blaðið - 14.06.2006, Qupperneq 10

blaðið - 14.06.2006, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 blaöiö 10 ISKODUN Daðrið á dansiballinu Jakob seiðskratti og tógóskur boltagaldur Eftir Einar K. Guðfinnsson Nú stendur Samfylkingin frammi fyrir einföldu vali. Að falla frá hugmyndum sínum um Evrópu- sambandsaðild eða hverfa frá fyrir- ætlunum um hreinræktaða vinstri stjórn. Flóknara er málið ekki. Á nýafstöðnum uppgjörsfundi Samfylkingar, sem haldinn var vegna laklegrar útkomu flokksins í nýliðnum sveitarstjórnarkosn- ingum, var áhersla lögð á að mynda ætti ríkisstjórn sem bersýnilega átti að samanstanda af Vinstri Grænum auk Samfylkingar. Þetta er út af fyrir sig athyglisvert. Tilefnið var ennfremur notað til þess að varpa hnútum að Framsóknarflokknum og það fordæmt að standa fyrir samstarfi með þeim flokki á sveit- arstjórnarstiginu. Var þó Framsókn- arflokkurinn í pólitísku bandalagi með Samfylkingunni í höfuðborg- inni í tólf ár. Fyrir nú utan það að þessi ummæli hljóta að hafa verið sem löðrungur á kjamma þeirra sveitarstjórnarmanna Samfylk- ingar sem öpuðu upp R listamódelið í framboðum sínum víða um land. Þá rifjast líka upp að endalok þess gamla bandalags R listans voru á yfirborðinu hörmuð af fyrirsvars- mönnum Samfylkingarinnar og sjá menn nú heilindin í því sorgarferli. En svo var það annað sem lögð var áhersla á og átti að skapa Samfylk- ingu sérstöðu. Flokknum var stillt upp sem einarðasta talsmanni Evr- ópusambandsaðildar. Verði þeim að góðu. En hvar ætlar Samfylk- ingin að leita bandamanna í þá miklu ólitísku för? hinni nýju meintu vinstri stjórn með Ögmundi Jón- assyni og Stein- grími J. Sigfús- syni? Það vitum við auðvitað að getur aldrei staðið til. Þess vegna er þetta allt saman merkingarlaust tal. Þetta er fánýtt og innantómt gaspur og ekki meir. Því er bara til skila haldið að daðrað verði við Evrópu- sambandsaðild og stigið í vænginn við Vinstri Græna - og það á einu og sama dansiballinu! Sjá þó allir mótsagnirnar í þess- ari herstjórnarlist. Hún á enda bara að gegna einu hlutverki. Verða að einhvers konar ofur - leiktjöldum í stórri sýningu, sem nota á til þess að dylja raunveruleikann. Hin nýja pólitík Samfylkingarinnar er þess vegna fyrst og fremst leikrit; pólitísk sviðsetning en ekki raunveruleg efn- isleg og pólitísk stefnumótun. Ætli sá prinsíppfati stjórnmála- flokkur VG láti fallerast af svona daðri? Höfundur er sjávarútvegsráðherra Af www.ekg.is Oriental BBQ-marinerin? meiUara flr?entínu komin í venlanir Oriental BBQ-marinering meistara Argentínu steikhúss hefur notið gríðarlegrar hylli gesta staðarins í 16 ár. Ná er þessi óviðjafnanlegi kryddlögur fáanlegur í verslunum svo að eldklárir grillmeistarar heimilanna geta nýtt sér hann til aukinna vinsælda í sumar. Fullkomnaðu grillsteikina að hœtti Argentínu steikhúss! Eftir Össur Skarphéðinsson I dag vaknaði ég í sérstöku viðhafn- arskapi. Það er fyrsti leikur Tógó í HM í knattspyrnu. Upp úr hádegi mun ég hitta frænda minn og vin, Þráinn Bertelsson, í miðbænum. Það er fyrsti leikur Tógó í HM í dag. Hann getur ekki farið fram nema við Þráinn séum mættir fyrir framan risaskjáinn á Glaumbar til að styðja okkar menn. Við erum full- trúar hinna hrjáðu og smáðu - og kanski er það þessvegna sem Þráinn er alltaf í Framsóknarflokknum. Tógó á líklega álitlegan hóp stuðn- ingsmanna á Islandi. Prófessor eme- ritus Njörður P. Njarðvík er opinber forystumaðurstuðningsmannahóps- ins - enda ræðismaður Tógó hér á landi. Hins vegar á Tógó óopinbera