blaðið - 18.05.2006, Qupperneq 30
30 I FJÖLSKYLDAN
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 blaöÍÖ
Frjálslyndi flokkurinn og óháðir
Mannsœmandi
laun mikilvœg
Framsóknarflokkurinn
Stœtóbilstjórar fjöl-
skyldunnar óþarfir
Offita barna hefur aukist verulega
undanfarin ár. Er réttlætanlegt að
skólar og leikskólaeldhús borgar-
innar bjóði upp á mikið magn unn-
innar matvöru í skólamötuneytum
sínum, líkt oggert er í dag?
„Þróun offitu felur í sér mun fleiri
þætti en mataræðið og má kannski
helst kenna þar um breyttum þjóð-
félagslegum aðstæðum. Lífshættir
okkar og dagleg hreyfing hafa
breyst ekki síður en mataræðið og
það er nauðsynlegt að huga að öllum
þáttunum. Við þurfum að stefna að
hollum mat í skólum, ekki bara í há-
deginu heldur líka í nestishléum. Til
að tryggja hollustugildi og öryggi í
framreiðslu þarf eftirlit en umfram
allt þarf að tryggja að skólamötu-
neytin hafi þann aðbúnað sem nauð-
synlegur er til að bjóða hollan og
góðan mat.
Aukinni hreyfingu á skólatíma,
iþróttum og útiveru alla daga jafnt
í kennslu sem og frímínútum, þar
sem meðal annars mætti kenna
leiki.
Það þarf að hanna skólalóðir með
vellíðan, hreyfingu og leiki barna
að leiðarljósi, skólalóðir þar sem
umhverfishvatar eru nýttir til hins
ítrasta. Öruggar göngu- eða hjól-
reiðaleiðir í skóla eru einnig hluti af
hverfaskipulagi sem er veigamikið
atriði í að stuðla að heilbrigðri
líkamsþyngd.
Forvarnastarfsemi þar sem lögð
er áhersla á hollan mat og heilbrigða
hreyfingu sem hentar öllum, en ein-
skorðast ekki við ákveðið holdafar."
Sveigjanleiki eykur starfsánægju
Mun Frjálslyndi flokkurinn beita
sér fyrir samstarfi við aðila vinnu-
markaðarins um fjölskylduvænni
vinnutíma, vinnuaðstöðu ogfrídaga
og tryggja að börn alist, að minnsta
kosti að einhverju leyti, upp ífaðmi
foreldra sinna fremur er kerfisins?
„Við viljum skapa forsendur til þess
að jafnvægi náist milli fjölskyldulífs
og atvinnuþátttöku og að samþætt-
ing verði eins góð og mögulegt er á
milli skóla, félagsstarfs-, íþrótta- og
tómstundamála. Ef flest börn geta
stundað tómstundir við hæfi innan
hverfisins eða í skólanum í beinu
framhaldi af skóladeginum verður
ekki aðeins meiri tími aflögu fyrir
samverustundir fjölskyldunnar
heldur má einnig draga úr enda-
lausum ferðalögum við að koma
börnum á milli staða.
Kannanir hafa sýnt að fólk sem
gefur sér tíma og hefur aukið frelsi
til að sinna fjölskyldu sinni er betri
starfskraftur á vinnustað en þeir
sem láta vinnuna ævinlega ganga
fyrir. Reykjavíkurborg er með
stærstu vinnustöðum í borginni og
mótun fjölskyldustefnu á vinnustað
byggist á sveigjanleika. Rannsóknir
benda til að hjá fólki sem hefur
meiri sveigjanleika á vinnustað
aukist starfsánægja, framleiðni og
tryggð starfsmanna við fyrirtækið
og gerir þeim jafnframt auðveld-
ara að samræma vinnu og einkalif.
F-listinn leggur áherslu á að unnið
verði samkvæmt þessum gildum hjá
Reykjavíkurborg.“
Hyggst Frjálslyndi flokkurinn gera
öllum börnum kleift að stunda tóm-
stundir, óháð efnahag og hvaða út-
færslu hafiðþið í huga?
