blaðið - 29.05.2006, Síða 4

blaðið - 29.05.2006, Síða 4
20 I BÍLAR MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 bla6ið Sumardekk Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum Ef við eigum það ekki til þá bara búum við það til! S2rí7TTfCT(IJ't^ryvrrm :¥1564 0950 PUSTÞJONUSTA Smiójuvegur 50, Kóp., sími: 564 0950 Setjum pMfeaeíI] i allar geróir bila Hér gefur að líta bílinn Koeningsegg, sem mun án efa vekja áhuga viðstaddra á sýningunni. Bílar og sport 2006 Alhliða bíla- og mótorsport sýning Sýningin Bílar og sport 2006 verður haldin dagana 9.-n.júní í nýja húsnæði Laugardalshallar- innar, en þetta er alhliða bíla- og mótorsport sýning. Þarna mun gefa að líta sportbíla, jeppa, mótor- hjól, flugvélar, þyrlur, báta og fleira, en lagt er upp með að hafa sýning- una sem fjölbreyttasta. Aukþess að sýna gestum glæsileg farartæki og nýjungar á þessu sviði verður boðið upp á go-kart, fjarstýrða bíla og fleiri tómstundir svo að allir fái eitt- hvað fyrir sinn snúð. „Þetta er alls ekki einungis bundið við bílaáhuga- menn. Þarna getur öll fjölskyldan mætt og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við reynum að gera þetta meira svona „interactiv“ sýn- ingu þar sem að fólk tekur þátt í hlutunum, í stað þess að labba bara í hring og sanka að sér bæklingum,“ segir Þórður Freyr Sigurðsson, framkvæmdastjóri tímaritsins Bílar og sport. Hann hvetur fólk til þess að koma og lofar góðri og fjöl- breyttri sýningu í bland við önnur skemmtilegheit. Hraðskreiðasti verksmiðju- framleiddi bíll í heimi Að sögn Þórðar munu áhugaverðir menn í bílaiðnaðinum koma til landsins í tilefni sýningarinnar og má þar nefna heimsmeistarann Per Soeder. „Soeder er heimsmeistari í því sem við köllum hljóði og mynd. Það þýðir í rauninni bara allt sem tengist græjum í bílnum. Hann ætlar að koma með nýjan bíl sem hann er að ljúka við að smíða. Við verðum einnig með þriggja metra hátt lukkuhjól, en fólk getur unnið frábæra vinninga með þvi að nýta sér áskriftartilboðið á tímaritinu okkar. Fólk getur unnið veglega vinninga, m.a. flugferð, og í raun vinna allir eitthvað sem kaupa áskrift. Svo erum við að vinna í því að bjóða fólki upp á þyrlu-út- sýnisflug og fleira sem lofar mjög góðu. Síðast en ekki síst ber að nefna helsta aðdráttarafl sýningar- innar - tryllitækið Koenigsegg, en hann kemur hingað til landsins og verður til sýnis. Samkvæmt heims- metabók Guinnes er þetta hrað- skreiðasti verksmiðjuframleiddi bíll í heimi, með hámarkshraða upp á 395 kílómetra hraða. Þetta er heljarinnar bíll og það verður ekki leiðinlegt að skoða hann,“ segir Þórður að lokum. Hann hvetur fólk til þess að koma og lofar góðri og fjölbreyttri sýningu í bland við önnur skemmtilegheit. Bílalán // Bílasamningur // Einkaleiga ; $ LYSING auglysingar@vbl.is blaðiö= mT l ’ - - §§# ' w - V Rafstillingtei i. fti H startarar-alternatorar- perur viögeröir- sala hrööog góö þjónusta Dugguvogi 23 - s: 5814991 rafstilling@rafstilling.is ókeypis til Landsíns mesta úrval fjarstýrðra bíla Tómstundahúsið Nethyl 2 sími 5870600 www.tomstundahusid.is MiH heimila og fyrirtækja alla virka daga FRJÁLST ÚHAÐ blaðið=

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.