blaðið - 18.05.2006, Síða 28
28 I FJÖLSKYLDAN
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 blaðið
Eí þú kýst mig, ef þú bara kýst mig...
Borgarstjórnarkosningar eru framundan og þeir fimm flokkar
sem eru í framboði keppast við að kynna sínar hugmyndir og
framtíðarsýn.
Margir segja deyfð yfir kosningabaráttunni en víst er að
stjórnmálamenn eru á þönum út um allan bæ að reyna að ná
til kjósenda. . I kosningabaráttunni í ár er mikið um lokkandi
loforð og mörg hver snúa að fjölskyldunni enda er fjölskyldan
sá hornsteinn samfélagsins, sem elur framtíðina. Blaðið brá
á það ráð að senda flokkunum nokkrar spurningar um fjöl-
skyldustefnu þeirra og hér má sjá svörin. Það er ekki úr vegi að
eiga þessar síður, geyma í fjögur ár og sjá svo hvernig mönnum
hefur gegnið að efna loforðin.
svanhvit@bladid.net
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
Hagsmunir barna eru hags-
munir samíélagsins alls
Offita barna hefur aukist verulega undanfarin
ár. Er réttlcetanlegt að skólar og leikskólaeldhús
borgarinnar bjóði upp á mikið magn unninnar
matvöru i skólamötuneytum sínum, likt oggert
er í dag?
„Skólamáltíðir þurfa að vera hollar og góðar,
samrýmast lýðheilsumarkmiðum og án endur-
gjalds. Við samsetningu matarins þarf að huga
að því að hann sé bæði fjölbreyttur og næringar-
ríkur og innihaldi meðal annars grænmeti og
ávexti.
Meiri hreyfing í stundatöflu og aukin úti-
kennsla stuðlar að heilbrigðara líferni.
Með lengdum skóladegi og einsetningu skóla
við lok síðustu aldar var hlutur list- og verk-
greina ekki aukinn að sama skapi eins og til
stóð. Enn eru aðeins tvær stundir til hreyfingar
á stundaskrá. Þetta er alvarlegt mál í sjálfu sér
og ekki síst í ljósi vaxandi skyndibitamenningar
og minnkandi hreyfingar barna. Börnin eru
keyrð milli staða og sitja meira í frítímanum
við tölvur og sjónvörp en áður var. Fyrsta skref
er að auka skipulagða hreyfingu í skólanum,
annað að auka samstarf frístundaheimila og
íþróttafélaganna og loks að auka útikennslu í
umhverfismennt og náttúrufræðigreinum. Auk
þess má í þessu sambandi nefna hollar og nær-
ingarríkar skólamáltíðir fyrir alla sem hluta af
skóladeginum. Siðast en ekki síst gæti skólinn
vakið máls á ferðamáta skólabarna og þar með
hvetja þau til að ganga og hjóla í skólann í stað-
inn fyrir að foreldrar keyri þau.“
Vinnudagur ungra barna of langur
Mun Vinstrihreyfingin - græntframboð beita sér
fyrir samstarfi við aðila vinnumarkaðarins um
fjölskylduvœnni vinnutíma, vinnuaðstöðu ogfrí-
daga og tryggja að börn alist, að minnsta kosti
að einhverju leyti, upp í faðmi foreldra sinna
fremur er kerfisins?
„Leikskólar eru faglegar og metnaðarfullar
stofnanir þar sem fagfólk starfar að uppeldi
og menntun barna, oft við erfið skilyrði vegna
manneklu, hávaða og aðstöðuleysis. Leikskólar
eru í huga okkar Vinstrigrænna ekki „kerfið“
heldur góðir skólar. Hitt ber að nefna að vinnu-
dagur ungra barna er að jafnaði allt of langur og
stór hluti barna dvelst i leikskólanum allt að 9
tímum á dag. Þetta er áhyggjuefni sem þarf að
hleypa inn í opinbera umræðu því hagsmunir
barna eru hagsmunir samfélagsins alls. Velta
má því upp hvort ekki sé rétt að fara að huga
að styttingu vinnuvikunnar í því skyni að auka
samverutíma fjölskyldunnar. Sömuleiðis þarf
að gera átak í því að fjölga menntuðum leikskóla-
kennurum, huga að áætluðu rými fyrir hvert
leikskólabarn, hámarksfjölda barna á deild og
hljóðvist á leikskólum."
Hyggst Vinstrihreyfingin - grænt framboð gera
öllum börnum kleift að stunda tómstundir, óháð
efnahag og hvaða útfœrslu hafiðþið í huga?