„F-listinn krefst þess að öll börn
og unglingar fái notið sambæri-
legra niðurgreiðslna til íþróttastarfs,
tónlistarnáms og tómstunda sem
Reykjavíkurborg leggur fjármuni
til. Þær fjölskyldur sem ekki kljúfa
að greiða annan þátttökukostnað
fái notið aðstoðar félagsþjónustu
borgarinnar. íþróttahreyfingin og
tónlistarskólar komi til aukins sam-
starfs við grunnskólann.“
Hvernig ætlar Frjálslyndi flokkur-
inn að leysa dagvistunarúrræðaleysi
foreldra 9-18 mánaða barna vegna
skorts á dagmœðrum ogannarri dag-
vistun fyrirþennan aldurshóp?
„F-listinn vill efla dagforeldra-
kerfið vegna þess að við teljum
gott fyrir börnin að vera í smærri
hópum á meðan þau eru innan við
eins árs aldur. Það þarf að vera eft-
irlit með starfseminni og jafnframt
þarf að styðja betur við bakið á dag-
föreldrum til að gera starfið meira
aðlaðandi."
Skólabúningar fela
ekki ójöfnuðinn
í stefnuskrá Frjálslynda flokksins
kemurfram að flýta þurfi uppbygg-
ingu leikskóla í borginni með það
að markmiði að hægt sé að veita
börnumfrá eins árs aldri dagvistun.
Hvernig ætlið þið að tryggja fólk í
þessi nýju stöðugildi?
„F-listinn í borgarstjórn studdi
heilshugar hækkun lægstu launa
hjá Reykjavíkurborg, þar sem um-
önnunarstéttir eru fjölmennar. F-
listinn vill áfram stuðla að leiðrétt-
ingu launa þannig að þær stéttir
sem enn bera skarðan hlut frá borði
fái laun í samræmi við störf, reynslu
og menntun. Það er hins vegar
fleira en launin sem getur haft áhrif
á ánægju í starfi og gæti verið mik-
ilvægur þáttur í að tryggja starfs-
fólk, s.s. að finna leiðir til að draga
úr álagi, bæta vinnuumhverfi og
starfsöryggi og auka sveigjanleika
í starfi.“
Frambjóðendur Frjálslynda flokks-
ins tala um að efla dagmæðrakerfið.
Ætlið þið að hækka laun dagmæðra
og ef svo er, hve mikil hœkkun yrði
það?
„Þar sem við leggjum áherslu á
að efla dagforeldrakerfið verður
að tryggja mönnun þar með mann-
sæmandi launum, á sama hátt og í
leikskólanum “
Frambjóðendur í 6 efstu sæt-
unum á F-lista Frjálslyndra og
óháðra svöruðu spurningalist-
anum f sameiningu.
Offita barna hefur aukist verulega
undanfarin ár. Er réttlætanlegt að
skólar og leikskólaeldhús borgar-
innar bjóði upp á mikið magn unn-
innar matvöru í skólamötuneytum
sínum, líkt oggert er í dag?
„Ég er þeirrar skoðunar að taka
verði mataræði í skólum og opin-
berum mötuneytum til skoðunar
með það í huga að bjóða upp á betri
og hollari mat en nú er. Ég hef viða
heyrt gagnrýni í þá veru að boðið
sé upp á upphitaðan mat sem oft-
ast sé unnin matvara og bendi á að
viða um lönd, t.d. í Bretlandi, hafa
stjórnvöld skorið upp herör gegn
óhollustu í skólamötuneytum. Nú
er að störfum nefnd á vegum forsæt-
isráðuneytisins undir formennsku
Þorgríms Þráinssonar sem m.a. er
ætlað að stuðla að bættu mataræði
og meiri hollustu landsmanna og
hvetja til aukinnar hreyfingar.“
40 þúsund króna frístundakort
Mun Framsóknarflokkurinn beita
sér fyrir samstarfi við aðila vinnu-
markaðarins um fjölskylduvænni
vinnutíma, vinnuaðstöðu ogfrídaga
og tryggja að börn alist, að minnsta
kosti að einhverju leyti, upp ífaðmi
foreldra sinnafremur er kerfisins?
„Sú vinna er þegar í gangi, t.d. á
vettvangi fjölskyldunefndarinnar
með þátttöku atvinnulífsins, verka-
lýðshreyfingarinnar og ýmissa aðila,
t.d. innan íþróttahreyfingarinnar.
