blaðið - 28.04.2006, Síða 38

blaðið - 28.04.2006, Síða 38
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2006 blaöið 38 i FÆR í ENGIL- SAXNESKU Smáborgarínn hefur velt fyrir sér engil- saxnesku, þýðingum og barnauppeldi. Landslagið er reyndar breytt nú frá því sem áður var. Til að mynda hafa alist upp kynslóðir sem telja sig vera nokkuð færar í engilsaxnesku. Smáborgarinn telur sig einmitt vera af þeirri kynslóð þó að hann sé fyllilega meðvitaður um það að flestir ofmeti hæfileika sina. „How do you do", er ekki nóg til þess að halda uppl gáfu- legum samræðum um heima og geima. Smáborgarann skortir oft orð til að tjá sig gáfulega á engilsaxnesku. Amerísk barnapössun Það er nefnilega svo að eins og kynslóð- in sem telur sig vera nokkuð sleipa í engilsaxnesku þá ólst Smáborgarinn upp við það að horfa mikið á bandarískt sjónvarpsefni. Ekki einungis horfa heldur einnig hlusta. Þegar Smáborgarinn var yngri var keypt vídeotæki inn á heimilið. Það gengdi því hlutverki að sannfæra Smáborgarann að hann væri ekki einn í stórum vondum heimi. Smáborgarinn kom heim úr skólanum og það fyrsta sem hann gerði var að setja Police Academy (borið fram A-ga-demí á þeim tlma). Þeg- ar þvf var lokið gat Smáborgarinn snúið sér að öðrum daglegum störfum eins og fá sér að borða og lesa Andrés-blöð- in. Hin ómþýða engilsaxneska myndaði þannig verndarhjúp utan um óharðnað- an Smáborgarann. Hvurrækallinn! í Ijósi þessa verður vald þýðenda að teljast töluvert. Þá er Smáborgarinn sér- staklega með þá þýðendur í huga sem þýtt hafa fyrir sjónvarp. Sjónvarpið er jú miðill dagsins í dag. Smáborgaranum er sena í mynd einni í fersku minni. Þar skeggræddu menn af miklum móð og ýmis hnjóðyrði látin falla sem ekki voru ætluð ungum eyrum eða viðkvæmum sál- um. Þýðandi kom þó ástandinu til bjargar því það eina sem hægt var að lesa var: Ja, hvur rækallinn! Smáborgarinn má ekki til þess hugsa hvað orðið hefði um sálar- heill landsmanna ef landsmenn hefðu ekki notið verndar þýðenda. „Ég ætla að drepa þig með fögrum orðum", mætti heyrast oftar. HVAÐ FINNST ÞÉR? Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður. Er eftirsjá í kanaútvarpinu? „Ég hef ekki hlustað á það í mörg ár. Það er svo mikið í boði hér á íslandi að það verður engin eftirsjá í því fyrir mig. Þetta var fínt á sínum tíma þegar það var bara ein íslensk rás í boði, en nú eru komnar svo margar rásir að maður hefur ekki pláss fyrir meira í hausnum á sér.“ Kanaútvarpið mun á næstunni hverfa úr loftinu. Slökkt verður á miðbylgjuútsendingum þann 31. maí og FM útsendingum verð- ur hætt 15. júlí. Fjölbrautarskólinn við Ármúla hélt á dögunum sumarhátíð þar sem nýju nemendafélagi var fagnað Raggi Bjarna með söngkonum Ármúlans Davíð Ingi er í fþróttaráði í hinu nýja nemenda- félagi Landsins bestu synir etja kappi í hinni nýju þjóðaríþrótt Það var heitt á grillinu á þessum góða degi Salonbronze.isl Salon Bronze Tlie Al-Homo Atrbrush Tnn? Salon Bronze er alrbrush brnntaapraj til heima nota. Salon Bronze gefnr jafnan lit sem endiit í allt að 10 daga.| Handhægt og þagilegt. www.ialonbronze.ii/ s:86S1520 510 3744 « B r /smqar blaöiöB Þetta er ekki kartöflumúss. Frönskurnar duttu á gólfið. HEYRST HEFUR... Konungur Svíþjóðar Karl Gústaf hefurboðið forseta íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, og Dorrit Mouss- aieff.forsetafrú, ■pn að taka þátt í hátíðarhöldum í Stokkhólmi næstkomandi laugardag og sunnudag í til- efni af sextugsafmæli konungs. Meðal atburða verða hátíðar- dansleikur á laugardagskvöld í Drottningholm-höllinni, guð- þjónusta að morgni sunnudags og hádegisverður í boði forseta sænska þingsins í ráðhúsi Stokkhólmsborgar. Að kvöldi sunnudags verða tónleikar og hátíðarkvöldverður í konungs- höllinni. Stóra spurningin er nú sú hvort forsetafrúin og herra Ólafur treysta sér að fara austur til Svíþjóðar, að árna konungi heilla, fyrst fjölmiðla- lög vofa yfir. Nema náttúrlega gjáin milli þings og þjóðar hafi á einhvern yfirskilvitlegan hátt verið brúuð... Athyglisverð fréttaskýring birtist eftir Svanborgu Sigmarsdóttur á síðum Fréttablaðsins í gær. Þar voru kynntar niðurstöður skoðana- könnunar blaðsins um hvað Reykvíkingar myndu kjósa í borgarstjórnarkosningum eftir tæpan mánuð. Þar kemur fram að 29,2% kjósenda hyggst láta sig skipulagsmál miklu varða og er þar mikill munur á milli kynja. Þetta eru sjálfsagt ekki upplífgandi fréttir fyrir Dag B. Eggertsson, sem er formaður Skipulagsráðs, og bar ábyrgð á Hringbrautar- klúðrinu. Kosn- ingabarátta hans hefur svo verið að leysast upp i eilífan vandræðagang vegna Sundabrautar, sem virð- ist engan enda ætla að taka... Annars segja gárungarnir að vesenið við Sundabraut- ina sé orðið slíkt og tillögurnar svo margar, að hún endi sjálf- sagt sem einbreið vistgata með hraðahindrunum. Sé sjálfgefið að hún hljóti þá nafnið Dag- leið og beri sjálfsagt nafn með rentu... m Ahinn bóginn hljóta þessar niðurstöður Fréttablaðs- ins að blása Birni Inga Hrafns- syni kapp í kinn, en hann hefur rætt um skipulagsmál af nokkrum mynd- ugleik. Sérstak- lega þykir það útspil hans snjallt, að láta ekki duga að bjóða „þjóðar- sátt“ um Reykjavíkurflugvöll á Lönguskerjum, heldur láta gera þrívíddarhreyfimynd af snilldinni. Prátt fyrir mikinn meðbyr finnst mörgum sem kosn- ingabarátta sjálfstæðismanna hafi verið fremur máttlaus og síðasta könnun ber með sér að meðvindinn sé eitthvað að lægja. Frumkvæði frambjóð- enda flokksins um málefni aldr- aðra, fjölskyldunnar og nú síð- ast skipulagsmálin hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Segja stjórnmálaheimspekingar á Málstofu Kormáks og Skjaldar að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson geti prísað sig sælan með að aðalkeppinautarnir hafi verið í enn minna stuði...

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.