blaðið

Ulloq

blaðið - 18.05.2006, Qupperneq 38

blaðið - 18.05.2006, Qupperneq 38
38 I ÍPRÓTTIR FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 blaöiö ■ Utan vallar með Eyjólfi Héðinssyni, knattspyrnumanni úr Fylki Vona að Ásgeir Kolbeins sé að grínast BlaOiÖ/SteinarHugi Fæðingardagur og ár? í. janúar 1985. Besta bíómynd? „Agnes“ eftir Balta. Besta bók? 101 pikköp lína með Didda Hverfis. Besta hljómsveit/tónlistarmaður? Gréta Mjöll Samúelsdóttir. Besti matur? Matstofa Daníels og karamellu- snúður úr Nóatúni Hvað gleður þig mest? Að vakna klukkan sjö á morgnana og vita það að ég er að fara í vinnuna mína að tína rusl. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Að þurfa að vakna klukkan 7:00 á morgnana og vita það að ég er að fara í vinnuna mína að tína rusl. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst barn? Verkamaður á bækistöð 4 í Breiðholti. Opið hús í Réttinni í Úthlíð á laugardkvöld Euvorovision partý byrjar kl. 19.00. Léttar veitingar á góöu verði. (Pizza-Hamborgarar-Franskar) Tilboð á stórum! Laus hús til leigu www.uthlid.is / s.6995500 Mestu vonbrigðin á íþróttaferlinum? Að hafa misst af malarleiknum með U-21 landsliðinu gegn Andorra. Mesta afrek innan vallar og utan? Utan vallar er það að hafa haldið í vinnuna mína þrátt fyrir dræma mæt- ingu. Einnig að ég hafi náð að halda því leyndu fyrir mömmu og pabba að ég væri ekki að mæta í lögfræðina í HÍ. Ég þóttist fara í skólann, beið eftir því að pabbi og mamma færu í vinn- una og fór þá aftur heim í rúmið. Fór svo aftur út í hádeginu þegar pabbi kom í hádegismat. Mæli ekki með þessu fyrir stressaða einstaklinga. Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool. Uppáhalds íþróttamaður fyrr og síðar? Kristinn „Kosby“ Friðrik Hrafns- son, Gunnar „Gussi Jalli“ Jarl Jóns- son og Halldór „Dóri putti“ Hilmar Sigurðsson. Ef þú þyrftir að skipta um iþrótt, hvað yrði fyrir valinu? Krulla, af því að ég er með svo margar krullur í hárinu. fslandsmeistaratitill eða 1. vinningur ílottói? Gömul, klassísk íþróttalýsing með Samúel Erni Erlingssyni. Hvaða persónu vildirðu helst lokast inni í lyftu með? Héðni Schindler. Hvaða dýri finnst þér þú helst líkjast? Menn hafa viljað líkja mér við gír- affa vegna gríðarlegs háls. Einnig við Samúel Örn Erlingsson. Hvert myndirðu fara ef þúættirtímavél? Svo ég vitni nú í 7-grein stjórnar- skrárinnar, þar sem segir að „þing skuli koma saman að hausti og slitið að vori.“ Hvað myndi bíómyndin um þig heita og hver ætti að leika þig? ,Blaksketball" með Samúel Erni Erlingssyni í aðalhlutverki. Hvernig myndi einkamála- auglýsingin þín hljóma? Sælar dömur. Eg er 21 árs karl- maður, þykist stunda nám í lögfræði við Hl og blekki foreldra mína á hverjum degi, en á sumrin er ég rus- latínari að atvinnu á Bækistöð 4 í Breiðholti. Stunda líka knattspyrnu með Fylki í hlutastarfi. Ef einhverjar ungar meyjar kynnu að hafa áhuga á að hlusta á gamlar, klassískar íþrótta- lýsingar með Samúel Erni Erlings- syni, hafið þá endilega samband. P.S. Ég keypti allt Sammasafnið á E-Bay. Hver er tilgangur lífsins? Mæta kl. 7:30 á