Fæðingarorlofslögin voru stórt skref
í þessum efnum og juku stórlega
möguleika foreldra á samvistum
við ung börn sín. Með hugmyndum
okkar framsóknarmanna um
samþættan skóladag þar sem tóm-
stundir, íþróttir og listnám er fléttað
inn í skólann er hluti af þessari hug-
myndafræði sem gengur út á að for-
eldrar hætti að vera strætóbílstjórar
fjölskyldunnar og geti þess í stað
varið meiri gæðatíma með börnum
sínum að loknum vinnudeginum.“
Hyggst Framsóknarflokkurinn gera
öllum börnum kleift að stunda tóm-
stundir, óháð efnahag og hvaða út-
færslu hafiðþið í huga?
„Við höfum kynnt til sögunnar
beinar tillögur í þeim efnum, eða
svonefnd frístundakort að upphæð
40.000 kr á ári til viðurkenndrar
starfsemi, t.d. í listnámi, íþróttum
eða annars konar félagsstarfi. Við
teljum að í þessu felist mikilvæg fjár-
festing til framtíðar, því rannsóknar
sýna að einhver mesta hættan sem
steðjar að börnum og unglingum
felst í brottfalli þeirra úr viður-
kenndu æskulýðsstarfi á aldursbil-
inu 11-16 ára. Þeim mun lengur sem
börn og unglingar taka þátt í heil-
brigðu félagsstarfi minnka líkurnar
á því að þau flækist út í óæskilega
iðju og verði jafnvel ólöglegum vímu-
efnum að bráð.“
Hvernig ætlar Framsóknarflokkur-
inn aðleysa dagvistunarúrrœðaleysi
foreldra 9-18 mánaða barna vegna
skorts á dagmæðrum ogannarri dag-
vistun fyrirþennan aldurshóp?
„Framsóknarflokkurinn hefur
gengist fyrir umræðu um það bil
sem er á milli fæðingarorlofsins og
leikskólans og ég hef að undanförnu
rættþessimáláopinberumvettvangi
sem formaður fjölskyldunefndar rík-
isstjórnarinnar. Til lengri framtíðar
hef ég lýst þeirri skoðun minni að
lengja eigi fæðingarorlof upp í 12
mánuði og bjóða upp á gjaldfrjálsan
leikskóla frá þeim aldri, en ég tel að
það taki nokkur ár, enda myndi það
fela m.a. í sér umtalsverðar fjárfest-
ingar hjá leikskólunum. Þess vegna
hef ég talið að bæta þurfi úr brýnum
vanda foreldra þessara barna í dag
með s.k. fjölskyldugreiðslum upp
á 50 þúsund krónur á mánuði sem
yrðu valkvæðar og gætu nýst for-
eldrum til að vera lengur heima,
nýst sem greiðsla til afa og ömmu
eða au-pair svo dæmi
sem tekið, eða
niðurgreiðslu
þjónustu dag-
eldra eða í smá-
barnaleik-
skóla. Það
er ekki
nóg að
segjast
ætla að
s t o f n a
vöggu-
s t o f u r
eða leik-
skóla fyrir yngri börn, það dugar litt
þeim foreldrum sem þurfa í dag að
velta fyrir sér hvar barnið þeirra eigi
að vera á morgun meðan það þarf að
sinna sinni vinnu.“
Skólafatnaður dregur úr einelti
Það hefur verið mikil umræða um
gjaldfrjálsa leikskóla undanfarið.
Mun ekki sá kostnaður sem gjald-
frjáls leikskóli hefur í för með sér
koma niður á launakjörum mennt-
aðra og ómenntaðra fóstra og við-
haldi leikvalla og bygginga?
„Nei, hann mun ekki gera það
frekar en í tilfelli grunnskólans sem
öllum finnst sjálfsagt að sé ókeypis.
Það þarf að huga að launum umönn-
unarstétta og nokkuð hefur áunnist
í þeim efnum að undanförnu, þótt
enn sé talsvert ógert."
Er rökrétt að gera leikskóla gjald-
frjálsa þegar ekki er mannafl til að
fullmanna skólana vegna lélegra
launa?
