blaðið - 14.06.2006, Síða 2
2IFRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 blaöiö
fblaöið^HÍ
■
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700 • www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Einar K. oftast
í fjölmiðlum
Einar K. Guðfinnsson, sjávarút-
vegsráðherra er sá ráðherra sem
var virkastur í þátttöku frétta
sem snúa að honum eða ráðu-
neyti hans. Þetta er niðurstaða
Ráðherrapúls Fjölmiðlavaktar-
innar yfir tímabilið frá árám-
ótum til ío. júní síðastliðinn.
Einar mældist viðmælandi í 53%
frétta sem tengdust sjávarútvegs-
ráðuneytinu. Guðni Ágústsson,
landbúnaðarráðherra mæld-
ist næstvirkastur, með 47,3%
tilfella.
Þeir ráðherrar sem mældust
með minnstu þátttöku sem við-
mælendur í fréttum tengdum
þeirra ráðuneyti eru Björn
Bjarnason, dóms- og kirkjumála-
ráðherra með 21,6% hlutdeild.
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, menntamálaráðherra var
með næstminnsta þátttöku, eða
22,5% tilfella.
Þátttaka ráðherra sem viðmæl-
endur í fréttum um þá eða ráðu-
neyti þeirra er mæld með því að
skoða hlutdeild þeirra sem við-
mælendur í ljósvakafréttum. I
fréttatilkynningu frá Fjölmiðla-
vaktinni kemur fram að ljós-
vakafréttir endurspegli betur en
dagblaðaefni meginviðfangsefni
umfjöllunarinnar.
Telur samkeppnisaöila standa að
baki húsleit Samkeppniseftirlitsins
Samkeppniseftirlitið gerði húsleit í aðalstöðvum VISA ísland í gærmorgun. Forstjóri
fyrirtækisins segir að sér hafi liðið eins og einhver væri kominn upp í rúm hjá sér.
Blaóió/FMi
Halldór Guðbjarnason, forstjórí VISA sagði á blaðamannafundi í gær aö
honum hafi liðið eins og einhver væri komlnn upp í rúmið hjá sér þegar
Samkeppnisstofnun birtist skyldilega á skrifstofu hans í gærmorgun.
Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins
mættu í húsnæði VISA Island upp úr
klukkan níu í gærmorgun og hófu
húsleit í fyrirtækinu. Voru tölvur
allra yfirmanna fyrirtækisins skoð-
aðar og tekin afrit af þeim gögnum
sem þær geymdu. Sömu sögu má
segja um „server“ fyrirtækisins sem
geymir helstu tölvugögn þess.
„Það bankaði hjá mér lögreglu-
maður klukkan fimmtán minútur
yfir níu í gærmorgun og sýndi mér
skjöld og húsleitarheimild, eins og
maður sér í amerískum bíómyndum.
I framhaldi var gramsað ofan i öllu
hér,“ sagði Halldór Guðbjarnason,
forstjóri VISA, á blaðamannafundi
sem fyrirtækið hélt seinnipartinn í
gær vegna málsins.
„Okkur er gert að hafa misnotað
markaðsráðandi stöðu okkar. Við
höfum vissulega verið í harðri sám-
keppni á okkar markaði, sem er
markaður um kortafærslur frá fyr-
irtækjum. Þar höfum við keppt við
greiðslumiðlunarfyrirtækið PBS. Af
þeim málskjölum sem við fengum
að sjá er svo að sjá að málið eigi
upptök úr þeirri átt,“ sagði Halldór
ennfremur.
Hafði ekki langan fyrirvara
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam-
keppniseftirlitsins, staðfesti í sam-
tali við Blaðið í gær að húsleitin hafi
verið gerð vegna gruns um að VISA
ísland hafi misnotað sér markaðs-
ráðandi stöðu sína.
„Við töldum óhjákvæmlilegt að
óska eftir húsleitarheimild til að
upplýsa málið. Héraðsdómur Reykja-
víkur veitti okkur þá heimild og hús-'
leitin var framkvæmd í samræmi
við hana. Með þessu erum við ein-
faldlega að sinna okkar lögbundna
hlutverki. Það verður svo að koma í
ljós hver niðurstaða málsins verður,“
segir Páll. Hann bætir við að málið
hafi ekki haft langan aðdragana og
nú taki við að skoða gögn og komast
að niðurstöðu.
Eins og áður sagði telur forstjóri
VISA einsýnt að kæra sem liggur
að baki húsleitinni komi frá fyrir-
tækinu PBS. Það er greiðslukorta-
fyrirtæki sem er í eigu danska
seðlabankans og danskra banka og
sparisjóða, en það gefur meðal ann-
ars út Dankort.
„Við erum mjög stolt af því hvað
VISA getur veitt góða þjónustu á lágu
verði. Væntanlega er samkeppnisað-
ili okkar því ósammála. Það mun
síðan koma í ljós hver niðurstaðan í
málinu verður," sagði Halldór.