ræðismenn út um allt Island. Allir sem eru í Spes - sem byggir barna- þorp í Tógó - hljóta að styðja þá í dag. Það er raunar dálaglegur hópur. Hann teygir sig ekki bara inn í stjórnarandstöðuna heldur hefur með ísmeygilegum hætti lagt undir sig ríkisstjórnina líka. Nýi iðnaðar- og viðskiptaráðherrann er nefnilega einn af verndarenglum Spes - og þarmeð Tógó. Það er ekki á Njörð logið. I öllu falli geri ég fastlega ráð fyrir að nýi ráðherrann geri hlé á störfum sínum fyrir þjóð, flokk - og foringja - meðan Tógó leikur í dag. Þetta er í fyrsta skiptið sem Tógó leikur á HM. Það er mikil gleði meðal landsmanna vegna þess. For- setinn í Tógó lýsti yfir opinberum frídegi þegar liðið ávann sér réttinn. Öll fótboltabuffin sem skrifa í heims- pressuna segja að það sé slakasta liðið. Tógóar sjálfir eru undir niðri nokkuð vissir um afdrif sín því þeir pöntuðu flugferðina heim strax fyrir ári síðan - að loknum fyrstu þremur leikjunum. Fram- sýnir menn... I dag keppa þeir við þaulreynt lið Suður Kóreu sem baðar sig upp úr peningum meðan liðsmenn Tógó hafa varla pening til að éta fyrir. Það eru heldur engar stjörnur í liði Tógóa. Hugsanlega er sláninn Em- manuel Adebayor sá eini Sem býr yfir örlitlu leiftri af skini stjarnanna. Hann er einn af drengjum Arsene Wenger, kom til Arsenal í vetur að mig minnir, og er mikið efni. Hann er enn ekki nema 22 ára. Adebayor er þeim lesti brenndur að líta á sjálfan sig sem heimsfræga stjörnu. Liðið er algerlega háð getu hans og formi. Svo hann ræður því víst sem hann vill. Adebayor lét til dæmis reka Stefán Kesju, prýðilegan þjálfara Tógóa, sem var að reyna að sverfa af honum ungæðislega stjörnustæla og kippti strák einu sinni úr liðinu. Þá lá við uppreisn í Tógó og Kesja var látinn taka pok- ann sinn. Það hafa líka verið vandræði með núverandi þjálfara, Otto Pfister, sem hefur þvælst út um alla Afríku og þjálfað mörg lið. Ottó er greini- lega jafnaðarmaður einsog ég. Hann sætti sig ekki við lélegar og illa greiddar þóknanir til leikmanna sinna - og hætti í vikunni. I morgun bárust þær góðu fregnir að Otto væri kominn aftur fyrir þrábeiðni leikmannanna. Við Þráinn erum þó giska sig- urvissir fyrir hönd okkar manna. Tógó býr yfir leynivopni sem ekkert annað lið hefur yfir að ráða. Það er Jakob seiðskratti. Hann er fremsti galdramaður Tógó á sviði vúdú - og frægur um alla Vestur Afríku fyrir kynngi sína og töframátt. Nú hefur Jakob seiðkall snúist í lið með lands- liði Tógó. Vúdú er mesti galdur í heimi. Upp- runi þess er í Tógó og löndunum í kring. Allt annað vúdú er slöpp eftirlíking af hinum vesturafríska galdri. Ég sá sjálfur óttalega galdra vúdúhöfðingjans í Benín sem kom siglandi yfir ána sem skilur Benín og Tógó, þegar ég tók á slöngunni sællar minningar á vúdústefnunni á landamærum ríkjanna fyrr á árinu. Örlítil angist sem bærðist í brjósti mínu fyrir leik Suður-Kóreu og Tógó hvarf því einsog dögg fyrir rísandi morgunsól þegar ég sá einhverja mestu gleðifregn um langa hríð í sjónvarpinu í gær. Hún var um Jakoi seiðskratta. Frá því var greint að töframaðurinn hefði nú sameinað alla sína krafta til fremdar landsliði Tógó. Kallinn sást í fréttinni innan um hauskúpur sínar og slönguhami muldrandi framandi seið fýrir munni sér. Þegar því lauk kvaðst hann hafa tryggt landsliði Tógó fullan sigur í komandi viðureign. Þetta ættu Suður-Kórear að taka nokkuð alvarlega. Jakob er maður með glæsta fortíð á sviði knatt- spyrnugaldra. Hann framdi mik- inn seið fyrir mikilvægan leik Tógó gegn Ghana. Það virkaði heldur betur. Allir bestu leikmenn Ghana hrundu niður í pestum og kvillum fyrir leikinn - og Tógó vann. Fremra-Hálsættin heldur því nokkuð viss um þokkalega niður- stöðu til fótboltafundar klukkan 13 í dag. Jakob seiðskratti mun ekki bregðast sínum mönnum fremur en endranær. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Af http://web.hexia.net/roller/page/ ossur// Afglöp Geirs Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur. Sjálfstæðisflokkurinn var í lykil- stöðu við myndun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Það var því óskiljan- legt hvernig þeir klúðruð málum og fórnuðu Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra. í reynd má segja að hún hafi misst ráðherrastólinn vegna afhroðs Framsóknarflokks- ins í sveitastjórnarkosningum svo einkennilega sem það nú hljómar. Framsóknarmenn voru í engri stöðu til að gera tilkall til sex ráðherrastóla, enda lætur Halldór Ásgrimsson sjálf- viljugur af embættinu eftir afhroð í sveitastjórnarkosningunum. Samt lét formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekki nægja, eftir hjaðningavígin og leðjuslaginn í valdabröltinu innan Framsóknarflokksins, að draga fram- sóknarmenn upp úr drullupollinum í stað þess efna til kosninga eins og eðlilegast hefði verið. Afglöp Geirs að fórna einum manni úr sínum röðum við ríkisstjórnarborðið eru hreint ótrúleg. En Sjálfstæðismenn gerðu gott betur. Tilgangurinn helgar meðalið Þeir afhentu flokknum sem kjós- endur hafa hafnað aftur og aftur í kosn- ingum og skoðana- könnum - flokknum sem beið afhroð í síðustu kosningum - nær helminginn af stjórnkerfi borg- arinnar og drösluðu þeim með sér í sveitastjórnir víðsvegar um landið. Tilgangurinn helgar meðalið. Þeir eru að teppaleggja fyrir áframhald- andi stjórn valdabandalags Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks eftir næstu kosningar. Þetta heitir að gefa lýðræðinu og kjósendum langt nef. Hentug hækja Formaður Sjálfstæðisflokksins hlýtur að skulda flokksmönnum sínum skýringu á þessum afleik. Beinast liggur við að ætla að þetta sé liður í áætlun sjálfstæðismanna að endurreisa Framsóknarflokkinn, þannig að mögulegt sé að framlengja núverandi stjórnarsamstarf enn einu sinni að loknum næstu kosningum. Það er skiljanlegt útfrá hagsmunum Sjálfstæðisflokksins. Þeim þykir Framsóknarflokkurinn hentug hækja, sem er tilbúin að fórna stefn- unni og baráttumálum fyrir valda- stóla. Sjálfstæðismenn hafa ráðið ferðinni í stjórnarsamstarfinu og beygt framsóknarmenn í hverju mál- inu á fætur öðru. Næst verður það Ibúðalánasjóður. Framsóknarmenn hafa í samstarfi við íhaldið framfylgt harðri markaðshyggju, sem bitnað hefur harðast á þeim sem síst skyldi í þjóðfélaginu. Fólkið hefur ekki verið í fyrirrúmi heldur sérhagsmunir fárra. Límið sem heldur flokkunum saman eru valdastólarnir ekki mál- efnin. Verkefni Samfýlkingarinnar á næstu mánuðum er að sundra blá græna valdabandalaginu og koma á sterkri stjórn jafnaðarmanna sem hefur hagsmuni allrar þjóðarinnar að leiðarljósi. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinar Af www.althingi.is/johanna Jóhanna Sigurðardóttur rif*ÖJ2ílíi ÚLFLJÓTSVATNI Upplýsingar og skróning á netinu: www.ulfljotsvafn.is - Sparkleikir - Frumbyggjastörf - Ædol - Ú+ilíf - Kassabílaaks+ur - Su»/d - Fyrir stráka og stelpur 8-1 2 ára - skipt í hópa eftir aldri Krassandi útilífsœvintýri - fjör og hópeflisandi! %% ii INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvafn.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.