„Laun hafa hækkað nokkuð að und-
anförnu og mér skilst að nú gangi
betur að manna skólana en áður,
þótt auðvitað sé skortur á vinnuafli
þar eins og annars staðar á vinnu-
markaðnum. Ég tel því ekki að þessi
þáttur eigi að koma í veg fyrir að
hugmyndir okkar um gjaldfrjálsan
leikskóla geti orðið að veruleika.“
Björn Ingi Hrafnsson svaraði
spurningalistanum fyrir hönd
Framsóknarlistans en hann er í 1.
sæti á framboðslista Framsóknar-
Iistans til borgarstjórnarkosninga.
Sjálfstæðisflokkurinn
Tómstundastarf þungur baggi
Offita barna hefur aukist verulega
undanfarin ár. Er réttlœtanlegt að
skólar og leikskólaeldhús borgar-
innar bjóði upp á mikið magn unn-
innar matvöru í skólamötuneytum
sínum, líkt oggert er í dag?
„Ég er þeirrar skoðunar að við
eigum einungis að bjóða holla og
góða fæðu fyrir börn, bæði í leik-
skólum og grunnskólum. Víða er
þetta mjög vel gert, en við viljum
auðvitað að þannig sé það alls staðar.
Þess vegna leggjum við mikla
áherslu á þessi málefni í okkar fjöl-
skyldustefnu, þar sem við kynnum
sérstakt heilsuátak í öllum leik- og
grunnskólum. Slíkt heilsuátak
myndi fela í sér áherslu á næring-
arríkar máltíðir, aukna hreyfingu
og útivist t.d. með því að stórbæta
skólalóðir og aðstöðu barna til leikja
og íþrótta.“
Tími til að lifa
Mun Sjálfstæðisflokkurinn beita
sér fyrir samstarfi við aðila vinnu-
markaðarins um fjölskylduvœnni
vinnutíma, vinnuaðstöðu ogfrídaga
og tryggja að börn alist, að minnsta
kosti að einhverju leyti, upp ífaðmi
foreldra sinna fremur er kerfisins?
„Sú fjölskyldustefna sem Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur kynnt undir yf-
irskriftinni Tími til að lifa, gengur
öll út á það að fjölga tækifærum fjöl-
skyldna til samverustunda. Þannig
vill Sjálfstæðisflokkurinn auka þjón-
ustu, lækka byrðar, minnka skutl
og fjölga gæðastundum. Allt skiptir
þetta máli fyrir fólk og fjölskyldur í
borginni. Að ætla sér að semja við
einstaka aðila vinnumarkaðarins
er flókið mál, en engu að síður gæti
borgin sem vinnuveitandi gengið
fram með góðu fordæmi og tryggt
eigin starfsfólki tækifæri til sveigj-
anlegri vinnutíma og aðstæður sem
mæta betur þörfum fjölskyldna.“
Hyggst Sjálfstœðisflokkurinn gera
öllum börnum kleift að stunda tóm-
stundir, óháð efnahag og hvaða út-
fœrslu hafið þið í huga?
„Sjálfstæðiflokkurinn vill koma
til móts við þau sjónarmið að það
geti verið þungur baggi fyrir fjöl-
skyldur að standa straum af tóm-
stundastarfi barna. Þess vegna er
það stefna Sjálfstæðisflokksins að
ganga til samninga við íþrótta- og
æskulýðsfélögin í borginni um að
þátttökugjöld barna og unglinga
verði lækkuð, með stuðningi borg-
arinnar, eigi síðar en um áramótin
2006-2007.“
Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn
að leysa dagvistunarúrræðaleysi
foreldra 9-18 mánaða barna vegna
skorts á dagmæðrum og annarri dag-
vistun fyrirþennan aldurshóp?
„Sjálfstæðisflokkurinn telur það
eitt brýnasta verkefni í dagsvist-
armálum í Reykjavík, að tryggja
foreldrum val um vistun fyrir ung
börn sín strax eftir að fæðingaror-
lofi lýkur. Þetta verður í fyrsta lagi
gert með auknum stuðningi við
starfsemi dagforeldra; í öðru lagi