„Já, við viljum auka jafnrétti barna til tóm-
stunda- oglistnáms. Við uppbygginguíþrótta- og
tómstundamála þarf að hafa lýðheilsumarkmið
að leiðarljósi, þátttöku sem flestra í fjölskyld-
unni og sem flestra aldurshópa. f stefnu okkar
í VG er sérstaklega
fjallað um að
gæta skuli að
jafnræði stráka
og stelpna
við framlög
til íþrótta-
m a n n -
virkja eða
annarrar
aðstöðu til
hreyfingar. For-
varnarstefnu
borgarinnar
þarf að hrinda í
framkvæmd í góðu samstarfi við þjónustumið-
stöð, íþróttafélög og aðra aðila í hverfinu. Öfl-
ugar forvarnir eru mikilvægar á forsendum fjöl-
breytni og þátttöku allra. Við í VG viljum jafna
aðstöðu barna og ungmenna til íþróttaiðkunar
og skoða í því tilviki sérstaklega möguleika til
að styðja við iðkunina með beinum hætti, líkt
og gert hefur verið í Hafnarfirði.
Efla þarf sérstaklega hlut tónlistar í leik- og
grunnskólum og annars skapandi náms. En
ekki siður að frístundaheimilin verði efld enn
frekar undir stjórn ÍTR og fleiri íþróttagreinar
kynntar þar auk mögulegrar samvinnu við
tónlistarskólana.“
Hvernigætlar Vinstrihreyfingin -græntframboð
að leysa dagvistunarúrræðaleysi foreldra 9-18
mánaða barna vegna skorts á dagmæðrum og
annarri dagvistun fyrirþennan aldurshóp?
„Með því að halda áfram uppbyggingu leik-
skólans og bjóða leikskólapláss frá lokum fæð-
ingarorlofs. Einnig með því að dagmæðrakerfið
verði tekið til endurskoðunar þannig að dag-
mæður verði starfsmenn borgarinnar, geti leyst
hver aðra af og fái faglegan og skipulagslegan
stuðning. Samhliða þessari uppbyggingu þarf
að lengja fæðingarorlofið upp i tólf mánuði að
minnsta kosti.“
Félagsleg úrlausnarefni ekki leyst með fatnaði
Það hefur verið mikil umræða um gjaldfrjálsa
leikskóla undanfarið. Mun ekki sá kostnaður
sem gjaldfrjáls leikskóli hefur íför með sérkoma
niðurá launakjörum menntaðra ogómenntaðra
fóstra ogviðhaldi leikvalla ogbygginga?
„Gjaldfrjáls leikskóli snýst um menntastefnu.
Leikskólinn er fyrsta skólastigið, rekið af samfé-
laginu og á að vera án skólagjalda eins og hin
skólastigin. Aldrei myndi hvarfla að okkur að
hefja gjaldtöku fyrir grunnskólann þrátt fýrir
slök kjör grunnskólakennara. Grettistaki hefur
auk þess verið lyft í tíð núverandi meirihluta að
því er varðar bæði kjör leikskólakennara og ann-
ars starfsfólks leikskólanna.“
Er rökrétt að gera leikskóla gjaldfrjálsa þegar
ekki er mannafl til aðfullmanna skólana vegna
lélegra launa?
„Já, rekstur leikskóla á ekki að fjármagna með
þjónustugjöldum og beinni gjaldtöku frekar en
grunnskólann eða framhaldsskólann. Ábyrgð
á lágum launum þeirra sem starfa við uppeldi
og menntun er ekki foreldranna heldur stjórn-
valda og samfélagsins alls. Allt of mikil áhersla
er lögð á mælanleg og hörð gildi í samfélaginu,
markað, peninga og hagvöxt. Stjórnmál eiga
líka að snúast um samfélag í þágu fólks og um-
hverfis. Samfélag sem er gott fyrir börn er gott
samfélag fyrir alla.“
Svandís Svavarsdóttir svaraði spurninga-
listanum fyrir hönd Vinstrihreyfingar-
innar - grænt framboð en hún er í 1. sæti í
framboðslista Vinstrihreyfingarinnar til
borgarstjórnarkosninga.
Samfylkingin:
Leikskólanám er dýr-
ara en háskólanám
Offita barna hefur aukist verulega undanfarin
ár. Er réttlætanlegt að skólar og leikskólaeld-
hús borgarinnar bjóði upp á mikið magn unn-
innar matvöru i skólamötuneytum sínum, líkt
oggert er í dag?
„Eg er ekki viss um að fullyrðingin eigi rétt
á sér um „mikið magn unninnar matvöru".
Mikil áhersla var lögð á það við innleiðingu
mötuneyta að með því væri verið að gefa
færi á elduðum mat á staðnum, ferskmeti og
slíku, andstætt því sem væri í boði ef skólarnir
fengju aðsendan bakkamat eins og D-listinn
barðist fyrir. Talsverð vakning hefur verið
um mikilvægi þess að skólamatur sé hollur og
góður og hefur menntaráð nú haft forgöngu
um ráðningu næringarfræðings sem á að
vera skólaeldhúsum til ráðuneytis. Jafnframt
höfum við haft það að leiðarljósi að foreldrar
kynntu sér rekstur mötuneytanna og hefðu
áhrif á það framboð sem þar er, því þannig
skapast best aðhald og sátt um það sem börn-
unum er boðið.“
Hið gullna jafnvægi
Mun Samfylkingin beita sér fyrir samstarfi
við aðila vinnumarkaðarins um fjölskyldu-
vænni vinnutíma, vinnuaðstöðu ogfrídaga og
tryggja að börn alist, að minnsta kosti að ein-
hverju leyti, upp ífaðmi foreldra sinna fremur
er kerfisins?