Segja fátt koma á óvart í
nýjum málefnasamningi
Það kemur vart á óvart að fulltrúar
minnihlutans í borgarstjórn geri at-
hugasemdir við þann málefnasamn-
ing sem nýr meirihluti í borgarstjórn
Reykjavíkur kynnti í gær. Oddvitar
flokkanna þriggja í minnihlutanum
virðast þó sáttir við margt af því sem
þar kemur fram. Þannig virðast hug-
myndir um fjölgun hjúkrunarrýma
fyrir aldraða borgarbúa allsstaðar
eiga upp á pallborðið, enda bent á
að núverandi meirihluti hafi hugsan-
lega betri aðgang að ráðamönnum í
landsmálunum til að fá aukna fjár-
muni í þá uppbyggingu. Það er þó
fjölmargt sem minnihlutinn bendir
á að betur mætti fara.
Kynjahlutföllin kolröng
„Það sem stingur í augu er að 69%
fulltrúa meirihlutans í nefndum
borgarinnar skuli vera karlmenn
og að átta ef nefndum borgarinnar
skuli vera stýrt af karlmönnum.
Þetta er sögulegt skref aftur á bak,
Mynd/BrynjarGouli
Oddvitar minnihlutaflokkanna í borgar-
stjórn gagnrýna nýja stefnuskrá meiri-
hlutans.
sem kemur reyndar ekki á óvart því
þessir flokkar hafa aldrei staðið fyrir
framsýni og nútímapólitík,“ segir
Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri
Grænum. f sama streng tekur Dagur
B. Eggertsson, Samfylkingu.
„Ég er nú svo ungur að ég man ekki
þá tíma sem svona þótti ílagi. Menn
hafa í orði kveðnu í þessum tveimur
flokkum daðrað við jafnréttishug-
sjónina, en þarna eru verkin látin
tala,“ segir Dagur.
Annað sem minnihlutinn gagn-
rýnir eru áherslur meirihlutans
varðandi almenningssamgöngur.
„Sjálfstæðismenn lögðu til að al-
menningsamgöngur yrðu skertar
á síðasta kjörtímabili. Nú vilja þeir
gera tilraunir til að hafa ókeypis í
strætó fyrir ákveðna hópa,“ segir Ól-
afur F. Magnússon og bætir við að
slíkt geti vart hljómað trúverðugt.
„Það er ekki nóg að hafa ókeypis í
strætó því það þarf að setja fjármuni
í málaflokkinn,“ segir Svandís.
Gjaldfrjáls leikskóli út af borðinu
Áherslur í leikskólamálum koma
fulltrúum minnihlutans einnig á
óvart.
„Það vekur athygli að þeir ætla að
festa leikskólastigið í festi sem gjald-
tökustig. Mér sýnist að fyrirheit
framsóknarmanna um gjaldfrjálsan
leikskóla séu ekki lengur inni í mynd-
inni,“ segir Svandís. Hvað skipulags-
málin varðar eru menn ennfremur
ósáttir.
„Ég hef áhyggjur af því að hér verði
stigið skref tillHouston Norðurland-
anna, þar seni áherslan verði lögð
á mislæg gatiiamót og dreifingu
byggðar," segifiSvandís.
Olafur hefur hinsvegar áhyggjur
af því að flugvöllurinn sé á leið úr
Vatnsmýrinni.
„Þar tel ég hættu á að tekin verði
ákvörðun sem ekki er í þágu hags-
muna borgarbúa né landsmanna, og
tekin verði ákvörðun um að völlur-
inn verði fluttur úr Vatnsmýrinni,“
segir Ólafur.
„Þetta er ekki mjög afdráttarlaust
plagg. Það er talað um samráðshópa,
ganga eigi til samninga og leita til
leiða. Mér líður eins og meirihlutinn
sé með þreytueinkenni frá fyrsta
degi,“ segir Dagur.
^qrænmeti
sérmerkt þér!
0 HeiðsklrtíSr■téttskýjað£d»*‘Skýjað Alskýjaö* Rigning,IIUIsháttar^*l>Rlgnlng.í^‘Súld '•* Snjókoma-íl- • Slydda2£s
Snjóél
Skúr
iEij'jjl/
Algarve 22
Amsterdam 17
Barcelona 24
Berlín 29
Chicago 17
Dublin 18
Frankfurt 27
Glasgow 17
Hamborg 24
Helsinki 23
Kaupmannahöfn 22
London 21
Madrid 30
Mallorka 27
Montreal 15
New York 19
Orlando 25
Osló 17
París 23
Stokkhólmur 27
Vín 21
Þórshöfn 09
Veðurhorfur í dag ki: 15.00
Veðursíminn 9020600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands