila og stunduðu ólögmætt verðsamráð gegn því. Tvisvar framlengdur Atlantsolía hefur kært þá ákvörðun Ríkiskaupa til Úrskurðarnefndar upplýsingamála um að synja fyrir- tækinu að fá upplýsingar um niður- stöður útboðs sem haldið var í árs- byrjun 2003. Blaíiö/FMi Atlantsolía telur eðlilegra að Ríkiskaup efni til nýs útboðs vegna eldsneytiskaupa ríkisfyrirtækja. Telja ólögmætt verðsamráð vera nægt tilefni til uppsagnar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.