„Reykjavíkurborg hefur haft forystu um verk-
efnið Hið gullna jafnvægi sem snýst einmitt
um jafnrétti kynjanna, sveigjanlegan vinnu-
tíma og aðrar fjölskylduvænar aðgerðir. Það
er unnið í samvinnu við aðila vinnumarkaðar-
ins og framsækin fyrirtæki í borginni. Stefna
Samfylkingarinnar um íþróttir, tómstundir
og listnám inn í skólanna stefnir einnig að
sama marki, að auka samveru fjölskyldna.“
Hyggst Samfylkingin gera öllum börnum kleift
að stunda tómstundir, óháð efnahag og hvaða
útfærslu hafið þið í huga?
„Það gerum við nú þegar, en Samfylkingin
telur að enn þurfi að bæta úr. Niðurgreitt tóm-
stunda- og íþróttaframboð er gríðarlegt í borg-
inni. Borgin greiðir háa styrki til íþróttafélaga,
tónlistar- og myndlistarskóla og svo mætti
áfram telja. Einnig greiðum við niður sum-
arnámskeið. Þetta er allt þáttur í því að gera
sem flestum fært að vera með í því sem hugur
þeirra stendur til. Eigi að síður er hætta á því
að þau börn sem koma frá efnalitlum heim-
ilum fái ekki notið, og því höfum við auglýst
og boðið sérstaka styrki til þeirra. Skiptir tala
heimila sem slíka aðstoð hafa fengið nokkur
hundruðum.
Útfærsla okkar í framtíðinni verður að bjóða
fram tómstundir í tengslum við frístunda-
heimilin og skólana, þannig að við sköpum
samfelldan skóladag þar sem auðvelt verður
að fella tómstundir að öðru í vinnudegi barn-
anna. Við viljum gjarnan kanna til þrautar
þann kost að færa styrkina yfir
til notenda sjálfra, að ein- ^ „
hverju leyti, svo val notenda '
verði beint og milliliðalaust á
þeirri þjónustu sem er í boði.
Það þarf hins vegar að gerast
með samkomulagi við
þá mörgu sem í dag
fábeina styrkiborg-
arinnar til að bjóða fram þjónustu, svo sem
íþróttafélög og aðra - og aðdragandi þarf að
vera nokkur svo bæði notendur og veitendur
þjónustu fái tóm til að undirbúa aðlögun. En
aukið val notenda tómstundaþjónustu, jafn-
ræði milli veitenda og notenda er það sem
koma skal. Þá mun fjölbreytni aukast og allir
fá að njóta.“
Hvernig ætlar Samfylkingin að leysa dagvist-
unarúrrœðaleysi foreldra 9-18 mánaða barna
vegna skorts á dagmœðrum og annarri dag-
vistunfyrirþennan aldurshóp?
„Með byggingu leikskóla og eflingu dagfor-
eldrakerfisins.Leikskólabyltingundanfarinna
ára hefur gjörbreytt lífsskilyrðum fjölskyldna
í borginni. Samfylkingin vill tryggja örugg úr-
ræði fyrir börn frá lokum fæðingarorlofs og
nýta þjónustumiðstöðvar borgarinnar í því
skyni að aðstoða foreldra við að finna úrræði
við hæfi. Samfylkingin vill fjölga leikskóla-
plássum fyrir yngsta aldurshópinn og efla dag-
foreldrakerfið. Við viljum kanna hvort fleiri
dagforeldrar hafi áhuga á nýta gæsluvelli borg-
arinnar til samreksturs eins og gefið hefur
góða raun.“
Það hefur verið mikil umræða um gjaldfrjálsa
leikskóla undanfarið. Mun ekki sá kostnaður
sem gjaldfrjáls leikskóli hefur í för með sér
koma niður á launakjörum menntaðra og
ómenntaðra fóstra og viðhaldi leikvalla og
bygginga?
„Nei. Samfylking hefur sýnt það í verki að
við höfum forgangsraðað í þágu þjónustu við
börn og við höfum dregið vagninn í því að
hækka laun umönnunarstétta.11
Er rökrétt að gera leikskóla gjaldfrjálsa þegar
ekki er mannafl til að fullmanna skólana
vegna lélegra launa?
„Gjaldfrjáls leikskóli endurspeglar það að
leikskólinn er fyrsta skólastigið og fáránlegt
að hann sé dýrari en háskólanám. Hann er
réttlætismál. Laun í leikskólum eiga vitanlega
að endurspegla þá miklu ábyrgð og mikilvæga
starf sem þar er innt af hendi. Þetta tvennt eru
ekki andstæður heldur helst í hendur í stefnu
Samfylkingarinnar.“
Dagur B. Eggertsson svaraði spurn-
ingalistanum en hann er í 1. sæti á
framboðslista Samfylkingarinnar til
borgarstjórnarkosninga.