bækistöðina að tína rusl. Hver viltu að lokaspurningin sé og hvernig myndirðu svara henni? Er Ásgeir Kolbeins að grínast? Ég vona það hans vegna. Berbatov til Tottenham Tottenham hefur gengið frá kaupum á búlgarska sóknar- manninum Dimitar Berbatov frá Bayer Leverkusen. Kaupverðið er 10,9 milljónir punda - andvirði 1.450 milljóna íslenskra króna. Tottenham hafði reynt að kaupa Berbatov í janúarglugganum en var hafnað. Damien Comolli, yf- irmaður íþróttamála hjá Totten- ham, kvaðst hæstánægður með að Berbatov hefði valið að ganga til liðs við Spurs. „Hann er stór, hefur góða tækni og er mjög hæfi- leikaríkur sóknarmaður. Hann er ekki einungis mikill marka- skorari heldur er hann líka dug- legur að leggja upp færi fyrir samherja sína,“ sagði Comolli. Berbatov lýsti einnig yfir ánægju sinni: „Ég hef fylgst náið með Spurs undanfarna tvo mán- uði, hvernig þeir spila og hvernig félagið hefur vaxið, og ég vonast til að geta upplifað góða tíma með þeim,“ sagði Berbatov. Hann var næst markahæsti leik- maður þýsku úrvalsdeildarinnar í ár með 21 mark í 34 leikjum og hefur skorað 31 mark í 50 leikjum fyrir búlgarska lands- liðið. Tottenham ætti því ekki að vera á flæðiskeri statt í fram- línunni næsta vetur en fyrir eru sóknarmennirnir Jermain Defoe, Robbie Keane og Mido. „Námskeiðið kom mér virkilega á óvart. ... hverrar krónu virði.“ Tómas Pálsson, 18 ára nemi. Gerrard sóknarmaður á HM? Sumarnámskeið - Reykjavík og Akureyri NÝTT NÁMSKEIÐ - 3. vikna hraðnámskeið 13. júní AKUREYRI - 3. vikna hraðnámskeið 17. maí Skráning hafín á www.h.is og i síma 586-9400 HRAJEM-ÆSnriVSJPtSNÖl-INN VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu Sven-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englands, segist ekki hafa útilokað þann möguleika að láta Ste- ven Gerrard, miðjumann Liverpool, spila sem sóknarmann á HM í Þýskalandi. Talið er næsta víst að Wayne Rooney nái ekki að jafna sig af meiðslum fyrir riðlakeppnina og þá er Michael Owen nýskriðinn upp úr meiðslum sjálfur. „Steven Gerrard getur leikið í mörgum stöðum og ein þeirra er staða annars sóknarmanns,“ sagði Eriksson. „Ég vona að við getum haft Rooney og Owen í framlínunni en ef það reynist ekki mögulegt er Gerrard góður kostur." Gerrard hefur skorað 23 mörk fyrir Liverpool á þessari leiktíð og hafa fjölmargir haldið því fram að í ljósi aðstæðna sé hann besti maðurinn í það hlut- verk að skora mörk fyrir England. Eriksson sagði enn fremur að hann væri mjög sáttur við að hafa valið táninginn Theo Walcott, leik- mann Arsenal, sem einn af fjórum sóknarmönnum liðsins. „Hann lítur mjög vel út. Það er ekki auðvelt fyrir hann að aðlagast enda eru frábærir knattspyrnumenn í enska landslið- inu, en hann hefur leikið vel. Ég veit að ég tók áhættu en ég er ánægður með það.“ Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 Eikarparket 14 mm 3 stafa meö læsingu kr. 2.490.- m2 Eikarparket 14 mm heil borö með læsingu kr. 4.490.- m2 Berry Floor plastparket í miklu úrvali verö frá kr. 890.- m2 Yfir 40 gerðir af parketi á lager

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.