blaðið - 14.06.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 14.06.2006, Blaðsíða 1
Frjálst, óháð & ókeypis! 131. tölublað 2. árgangur miðvikudagur 14. júní 2006 ISÍÐA Ashkenazy stjórnar Sinfóníunn | SÍÐUR 17-25 í sól og sumaryl - sérblað um sumarið fylgir Blaðinu í dag Verðbólguráð Blaðsins Greiningardeild KB banka segir meginskýringuna á mikilli hækkun neysluvísitölunnar í júnímánuði sé hækkun matvæla- verðs, sem hækkaði um 3,7% í mánuðinum. Verð á grænmeti hefur hækkað um 6,6%, 10,6% á ávöxtum og mjólkurvörur hafa hækkað um 6,6% í júní. Síðastliðna 12 mán- uði hefur matvælaverð hækkað um 12% og bent hefur verið á að þessi hækkun matvæla viðhaldi verðbólgunni. Blaðið tók saman nokkursparnaðar- ráð afþessutilefni sem hjálpa til við að halda niðri verðbólgunni. | SÍÐA 16 Breyttir tímar fjöl- skylduljósmynda Fjölskylduljósmyndireru hluti af menningarsögu síðustu aldar og eiga margir minningar um að hafa farið spariklæddir í heim- sókn til Ijósmyndara, jafnvel með reglulegu millibili. Með stafrænu mynda- vélunum hafa hefðirnar í kring- umfjölskyldu- og barnaljós- myndatökur breyst mikið. | SlÐA 29 Villhjálmur Þ. Villhjálmsson tekur við lyklavöldum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Mynd/BrynjarCauti Kisur keppa á skjánum Nýr sjónvarpsþáttur hóf göngu sína í Bandaríkjunum í gær. Tíu flækingskettir hafa verið valdir af forráðamönnum Meow Mix, sem framleiðir kattamat, tilþess að dvelja í húsi í tíu daga þar sem kvikmyndavélar fylgjast með hverrihreyfinguþeirra. Kettirnir munu keppa í því hver þeirra sefur mest, malar hæst og hver nær að veiða flestar leikfanga- mýs. Þátturinn er sýndur á sjón- varpsstöðinni Animal Planet auk þess sem hægt er að fylgjast með gangi mála á vefsíðunni Meow- mixhouse.com. Áhorfendur kjósa svo kött út á hverjum degi. Kisinn sem sigrar fær vegleg verð- laun: honum verður boðið starf sem varaforseti rannsóknar- og þróunarsviðs Meow Mix. Mislæg gatnamót við Kringlu á kjörtímabilinu Málefnasamningur nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavík var kynntur í gær. Framtíðar- staðsetning Reykjavíkurflugvallar ákveðin á kjörtímabilinu. Leikskólagjöld lækka í haust. Stóð undir væntingum „Eftir um það bil 40 mínútna kafla þar sem gamlir Pink Floyd slagarar voru í hávegum hafðir vatt Roger Waters kvæði sínu í kross og við tók um 50 mínútna kafli þar sem hann lék aðallega eigið efni. Eftir að hafa áður náð að fanga athygli og áhuga hvers einasta manns í salnum verður að viðurkennast að stemmning- in dalaði talsvert á þessum kafla," segir í gagnrýni Aðalþjörns Sigurðssonar sem var á Waters-tón- leikunum í Egilshöll | SlÐA 35 „Hugsum stórt, horfum langt og byrjum strax!“ Þetta eru einkunn- arorð nýs meirihluta sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna i borg- arstjórn Reykjavíkur sem tók til starfa í gær. Málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur, þar sem er gert ráð fyrir að framkvæmdum mislægra gatnamóta Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar verði lokið á kjörtímabilinu. Einnig er boðað að ákvörðun verði tekin um legu Sundabrautar á þessu ári og mun hönnun og framkvæmd hefj- ast í kjölfarið. Þá á að skipuleggja ný hverfi í Vatnsmýri, Geldinga- nesi, Úlfarsfelli og Örfirisey og taka ákvörðun um framtíðarstaðsetn- ingu Reykjavíkurflugvallar. Málefnasamningur „Þetta er meirihluti sem ætlar að leggja sérstaka áherslu á málefni eldri borgara og fjölskyldumálin. Við munum fara í ákveðið hreins- unar- og fegrunarátak strax í sumar í samstarfi við íbúa, félagasamtök og fyrirtæki,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, nýkjörinn borgarstjóri í samtali við Blaðið. í málefnasamn- ingnum kemur fram að þegar verði farið í að undirbúa byggingu um 300 nýrra leigu- og þjónustuíbúða fyrir eldri borgara á kjörtímabilinu. Þá á áætlun um bætta heimaþjónustu og fjölgun dagvistarrýma að liggja fyrir í haust og hefja skal undir- búning að umtalsverðri fjölgun hjúkrunarrýma á kjörtímabilinu. Viðræður við ríkisvaldið í fjölskyldumálum á meðal annars að lækka leikskólagjöld um 25% í haust og ganga til viðræðna við ríkisvaldið um mögulega þátttöku í fjármögnun á frekari lækkun leik- skólagjalda. Þá á að senda frístunda- kort til allra barna í framhaldi af viðræðum við íþróttafélög og félaga- samtök um tilhögun og stefnt er að opnun gæsluvalla á ný í áföngum. Sérstakar tilraunir verða gerðar til að efla almenningssamgöngur með ókeypis strætó fyrir tiltekna hópa. Vilhjálmur þakkaði Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fráfarandi borgarstjóra, fyrir hönd borgarbúa fyrir vel unnin störf þegar hann tók við lyklum að skrifstofu borgar- stjóra í gær. Vilhjálmur sagði að þau Steinunn Valdís hefði unnið lengi saman og þó að þau hefðu ekki alltaf verið sammála hefði sam- starfið verið byggt á heiðarlegum grunni. Vilhjálmur segir að í viðræðum sínum við embættismenn borgar- innar hafi ýmislegt í fjármálum borgarinnar komið upp sem sé öllu verra en gefið hafi verið upp af hálfu fráfarandi meirihluta. „Við munum óska eftir því á næsta borgarráðs- fundi að það verði gerð úttekt á fjármálum borgarinnar til og með 1. júní. Það eru ýmsar forsendur sem standast ekki,“ segir Vilhjálmur. Hlakkartil Vilhjálmur segist hlakka til að hefj- ast handa. „Þetta hefur verið mín vinna og áhugamál að sinna sveit- arstjórnarmálum, bæði hér í borg- inni og annars staðar. Ég ætla að reyna að gera mitt besta og eiga gott samstarf við alla borgarfulltrúa og starfsmenn borgarinnar. Ég ætla að vera góður borgarstjóri sem tekur vel á móti fólki og umgengst fólk af virðingu, kurteisi og tillitssemi. Ég ætla bara að vera ég áfram.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var kjörin forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og Björn Ingi Hrafns- son formaður borgarráðs, stjórnar Faxaflóahafna sf. og iTR. Þá var Guðlaugur Þór Þórðarsson kjörinn formaður stjórnar Orkuveitu Reykja- víkur, en kosningin er til eins árs. BILALAN Finndu bara bílinn sem þig dreymir um og viö sjáum um LÆGRI fjármögnunina. Reiknaðu lánið þitt á www.frjalsi.is, VEXTIR hringdu í sfma 540 5000 eða sendu okkur línu á frjalsi@frjalsi.is. Við viljum að þú komist sem lengst! V FRJÁLSI IJÁKI'LST INGARBANKINN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.