blaðið - 14.06.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 14.06.2006, Blaðsíða 24
32 I MEWNING MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 blaðið Ashkenazy stjórnar Sinfóníunni McEwan verdlaun- adur Breski rithöfundurinn Ian McE- wan hlaut á dögunum elstu bókmenntaverðlaun Bretlands, James Tait Black Memorial Prize, fyrir skáldsögu sína Sat- urday. Bókin segir frá lífi tauga- skurðlæknis og fjölskyldu hans á deginum þegar mótmælaað- gerðir voru haldnar í London vegna stríðsins í írak. Verðlaunin voru stofnuð árið 1919 og meðal höfunda sem hafa hlotið þau eru DH Lawrence, EM Forster, Evelyn Waugh og Irish Murdoch. Saka- málahöfundurinn Ian Rankin mun veita McEwan verðlaunin við athöfn í Edinborg í lok mánaðarins. Fimmtudaginn 15. júní í Háskólabíói verður frumflutt á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Verkið er samið að beiðni Vladimir Ashk- enazy, sem jafnframt mun stjórna flutningi þess. Það hefur fengið nafnið Sumartónar. Innblásturinn sækir Þorkell í æskuminningar sínar af sumardögum og kvöldum á róluvellinum við Freyjugötu. Á tónleikunum verða einnig á dagskrá Fjórða sinfónía Tsjakov- skíjs en hún skipar sér í hóp verka á borð við fimmtu sinfóniu Be- ethovens og Draumórasinfóníu Berlios og hefur löngum verið talin sjálfsævisöguleg. Auk þess mun Bryndís Halla Gylfadóttir leika sellókonsert eftir Edward Elgar. Um verkið segir Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræð- ingur í efnisskrá: „Sellókonsertinn er magnþrungin tónsmíð, full af ástríðu og trega, eins og Elgar líti um öxl og minnist þess sem áður var. Hann hefst á tignarlegu eintali einleikarans, sem minnir helst á dramatískt „resítatív“ án orða og Vladimir Ashkenazy. Hann er hljómsveit- arstjóri á sinfóníutónleikum á fimmtu- dagskvöld. Fíasól leggur land undir fót Hjá Máli og menningu er komin út Ferðabók Fíusólar eftir Krist- ínu Helgu Gunnarsdóttur með myndskrey tingum Halldórs Baldurssonar. Fíasól á ferðalagasjúka fjölskyldu sem vill helst alltaf vera upp um fjöll og firnindi. Oftast finnst Fíusól líka gaman að ferðast en stundum finnst henni nóg um ferðagleð- ina. Þá er gott að kunna mikið af leikjum, þrautum og gátum til að stytta sér stundir. Með þessari bók vilja Fíasól og besti vinur hennar, Ingólfur Gaukur, kenna krökkum hvernig hægt er að skemmta sér konunglega á löngum bílferðum, á tjaldstæðum, í skógarlundum og sumarbústöðum. í bókinni er meðal annars að finna leiki til að leika í bíl, leiki til að leika úti, leiki til að leika hvar sem er, myndir til að lita, þrautir til að leysa, gátur til að ráða, teiknisam- keppni til að sigra í og sögur til að hlæja að. Rödd Mónu Lísu Japanskir vísindamenn segjast hafa endurskapað rödd Mónu Lísu. Þeir mældu andlit og hendur konunnar á þessu fræga málverki Leonardo Da Vinci og töldu sig þannig geta áætlað hæð hennar og gerðu síðan líkan af höfuðkúpunni. Þeir Ijáðu henni siðan rödd sem þeir segja að líkist rödd fyrirmyndarinnar á málverkinu. Þeir sem vilja heyra rödd Mónu Lísu geta farið á slóðina http://promotion.msn.co.jp/davinci/voice.htm. Mona Lisa talar þar ítölsku og sömuleiðis má heyra rödd listamannsins, Leonardos. snýr aftur á lykilstöðum í verkinu.“ Vladimir Ashkenazy er hljóm- sveitarstjóri á tónleikunum. Hann hefur verið í hópi fremstu hljóðfæra- leikara veraldar í nánast hálfa öld og undanfarna áratugi hefur orðstír hans sem hljómsveitarstjóra stöð- ugt aukist. Hann kemur enn reglu- lega fram sem píanóleikari víða um heim, þó að hljóðfæraleikarinn hafi stundum orðið að víkja fyrir hljóm- sveitarstjóranum á seinni árum. Efnisskrá tónleikanna er eftirfarandi: Hljómsveitarstjóri: Vladimir Ashkenazy Einleikari: Bryndís Halla Gylfadóttir Þorkell Sigurbjörnsson: Sumartónar Edvard Elgar: Sellókonsert PjotrTsjajkovskíj: Sinfónía nr. 4 í f-moll op.36 Pianistic Portraits í kvöld kl. 20 heldur úkraínski pí- anóleikarinn Roman Rudnytsky tónleika í Salnum í Kópavogi sem bera yfirskriftina Pianistic Portr- aits. Á efnisskránni, sem er afar fjölskrúðug, eru meðal annars verk eftir Manuel Herrarte, Beethoven, Chopin, Liszt, Ravel og Modest Mussorgsky. Rudnytsky hefur áður leikið í Salnum í september árið 2001 og þá ritaði Jón Ásgeirsson meðal annars eftirfarandi um tón- leikana í Morgunblaðið: „...lokaverk tónleikanna var um- ritun Liszt á forleiknum að Vil- hjálmi Tell eftir Rossini. Forleikur- inn var glæsilega fluttur og mörg píanótæknileg atriði frábærlega útfærð. Roman Rudnytsky er tek- nískur píanóleikari sem lætur vel að leika svonefnd „píanistaverk“ þar sem skáldað er aðeins í tækn- ina tækninnar vegna, en á samt til að leika fallega rómantískar tónhendingar...“ Roman Rudnytsky er þekktur pí- anóleikari frá Ukraínu og reyndur konsertpíanisti, sem hefur ferðast vítt og breytt um heiminn til að halda tónleika. Á ferli sínum hefur hann spilað við fjölmörg þekkt tón- Roman Rudnytsky. Leikur á tónleikum í Salnum næstkomandi miðvikudagskvöld. listarhús, en hann hefur ekki síður áhuga á að spila við óhefðbundnar aðstæður, og fyrir áheyrendur sem sjaldan upplifa klassíska tónlist. SU DOKU talnaþrautir Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 9 3 6 4 5 1 6 7 2 6 9 5 7 9 8 9 1 6 8 3 3 9 8 5 9 6 2 8 4 7 6 Lausn síðustu gátu 9 4 3 5 6 7 1 2 8 5 6 7 8 1 2 9 3 4 8 1 2 9 3 4 5 7 6 1 5 9 6 4 3 2 8 7 2 3 8 1 7 5 6 4 9 4 7 6 2 8 9 3 1 5 6 8 4 3 5 1 7 9 2 7 9 1 4 2 6 8 5 3 3 2 5 7 9 8 4 6 1

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.